Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hugleiðingar um samgöngumál á jólaföstunni VAXANDI umferð- . artafir á þjóðvegunum í Reykjavík og nágranna- bæjum. Stöðugt versnar að- gengi til höfuðborgar- innar, sérstaklega í gegnum nágrannabæ- ina, er þá helst að nefna: Hafnarsvæðin, Reykja- víkurflugvöll, Bifreiða- stöð íslands, Bænda- höllina, Þjóðminjasafn- ið, Háskóla íslands o. fl. Sú staðreynd að Sunn- lendingar, Reyknesing- ar, Kjalnesingar og Kjó- sverjar sækja daglega vinnu og skóla til höfuð- staðarins (með tilkorhu Hvalfjarðar- ganga munu Borgfirðingar geta gert hið sama). Nú í dag tekur oft og tíð- um jafnlangan tíma að aka frá Sel- fossi að Baldurshaga (Rauðavatni) og þaðan vestur að Bændahöll. Þess- ar sívaxandi tafir á þjóðvegum þurfa að minnka með einhverju móti, svo sem að fækka innáakstri og auka vegagirðingar þar sem seinlegast er að komast áfram. Þjóðvegir í þéttbýli Norðan Rauðavatns var lagt í umtalsverðan kostnað 1993 og 1994 með því að sprengja skurð í gegnum dálitla hæð og byggja vegbrú þar yfir, þarna er umtalsverð hætta á snjóþyngslum, sem ævinlega er ver- ið að forðast. Síðan var lagður vegur norður á Vesturlandsveg sunnan Grafar, en í því gili sem er á milli Grafar og vegamóta Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar eru nátt- úrulegar aðstæður til vegbrúargerð- ar mjög góðar, (jarðgöng gangandi, hjólandi, akandi). Ekki varð af þess- ari augljósu samgöngubót í Grafar- vog nú. Næsta vegbrú er ca 1 km vestar og var byggð í sumar, Hálsa- braut er undir. Svo er hið gríðarlega . mannvirki, Höfðabakkabrú, og breikkun vegarins beggja vegna. Þetta eru umtalsverðar samgöngu- bætur, en hvað kostar kílómetri í svona vegalagningu? Næst er Breið- höfðavegbrú austan ESSO olíustöðv- arinnar, hana verður að lengja tölu- Halldór Eyjólfsson vert þegar vegurinn niður Ártúnsbrekku breikkar. Þá munu Ell- iðaáabrýrnar vera of þröngar ásamt Sæ- brautarvegbrú, 5 vegbrýr eru á þessum stutta kafla. Því læðist sá grunur að manni að ekki séu önnur vegar- stæði í nágrenninu könnuð, svo sem frá Súðavogi þvert í Sæv- arhöfða norðarlega, inn Grafarvog og á Vestur- landsveg nálægt hita- veitustöð. Aðalumferðaræðar úr borginni fara um Ártúnsbrekku en þar myndast oft umferðarhnútur líkt og gerðist á Þingvallahátíðinni 1994. Urbóta er þörf. Míklabraut Breikkun Miklubrautar ásamt lengingum afreina og aðreina eru mjög til bóta og auka öryggi þeirra sem koma úr hliðargötum. En fækka þarf innákeyrslum á þessum aðalvegi sem liggja milli bæjarfélaga og íbúð- arhverfa, Einnig þyrfti að minnka tafir af gangbrautum með undir- göngum fyrir gangandi og hjólandi vegfárendur. Þegar kemur að Miklatorgi (Hringbraut-Snorrabraut-Mikla- braut-Bústaðavegur) nánar tiltekið að gatnamótum Eskihlíðar, væri hagkvæmast að framlengja Miklu- bautina niður og undir Bústaðavegs- brú og áfram beint á væntanlega Flugvallarbraut, sunnan Lækna- garðs. Þessi breyting mun létta veru- lega á umferðarþunga Hringbrautar og Miklatorgs. Frá Rauðarárstíg og á móts við Eskihlíð þrengist gatan vegna húsa sem skaga út í aksturlín- una og er algeng sjón víða í þéttbýl- um þótt þjóðvegir hafi rétt til 20 m lands utan vegkants. Þessi þrengsli neyða húseigendur íil að leggja bíl- um á miðja götu, upp á graseyju, svo ömurlegt sem það nú er. (Það er ólík gerð vega í íbúðar- hverfum eða milli héraða, þunga- flutningar.) Vesturlandsvegur