Morgunblaðið - 18.01.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 51
I DAG
BRIDS
Umsjón (iuómundur Páli
Arnarsun
EITT besta verk bridssög-
unnar er Why You Lose at
Bridge eftir Bretann S.J.
Simon. Bókin kom fyrst út
árið 1945, en margar ráð-
leggingar Simons eru þó
enn í fullu gildi. Simon fjall-
ar á einum stað um dobl á
geimum. Andstæðingarnir
melda sig hægt upp í fjóra
spaða: Einn spaði, tveir
spaðar, þrír og fjórir. Það
er greinilegt að þeir eru að
teygja sig. Þú átt þrjá ása.
Viltu dobla? „Það væri frá-
leitt,“ segir Simoii. „Þú átt
ekkert óvænt - styrkur
varnarinnar er einfaldlega
allur þín megin. En ef þú
heldur á DG109 í trompi
og engu öðru, þá skaltu
dobla. Þeir þola ekki slæma
legu og makker á örugg-
lega 2-3 slagi."
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
♦ ÁKG6
4 6
♦ ÁK2
4 ÁD732 •
Vestur
4 1085
V DG754
♦ 10
4 KG108
Austur
4 932
VÁ
♦ DG98765
4 96
Suður
4 D74
V K109832
♦ 43
4 54
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf* Pass 1 tígull**
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Dobl Allir pass
* Minnst 16 IIP (Precision)
** Afmelding
í leik Samvinnuferða og
Olafs Lárussonar í 15. um-
ferð Reykjavíkurmótsins,
ákvað Ólafur í vestur að
„þrumudobla" flögur hjörtu
Helga Jóhannssonar. Ólafur
fór þar í smiðju til Simons.
Hann þóttist vita af sögnum
að NS væru að teygja sig
og hann vissi að trompið lá
illa. En þótt trompið lægi illa,
var legan í svörtu litunum
sagnhafa hagstæð. Og eins
og oft vill verða, kostaði do-
blið_ slag - úrslitaslaginn.
Út kom tígull. Helgi drap
á ás og spilaði hjarta. Austur
drap tilneyddur á ásinn og
spilaði tígli, sem vestur
trompaði. Og spilaði laufí.
Helgi staldraði nú við.
Hann hafði gefið tvo slagi
og myndi gefa tvo í viðbót
á DG í hjarta ef hann spilaði
beint af augum og tæki
hjartakónginn. En hann sá
ekki að vestur ætti fyrir dobli
nema vera með fimmlit í
hjarta og spilaði upp á það.
Hann svínaði laufdrottningu,
tók laufás og trompaði lauf.
í þriggja spila lokastöðu átti
suður K109 í trompi, en vest-
ur DG7. Helgi spilaði tiunni
og fékk tvo síðustu slagina
á K9.
Hafði Simon þá rangt fyr-
ir sér?
Nei, Ólafur mátti vita að
laufkóngurinn var á skökk-
um stað, og svo vantaði
níuna í tromplitinn. En dobl-
ið er samt mjög freistandi.
Arnað heilla
OAÁRA afmæli. í dag,
Ov/fimmtudaginn 18.
janúar, er áttræður Signrð-
ur Kristinsson, fyrrum
bóndi á Hafranesi, síðar
kaupmaður og sérleyfis-
hafi á Fáskrúðsfirði,
Eyjabakka 2, Reykjavík.
Eiginkona hans er Anna
Björk Stefánsdóttir. Þau
taka á móti gestum í sal
Þjóðdansafélags Reykja-
víkur, Álfabakka 14a,
laugardaginn 20. janúar frá
kl. 16 til 19.
Ljósmst. Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 30. desember sl. í
Hafnarkirkju af sr. Sigurði
Sigurðssyni Líneik Dóra
Erlingsdóttir og Davíð
Sveinsson. Heimili þeirra er
á Höfðavegi 4, Homafirði.
HOGNIHREKKVISI
Ég heldaBþe.tta.£e. músa-„ kír'ihgla.
