Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐSEIMDAR GREINAR
Skeggræða í rými
MYNPPST
Kjarvalsstaöir
Gallcrí Ingðlísstræti 8
NAUMHYGGJA/
INNSETNING
Ingólfur Amarsson. Kjarvalsstaðir,
opið frá 11 alla daga til 18. febrúar.
Aðgangur 300 kr. Bók 1.650 kr.
Gallerí Ingólfsstræti 8, opið alla daga
frá 14-18, lokað mánudaga, til 4.
febrúar. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ telst naumast nýtt í núlist-
um að takmarka myndmál sitt til
hins ítrasta, jafnvel svo fullkomlega
að á stundum er ekkert nema lista-
maðurinn í eigin persónu á staðnum.
Gerir kannski minna til við opnanir
sýninga, því þá vill athygli gesta
beinast jafnmikið, eða meira, að
náunganum og myndverkunum sem
til sýnis eru, jafnvel á þann veg að
þeir eru ekki til frásagnar um verk-
in sjálf er út af þeim er komið.
„Minimalisminn“, sem við hneigj-
umst til að nefna naumhyggju í
skrifum okkar, varð til sem lista-
stefna á sjötta áratugnum og kom
fyrst fram á sýningu í Gyðingasafn-
inu í New York árið 1966, en er þó
af mun eldri toga, skyld nýtistefn-
unni eða fúnkisstílnum í anda Adolfs
Loos og seinna Bauhausskólanum,
sem einfölduðu formin og þurrkuðu
allt skreytikennt úr listiðnaði og
húsagerðarlist, dýrkuðu beinar línur
og skörp hom. Lástastefnan var
hugsuð sem mótvægi við abstrakt
expressjónismann og byggðist á
grunneðli myndbyggingarinnar,
nefndist þannig og jafnframt „Prim-
ary Structures"
Hér er um að ræða myndrænt
meinlæti í algjörleika sínum og á
stundum er mótuð innsetning í fer-
Strent rými með jafnsparlegri viðbót
og unnt er til að undirstrika og
árétta formsmíðina í algjörleika sín-
um.
Eins og margur innvígður veit,
teljast þeir Donald Judd og Richard
Morris mikilvægastir kenninga-
smiðir listastefnunnar, og var Judd
tíður gestur á íslandi síðustu ár ævi
sinnar, eignaðist marga vini og hafði
mikil áhrif á yngri kynslóð lista-
manna, þá ekki síst Ingólf Arnars-
son.
Ingólfur hefur svo stöðugt verið
að einfalda myndmál sitt, verður er
Morgunblaðið/Ásdís
VERK eftir Ingólf Arnarsson.
svo er komið að teljast mestur mein-
lætamaður íslenzkra myndlist-
armanna á vettvanginum, og hefur
nú þegar þrengt svo mjög að sér
að næsti leikur, getur vart verið
annað en tómið sjálft vilji hann stiga
feti lengra.
Sýningin að Kjarvalsstöðum sam-
anstendur af tveim myndaröðum
innrammaðra og jafnstórra teikn-
aðra flata, ferhyrndra og aflangra,
sem virka nákvæmlega eins þótt
misjafnlega mikið ljós og loft muni
eiga að vera í grátónunum, en verk-
in má telja framlag listamannsins
til hinna svokölluðu ósýnilegu teikn-
inga „invisible drawings" í anda
Walters de Maria. Stærð teikning-
anna munu annars vegar 20,5 x
14,5 sm (1990-91) og svo 21,3 x
15,3 sm (1991-1995).
Vinnubrögðunum ber engan veg-
inn að hafna, þótt þau virki sem
tómið sjálft, því þau bera í sér vissa
myndræna skírskotun og eru víða í
uppáhaldi meðal innvígðra á núlist-
ir. Má nefna að listspíran Harpa
Ámadóttir fékk einmitt viðurkenn-
ingu fyrir næman skilning á atriðum
örveikra blæbrigða á hvítum grunni
í Svíþjóð á sl. ári, svo þau eru í
fullu gildi þar einnig.