I Kol,aFlörou framtíðarinnar Háskólasvæðið Ofanbyggðarvegur Öryggisvegur frá Straumsvlk á Geitháls og í Mosfellsbæ Þjóðveginn í Mosfellsbæ verður að færa Hagkvæmustu lagfæringar þar til áldamóta sýnast vera að færa Vestur- landsveg ca 0,5 km sunnan Leirvogs- ár niður í botn Leirvogs móts við hesthúsahverfi Mosfellinga, síðan vestur fjöruborð vogsins að Korpuós, þaðan beint upp á Vesturlandsveg sunnan Korpu-tengivirkis. Með þess- ari breytingu færist umferðarþung- inn úr miðbæ Mosfellinga og klýfur bæinn ekki eftir endilöngu eins og nú lítur út fyrir að verði. Geta bæj- arbúar þá skipulagt sín hringtorg, hjóla- og göngustíga að vild. Kjalnes- ingar þurfa að skipuleggja gegnum- akstur í sínu byggðarlagi innan fárra ára, svo ekki hljótist óþægindi af þegar umferðarþunginn eykst. (Verður ríkissjóður að kosta versl- unargötur og torg í sumum bæjar- og sveitarfélögum? Miðbæjartorg Mosfellsbæjar mun kosta allt að 200 milljónir ef af verður.) Vegur af Kjalarnesi tU Reykjavíkur árið 2010 Kollafjörð yrði þá trúlega að brúa nálægt raflínustæðinu; ásamt veg- arlagningu suður Alfsnesið að Gunnunesi en þar kæmi brú yfir í Geldinganes, en suðvestan í því er talin ákjósanleg hafskipa- og hafn- araðstaða á komandi öld. Úr Geld- inganesi myndi vegurinn liggja um Eiðið beint að Gufuneshöfða en þar út af myndi Kleppsvíkin brúuð. Er Aðgengi að höfuðborg- inni frá nágranna- byggðunum versnar stöðugt Halldór Eyj- ólfsson, fjallar hér um hugsanlegar úrbætur. þá aðkoma af Vestur- og Norður- landi jnn til höfuðstaðarins mun betri. Áhugavert væri að koma járn- braut (rafknúinni) út í Viðey frá Gufunesi að Viðeyjarstofu og spara þar með rekstur á Viðeyjarferju og flotbryggjum. Þarna voru litlir vöru- vagnar á teinum knúnir af handafli fyrr á öldinni, ef til vill eru teinarn- ir ennþá nothæfir. Óráðlegt er að leggja bílveg í eyjuna en göngu- og reiðhjólastíga vantar þar. Banna þarf umferð gæludýra þar. Reyknesingar í biðröðum á Hafnarfjarðarvegi Það er krókótt og eftir því tafsamt að aka í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík ætli maður t.d. að Raunvísindastofn- un háskólans eða í flugafgreiðslu innanlands, sem er einstaklega illa staðsett miðað við hlutverk sitt, (í hernámsskála) við Þorragötu í Skerjafirði. Sýnist því tímabært að stöðin fái aðra staðsetningu og að- gengilegri, td. austan n-s-brautar en sunnan a-v-brautar, þar er autt og ónotað svæði. Augljóst óhagræði er af núverandi fyrirkomulagi Loftleiða á utan- og innanlands afgreiðslum. Verulegar úrbætur í aðkomu umferð- arstöðva lofts og láðs má gera með eftirtalinni vegarlagningu: Af Hafn- arfjarðarvegi við Fossvogslæk niður að sjávarmáli, sunnan ESSO stöðvar- innar eftir sjávarmálinu norður á sjávarbakkann eftir honum neðan kirkjugarðsins, vestur að Hlíðarvegi norður hann að Flugvallarbraut móts við skrifstofur Loftleiða og eftir henni að vesturhorni Valsvallar, þá í sveig að Læknagarði með tengingu við Miklatorg undir Bústaðavegsbrú (framlenging Miklubrautar). Sunnan Læknagarðs og Umferðarmiðstöðv- arinnar en sveigt norður að Hring- braut vestan stöðvarinnar, svo vestur með henni (með graseyju á milli) að Sæmundargðtu áfram að Jarðfræði- húsi háskólans, meðfram suðurhlið þess að Suðurgötu en þar þarf undir- göng fyrir gangandi og hjólandi fólk, ásamt 3 akreinum fyrir smærri bíla (ca 2.30 m lofthæð), 2 akreinar í austur og 1 akrein í vestur, er þá