Morgunblaðið - 27.02.1996, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 29
JMttngtmÞlafet
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TIMABÆR UPP-
LÝSINGALÖGGJÖF
FRUMVARP til upplýsingalaga hefur verið samið og
kynnt opinberlega. Fyrsta frumvarpið um þetta efni
var lagt fram á Alþingi þegar árið 1972 en til þessa hefur
ekkert slíkt frumvarp hlotið afgreiðslu þingsins.
Lagasetning um upplýsingaskyldu stjórnvalda er löngu
orðin tímabær. Samkvæmt því frumvarpi, sem væntanlega
verður lagt fram á Alþingi, er stjórnvöldum, stofnunum
og fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga skylt að veita almenn-
ingi aðgang að gögnum um tiltekið mál, sé þess óskað.
Munu lögin að líkindum ná til allra gagna sem verða í
vörslu stjórnvalda um næstu áramót.
Rétt almennings ber að túlka rúmt, samkvæmt frumvarp-
inu. Um er að ræða lágmarksrétt óg er heimilt að veita
upplýsingar í ríkari mæli en leiðir af réttinum sjálfum. Öll
ákvæði um undanþágur verða hins vegar túlkuð þröngt..
Einnig er heimilt að takmarka rétt almennings til upplýs-
inga ef öryggishagsmunir ríkisins eru taldir í húfi.
Upplýsingaréttur er þó takmarkalaus að liðnum þijátíu
árum, nema þegar um er að ræða gögn sem varða einkamál-
efni einstaklinga. Aðgangur að slíkum gögnum verður tak-
markalaus eftir áttatíu ár.
Að þessu frumvarpi verður mikil réttarbót, verði það
samþykkt sem lög frá Alþingi. í flestum nágrannaríkjum
okkar hafa um langt skeið verið í gildi lög um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda, þó að þau hafi verið misvíðtæk. Eiríkur
Tómasson, formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið,
segir að með því sé ekki gengið jafnlangt og í Svíþjóð en
lengra á ýmsum sviðum en raunin er í Noregi og Danmörku.
Það hefur torveldað samskipti almennings og fjölmiðla
við hið opinbera að engin lög af þessu tagi hafa verið í
gildi hér á landi. „Fram að þessu hefur ríkt réttaróvissa á
Islandi um þessi mál. Við höfum átt það undir geðþótta
einstakra embættismanna hvort við höfum fengið gögn sem
við höfum beðið um í stjórnkerfinu, gögn sem jafnvel gætu
haft áhrif á ákvarðanir okkar,“ segir Þór Jónsson fréttamað-
ur í samtali við Morgunblaðið á laugardag, en hann átti
sæti í nefndinni fyrir hönd Blaðamannafélags Islands.
Eiríkur Tómasson bendir jafnframt á að það sé krafa
nútímalýðræðis að almenningur eigi aðgang að því sem
fram fari í stjórnsýslunni. Það veiti stjórnvöldum aðhald
og borgurum innsýn í það sem er að gerast í stjórnkerfinu.
Samskipti ríkis og borgara eru smám saman að færast
í fastmótaðri og nútímalegri skorður á íslandi. Nýleg stjórn-
sýslulög voru mikilvægt skref í þá átt. Lög um upplýsinga-
skyldu yrðu annað og ekki síður mikilvægt skref.
SJÁLFSÖGÐ GÆÐA-
FLOKKUN
INNAN ferðaþjónustunnar er nú mikið rætt um það hvort
rétt sé að taka upp gæðaflokkun gististaða hér á landi.
í grein í ferðablaði Morgunblaðsins fyrir rúmri viku bendir
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir ferðamálafræðingur á að
gæðaflokkun veiti neytendum öruggari upplýsingar. Vænt-
ingar þeirra til gististaðarins byggi á þessu mati og jafn-
framt aukist þrýstingur á hótel að standa sig.
Ferðaþjónusta á íslandi er orðin að umfangsmikilli at-
vinnugrein og erlendum ferðamönnum -fjölgar með ári
hverju. Samkeppnin um ferðamennina er hörð og miklu
skiptir, að íslensk ferðaþjónusta sé í stakk búin að veita
þjónustu, sem er samkeppnishæf við það sem ferðamönnum
stendur til boða í öðrum ríkjum. Gæðaflokkun á gististöðum
og eftirlit með þeim er sjálfsagður liður í þeirri þróun. Því
miður er of algengt að einföld gistiheimili á Islandi séu
flokkuð með hótelum og að herbergi séu verðlögð á svipað-
an hátt og hótelherbergi í dýrustu stórborgum Evrópu og
Bandaríkjanna.
