Morgunblaðið - 11.01.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.01.1996, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Tökum forystuna FYRIR 10 árum leystist úr læðingi frá íslandi mikill kraftur sem breytti heims- mynd okkar. Eftir leið- togafundinn í Höfða Ieið kalda stríðið undir lok og þáttaskil urðu í heiminum. Okkur ís- lendingum var gefið það í vöggugjöf að gegna forystuhlutverki í því að leiða heiminn til friðar. Á árinu 1996 mun kraftmikla ísland byija að bijóta af sér ísinn enn frekar og vakna af löngum vetr- ardvalanum. Við mun- Ástþór Magnússon og tilbrigðum sem fylgja fegurð náttúr- unnar. íslendingar geta og eiga að gera friðarboð- skap að atvinnugrein. Okkur er það í blóð borið að flytja út fyrir landsteinana dýrmæta reynslu sem er kær- komin og nauðsynleg fyrir allan heiminn. Við eigum þjóðhöfðingja sem stendur utan dag- legs amsturs stjórn- sýslunnar sem hlut- laust tákn þjóðarinnar. í hugum okkar flestra stendur embætti for- um hefjast handa við það merkilega verkefni sem forfeður okkar lögðu homstein að fyrir nær þúsund árum er þeir lögðu niður vopn og víkinga- klæði. Á íslandi hefur ríkt friður allar götur síðan. Meðan blóðugar styijaldir hafa geisað um heiminn, hafa íslendingar einir þjóða aldrei tekið sér vopn í hönd til að leysa úr deilumálum hvað sem yfir þjóð- ina hefur dunið. Hreint og fagurt land, friðsælt og gott mannlíf, sam- hjálp ojg samhugur er vitnisburður okkar Islendinga um árangur friðar og afvopnunar. Hinar óhugnanlegu náttúruham- farir á Súðavík og Flateyri sýndu glöggt hve þjóðin stendur saman eins og klettur þegar á reynir. Auk þess að sýna samhug í verki, hafa Islendingar leyst farsællega úr mörgum vandamálum með umburð- arlyndi. Kristnitakan á Þingvöllum er dæmi um slíkt umburðarlyndi "sem Ieiddi til friðsamlegrar lausnar á miklu vandamáli þess tíma. Þá voru leiddar saman í sátt og sam- lyndi um trúmálin fylkingar úr mörgum áttum á íslandi, og síðar reis hér land friðarins. Þessi reynsla mun verða mikilvægasta útflutn- ingsvara okkar íslendinga á kom- andi árum. Okkar bíður það hlut- verk að leiða heiminn til friðar, að kenna bömum jarðarinnar þörfina á umburðarlyndi og samhug manna á meðal, og hvernig fagna beri líf- inu í öllum þeim mismunandi litum seta Islands sem tákn um samstöðu þjóðarinnar. Frú Vigdís Finnboga- dóttir hefur á undanförnum 16 árum komið viða fram og unnið hjörtu fólks fyrir hönd okkar sem geislandi verndarengill þjóðarinnar. Lögð hefur verið rík áhersla á að forsetinn standi utan umræðu um stjómmál sem þingmenn og ráðherr- ar deila um á mismunandi viðeig- andi hátt. Ef forsetinn væri með á þeim vettvangi, er hætt við að emb- ættið myndi fljótt missa þá ímynd samhugar sem það hefur í dag. Skiljanlega, nú þegar ganga skal til kosninga um nýjan forseta, er rætt um þetta embætti, tilgang þess og markmið. Sumum finnst þetta hálfgerð vandræðastaða, þar sem embættið hefur nánast engin völd í landinu og forsetanum því á margan hátt miklar skorður settar hvað varðar viðræður og samneyti við forseta annarra þjóða, sem flest- ir hveijir gegna forystuhlutverki í stjórnsýslunni. Lítil þjóð sem íslend- ingar hefur ógjarnan efni á því að hafa einhveija skrautdúkku með tilheyrandi fylgdarliði á Bessastöð- um. I Bretlandi er fólk gjarnan þeirra skoðunar að halda beri kon- ungsijölskyldunni uppi vegna þeirra miklu ferðamannatekna og kynn- ingar í ijölmiðlum um allan heim sem skapast í kringum þetta fólk. Það er hveijum hugsandi manni augljóst að við íslendingar þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti eða íslendingar eiga að gera friðarboðskap að atvinnugrein, segir — Astþór Magnússon, sem hér skrifar um heimsfriðinn. finna nýtt hlutverk og nýjar tekju- lindir á móti kostnaði okkar af embætti forseta. Ef rétt verður haldið á spilunum á næstu mánuðum og árum, getur forseti íslands orðið mesta tekjulind þjóðarinnar. Forseti