Ingólfur víkur í engu frá stefnu
kennimeistaranna um einföld flat-
armálsform án sundurgreinandi
átaka, en með áherslu ájafna, sams-
íða og hæga sjónræna þenslu lá-
réttra og lóðréttra lína í hnitmiðaðri
formskipan. Þessa dýrkun á miklum
víddum í rúmtaki og einföldun
klárra forma má í raun og stærra
samhengi rekja aftur til fomaldar,
hofa og hörga Grikkja og Rómveija,
er þannig í eðli sinu sígilt ferli er
tengist hugmyndafræði fyrri tíma
um alheiminn. Á móti þessum fjölda
feminga teflir listamaðurinn nokkr-
um aflöngum steinsteypustrending-
um, sem hafa verið málaðir með
mörgum lögum af hvítri vatnsmáln-
ingu og yfírborðið sléttað til að
árétta loftræna mýkt þess. Neðri
helmingur þeirra er í örveikum lit,
gráum, bleikum, grænum, bláum,
og yfirborðið er í senn loftkennt og
svífandi, þetta riefnir hann vatns-
litamyndir.
Ljóðurinn á þessu öllu er að tengi-
rýmið að Kjarvalsstöðum er ekki
nægilega hnitmiðað fyrir innsetn-
inguna þrátt fyrir að það hafi verið
klætt upp. Svo er alveg út í hött
að staðsetja myndaröð á skilrúmið
gegnt stóra gluggunum, því í þeim
aflanga gangi og í mótljósi njóta
sín engin myndverk, hvað þá er
sólin skín. Þá rýrna áhrifín til muna
eftir því sem fleiri sýningargestir
era í rýminu, helst á skoðandinn að
vera einn með sjálfum sér og hinni
næstum algjöra sjónrænu þögn.
Mun betur tekst til í hinu litla
og aflanga galleríi að Ingólfsstræti
8, en það er eins og sniðið fyrir
hina fjóra aflöngu steinsteypu-
strendinga sem staðsettir era í því.
Naumlegra getur það tæpast verið
og heildaráhrifín era einstaklega
markviss ásamt öllu því sem varðar
samspil ljóss og sjónar, rýmiskennd-
ar og jafnvægis, sem renna saman
í eina samstæða og hrifmikla heild.
Það var þannig viturleg ákvörðun
að sýna einnig á staðnum, þvi án
viðbótarinnar hefði framtakið
naumast náð tilgangi sinum og þvi
er áríðandi að líta þar einnig við.
í sambandi við sýninguna að
Kjarvalsstöðum hefur verið gefin
út bók um listamanninn, sem vel
getur þjónað sem sýningarskrá á
báðum stöðunum og er hún látlaus,
vel úr garði gerð, prýdd nokkram
litljósmyndum auk svart-hvítra
mynda frá innsetningum úti í heimi.
Inngang ritar Guðrún Jónsdóttir,
formaður menningarmálanefndar,
en grein um listamanninn Marianne
Stockebrand.
Bragi Ásgeirsson
UTSRLfl
íiefsfí Jöq 18. janöflf
Tjöld, bakpokar, svefnpokar, sólstólar og borð,
gönguskór, veiðivörur, dýnur, fatnaður o. m. fl.
I
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I -2200
mm
'|ÍYÚ>'
' 'i^
Bréf til presta og safnaða
Elskum hvert
annað!
MÉR hefur liðið illa
vegna deilnanna innan
kirkjunnar og ég hlýt
að spyrja: Hví er ófrið-
ur og hnútukast í helgi-
dóminum? Og tvenn
ummæli Krists hafa
hljómað í huga mér:
„Nýtt boðorð gef ég
yður, að þér elskið
hver annan. Eins
og ég hef elskað
yður, skuluð þér
einnig elska hver
annan. Á því munu
allir þekkja, að þér
erað mínir læri-
sveinar, ef þér berið
elsku hver til annars.“ (Jóh.13:
34-35)
Ég bið ekki einungis fyrir þess-
um, heldur og fyrir þeim, sem
á mig á trúa fyrir orð þeirra,
að allir séu þeir eitt, eins og þú,
faðir, ert í mér og ég í þér, svo
séu þeir einnig í okkur, til þess
að heimurinn trúi, að þú hefur
sent mig. (Jóh.17:20-21)
Breytum við eftir þessu nýja boð-
orði Krists? Sýnir einhugur og inn-
byrðis kærleikur okkar heiminum,
að Guð hafi sent Krist?
Er þetta lýsing á íslenzkri kirkju
í ársbyrjun 1996? Ber ekki of oft
meir á samstarfsörðugleikum en
samstarfí - átökum um völd og
áhrif en löngun til að lofa og veg-
sama frelsarann? Ýmsum sýnist
ófriður ríkja þar, sem friður og sátt-
fýsi ættu að móta líf og starf.
