Morgunblaðið - 11.01.1996, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Erfiðir tímar fyrir Clinton-hjónin
Ný gögn tal-
in reiðarslag
fyrir Hillary
Washington. Reuter.
NÝJAR upplýsingar
hafa komið fram um,
að Hillary, eiginkona
Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta, hafi verið
meiri þátttakandi í svo-
kölluðu Whitewater- og
Travelgate-máli en hún
hefur hingað til viljað
viðurkenna. Kemur
þetta sér afar illa fyrir
hana og Clinton,. ekki
síst nú á kosningaári,
auk þess sem hann á
sjálfur undir högg að
sækja vegna ásakana
konu nokkurrar um að
hann hafi sýnt henni
kynferðislega áreitni.
Orðstír Hillary hefur farið mjög
vaxandi að undanförnu og um þess-
ar mundir er hún að leggja upp í
ferð um Bandaríkin til að fylgja
eftir bók, sem hún hefur skrifað
um börn. Upplýsingarnar, sem nú
hafa komið fram, eru því mikið
reiðarslag fyrir hana og raunar
taldar alvarlegri fyrir Clinton í
kosningabaráttunni framundan en
þær ásakanir um kynferðislega
áreitni, sem hann stendur sjálfur
frammi fyrir.
Hillary hefur áður svarið eið að
Sjáftu
hlutina
í víbara
samhengi!
- kjarni málsins!
Hillary Clinton
því að hafa aðeins unn-
ið lítilljörleg verk fyrir
sparisjóðinn Madison
Guaranty, sem tengd-
ist svokölluðu Whitew-
ater-máli, fasteigna-
og fjármálabráski í
Arkansas, en nú virðist
af gögnum, sem Hvíta
húsið hefur birt, að hún
hafí komið meira við
sögu en hún vill vera
láta. Sparisjóðurinn
varð gjaldþrota og
kostaði það skattgreið-
endur fjóra milljarða
króna.
Hvíta húsið hefur
einnig gert opinber minnisblöð, sem
benda til, að Hillary hafi ráðið
mestu um, að sjö starfsmönnum
ferðaskrifstofu Hvíta hússins var
sagt upp störfum 1993 en hún hef-
ur alltaf þvertekið fyrir að hafa
haft nokkur afskipti af því.
Vinsældirnar minnka
í skoðanakönnun, sem ABC-sjón-
varpið gerði í fyrradag, kváðust
46% aðspurðra vera ánægð með
störf forsetafrúarinnar en mestra
vinsælda naut hún í apríl 1994 þeg-
ar 60% voru á þessu sama máli.
Þeim hefur líka fjölgað, sem telja
hana segja ósatt um Whitewater-
málið, og tæplega helmingur segir
það skipta verulegu máli.
Fréttaskýrendur segja of snemmt
að spá í hvaða afleiðingar þetta
mál hefur fyrir Clinton en ýmsir
telja, að hún gerði best í að svara
þessum nýju grunsemdum opinber-
lega og frammi fyrir alþjóð.
mmttíwM
Reuter
PALESTÍNSKAR konur hlusta á útvarpsfréttir um 800 palestínska fanga sem Israelar létu lausa í gær.
Hussein fagnað í Israel
Tel Aviv, Jerúsalem. Reuter.
HUSSEIN Jórdaníukonungur kom
í eins dags opinbera heimsókn til
Tel Aviv í gær og var tekið með
miklum fögnuði. Mörg þúsund
manns voru við göturnar sem bíla-
lest konungs fór um, fánum land-
anna va_r veifað. „Ég minnist þess
ekki að ísraelar hafi beðið með jafn
mikilii eftirvæntingu eftir nokkrum
gesti og yður, herra konungur,"
sagði Shimon Peres forsætisráð-
herra.
Konungur flaug sjálfur þyrlu til
herflugvallar í útjaðri borgarinnar
og er hann kom út úr þyrlunni
föðmuðust hann og Peres. Jórdanía
og ísrael undirrituðu friðarsamn-
inga í október 1994 en vitað er að
Hussein hefur áður heimsótt Tel
Aviv á laun þótt ríkin tvö hafi form-
lega átt í stríði.
Geysilegar öryggisráðstafanir
voru vegna heimsóknarinnar og
tókst því fáum úr röðum almenn-
ings að koma auga á konung, flest-
ir urðu að láta sér sjónvarpsútsend-
JANUARTILBOÐ
TONIG þraktæki
TG-702 PM
Þrekhjól m. púlsmæli
★ Tölvu-púlsmælir
★ Newton þyngdarstillir
★ Breitt, mjúkt sæti
Verð 26.306.
Nú 18.414.
TG-1828
Klifurstigi Deluxe
★ Tölvumælir
★ Stillanleg hæð fyrir hendur
★ Mjög stöðugur
Verð 31.460.
Nú 22.022.
TM-302
Þrekstigi Deluxe
■k Tölvumælir
•k Mjúkt, stórt, „stýri"
tr Mjög stöðugur
Verð 26.306.
