Morgunblaðið - 18.01.1996, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ
5Ö FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
® Tölvuskóli
L Reykjavíkur
Viðskipta- og skrifstofutækninám
Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma
viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta:
I. Sérhæfð skrifstofutækni
Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar,
þ.e. notendaforrit og internet,
en einnig er tekin fyrir bókfærsla
og verslunarreikningur.
Almenn tölvufræði,
Windovs og DOS, 16 klst
Ritvinnsla, 16 klst.
Töflureiknir og áætlanagerð, 16 klst.
Tölvuf|arskipti, Internet o.fl., 16 klst
Glærugerð og auglýsingar, 16 klst.
Bókfærsla, grunnur, 16 klst.
Verslunarreikningur, 16 klst.
Tölvubókhald, 16 klst.
2. Bókhaldstækni
Markmiðið er að þáttakendur
verði færir um að starfa
sjálfstætt við bókhald
fyrirtækja allt árið.
Almenn bókhaldsverkefni,
víxlar og skuldabréf, 16 klst.
Launabókhald, 12 klst.
Lög og reglugerðir, 4 klst.
Virðisaukaskattur, 8 klst.
Raunhæf verkefni,
fylgiskjöl og
afstemmingar, 12 klst.
Tölvubókhald, 32 klst.
Tölvunámskeið
Við bjóðum einnig sérhæfð námskeið um stýrikerfi
og einstök notendaforrit.
PC-grunnnámskeið
Windows 3.1 og '95
Word Perfect 6.0 grunnur
Word 6.0 grunnur,
uppfærsla og framhald
Excel 5.0 grunnur,
uppfærsla og framhald
Access 2.0
Paradox fýrir Windows
PowerPoint 4.0
Tölvubókhald
PageMaker 5.0
Novell netstjórnun
Tölvunám barna og unglinga
Internet, grunnur, framhald,
heimasíðugerð
Skráning er hafín.
Upplýsingar í síma 561-6699
eða í Borgartúni 28
I DAG
SKÁK
Umsjon Margeir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp í viður-
eign tveggja ungra stór-
meistara á stórmótinu í Wijk
aan Zee í Hollandi sem hófst
um helgina. Ivan Sokolov
(2.665), Bosníu, hafði hvítt
og átti leik gegn Loek Van
Wely (2.585), Hollandi.
24. Hxd4! - Bxd4 25. fxg6
— f6 (Þetta lýsir fullkominni
örvæntingu, en svartur vildi
greinilega ekki fá á sig nýja
fóm eftir 25. — fxg6 sem
yrði 26. Bxg6! og vinnur)
26. Dh5 - Hb7 27. g7! og
Van Wely gafst upp, því
hann getur ekki varið
h7 peðið og er óverj-
andi mát í fimmta leik.
Það stefnir í mikið
jafnteflismót, nema
hvað Van Wely hefur
tapað öllum þremur
skákum sínum. Stað-
an: 1.-5. Anand, Ivant-
sjúk, Drejev, Ivan So-
kolov og Piket 2 v. af
3, 6.-11. Gelfand,
Hiibner, Timman,
Leko, Topalov og Tivj-
akov l'A v. 12.-13.
Shirov og Adams 1 v.
14. Van Wely 0 v.
B-flokkurinn er einnig
mjög öflugur og þar tefiir
Helgi Ass Grétarsson, stór-
meistari. Hann gerði jafn-
tefli við stórmeistarann Gild-
ardo Garcia frá Kólumbíu í
fyrstu umferð. I gær átti
hann að tefla við Tony Miles,
stigahæsta keppandann í
flokknum, og í dag við al-
þjóðlega meistarann" Strip-
unsky frá Úkraínu.
COSPER
Pabbi, ég held að það hafi bitið á hjá mömmu.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Forsetaefni
ÉG HEF verið að fylgj-
ast með vangaveltum
um hugsanleg forseta-
efni í fjölmiðlum. Þar
hefur nafn Guðrúnar
Agnarsdóttur verið
nefnt og finnst mér hún
mjög frambærilegur
fulltrúi og' raunar sú
eina sem gæti tekið við
af frú Vigdísi Finnboga-
dóttur og haldið áfram
hennar góða starfi.
Ingibjörg
Gamlajómfrú
ÞÓRNÝ hringdi og vildi
kanna hvort einhver
kynni spilið „Gamla
jómfrú“. Þetta spil er
mjög skemmtilegt fyrir
krakka. Ef einhver kann
spilið vinsamlegast
hringið í síma
553-7099.
Gleraugu töpuðust
KRINGLÓTT gleraugu í
dökkgrárri málmumgörð
töpuðust á Háskólaballi í
Perlunni 21. desember sl.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 562-4877.
Úr fannst
KVENÚR fannst á aug-
lýsingadeild Morgun-
blaðsins föstudaginn 5.
janúar. Upplýsingar um
úrið eru veittar þar.
Tapað/fundið
Hjól tapaðist
DBS Classic kvenhjól
hvarf við skautasvellið í
Laugardal 8. janúar sl.
