Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 51 MINNINGAR Haralds, Kortasaga íslands, sé meiri en marga grunar. Fyrir að éiga þess kost að kynn- ast þessu valmenni og njóta vin- áttu hans ber að þakka. Sameigin- legur vinur okkar Haralds sendi eitt sinn vini sínum kveðju er ég leyfi mér að nota lítið eitt breytta: Hjálpsemi, orðvísi hollráð, góðfýsi, tilsögn með lifsgleði, samstarf í samvist, mér veitt óverðugum, þakka ég Haraldi heilshugar. Grétar Eiríksson. Kveðja frá Sagnfræð- ingafélagi íslands Á fundi stjórnar Sagnfræðinga- félags íslands síðastliðið vor var ákveðið að gera dr. Harald Sig- urðsson að • heiðursfélaga á aðal- fundi félagsins sem haldinn yrði í septemberlok. Ekki var það erfið ákvörðun enda framlag Haralds til íslenskrar sagnfræði geysimerkt. I aldarfjórðungssögu Sagnfræð- ingafélagsins hafði aðeins þremur hlotnast sá heiður, bættist Harald- ur þar í hóp þeirra Lúðvíks Krist- jánssonar, Onnu Sigurðardóttur og Jakobs Benediktssonar. Því miður gat Haraldur ekki mætt á aðalfund félagsins og tekið á móti heiðurs- skjalinu vegna slyss en það gerði kona hans frú Sigrún Á. Sigurðar- dóttir. Haraldur skrifaði margt á sviði sagnfræði, fjölmargar ritgerðir og þýðingar, en merkasta framlag hans var tvímælalaust Kortasaga Islands sem kom út í tveimur stórglæsilegum bindum á árunum 1971 og 1978. Spannaði hún tíma- bilið frá öndverðu - allt frá sögn- um um Thule, landið sem Pýþeas kom til og nefndi svo og margir hafa talið vera ísland - og til árs- ins 1848. í þessu stórmerkilega riti lagði Haraldur mikla áherslu á að setja íslenska kortagerð í erlent samhengi og tengja ísland við umheiminn. Hlaut þetta verk mikið lof bæði innlendra og útlendra fræðimanna og var Haraldur gerð- ur að heiðursdoktor við Háskóla íslands árið 1980 fyrir framlag- sitt til íslenskra fræða. Þeir sem leggja stund á rann- sóknir á sögu Islands og umheims- ins á fyrri öldum standa í mikilli þakkarskuld við dr. Harald. Hann þýddi m.a. Bréf frá íslandi eftir Uno von Troil þar sem ferð Sir Joseph Banks til íslands árið 1772 er lýst. Þetta var fyrsti erlendi rannsóknarleiðangurinn sem kom hingað til lands. En ekki var hér eingöngu um þýðingu að ræða heldur vandaða fræðilega útgáfu með rækilegum inngangi og skýr- ingum. Auk þess.birti Haraldur í þessari bók myndir af þeim teikn- ingum sem gerðar voru í leiðangr- inum og varðveittar eru í British Museum; eru þær merkilegar heimildir í sjálfu sér. Hin síðari ár hélt Haraldur áfram að fjalla um tengsl erlendra manna við ísland. Árið 1991 gaf hann út handbókina ísland í skrif- um erlendra manna um þjóðlíf og náttúru landsins, en hann hafði þá safnað heitum rita sem fjölluðu um ísland i fjörutíu ár, m.a. á meðan hann starfaði á Landsbóka- safninu. Þessi ritaskrá er ómetan- leg þeim sem stunda rannsóknir á utanríkissögu Islands. I fyrra kom að lokum út þýðing hans á ferða- sögu eftir John Barrow sem sótti ísland heim árið 1834. Eins og fyrr var þýðingin vönduð ásamt fræði- legum inngangi og skýringum. Sagt er að hver kynslóð skrifi sína sögu en hvað Koitasögu Har- alds Sigurðssonar viðkemur hefur hann skrifað fyrir margar kynslóð- ir. Fræðimaðurinn er fallinn frá en verkin lifa. Sagnfræðingafélag íslands sendir frú Sigrúnu innileg- ar samúðarkveðjur við fráfall hins merka fræðimanns, doktors Har- alds Sigurðssonar. Anna Agnarsdóttir, Hrefna Róbertsdóttir. BERGÞORAS. ÞORVALDSDÓTTIR ÓLAFUR JÓHANNESSON +Bergþóra Sigríður Þor- valdsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 15. september 1927. Hún andaðist á Kanaríeyjum 22. nóvember síðastliðinn. Útför Bergþóru fór fram 8. desember síðastliðinn. Ólafur Jóhannesson fæddist 25. mars 1927 í Hafnarfirði. Hann lést 31. desember 1994. Útför Ólafs fór fram 6. janúar síðastliðinn. HVERSU oft er ekki talað um að hús hafí sál og að það sé góður andi í húsum? Stundum eru ákveðnar manneskjur svo samofn- ar húsum sínum að andi þeirra rík- ir í nálægð þeirra og fjarlægð. Það má segja að í fjölbýlishúsum bland- ist saman ýmsir straumar, straum- ar þess fólks sem þar býr. I okkar húsi eru straumanúr missterkir. Sumir eru nýfluttir og eiga eftir að setja sitt mark á samlífið, aðrir hafa búið frá því að húsið var byggt. Þannig var um Beggu og Óla. Þau höfðu horft á húsið í byggingu og fluttu inn með þeim fyrstu og síðan hefur þeirra andi verið samofinn anda hússins. Þegar við fréttum af andláti Beggu setti okkur hljóð. Það varð ekki langt á milli þeirra hjóna, aðeins tæpt ár. Begga var á Kanaríeyjum. Utanlandsferðin kom snögglega til og hún dreif sig. Hafði gott af því að fara. Hafði lítið farið síðan Óli dó. Nú er ekki lengur ljós í glugga og bíllinn stendur á sama stað á stæðinu. Þau hjón höfðu sett sinn svip á samlífið í húsinu. Hann með sína reglusemi