Nú 18.414.
Póstsendum
um land allt
. Reióhjólaverslunin —
ORNINNÞ*
Opið laugardaga kl. 10-14 ( EE V'SA SKEIFUNNI 11, SÍMI 588 9890.
ingu nægja. Síðar var ætlunin að
Hussein sæmdi tvo menn, Jórdaníu-
mann og ísraela, friðarverðlaunum.
Átti athöfnin að fara fram við Gal-
íleuvatn að viðstöddum Warren
Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Wash-
ington hafa heitið Jórdaníu miklum
efnahags- og hergagnastuðningi
fyrir að semja frið við Israel.
Palestínumenn lítt hrifnir
Dagblöð Palestínumanna gagn-
rýndu flest konung fyrir heimsókn-
ina, sögðu að eðlilegra hefði verið
að Hussein hefði fyrst heimsótt
svæði undir stjórn Frelsissamtaka
Palestinumanna (PLO.
Samskipti konungs og PLO hafa
lengi verið stirð en um helmingur
íbúa Jórdaníu á rætur að rekja til
Palestínu. Vesturbakkinn var undir
stjórn Jórdaníu til 1967 er ísraelar
hernámu hann í sex daga stríðinu.
1988 ákvað Hussein að gera ekki
lengur tilkall til svæðisins.
Fangar leystir úr haldi
Israelsstjórn lét í gær lausa um
800 fanga úr röðum Palestínu-
manna en samið var um það í sept-
ember að alls yrðu 1.200 iátnir laus-
ir fyrir þingkosningarnar á her-
numdu svæðunum sem verða 20.
janúar. Margir fanganna eru félag-
ar í vinstrisinnuðum hópum eða
samtökum heittrúarmanna er barist
hafa á móti friðarsamningum við
Israela. Palestínumenn segja að enn
séu þúsundir pólitískra fanga í haldi
Israela, flestir þeirra sitji inni vegna
andstöðu við hernámið.
Alþjóðleg eins dags ráðstefna um
50 ríkja var haldin á þriðjudag til
þess að fjalla um aðstoð við upp-
byggingarstarf sjálfstjórnarinnar á
Vesturbakkanum og Gaza. Búist
var við að ríkin 50 myndu heita
sjálfstjórn PLO jafnvirði eins millj-
arðs Bandaríkjadala í aðstoð, eða
sem svarar 65 milljörðum króna.
Ný skoðanakönnun í Noregi
Heimsmet í tíðni
vetrardrunga
Ósló. Reuter.
HVERGI í heiminum er svo-
nefndur vetrardrungi jafn al-
gengur og í Noregi, segir í nýrri
skýrslu sálfræðideildar háskólans
í Tromso. Að sögn Aftenposten
tóku 6.300 stúdentar við hjúkrun-
ar- og kennaraskóla frá Kristian-
sand í suðri til Hammerfest í
norðri þátt í könnuninni.
Vetrardrungi er ólíkur öðrum
andlegum kvillum að því leyti áð
hann leggst eingöngu á fólk á
veturna, kemur á haustin en
hverfur á vorin. Fólkið hefur það
prýðilegt á sumrin. Mest er tíðni
þunglyndisins hjá unga fólkinu
yfir fjóra dimmustu vetrarmán-
uðina á Bodo-svæðinu. Þar segj-
ast 27% fyllast depurð á þessum
árstíma. Þótt einkennilegt megi
virðast er hlutfallið lægst í nyrstu
fylkjum Noregs, Troms og Finn-
mörku þar sem sólin sést ekki í
samfleytt tvo mánuði yfir vetur-
inn.
„Hugsanleg skýring á því að
.tíðnin-er minni í nyrstu fylkjun-
um gæti verið að þeir sem hafi
þolað skammdegið verst hafi
flutt frá svæðinu," segir Arne
Holte prófessor. „Einnig getur
verið að undanfarin 10.000 til
15.000 ár hafi átt sér stað erfða-
fræðilegt náttúruval; því norðar
sem haldið sé þeim mun betur
hafi íbúarnir lagað sig að þessum
aðstæðum."
Sjaldgæft í Florida
Sé hugað að alþjóðlegum könn-
unum er ljóst að meðal fólks í
Suður-Noregi er vetrardrungi
mjög tíður, 17% kvarta undan
honum en t.d. í Florida er hlut-
fall árstíðabundins þunglyndis
aðeins um 1%.
Vetrardrungi hefur ekki verið
mikið rannsakaður að sögn Holte.
Hann er mun algengari meðal
kvenna en karla, skiptingin er í
þessum efnum jafnari í Noregi
en í öðrum löndum.
Mjög er misjafnt hve þungt
þessi andlegi kvilli leggst á fólk,
oft er aðeins um að ræða svolitla
depurð en stundum er vandinn
svo mikill að fólk þarf læknis-
hjálpar við. Sjálfsvíg vegna þung-
lyndis af þessu tagi munu vera
fátíð.