Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 21 ERLENT Fimm ár liðin frá Persaflóastríði Saddam segir Iraka hafa hrósað sigri Bagdad. Reuter. SADDAM Hussein, forseti íraks, minntist þess í gær, að fimm ár voru liðin frá upphafi Flóabardaga, „Móðurorrustunnar miklu“, og sagði, að írakar en ekki fjölþjóða- herinn hefðu farið með sigur af hólmi. „Náhrafnarnir og híenurnar héldu, að írakar, þjóð trúfestinnar og hins heilaga stríðs, væru að falla og því vældu þau öll í kór. írakar sigruðu hins vegar óvini sína með því að verja sjálft meginvígið," sagði Saddam í sjónvarpsávarpi en viðurkenndi þó, að þjóðin hefði liðið mikið vegna stríðsins og efnahags- legra refsiaðgerða. Úthúðaði arabaleiðtogum Saddam minntist ekki á deilur íraka og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en haft er eftir heimildum innan samtakanna, að Saddam sé nú reiðubúinn að semja við þau um takmarkaða olíusölu. í upplýsinga- málaráðuneytinu í Bagdad er því þó neitað, að einhver breyting hafí orðið á afstöðu íraksstjórnar. Ávarp Saddams tók hálfa aðra klukkustund í flutningi og þar út- húðaði hann ónefndum leiðtogum arabaríkja, sem gengju erinda út- lendinga, og þeim, sem krefðust breytinga á íraksstjórn þrátt fyrir yfírgnæfandi sigur hans í forseta- kosningunum. Saddam nefndi engan á nafn en Hussein Jórdaníukonungur, sem studdi íraka f Persaflóastríðinu, hefur hvatt til breytinga á stjórn- inni í Bagdad. Hann hefur skotið skjólshúsi yfir tvo íraska flóttamenn og eiginkonur þeirra, dætur Sadd- ams, og hann hefur boðið íröskum stjórnarandstæðingum að koma saman til fundar í Jórdaníu. í ávarpi sínu kvaðst Saddam þó fús til að setja niður deilur sínar og annarra arabaleiðtoga og sagði, að fyrirgefningin stæði sér hjarta næst. Keuter Getur ekki fyrirgefið Þjóðveijum EZER Weizman, forseti ísraels, er í fjögurra daga opinberri heimsókn í Þýskalandi og ávarpaði þýska þingið á þriðju- dag. Hann kvaðst ekki geta fyr- irgefið Þýskalandi glæpi þýska ríkisins og hvatti Þjóðveija til að leggjast gegn starfsemi ný- nasista. Hann talaði hebresku, ávarpaði þingmennina sem „vini“ og þakkaði Þjóðveijum fyrir stuðning þeirra við Israel og friðarumleitanir í Miðaustur- löndum. Hann kvað þó ekki auðvelt fyrir sig að vera í Þýskalandi vegna sex milljóna gyðinga sem þýskir nasistar drápu og hvatti gyðinga í Þýskalandi til að flyljast til Isra- els. „Sem forseti Ísraelsríkis get ég syrgt þessi fórnarlömb og heiðrað minningu þeirra en ekki fyrirgefið í nafni þeirra,“ sagði hann. A myndinni er Weizman með Helmut Kohl, kanslara Þýska- lands. Carlsson játar mistök Stokkhólmi. Reuter. INGVAR Carlsson forsætisráð- herra Svíþjóðar hefur viðurkennt, að það hafi verið mistök að senda níu kúrdísk börn og mæður þeirra til Tyrklands í lok síðustu viku. Sænska stjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ákvörðun- ina um að vísa úr landi tveimur Kúrdafjölskyldum sem komu þangað á röngum forsendum. í eigin flokki hefur Carlsson verið sakaður um ómannúðlega með- ferð á bömum. Kúrdarnir komu tii Svíþjóðar fyrir fimm árum og sögðust hafa flúið frá Irak þar sem Kúrdar hafa sætt illri með- ferð af hálfu stjórnar Saddams Husseins' forseta. Norska dómsmálaráðuneytið áformar, að sögn blaðsins Aft- enposten, að breyta reglum á þann veg, að flóttamenn, sem njóta þar skjóls, verði sendir aftur til heimalandsins hljóti þeir fang- elsisdóma fyrir hegningarlaga- brot. Nýrmidi Nú eru miklu meiri möguleikar á að þú getir sent miða í þáttinn og fengið tækifæri til að skafa af milljón strax Barnagullin Fjöldi aukavinninga dreginn út í þættinum SamviiMiilerðir Lanúsýn [H| EJ.ECTRIC JAPIS S Skafðu fyrst og horfðu svo! milljónir Þú getur líka unnið Nýr leikur í þættinum þar sem krakkarnir skafa til sín leikföng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.