Morgunblaðið - 18.01.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 18.01.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ j Jarð- skjálfti við Grenivík JARÐSKJÁLFTI sem mældist rúmlega 4 á Richter fannst greinilega á Grenivík klukkan rúmlega 18 í gær. Upptökin voru 8 km norðan við þorpið. Jónas Baldursson bóndi og trésmiður á Grýtubakka var að vinna í kjallara húss þegar skjálftinn reið yfir og kvaðst hafa heyrt í honum og sagði að félagi sinn hefði fundið jörð- ina hristast. Fjölskylda Jónasar varð skjálftans vör heima við og hafði Jónas eftir dóttur sinni að hringlað hefði í húsbúnaði í hillum. Ekki er kunnugt um skemmdir. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur, sagði fólk á Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði og í Hrísey hafa fundið skjálftann. Fáeinir eftirskjálftar mæld- ust. Ragnar kvaðst ekki hafa ástæðu til að ætla að skjálftinn vissi á áframhaldandi hræring- ar á svæðinu en sagði að þama væri mikið brotasvæði, allt frá annesjum norðanlands og norð- urundir Grímsey. Jónas Baldursson sagði að allsnarpur skjálfti hefði orðið á Grenivík fyrir 3-4 ámm, sá fyrsti og jafnframt sá eini sem hann ræki minni til að þar hefði fundist þar til í gær. FRÉTTIR Reglugerð um breytilegan lánstíma húsbréfa Afföll breytast eft- ir lengd lánstíma FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur gefíð út reglugerð um breytilegan lánstíma nýrra húsbréfalána. Hér eftir geta húsbréfalán verið til 15 ára, 25 ára eða 40 ára eftir atvikum, en vom áður einungis til 25 ára. Afföll af húsbréfum til lengri tíma em meiri en af húsbréfum til skemmri tíma ef miðað er við sömu ávöxtunarkröfu. Gert er ráð fyrir að húsbréfaút- gáfa í ár nemi 13 milljörðum kr. Grétar Guðmundsson, þjónustustjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir að gefnir verði út þrír fiokkar hús- bréfa, til 15, 25 og 40 ára. Upphæð í hverjum flokki verði háð eftir- spurn. Gengið verði frá upphæð hvers flokks þegar honum verður lokað. Nær einungis til nýrra lána Við kaup á fasteign þurfa kaup- andi og seljandi eignarinnar að koma sér saman um lánstíma húsbréfa- lánsins sem sótt er um og kemur það fram á umsókn um lánið. Ekki verður hægt að lengja eða stytta lánstíma áhvílandi húsbréfalána, þar sem breytingin nær aðeins til nýrra lána. Grétar sagði erfitt að áætla skipt- ingu milli einstakra flokka lána. Þó mætti búast við í byijun að þeir sem ættu lítið eigið fé eða væru að kaupa í fyrsta sinn hefðu áhuga á 40 ára lánstíma sem væri lengri lánstími en boðið hefði verið upp á til þessa. Síðan myndi það ráðast af ávöxtun- arkröfunni hvert framhaldið yrði. Miðað við sömu ávöxtunarkröfu verða afföll hærri á húsbréfum til lengri tíma. Miðað við 6% ávöxtunar- kröfu eru afföll á húsbréfum til 15 ára 8,10%, afföll á bréfum til 25 ára eru 11,7% og afföll á húsbréfum til 40 ára eru 15,5%. Til þess að afföll- in yrðu svipuð þyrfti ávöxtunarkrafa á 15 ára bréfum að vera 6,25%, ávöxtunarkrafa á 25 ára bréfum að vera 5,75% og ávöxtunarkrafan á 40 ára bréfum 5,50%. Grétar sagði að skiptar skoðanir hefðu verið um það hver ávöxtunar- krafa á húsbréfum til 40 ára yrði. Þetta hefði verið kannað fýrir félags- málaráðherra á síðasta ári og með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefði í Svíþjóð ætti vel að vera mögu- legt að fjárfestar sættu sig við lægri ávöxtunarkröfu á lengri bréfunum, ef þeir hefðu trú á markaðnum. Þetta væri þó háð þeim væntingum sem menn hefðu varðandi framvindu í vaxtamálum og reynslan gæti ein skorið úr í þessum efnum. ----------------------------- j Bílaleigan Hasso-ísland hefur starfsemi í dag Sólarhringsleiga ábíl 2.500 krónur 1 BÍLALEIGAN Hasso-ísland ehf. - byrjar í dag útleigu 8 fólksbíla af gerðinni Fiat Punto og tveggja jeppabifreiða