Hjólið er bleikfjólublátt á
litinn. Ef einhver hefur
orðið var við hjólið, vin-
samlega hringið í síma
568-2334 eða hafið sam-
band við lögregluna í
Reykjavík.
Tapað/fundið
Parker-penni
tapaðist
GYLLTUR Parker-
penni með áletrun
hrökk upp úr tösku sl.
mánudag, líklega fyrir
utan Lautasmára í
Kópavogi eða fyrir utan
Morgunblaðshúsið. Hafi
einhver fundið pennann
er hann beðinn að láta
vita í síma 564-3938 á
kvöldin, eða í síma
569-1323 á daginn.
Pels tapaðist
SVARTUR, síður kið-
lingapels var tekinn í mis-
gripum á Háskólaballi í
Perlunni 21. desember sl.
Viti einhver um pelsinn
er hann beðinn að hringja
í slma 481-2606.
Gæludýr
Kettlingar
BLÍÐIR og skemmtilegir
kettlingar óska eftir
heimili. Upplýsingar í
síma 565-0632.
8. bekkur í Æfingaskóla KHÍ lagði sitt af mörkum fyrir jólin í söfnunina „Samhugur
í verki“. Bekkurinn safnaði alls kr. 20.350 með áheitum í tengslum við íþróttamara-
þon og auglýsingum í auglýsingablað sem bekkurinn sá síðan um að dreifa.
Víkveiji skrifar...
VINUR Víkverja hefur það fyrir
sið að horfa aldrei á áramóta-
skaupið á gamlárskvöld. Astæðan
er sú, að hann er svo hræddur um
að verða fyrir vonbrigðum. Hins
vegar tekur hann skaupið upp á
myndband og horfir á það seinna.
Á mánudagskvöldið horfði hann
á skaupið og varð mjög ánægður.
Hann segir skaupið að þessu sinni
óvenju vel skrifað og án upphróp-
ana. Þá hafi leikur verið góður og
oft framúrskarandi. Víkveiji tekur
mikið mark á þessum vini sínum
og telur álit hans hið bezta hrós
sem Karl Ágúst Úlfsson og hans
fólk geti fengið.
xxx
ANNAR vinur Víkverja hefur
einnig fyrir sið að taka ára-
mótaskaupið upp á myndband til
þess að skoða síðar. En það gerir
hann af annari ástæðu. Hann
treystir ekki á það að athyglisgáfan
sé í lagi þegar hann horfir á skaup-
ið á gamlárskvöld!
xxx
EN Víkveiji á ekki bara vini,
hann á einnig vinkonur. Ein
þeirra barmaði sér mikið eftir helg-
ina. Maðurinn hennar er forfallinn
áhugamaður um íþróttir og hefur
gerst áskrifandi að nýjum sjón-
varpsstöðvum um leið og þær hafa
verið settar á laggirnar. Og afleið-
ingin er sú að sögn konunnar, að
helgarnar fara að mestu í sjón-
varpsgláp hjá eiginmanninum.
Hún segir ástandið vera verst á
sunnudögum. Þá sýni Stöð 2
íþróttaefni frá klukkan 13 til 17.
Stöð 3 sýni íþróttaefni frá kl. 13
til 19 og Sýn sé með íþróttaefni
frá kl. 18.30 til 23.30. Að auki
hefur eiginmaðurinn aðgang að
Eurosport allan daginn.
Ekki er Víkveiji í vafa um að
aukið framboð íþróttaefnis í sjón-
varpi hefur valdið togstreitu í fleiri
hjónaböndum en því sem hér er
lýst. En Víkveiji hefur trú á að í
þessu sem öðru muni menn velja
og hafna þegar fram í sækir.
XXX
FYRIR nokkru brá Víkveiji sér
á veitingastaðinn Kaffi
Reykjavík á fimmtudagskvöldi. Þar
sem Víkvetji sat var ekki hægt að
sjá á hljómsveitarpállinn. Fljótlega
hóf Sigríður Beinteinsdóttir söng
við undirleik hljómsveitar sem Vík-
veiji taldi víst að væri Stjórnin.
En mikil var undrun hans þegar
hann gekk fram hjá hljómsveitar-
pallinum 'seinna um kvöldið og sá
að „hljómsveitin" var aðeins einn
maður, Grétar Örvarsson.
Grétar hefur komið sér upp mjög
fullkomnum búnaði og getur að
vild framkallað hljóma hinna ýmsu
hljóðfæra. Þessu stjórnar hann síð-
an með venjulegi hljómborði. Á
þessu sviði sem öðrum hafa orðið
gríðarlegar frámfarir á allra síð-
ustu misserum. Grétar tjáði Vík-
veija að hann treysti sér til þess
spila undir einn á fjölmennri árshá-
tíð, með Siggu sér við hlið auðvitað.
Það vakti einnig athygli Vík-
veija að þetta kvöld, þ.e. á virkum
degi, var skemmtistaðurinn troð-
fullur, líklega einhver hundruð
manna. Kaffi Reykjavík virðist
augljóslega vera vinsælasti sam-
komustaður höfuðborgarinnar um
þessar mundir.