komið að Hótel Sögu og Þjóðarbók- hlöðu (vegarheiti Flugvallarbraut). Eitthvað þarf að lagfæra vegamótin í Engidal líklega með því að færa þau ca. 100 m norður á Hafnarfjarð- arveg, þannig að Álftanesvegur komi á Reykjavíkurveg. Þarna kemur möguleiki á vegbrú í framtíðinni. Öryggisvegur af Reykjanesbraut (Ofanbyggðavegur) Af' Reykjanesbraut sunnan Straums, á Suðurlandsveg við Geit- háls. Frá Straumi um Kapelluhraun, sunnan Hamraness, beint að Hval- eyrarvatni, norðan þess og þvert yfir Smyrlabúðarhraun á nýgerðan veg austan Hjalla, eftir honum neðan Heiðmerkur að Jaðri, austan við hann en vestan dælustöðva vatns- veitunnar. Svo beint á veg I við Geitháls, en austan athafnasyæðis nýju vatnsverksmiðjunnar. Öfluga girðingu þarf að reisa beggja vegna vegarins frá Jaðri að Suðurá, mann- held verður hún að vera og í alla staði vönduð. Öryggisvegur af Vesturlandsvegi Sunnan Úlfarsárbrúar upp með ánni, norðan Reynisvatnsáss suður með honum að Langavatni, vestan þess en austan Stóraskyggnis, síðan beint að vegi I við Geitháls. Bót væri að brúa Úlfarsá móts við Fells- múla. Höfundur er áhugamaður um samgöngv- og umhverfismál. 4 4 « < 4 < 4 í Ennislokkur einvaldsins ÞEGAR hann var upp á sitt' bezta var hann ástmögur þjóðar sinnar - kvennaljóminn mikli, verndari sósíalis- mans - Níkólæ Tsjá- seskú - alls staðar voru hafðar uppi myndir af honum, hinum mikla I syni þjóðarinnar, verndara smælingjanna — einvaldinum með ennislokkinn. Meira að segja íslenzkar dele- gatsíur fengu stjörnu- blik í augu við að sjá hann. Hann var hin heita sól þjóðarinnar. Frá honum kom allt og til hans féll allt. Þegar hann var skotinn á jóladag 1989 með Elenu konu sinni var hann almennt fyrirlit- inn og hataður af þjóð sinni. Á nokkrum dögum féll veldi það sem ty. hann og Géorgíu Desj, Patraskanú og Anna Paker höfðu byggt á hinu gamla járnvarðliði fasistanna eins og spilaborg - eða hvað? Skiptu menn kannski bara um skyrtur eins og þeir gerðu 1946? Fóru úr brúnum í rauðar þá - nú úr rauðum í bláar - eða kannski hvítar? I bókinni Ennislokkur einvaldsins eftir Hertu Miiller er sýnd saga en ekki sögð - saga hinna dapurlegu Herta Miiller daga og harmþrungnu í Tímísóara, sem hristu fúnar stoðirnar undan einveldi félagans með ennislokkinn. Þessi bók kemur nú út í mjög vandaðri þýðingu Franz Gíslasonar hjá forlaginu Ormstungu, sem hefur lagt mikla alúð við alla ytri gerð verksins þannig að sjaldan sér maður eins vandaðan og fallegan frágang á bók, kápan er listaverk og allur frá- gangur til fyrirmyndar. Það er hverju forlagi • sómi að slíkum frá- gangi Þessi saga er eins og áður segir meira sýnd en sögð - brugðið er upp lauslega tengdum myndum af fólki og atburðum á ótilteknum stað og tíma, en Ijóst verður þegar á líður söguna að sviðið er Tímísó- ara, helzta iðnaðarborg í Vestur- Rúmeníu eða Transylvaníu og tíminn er hinir dapurlegu desemberdagar 1989 áður en einvaldshjónin voru tekin af og menn höfðu skyrtuskipti. Á Vesturlöndum trúðu margir að eldaði aftur af degi niður við Svarta- haf og Rúmena biðu glæstir tímar í einhverju auðugasta landi Evrópu. Menn urðu agndofa þegar lokinu Menn urðu agndof a, segir Bárður Halldórs- son, þegar lokinu var lyft af ormagryfju ein- valdsins. var lyft af ormagryfju einvaldsins, heimsbyggðin hélt um höfuð sér af skelfingu yfir því sem sýnt var á sjónvarpsskjám og menn í nýjum skyrtum settu Petre Roman í