Ég hef oft spurt sjálfan mig:
Hvemig getur Guð notað mig -
syndara - i þjónustu sinni? Ég skil
það ekki, en Guð hefur aldrei átt
aðra lærisveina en syndara, er játað
hafa synd sína og þegið fyrirgefn-
ingu Guðs.
Ágreiningur getur ætíð risið milli
manna og stundum leitt til deilna
- einnig innan kirkjunnar. En sí-
felldar deilur hljóta að draga úr
.trúverðugleika fagnaðarerindisins.
Kirkjan líður einnig fyrir þær og á
himnum grætur Hann, sem skapaði
okkur eftir sinni mynd, frelsaði
okkur og býður okkur velkomin í
ríki sitt.
Þegar okkur greinir á um mál-
efni kirkjunnar - skulum við byija
á því að biðja fyrir deilumálunum
og ræðast síðan við í hreinskilni -
málefnalega og innan réttra stofn-
ana kirkjunnar. Ella er hætt við,
að fjölmiðlarnir taki að stjórna
umræðum.
Hafí okkur orðið á að nota stór-
yrði í hita umræðunnar, eigum við
að vera menn til að taka þau aftur
- og biðjast fyrirgefningar.
Guð hefur verið að óróa hjarta
mitt seinustu daga og þótt mér sé
erfítt að rita þetta bréf, fæ ég eng-
an frið, fyrr en því er
lokið.
Er ekki meir en nóg
komið af deilum innan
kirkjunnar? íhugum
áhrif þeirra á söfnuð-
ina. Eram við reiðubú-
in að bera okkar hluta
ábyrgðarinnar af sund-
urlyndinu frammi fyrir
dómstóli Guðs?
Elskulegu starfs-
systkin og vinir!
Mér er erfitt að rita
þessi orð, en ég gjöri
það í veikleika mínum
af kærleik til kirkjunn-
ar minnar. Tíminn
styttist óðum, þar til ég geng fram
fyrir Guð til að standa honum skil
á lífí mínu. Er ég rifja upp liðna
ævi, fyllir hryggð hjarta mitt. Ég
hef brugðizt frelsara mínum svo oft
og mér hefur mistekizt svo margt
af því, sem mér var ætlað að gjöra,
og eflaust líða margir fyrir óhlýðni
mína og vanrækslu. Ég bið ykkur
fyrirgefn- ingar á því, er ég hef
brotið gegn ykkur.
Ég er dauðasekur frammi fyrir
Guði og játa synd mína fyrir hon-
í krafti köllunar minnar
sem biskups í kirkjunni,
segir Jónas Gíslason,
bið ég af öllu hjarta:
hættum að horfa
hvert á annað í leit
að ávirðingum.
um, um leið og ég bið hann fyrir-
gefningar. En ég held fast í fyrir-
heit frelsarans, um að hann muni
standa við hlið mér á þeim mikla
degi og íklæða mig réttlæti sínu,
um leið og hann tekur alla synd
mína á sig. í því er öll von mín
fólgin.
I krafti köllunar minnar sem
biskups i íslenzku kirkjunni bið ég
af öllu hjarta: Hættum að horfa
hvert á annað í leit að ávirðingum.
Göngum fram í ljós Guðs og leyfum
því að sýna okkur synd okkar. Ját-
um hana síðan og biðjum fyrirgefn-
ingar Guðs.
Og beinum loks sjónum til frels-
arans - Drottins Jesú Krists. í hon-
um einum er von okkar allra fólgin.
Kristin kirkja á aðeins að boða
Krist! Hánn einn frelsar! Góður Guð
hjálpi okkur og blessi íslenzka
kirkju!
Reykjavík, 18. janúar 1996
Höfundur er vígslubiskup
Jónas Gíslason
Námskeið um
tolfandl efni Spádómsbókar Daníels hefst
mtadagmn 22. ja„ó,r U. 20,00, Loflsalnum h
Skutunnar „æs, Fjarðarkaupum), Hólshrauni 3 ularr •
Fynrlesan verður dr. Steinjtór Þórðarson ’ ‘
Þatltaka er ókeypis e„ hafðu með jrér eintak af hibl i
Onnur námsgögn veröa ðkeypis. af blbl‘™"'-
Nánari upplýsingar og innritun í símum 588 7
554 6850 og 565 6609. Allir velkon
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!