af Suzuki Vitara-gerð. Bílaleigan er í eigu Hassos Schiitzendorfers, auðkýfings á Mallorca, sem þar rekur 6.000 bíla leigu. Að sögn Sigurðar Bjarnason- ar, starfsmanns bílaleigunnar, var Hasso tilbúinn að senda hingað 100 bíla en hann hefði ekki treyst sér til að byrja með nema fimm til tíu. Úr varð að tíu bílar voru sendir og komu þeir til landsins frá Mallorca með ms. Hvítanesi í fyrrakvöld. Þeir fengu síðan skoðun og skráningu í gær og starfsemi leigunnar hefst í dag. Sigurður segist hafa fengið fjölda fyrirspurna og pantana. Hasso hafi það að yfirlýstu markmiði að vera alltaf ódýrast- ur á markaðnum og hann ætli sér að vera það hér einnig. Sig- urður ætlar að leigja fólksbílinn á 2.500 krónur á sólarhringinn og ekki taka neitt kílómetra- gjald. Hann reiknar með því að aðrar bílaleigur lækki verðið í kjölfarið en Hasso sé tilbúinn að bregðast við því með því að leigja bílana endurgjaldslaust að öðru leyti en því að trygg- ingagjöld og skattar verði greiddir. Sigurður segir Hasso mikinn íslandsvin og til marks um það hafi hann boðið íslendingum fría bílaleigubíla á Mallorca allt árið í fyrra og það tilboð standi út þetta ár. Sigurður segist byrja smátt. Starfsemin verði til að byija með á heimili hans á Hringbraut 62 í Hafnarfirði en hann sé þegar farinn að leita sér að húsnæði til kaups í Hafnarfirði sem henti undir starfsemina. Hann er eini starfsmaður leig- unnar enn sem komið er en starfsemin verður stækkuð eftir hendinni. „Hasso er reiðubúinn að senda hingað allt að 3.000 bíla ef markaðurinn þolir það,“ segir Sigurður. Þá segist hann fara utan um páskana til að sækja Rolls Royce, sem muni bætast í flotann. Ætlunin að segja upp samningi Bjargs Ems og að splundra heimili GEÐDEILDIR Ríkisspítalanna ætla að segja upp samningi sínum við Hjálpræðisherinn um rekstur Vist- heimilisins Bjargs. Rannveig Hös- kuldsdóttir, forstöðumaður heimilis- ins, segir að verið sé að slíta 28 ára farsælu samstarfí og splundra heim- ili heimilismannanna. Hún segir að heildarkostnaður Ríkisspítalanna sé aðeins 5.255 kr. á dag fyrir hvern heimilismann og því sé ógemingur að ná fram spamaði vegna umönnunar þeirra. Rannveig lagði áherslu á að Bjarg væri fyrst og fremst heimili. Heimil- ismenn hefðu verið 12 til 14 að jafn- aði og meðaldvalartími tólf ár. Einn heimilismannanna hefði verið heimil- isfastur á Bjargi frá stofnun heim- ilisins og tveir lengur en tuttugu og þijú ár. „Við höfum verið í góðu samstarfi við Landspítalann. Heimil- ismenn hafa komið af geðdeildunum og fengið umönnun hér. Á heimilinu hefur verið hjúkrunarfræðingur og læknir komið einu sinni í viku,“ sagði Rannveig. Hún sagði að Ríkisspítalarnir hefðu greitt 5.255 kr. daggjöld fyrir hvern heimilismann. „Hjálpræðis- herinn hefur lagt til húsnæðið og daggjöldin staðið straum af öllum öðrum kostnaði. Eg trúi því ekki að óreyndu að hægt sé að fmna hag- kvæmara rekstrarform. Mér finnst a.m.k. að sýna þurfi fram á fjárhags- lega hagkvæmara rekstrarform áður en farið er út í að leysa upp heimili með þessum hætti til til að ná fram spamaði eins og lýst er yfir. Eini hugsanlegi spamaðurinn fyrir Rík- isspítalana væri ef þeim tækist að gera sveitarfélögin ábyrg fyrir ein- hveijum verkefnum," sagði hún. „Nauðungarflutningar" Hún lagði hins vegar áherslu á að mikilvægasti þátturinn væri sá mannlegi. Hver sem er gæti gert sér í hugarlund þann sársauka og til- finningarót sem yrði þegar heimili manns til margra ára og jafnvel áratuga væri sundrað. Fæstir væm færir um að ganga heilir gegnum slíka reynslu og síst þeir sem ættu við geðræn vandamál að stríða fyr- ir. „Það er mat okkar að langflestum heimilismönnum Bjargs yrðu „nauð- ungarflutningar" eins og þeir sem fyrirhugaðir eru um megn. Við telj- um að hætta sé á að andlegri