Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 37

Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 37 AÐSEIVIDAR GREINAR Menntun - samkeppni - símenntun Friðbert Traustason TIL þess að auka samkeppnishæfni okk- ar íslendinga og gera okkur gildandi meðal þjóða þarf að hlúa vel að menntun unga fólks- ins. Þetta er gömul lumma sem ráðamenn þjóðarinnar nota á tylli- dögum og síðustu vik- urnar fyrir kosningar. Að sjálfsögðu er þetta bæði satt og rétt, en það þarf miklu meira til. Því má nefnilega ekki gleyma að landinu og öllum þorra fyrir- tækja landsins stjóma og munu stjóma næstu áratugina einstaklingar sem ýmist hafa litla skólamenntun eða em með gömul próf, sem fyrir löngu em orðin úrelt. Þetta á við allar starfsstéttir landsins. Vissulega hafa margir sinnt því vel að endurmennta sig, en því miður allt of fáir. Endurmenntun og sí- menntun allra er stærsta og arðbæ- rasta verkefni þjóðarinnar. Verkefni, þar sem skólar og fyrirtæki þurfa að taka höndum saman í að gera vel. Tæknin hefur gjörbreytt aðstöð- unni til símenntunar. Nú er hægt að dreífa námsefni á ódýran hátt með síma og tölvubúnaði. Tími kenn- arans fyrir framan nemendur, skrif- andi upp úr bók á töflu, er liðinn. Það em í raun fáránleg vinnubrögð að láta nemendur sitja í fyrirlestmm til þess eins að skrifa upp það sem kennarinn segir eða skrifar á töfluna. Tæknin og mikil tölvueign fyrir- tækja og einstaklinga gerir það að verkum að símenntun og endur- menntun er bæði aðgengileg og auð- veld. Snúum okkur þá að þeirri hlið sem snýr að einstaklingnum. Sífellt færist í vöxt að fólki á besta aldri er sagt upp störf- um hjá fyrirtækjum sem það hefur unnið hjá í tugi ára, vegna þess að þekking þeirra, kunn- átta og vinnubrögð em ekki lengur nógu arð- bær eða nútímaleg að mati fyrirtækisins. Fólkið hefur ekki fylgt eftir tækni og breyttu vinnuumhverfi, aðal- lega vegna þess að það hefur ekki fengið tæki- færi til þess að læra. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi og óþolandi meðferð á fólki sem hefur alla starfsævi sína unnið störf sín af kostgæfni. Oftar en ekki er uppsögn starfsmanna í eldri hópnum ávísun á atvinnuleysi. Með því að tengja menntun og vinnu má að mestu leyti útrýma at- vinnuleysi hjá öllu vinnufúsu fólki. Þessi tenging er einmitt til skoðunar hjá UNESCO, eins og fram kemur í mjög athyglisverðri grein Magnúsar Torfa Ólafssonar í DV hinn 2. desem- ber síðastliðinn. Þar segir hann frá hugmyndum Jacques Delors, fyrmm fjármálaráðherra Frakka og forseta framkvæmdastjómar ESB um „menntunarskírteini allra til sí- menntunar". Delors segir að við þurf- um að mennta „alhliða fólk með góðan sjálfskilning og skilning á öðmm“. Fólk sem hefur aðlögunar- hæfni og er fært til að skipta um starf, en er ekki eingöngu menntað til þess að sinna einu samfelldu ævi- starfi. Til að þetta sé hæft þarf virka símenntun. Vert er að benda á að þessar hugmyndir Delors eiga ekki eingöngu við um símenntun og end- urmenntun fyrir fólk með háskóla- próf, heldur á að aðlaga símenntun öllu þjóðfélaginu og þegnum þess. í góðri grein í Morgunblaðinu hinn 28. nóvember síðastliðinn bendir Margrét S. Björnsdóttir á nauðsyn endur- og símenntunar og hlutverk Hollvinasamtaka Háskólans í því sambandi. Inntak greinarinnar er að þekking úreldist hratt sé henni ekki haldið við. Hugmyndin að útrýma atvinnu- leysi'með því að innleiða ævimenntun er inntakið í aðferðum Jóns Erlends- sonar, yfirverkfræðings hjá Upplýs- ingaþjónustu Háskóla íslands. Hann hefur útfært leiðir þar sem atvinnu- Meðþví aðtengja menntun og vinnu, segir Fríðbert Traustason, má að mestu útrýma atvinnuleysi hjá vinnu- fúsu fólki. trygging tekur við af atvinnuleysis- tryggingu. Atvinnutengd endur- og símenntun í anda Delors gerir það að verkum að smátt og smátt tilheyr- ir atvinnuleysi sögunni. Það er niður- staða sem við ættum öll að stefna að. Ég er þess fullviss að verkalýðs- hreyfingin á íslandi mun leggja sitt af mörkum til að ár símenntunar, sem Evrópusambandið hefur ákveðið að nefna árið 1996, takist vel. Það er kappsmál að vel sé unnið að verk- efnum, þróun og undirbúningi sí- menntunar til að tryggja betur hag og farsæld allra launþega og um leið íslensku þjóðarinnar. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna. Launagreiðslur — verktakagreiðslur Lau nam iðum þarf að skila í síðasta lagi 21. janúar Allir þeir sem greitt hafa laun eöa verktakagreiðslur á árinu 1995 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali til skattstjóra. Til að tryggja frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri þurfa vinnu- veitendur að afhenda skattstjóra upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakagreiðslur vegna vinnusamninga á árinu 1995. Að öðrum kosti er skattstjórum heimilt að synja um frádrátt vegna slíkra greiðslna, sbr. breytingar sem gerðar hafa verið á 31. gr. skattalaganna. Munið því að skila tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar KOMET dýna st 70x2oo Lúxusdýna meö pokagormum 85x200 , 90x2oo AÖur: 24.900,- j Tölvuborö og skrifborösstóll ÁÖur: 4.990,- j Furukommóður ÁÖur: 8.990,- NÚ: 7.990,- Áður: 4.990,- Nú: 3.990,- Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavikurvegi 72 Holtagörðum 108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 Sjöundl hlwlnn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.