valda- stól og aðra ámóta skjótútvatnaða kommúnista. • Sagan endalausa heldur áfram - nýjar skyrtur, nýir litir. Tvennt er það sem Rúmenar eru öðru fremur stoltir af úr sögu sinni - baráttan við Hundtyrkjann og upphaf súrrealismans, sem þeir vilja eigna sér og vísa þá fyrst og fremst til ljóðskáldsins Emíneskú, sem gegnir líku hlutverki með þeim og Jónas okkar Hallgrímsson - hann er skáldið þeirra á 19. öld. Súrreal- ismi er ekki aðeins skáldskaparhátt- ur eða listform - heldur lífsstíll - tjáning múgamanns á trylltri öld - dularklæði sem menn bregða sér í daglega af nauðsyn. Þar er gaman alþýðumanna að segja sögur sem ekki eru allar sýndar og ekki eru allar sem þær sýnast. Herta Miiller leikur þessa list af mikilli íþrótt enda þótt hún sé af þýzkum ættum - kemur frá Sjö- borgalandi - Siebenburgen - sem svo hét áður og Rúmeníuþjóðverjar kalla svo enn, en er oftast nefnt Transylvanía á bókum - og er land greifans sem alltaf er verið að setja í bíómyndir - Drakúla, sem á sér margt sameiginlegt með félaganum sem skotinn var á jóladag. Drakúla eða Vlad Tepes eins og hann hét réttu nafni var mikill sjarmör og verndari smælingjanna og var lof- aður og dásamaður á meðan hann var ofan jarðar en formælt og fyrir- litinn í gröf sinni. Hann kunni að velja sér óvini og var grimmur óvin- um sínum. Lærisveinninn var meist- aranum í engu eftirbátur. Kannski verður Tsjáseskú hvalreki ferðaþjón- ustunnar í Rúmeníu þegar fram líða stundir eins og Drakúla greifi er nú. Talið er að Friðrik rauðskeggi, Þýzkalandskeisari hafi tekið með sér Saxa niður eftir þegar hann fór til krossferða um árið og kannski hefðu þeir farið aftur með honum norður í germanalönd ef hann hefði ekki farið að baða sig í Litlu-Asíu, en frá því baði komst hann aldrei. Alla vega urðu Saxar þessir eftir og fjölg- uðu sér svo mjög að um tíma á þess- ari öld var talið að hálf milljón þeirra ætti heima þar í neðra. Þeir stóðu hvarvetna í fremstu röð - segja má að iðnaður þar og verzlun hafi ekki borið barr sitt eftir að þeir flæmd- ust úr landi á síðustu árum. Þjóðverj- ar keyptu þá marga úr gíslingu og Rúmenía greiddi upp erlendar skuld- ir sínar, meðal annars fyrir þýzk mörk sem fengust í skiptum fyrir Sjöborgaþj óðverj a. Ekki er mér kunnugt neitt um Hertu Muller, en 1987 var hún kom- in til Þýzkalands og hefur búið þar síðan. A sínum tíma átti ég nokkra vini af ættarslóðum hennar - mikið gáfufólk sem nú er mér með öllu horfíð inn í mósku daganna - en sögur þær sem ég hafði ofan úr fjöll- unum vakna á ný við lestur þessarar undarlegu teiknimyndasögu eða kvikmyndasögu - þar bregður aftur fyrir löngu liðnum óhugnaði - dimmu og drunga hinna reykmósk- uðu daga - hinum alltumlykjandi krumlum sekúratsa - alsjáandi auga einvaldsins - svörtu, feitu Benzun- um, sem óku svo hratt á steinlögðum götum, að menn áttu fótum fjör að launa og sumir sluppu ekki undan þeim - sóðaskapnum - dýra- og barnamisþyrmingum - ljótleika og vonsku í öllum myndum. Samt er eins og ekkert hafi gerst - litlar fregnir bárust þaðan forðum tíð og ennþá færra fréttist þaðan nú nema opnaðar eru öðru hvoru ormagryfjur - maðkaveitur valdsins og heims- byggðin heldur um nef sér um stund - síðan dettur aftur á dúnalogn - eða með lokaorðum bókarinnar: ... einn frakki smeygir sér í annan. Höfundur stundaði nám íRúmeníu á dögum Nikolæ Tsjáseskú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.