heilsu þeirra hraki og þeim árangri sem náðst hefur kastað fyrir róða,“ sagði Rannveig. Morgunblaðið/Sverrir HASSO-bílarnir fá skrásetningarnúmer hjá Bifreiðaskoðun íslands í gær. Sómabátur frá Reykjavík í hafnauð í mynni Hvalfjarðar Rak næstum upp í sker ' LÍTILL Sómabátur, Drífa RE 311, með tveimur mönnum innanborðs varð vélarvana í hríðarkófi við Brekkuboðann í mynni Hvalfjarðar um níuleytið í gærkvöldi. Bátinn var í þann veginn að reka upp í sker þegar hjálp barst. Að sögn Tilkynn- ingaskyldu var mikil hætta á ferðum. Björgunarsveitimar á Akranesi og Kjalamesi vom kvaddar út og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- LÍFs, var í viðbragðsstöðu. Björgun- arsveitarmenn á Akranesi komu að bátnum kl. 21.40 og tóku hann í tog. Bátur björgunarsveitarinnar er lítill og réð ekki vel við að draga Drífu og var því hafnsögubáturinn frá Akranesi fenginn til aðstoðar. Um kl. 22.30 í gærkvöldi hafði hafn- sögubáturinn tekið Drífu í tog og var búist við bátunum til hafnar á Akra- nesi laust fyrir miðnætti. Ekkert var vitað um ferðir bátsins því að áhöfn hans hafði ekki sinnt tilkynningaskyldu. Enginn fjarskiptabúnaður var um borð annar en GSM-farsími sem var rafmagnslítill, að sögn starfsmanns Tilkynningaskyldunnar. Úr honum | hafði annar bátsveijinn hringt í | kunningja sinn á Akranesi sem síð- an hafði látið Tilkynningaskylduna vita. Um það bil 3.800 manns eru á kjörskrá við stjórnarkjör í Y erkamannafélaginu Dagsbrún Lokarimman 1 baráttunni um forystu Dagsbrúnar Erfitt að spá í spilin, segir Sigurður R. Magnússon FORYSTUMENN A-lista og B-lista, sem beij- ast um forystu í Verkamannafélaginu Dags- brún, leiða saman hesta sína á kosninga- fundi, sem haldinn verður í Borgarbíói við Snorrabraut í dag. Ógemingur er að meta fylgi Iistanna, en talsmenn hvors tveggja segj- ast hafa meðbyr. Kosningamar hefjast á morgun og standa fram á laugardag. Að sögn Snæs Karlssonar, formanns Iqorstjórnar, eru um 3.800 manns á kjörskrá Dagsbrúnar. „Það er erfitt að spá í spilin,“ sagði Sigurð- ur Rúnar Magnússon, varaformannsefni B- listans, í gær. „Við finnum þungan meðbyr, sérstaklega meðal þeirra, sem lökust hafa kjörin, fólks í fiskvinnslu og á bensínstöðvum. En við erum að beijast við kosningavant batterí og vana kosningasmala." Ámi H. Kristjánsson, kosningastjóri A-list- ans, sem gefur kost á sér í embætti ritara, sagði að undirtektir félagsmanna í Dagsbrún hefðu verið góðar. Harðir fundir „Þetta hafa verið harðir fundir, en þegar við höfum skýrt stefnu og fyrirætlanir Á-list- ans á vinnustaðafundum, höfum við fundið að okkur er vel tekið. Við höfum tekið fram að ætlunin er að leggja af stað með vemleg- ar breytingar á ýmsu fyrirkomulagi hjá félag- inu og ég held að þær tillögur, sem A-listinn er uppi með í þeim efnum, séu í anda þess, sem félagsmenn vænta.“ Frambjóðendur af báðum listum hafa þrætt flesta vinnustaði, sem Dagsbrúnarfélagar vinna á, undanfamar vikur. Kosningabarátt- an nær svo hámarki þegar listarnir koma fram á framboðsfundi í Borgarbíói klukkan fimm í dag. Tíu manns munu taka til máls, | fimm af hvorum lista. Sigurður Rúnar sagði að B-listinn hefði gert tillögu um að reynt yrði að hafa dag- < skrá fundarins sem stysta. Árið 1991 hefði verið farinn að þynnast bekkurinn þegar yfír lauk og það væri óþarfi að slíkt endurtæki sig. Árni sagði að fundurinn yrði „lokahnykk- urinn“ og hann yrði notaður til að koma stefnu A-listans á framfæri. Kosningarnar hefjast klukkan níu á föstu- dagsmorgun og verður hægt að kjósa til klukkan níú um kvöldið. Hafíst verður handa að nýju klukkan níu að morgni laugardags og lýkur kosningunum klukkan níu þá um | kvöldið. Aðeins er hægt að kjósa í höfuðstöðv- 1 um Dagsbrúnar í Lindargötu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.