eins og hún. Bæði höfðu á sinn hátt markað ákveðna stefnu í stigaganginum. Við Begga völdum blómin saman á sumrin og Óli sá um hússjóðinn síðustu árin og ýimislegt sem til féll og á ann- an hátt en allir aðrir, þetta var hans hús og hennar og okkar. Við viljum þakka þeim samfylgdina. Við vitum að húsið verður öðruvísi án þeirra. Það er sagt að maður komi í manns stað, en nú er skarð fyrir skildi og erfitt verður að fylla í skarðið. Við vottum sonum þeirra og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þeirra. íbúarnir á Alfaskeiði 80. t KRISTIN SIGTRYGGSDÓTTIR + Kristín Sigtryggsdóttir fæddist 11. október 1904 að Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi. Kristín lést þann 26. nóvember sl. Kristín giftist Guðmundi Trjámanssyni og eignuðust þau fimm böra. Þau eru Sigtryggur, Rósa (sem lést á þessu ári), Hólmfríður, Hanna og Lilja. Áður eignaðist Kristín Olgu sem er látin. Útför Krist- ínar fór fram 1. desember sl. HINN 26. nóvember sl. dó uppá- halds langamma mín á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þegar amma Lilja sagði mér að lang- amma Kristín ætti ekki langt eftir varð mér hugsað til baka, til allra þeirra góðu stunda sem ég átti hjá og með langömmu Kristínu. Hún var alltaf svo góð. Ekki bara við mig heldur alla sem hana þekktu. Ég man að eitt skipti þegar að ég kom norður að heimsækja hana var hún búin að safna fyrir mig fullt af servíettuni. Hún vissi að ég safnaði þeim. Ég á enn þann dag í dag bæði kassann og allar servíettumar og ætla alltaf að eiga þær. Hún dvaldist hvað mest á Kristnesspítala fyrir norðan sín elliár og mér fannst hún alltaf svo langt í burtu því ég var í Reykja- vík svo nokkrum sinnum tók ég upp á því að skrifa bréf til hennar og bað starfsfólkið í leiðinni að passa hana vel því hún væri besta langamma mín. Þannig að þegar að minni hennar fór að hraka mundi hún samt alltaf eftir mér. Stelpunni sem skrifaði henni öll bréfin. Ég veit að langömmu leið ekki vel hennar síðustu daga hér á jörð og mundi ekkert og þekkti engan. Eg vil muna langömmu mína eins og hún var en kemst þó ekki hjá því að hugsa hvort að núna þegar hún er dáin muni hún eftir mér. Eg veit að enginn getur svarað því núna en þegar Guð tek- ur mig til sín er ég viss um að hún langamma Kristín tekur á móti mér opnum örmum. Blessuð sé minning þín, elsku langamma. LHja Sigurðardóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyWr tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTURBLÖNDAL SNÆBJÖRNSSON vélvirki, Kvistalandi 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Blórri og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Hjartavernd njóta þess. Friða Kristín Gfsladóttir, Snœbjörn Pétursson, Birna Guðjónsdóttir, Gísli Pétursson, Magni Blöndal Pétursson, Erla Vilhjátmsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÁGÚST JÓNSSON, Hlaðbrekkul, Kópavogi, síðast til heimilis á sambýli aldraðra, Skjólbraut 1a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. desember kl. 15.00. Stefanía Axelsdóttir,. Ólafur Ágústsson, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Matthildur Ágústsdóttir, Jakob Matthíasson, Friðfinnur Ágústsson, Helga Hafberg, Reynir Ölversson, barnabörn og barnabarnabörn. t RÓSA ÓLAFSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Stóra-Bóli, Smárabraut 15, Höfn, verður jarðsungin frá Hafnarfirkju föstu-daginn 29. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. \ ; í Ólafur Halldórsson, Lára Marfa Theódórsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Vífill Karlsson, bamabörn og bamabarnabam. t Ástkær sambýliskona, móöir okkar, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SNORRADÓTTIR, sem lést í Vífilsstaðaspítala miðvikudag- inn 13. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. desem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Magnús Guðjónsson, Svala Aðaisteinsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Helga Aðalsteinsdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Hreiðar Aðalsteinsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Einar Magnússon, Sigrún Bender, María Þorleifsdóttir, Sigurþór Guðmundsson, Sólbjört Aðalsteinsdóttir, Tómas Guðmundsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Þórður Öskarsson, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Oddur Þórðarson, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Hilmar Þorvaldsson, Guðmundur Aðalsteinsson, bamabörn og barnabarnabörn. Lokað verður föstudaginn 29. desember frá kl. 14 vegna jarðarfarar HILMARS FENGER. Nathan&Oisenhf. LOKAÐ verður ídag, fimmtudaginn 28. desember, vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR. Stétt hf., Hyrjarhöf ða 8. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.