Forystumenn í ferðamálum eiga að taka höndum saman
um að koma á gæðaflokkun á gististöðum. Það er í raun-
inni sjálfsögð krafa til hverrar þjóðar, sem leggur áherzlu
á að laða til sín erlenda ferðamenn. Það skiptir litlu í þessu
sambandi þótt gæðaflokkun sé ekki alveg sambærileg á
milli landa. Mestu skiptir að hún veitir ferðamanni ákveðna
hugmynd um hvers konar þjónustu hann er að kaupa. Eins
og mál standa nú hafa erlendir ferðamenn, sem koma til
íslands í fyrsta sinn, litla hugmynd um það.
RÆTT var um kosti og gajla
hugsanlegrar þátttöku ís-
lands í Schengen-vega-
bréfasamstarfínu á ráð-
stefnu í Keflavík síðastliðinn föstudag.
Meirihluti ræðumanna á ráðstefnunni
var hlynntur því að ísland tæki þátt
í samstarfinu, ekki sízt í því skyni að
varðveita norræna vegabréfasam-
bandið þótt norrænu ESB-ríkin taki
þátt í Schengen. Jafnframt var bent
á að Schengen-aðild gæti aukið ferða-
mannastraum hingað til lands og
stuðlað að auknu alþjóðlegu samstarfi
í baráttu gegn glæpum. Hins vegar
var bent á ókosti, sem tengjast
Schengen-aðild og snúa einkúm að
kostnaði og töfum vegna herts eftir-
lits og breytinga á Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar.
Ráðstefnan var haldin á vegum Is-
landsdeildar Norðurlandaráðs. Ástæð-
an fyrir því að Norðurlandaráð lætur
sig málið miklu varða, er sú að þátt-
taka Noregs og íslands í Schengen-
samstarfinu er að flestra mati eina
leiðin til þess að varðveita norræna
vegabréfasambandið, sem hefur verið
í gildi í fjóra áratugi. Hæpið er að
norrænu ESB-ríkin sjái sér fært að
standa utan Schengen, og sagði Val-
gerður Sverrisdóttir, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins og for-
maður íslandsdeildarinnar, í ræðu
sinni á ráðstefnunni að fullyrða mætti
að sá möguleiki væri ekki lengur til
umræðu. „Á margan hátt hefur flagg-
skipið í [norrænu] samstárfi verið
norræna vegabréfasambandiðj sem nú
er í hættu, verði norrænu þjóðirnar
viðskila í því samstarfi sem hér um
ræðir, Schengen-samstarfinu," sagði
Valgerður.
Frjálsar ferðir hefðu getað
orðið samningsatriði í EES
Hannes Hafstein, sendiherra í
Brussel; hefur verið aðalsamninga-
maður Islands í viðræðum við Scheng-
en-ríkin. í ræðu sinni á ráðstefnunni
sagði sendiherrann að stefnt væri að
því af hálfu Schengen-ríkjanna að
vegabréfsfrelsi yrði hluti af löggjöf
ESB og þess vegna gætu aðeins aðild-
arríki sambandsins orðið fullgildir
aðilar að samningnum. Jafnframt
benti Hannes á að hefðu reglur
Schengen-samningsins gilt á öllu
svæði Evrópusambandsins þegar sam-
ið var um Evrópska efnahagssvæðið,
væri lítill vafi á að þær hefðu komið
þar á samningaborðið líka.
Hannes sagði að það, sem knúið
hefði á um umsóknir Danmerkur,
Svíþjóðar og Finnlands um aðild að
Schengen, hefði ekki sízt verið sú
staðreynd að Schengen-ríkjunum ber
að halda uppi ströngu eftirliti á ytri
landamærum sínum. Þjóðveijar yrðu
að efna slíkar skuldbindingar á landa-
mærunum við Danmörku og afleiðing-
in yrði miklar tafir og óþægindi fyrir
Dani, Svía og Finna. Sendiherrann
sagði að við þetta bættist að Svíar
hefðu séð að yrðu þeir aðilar að
Schengen en ekki Norðmennn,, neydd-
ust þeir til að koma upp tryggu eftir-
liti á hinum löngu landamærum ríkj-
anna, sem væri ekki aðeins nánast
óframkvæmanlegt, heldur vafasamt
að sænskur almenningur sætti sig við
slíkt.
Aðskilnaður farþega erfiðasta
úrlausnarefnið
Hannes rakti ýtarlega stöðuna í
samningaviðræðum íslands og Noregs
við Schengen-ríkin. Þijá þætti ber
hæst í viðræðunum, að sögn Hannes-
ar; hvernig form samstarfsins eigi að
vera, hvaða reglur eigi að gilda og
hvernig þátttöku Islands og Noregs í
stefnumótun og ákvarðanatöku verði
háttað.
