Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 51 I DAG BRIDS Umsjón (iuómundur Páli Arnarsun EITT besta verk bridssög- unnar er Why You Lose at Bridge eftir Bretann S.J. Simon. Bókin kom fyrst út árið 1945, en margar ráð- leggingar Simons eru þó enn í fullu gildi. Simon fjall- ar á einum stað um dobl á geimum. Andstæðingarnir melda sig hægt upp í fjóra spaða: Einn spaði, tveir spaðar, þrír og fjórir. Það er greinilegt að þeir eru að teygja sig. Þú átt þrjá ása. Viltu dobla? „Það væri frá- leitt,“ segir Simoii. „Þú átt ekkert óvænt - styrkur varnarinnar er einfaldlega allur þín megin. En ef þú heldur á DG109 í trompi og engu öðru, þá skaltu dobla. Þeir þola ekki slæma legu og makker á örugg- lega 2-3 slagi." Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ ÁKG6 4 6 ♦ ÁK2 4 ÁD732 • Vestur 4 1085 V DG754 ♦ 10 4 KG108 Austur 4 932 VÁ ♦ DG98765 4 96 Suður 4 D74 V K109832 ♦ 43 4 54 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf* Pass 1 tígull** Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass * Minnst 16 IIP (Precision) ** Afmelding í leik Samvinnuferða og Olafs Lárussonar í 15. um- ferð Reykjavíkurmótsins, ákvað Ólafur í vestur að „þrumudobla" flögur hjörtu Helga Jóhannssonar. Ólafur fór þar í smiðju til Simons. Hann þóttist vita af sögnum að NS væru að teygja sig og hann vissi að trompið lá illa. En þótt trompið lægi illa, var legan í svörtu litunum sagnhafa hagstæð. Og eins og oft vill verða, kostaði do- blið_ slag - úrslitaslaginn. Út kom tígull. Helgi drap á ás og spilaði hjarta. Austur drap tilneyddur á ásinn og spilaði tígli, sem vestur trompaði. Og spilaði laufí. Helgi staldraði nú við. Hann hafði gefið tvo slagi og myndi gefa tvo í viðbót á DG í hjarta ef hann spilaði beint af augum og tæki hjartakónginn. En hann sá ekki að vestur ætti fyrir dobli nema vera með fimmlit í hjarta og spilaði upp á það. Hann svínaði laufdrottningu, tók laufás og trompaði lauf. í þriggja spila lokastöðu átti suður K109 í trompi, en vest- ur DG7. Helgi spilaði tiunni og fékk tvo síðustu slagina á K9. Hafði Simon þá rangt fyr- ir sér? Nei, Ólafur mátti vita að laufkóngurinn var á skökk- um stað, og svo vantaði níuna í tromplitinn. En dobl- ið er samt mjög freistandi. Arnað heilla OAÁRA afmæli. í dag, Ov/fimmtudaginn 18. janúar, er áttræður Signrð- ur Kristinsson, fyrrum bóndi á Hafranesi, síðar kaupmaður og sérleyfis- hafi á Fáskrúðsfirði, Eyjabakka 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Björk Stefánsdóttir. Þau taka á móti gestum í sal Þjóðdansafélags Reykja- víkur, Álfabakka 14a, laugardaginn 20. janúar frá kl. 16 til 19. Ljósmst. Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. desember sl. í Hafnarkirkju af sr. Sigurði Sigurðssyni Líneik Dóra Erlingsdóttir og Davíð Sveinsson. Heimili þeirra er á Höfðavegi 4, Homafirði. HOGNIHREKKVISI Ég heldaBþe.tta.£e. músa-„ kír'ihgla. Farsi „ öíggi h'erna. ab þú sert premur i/íkxjm þ.e-f&irmeb vasapcningarux hans'1 LEIÐRÉTTINGAR Röng mynd Grein eftir Sigurður Rúnar Magnússon, vara- formannsefni B-lista til stjónarkjörs í Dagsbrún, birtist hér í blaðinu í gær (bls. 23), undir yfirskrift- inni: Fram þjáðir menn. Með greininni birtist röng mynd. Velvirðingar er i beðist á þeim mistökum. Hér fylgir mynd af grein- arhöfundi. Pennavinir SEXTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum, íþróttum, bréfaskriftum, tón- list, frimerkjum og póstkortum: Rie Fiýii, 1-29 Hatinotubo Terado, Mukou Kyoto, 611 Japan. ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á íþróttum, leiklist, ferðalögum, bréfaskriftum o.fl.: Anna Strömberg, Torpstigen 7, S-28345 Osby, Sweden. STJORNUSPA cftir l'rances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú hefnrgott vit á fjár- málum, og þér ætti að ganga vei í viðskiptum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú lætur skynsemina ráða í dag, þótt freistandi geti verið að taka smá áhættu í við- skiptum. Gefðu ekki vini van- hugsuð ráð. Naut (20. apríl - 20. maí) itfö Þótt erfitt sé að gera öllum til hæfis, leggur þú þitt af mörkum í vinnunni, og þér verður falið að gegna nýju ábyrgðarstarfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Áríðandi verkefni, sem ljúka þarf í dag, getur valdið breyt- ingum á fyrirætlunum þín- um. En þér tekst að leysa málið farsællega. Krabbi (21. júnf — 22. júlf) Þér býðst óvænt tækifæri til að styrkja stöðu þína í vinn- unni í dag. Það tekst með góðum stuðningi fjölskyldu og vina. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Trúðu ekki öllu, sem þér er sagt í dag. Sumir eiga það til að ýkja. Ástvinum gefst tækifæri til að skemmta sér saman í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér miðar vel að settu marki í vinnunni, og þú nýtur góðs stuðnings starfsfélaga. Þú hlýtur viðurkenningu ráða- manna. Vog (23. sept. - 22. október) Farðu að öllu með gát í við- skiptum dagsins. Ferðalag lofar góðu, en gættu þess að kynna þér vel hvaða kjör eru í boði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Smá misskilningur getur komið upp milli ástvina. Lausnin finnst ef málin eru rædd í einlægni, og þið eigið saman gott kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Kynntu þér vel kostnaðinn áður en þú ákveður að fara í ferðalag. Þú þarft á stuðn- ingi ættingja að halda varð- andi vinnuna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Með góðri samvinnu við starfsfélaga verður þér vel ágengt í vinnunni í dag. Sumir íhuga þátttöku í starfi líknarsamtaka. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh. Þægilegt viðmót tryggir þér stuðning starfsfélaga við lausn á erfiðu verkefni í dag. Eitthvað kemur þér á óvart í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert eitthvað miður þín árdegis, en það lagast þegar á daginn líður, og þú kemur niiklu í verk. Kvöldið verður ánægjulegt. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. og Sport Reykjavíkurvegi 60 Símar 555-2887 og 555-4487 , ■ UTSALAN hefst í dag. Opnum kl. 10. oSiSöíí* 'aVí. . • , HDEII.DIÐ X BORGARKRINGLAN 103 Reykjavik. Sími 568 9525 á IsabeNe Lancray snyrtivörum föstudaginn 19. janúar kl.14 - 18. 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR OG KAUPAUKI FYLGIR. HEIÐAR JÓNSSON snyrtir farðar viðskiptavini. Vinsamlegast pantið tíma. SNYRTIHUS HEIÐARS LAUGAVEGI 66., SÍMI 562 31 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.