okkar hefur þá óvenjulegu stöðu að standa utan við stjórnsýslu þjóðarinnar, og það er einmitt mikil þörf á slíkum óhlut- drægum aðila, einskonar sáttasemj- ara til friðar, á alþjóðlegum vett- vangi. Undanfarin ár hafa Banda- ríkjamenn gegnt forystuhlutverki við friðarsamninga. Hins vegar eru mjög skiptar skoðanir innan Banda- ríkjanna um þetta hlutverk, og alls óvíst eftir forsetakjör þarlendis á þessu ári, hvort þetta hlutverk helst óbreytt. Einnig er það oft óhjá- kvæmilegt að ýmsir hagsmuna- árekstrar verði milli viðsemjenda og stórvelda svo sem Bandaríkj- anna. Það er einnig kaldhæðnislegt að ætlast til þess að stærsti vopna- sali heimsins, Bandaríkin, gegni óhlutdrægu hlutverki við að koma á afvopnunarstefnu um heiminn. Það hefur komið glöggt í ljós á undanförnum mánuðum að á þeim garðinum kennir ýmiss tvískinn- ungsháttar í þeim málum, m.a. hvað varðar kjarnorkuafvopnun. Það er alls ekki hægt að ganga að því vísu að forseti Bandaríkjanna geti gegnt hlutverki sáttasemjara við öll tæki- færi eða boðað frið á jörð á óhlut- drægan hátt. Enginn er betri í þetta hlutverk en forseti íslands. Þjóð okkar er virt og vel liðin um allan heim og við erum sú þjóð, sem búið hefur lengst af öllum við frið á jörð. Við erum sú þjóð ein sem aldrei hefur oeso»r HIGH DESERT 24-HOUR ROYAL JELLY (DROTTNINGARHUNANG) ^H-DESERl J4-hour JELLY «'r. -1.« DROTTNINGARHUNANG er sannarlega stórmerkilegt náttúruefni, sem hefur verið notað af mannkyninu gegnum aldir. Ef eiginleikar drottningarhunangs eiga að skila sér, er skynsamlegt að neyta þess í hreinu, lífrænu og óunnu formi. HIGH DESERT DROTTNINGARHUNANG er ferskt og óunnið (ekki verksmiðjuunnið) lífrænt undursamlegt náttúruefni. Peim fjölgar stöðugt sem neyta HIGH DESERT DROTTNINGARHUNANGS. ' tyðÍH oesert n í póstkröfu um land allt. mmmn 1 ^ blómouQl Borgarkringlunni 2 hæð. Símar 85 42 117 & 566 8593. rekið skipulagðan hernað eða gegnt herþjónustu. Smæð þjóðarinnar er okkar máttur á þessum vettvangi og gerir okkur kleift að taka á málum án hlutdrægni. Með því að gera forseta íslands að boðbera friðar til heimsins mun rísa á ís- landi ný og kærkomin atvinnugrein sem getur bjargað milljónum mannslífa og linað þjáningar um allan heim. Mörgum þeim sem enn sofa vetr- ardvalanum finnst ég vafalaust boða einhveija fjarstæðu þegar ég tala um ísland sem leiðandi afl til friðar. En þeir láta blindast af umíjöllun fjölmiðla um mikilvægi Bandaríkjanna í friðargæslu og hvernig vopnaðar sveitir NATO ætli að koma á friði t.d. nú í Bosn- íu. Það gleymist, að friður er hugar- ástand sem ekki er hægt að koma á með byssu í hendi. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Þannig voru það skrif, ræður og áhrif sem áttu sér upptök hjá að- eins einum valdagráðugum manni, Slobodan Milosevic formanni kommúnistaflokksins í gömlu Júgó- slavíu, sem í upphafi komu á stað hinu blóðuga stríði á þeim bænum. Slobodan er alls ekki eini bijálæð- ingurinn sem hefur kallað yfir heim- inn slíkar hörmungar á þessari öld með því að misnota fjölmiðlatækn- ina. Ádolf Hitler, Saddam Hussein tókst þetta og Zhírínovskíj hefur ekki farið leynt með fyrirætlanir sínar komist hann til valda. Á sama hátt og hægt er að æsa fólk til stríðs með fjölrcuðlum, er hægt að nota fjölmiðlatækni til að koma á friði. Með jákvæðri fjölmiðlun má gefa almenningi dýpri skilning á tilveru sinni. Almenningur í fyrrverandi Júgóslavíu er þreyttur á stríðsbrölt- inu og flestir eiga enga ósk heitari en að búa í sátt og samlyndi með nágrönnum sínum. Hins vegar er endalaust alið á þjóðernishyggju og sundrung. Hér þarf að koma til nýtt jákvætt afl, sem lýsir leiðina til friðar. Við þurfum að opna hjörtu fólksins fyrir ljósinu. ísland, með forseta okkar í farar- broddi sem tákn um frið og sam- hug, gæti sem eina vopnlausa þjóð- in í NATO bandalaginu orðið aflið til að vinna friðinn með kærleika og rökhyggju að vopni. Máttur