Farsi
„ öíggi h'erna. ab þú sert premur
i/íkxjm þ.e-f&irmeb vasapcningarux hans'1
LEIÐRÉTTINGAR
Röng mynd
Grein eftir Sigurður
Rúnar Magnússon, vara-
formannsefni B-lista til
stjónarkjörs í Dagsbrún,
birtist hér í blaðinu í gær
(bls. 23), undir yfirskrift-
inni: Fram þjáðir menn.
Með greininni birtist röng
mynd. Velvirðingar er
i beðist á þeim mistökum.
Hér fylgir mynd af grein-
arhöfundi.
Pennavinir
SEXTÁN ára japönsk stúlka
með áhuga á kvikmyndum,
íþróttum, bréfaskriftum, tón-
list, frimerkjum og póstkortum:
Rie Fiýii,
1-29 Hatinotubo
Terado, Mukou Kyoto,
611 Japan.
ÁTJÁN ára sænsk stúlka með
áhuga á íþróttum, leiklist,
ferðalögum, bréfaskriftum
o.fl.:
Anna Strömberg,
Torpstigen 7,
S-28345 Osby,
Sweden.
STJORNUSPA
cftir l'rances Drake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefnrgott vit á fjár-
málum, og þér ætti að
ganga vei í viðskiptum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú lætur skynsemina ráða í
dag, þótt freistandi geti verið
að taka smá áhættu í við-
skiptum. Gefðu ekki vini van-
hugsuð ráð.
Naut
(20. apríl - 20. maí) itfö
Þótt erfitt sé að gera öllum
til hæfis, leggur þú þitt af
mörkum í vinnunni, og þér
verður falið að gegna nýju
ábyrgðarstarfi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Áríðandi verkefni, sem ljúka
þarf í dag, getur valdið breyt-
ingum á fyrirætlunum þín-
um. En þér tekst að leysa
málið farsællega.
Krabbi
(21. júnf — 22. júlf)
Þér býðst óvænt tækifæri til
að styrkja stöðu þína í vinn-
unni í dag. Það tekst með
góðum stuðningi fjölskyldu
og vina.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Trúðu ekki öllu, sem þér er
sagt í dag. Sumir eiga það
til að ýkja. Ástvinum gefst
tækifæri til að skemmta sér
saman í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þér miðar vel að settu marki
í vinnunni, og þú nýtur góðs
stuðnings starfsfélaga. Þú
hlýtur viðurkenningu ráða-
manna.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Farðu að öllu með gát í við-
skiptum dagsins. Ferðalag
lofar góðu, en gættu þess að
kynna þér vel hvaða kjör eru
í boði.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Smá misskilningur getur
komið upp milli ástvina.
Lausnin finnst ef málin eru
rædd í einlægni, og þið eigið
saman gott kvöld.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Kynntu þér vel kostnaðinn
áður en þú ákveður að fara
í ferðalag. Þú þarft á stuðn-
ingi ættingja að halda varð-
andi vinnuna.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Með góðri samvinnu við
starfsfélaga verður þér vel
ágengt í vinnunni í dag.
Sumir íhuga þátttöku í starfi
líknarsamtaka.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh.
Þægilegt viðmót tryggir þér
stuðning starfsfélaga við
lausn á erfiðu verkefni í dag.
Eitthvað kemur þér á óvart
í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú ert eitthvað miður þín
árdegis, en það lagast þegar
á daginn líður, og þú kemur
niiklu í verk. Kvöldið verður
ánægjulegt.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
og Sport
Reykjavíkurvegi 60 Símar 555-2887 og 555-4487
, ■
UTSALAN
hefst í dag.
Opnum kl. 10.
oSiSöíí* 'aVí. . • ,
HDEII.DIÐ
X
BORGARKRINGLAN
103 Reykjavik.
Sími 568 9525
á IsabeNe Lancray snyrtivörum
föstudaginn
19. janúar kl.14 - 18.
15% KYNNINGARAFSLÁTTUR
OG KAUPAUKI FYLGIR.
HEIÐAR JÓNSSON
snyrtir
farðar viðskiptavini.
Vinsamlegast pantið tíma.
SNYRTIHUS HEIÐARS
LAUGAVEGI 66., SÍMI 562 31 60