orðs- ins er mikill. Við eigum mikið af góðu fjölmiðlafólki sem gæti veitt þessu máli lið og innleitt jákvæða fjölmiðlun í alþjóðlegu samstarfi. Island gæti byijað á því að boða frið og kærleika í Bosníu með því að koma á fót samstarfi um friðar- útvarp í Sarajevó. í stað þess að skipa fólki í flokka eins og nú er gert þegar rætt er um vandamál stríðsins, yrði lögð áhersla á að leysa málið með samhug allra landsmanna, gjarnan með því að fólk úr öllum áttum komi saman í útsendingu. Slík fjölmiðlun gæti komið á jákvæðri skriðu til friðar um allt landið. Leiðtogafundurinn í Reykjavík fyrir 10 árum gaf heiminum tæki- færi sem má ekki ganga okkur úr greipum. Við lok kalda stríðsins skapaðist fýrst möguleiki á því að koma á heimsfriði. Það er sorglegt, að enn í dag byggjum við jörð sem er næstum járni klædd af ógnvæn- legum útrýmingarvopnum, og lítið lát á tvískinnungshætti og hinum geðveikislegu tilburðum þjóðanna til að halda áfram að fjárfesta í dauðanum. í dag er eyðslan í hern- aðarbröltið talin vera 144 milljarðar íslenskra króna hvern einasta dag ársins. Þetta er þó aðeins um 6% af heildinni og atvinnugreinar svo sem ferðaþjónusta eru nú mun stærri en vopnaiðnaður. Þrátt fyrir þetta eru sumar þjóðir enn fastar í gamla tímanum svo sem Frakkar sem halda áfram tilraunum með kjarnorkuvopn og virða að vettugi mótmæli annarra jarðarbúa. Frakk- ar komast upp með þetta ódæði gegn jörðinni því í augum stjórn- valda á Vesturlöndum tilheyra Frakkar „ábyrgum þjóðum“. Mikil þörf er á sáttmála sem setur jarð- arbúum skýrar reglur um umgengni við náttúruna og mannfólkið og setja myndi alþjóðleg lög gegn kj arnorkuvopnum. Míkhaíl Gorbatsjov braut blað í sögunni á leiðtogafundinum í Reykjavík fyrir 10 árum og er sú persóna sem á hvað mestar þakkir skilið fyrir lok kalda stríðsins. Þessi merki maður starfar enn í þágu mannkyns, nú sem einn frumkvöð- ullinn að jarðarsáttmála. Alþjóða- stofnunin Friður 2000, sem stofnuð var á íslandi fyrir nokkrum mánuð- um, hefur gerst stuðningsaðili þessa átaks, og vinnur að því að kynna þann möguleika að leiðtogar heims- ins hittist á Þingvöllum árið 2000 til að undirrita jarðarsáttmála. Stefnt er á undirbúningsráðstefnu um þetta mál síðar á þessu ári. Þá um leið er ráðgert að setja upp minnismerki í tilefni af leiðtoga- fundinum og hefja afhendingu ár- legra friðarverðlauna frá íslandi. Ég kynnti þetta mál lítillega á ráð- stefnu grasrótarsamtaka hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York í októ- ber sl. Þar eins og annars staðar sem ég hef boðað friðarboðskapinn frá Islandi, er Islandi tekið með opnum örmum sem landi friðarins. Nú er á annað þúsund íslendinga og meira en eitt hundrað fjöldasam- tök hvaðanæva úr heiminum aðilar að íslensku sjálfseignarstofnuninni Friður 2000. Meðal annars er unnið að því að koma upp internetmiðstöð hér á landi fyrir bandarísku stofn- unina CCC-UN, sem stofnuð var af fyrrverandi forsetafrú Bandaríkj- anna, Eleanor Roosevelt, til að miðla upplýsingum til almennings um störf Sameinuðu þjóðanna. Til- gangurinn með internetmiðstöðinni á Islandi er að samhæfa aðgerðir á annað þúsund grasrótarsamtaka um allan heim frá landi friðarins. íslendingar, stöndum saman um stærsta og mikilvægasta málefni allra tíma, heimsfriðinn. Brettum um ermar og göngum til verka. Bregðumst ekki skyldu okkar við mannfólkið og náttúruna. Skorum á Alþingi að forseti íslands og stjórnvöld beiti sér fyrir því á alþjóð- legum vettvangi að tekin verði upp ný og farsælli stefna í friðarmálum heimsins. Höfundur er talsmaður „Friðar 2000“. Frábært námskeið fyrir byrjendur: WllÍöWS9Word ©g licel hk 96011 Tölvu- og verkfræölþipnustan TölvurSögjöf • námskeiö • útgáfa Grensásvegi 16 • ■ útgáfa • sími 568 8090 Rosenthai • Brúðkaupsgjaíir + • Tímamótagjafir u • Verð við allra hæfi f\C)úe/l/x^\L- Hönnun Oggxði 1 sél'flokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.