I fyrsta lagi segir sendiherrann
sennilegast að samningi Islands og
Noregs við Schengen verði valið heitið
samstarfssamningur og jafnframt
ákveðið að norræna vegabréfasvæðið
haldi áfram gildi sínu að því leyti, sem
einstakar reglur þar komi ekki í veg
fyrir góða framkvæmd Schengen-
samningsins og samstarfssamnings-
ins.
Í öðru lagi er ráð fyrir því gert að
ísland og Noregur taki yfir allar regl-
ur, sem nú gilda í Schengen, þar á
meðal stofnsamningana og fram-
kvæmdareglur, sem síðan hafa verið
samþykktar. Að sögn Hannesar Haf-
stein er erfiðasta atriðið varðandi
framkvæmdina krafan um fullan að-
skilnað farþega, sem hefja og ljúka
ferð sinni innan svæðisins, og hinna,
sem koma inn á svæðið eða fara út
k ' . .i-'áJh ÉÉÉ|’ mf ' gg|| . ■ ■ ■ ^ ' ir Bv' í4 im ? > * Sjm
Morgunblaðið/Björn Blöndal PÉTUR Guðmundsson flugvallarstjóri sýnir gestum á ráðstefnu Norðurlandaráðs aðstæður í Flugstöð Leifs Eirikssonar. Strandar flaggskipið
á skeri kostnaðar?
Aðild íslands að Schengen-vegabréfasam-
starfínu er eina leiðin til að halda flaggskipi
norræns samstarfs, vegabréfasambandinu, á
floti. Meta þarf hvort sá ávinningur vegur
upp þann kostnað, sem verður af aðildinni.
Olafur Þ. Stephensen rekur umræður á
ráðstefnu um ísland og Schengen.
af því aftur. Sú krafa mun meðal
annars hafa í för með sér breytingar
á Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla-
víkurflugvelli. Hannes segir ástæðuna
fyrir kröfunni hins vegar augljósa; á
innri landamærum Schengen-ríkja sé
vegabréfseftirlit fellt niður og ferðir
innan svæðisins því ekki flóknari en
ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar
nú. Hvert ríki taki hins vegar að sér
fyrir öll hin að gæta sinna landamæra
út á við. Þess vegna verði að halda
farþegahópunum aðskildum.
Hannes Hafstein segir jafnframt
að farangursskoðun skuli almennt
fara fram á fyrsta viðkomustað innan
Schengen. Þetta leiði þó ekki af
Schengen-samkomulaginu sem slíku,
enda fjalli það aðeins um persónueftir-
lit, heldur af samræmdum reglum
Evrópusambandsins um tollamál og
fleira. Island og Noregur séu ekki í
tollabandalagi við ESB og þrátt fyrir
Schengen-aðild íslands verði íslenzk-
um tollvörðum því heimilt að fram-
kvæma farangurseftirlit með ná-
kvæmlega sama hætti og nú, hjá öllum
farþegum sem hér stíga á land. Hann-
es sagðist ítreka þetta vegna misskiln-
ings, sem upp hefði komið og virtist
útbreiddur. Hin hliðin á málinu er að
sögn Hannesar sú, að farþegar, sem
fara frá íslandi til Schengen-ríkja með
flugvél eða skipi, eru ekki undanþegn-
ir tollskoðun þar í landi, heldur aðeins
persónuskoðun, þ.e. vegabréfseftirliti.
Fullsæmandi sjálfstæðu ríki
Þriðji meginþátturinn í samninga-
viðræðunum snýr að því hvernig mót-
un og taka ákvarðana eigi
að fara fram innan sam-
starfssamnings Schengen
og Islands og Noregs.
Schengen-ríkin hafa nú
fallizt á að Island og Nor- ______
egur fái rétt til að sitja
alla fundi Schengen með fullu mál-
frelsi. „Það eina, sem í þessu máli
myndi skilja að ísland, Noreg og önn-
ur samstarfsríki, væri hin endanlega,
formlega ákvarðanataka. Ríkin tvö
yrðu ekki aðilar að Schengen heldur
samstarfssamningi við Schengen. Að-
ildarríki Schengen gætu því tekið
ákvörðun sem bindur Schengen þótt
við eða Norðmenn værum á móti. Slík
ákvörðun bindur hins vegar ekki þessi
tvö ríki fyrr en sams konar ákvörðun
hefur verið tekin á grundvelli sam-
Ekki auðveld-
ara að smygla
fíkniefnum
starfssamningsins þar sem ísland og
Noregur myndu binda sig til sömu
ákvarðana gagnvart Schengen-ríkjum
og þau sig gagnvart okkur,“ segir
sendiherrann.
Hann segir að rísi ágreiningur um
ákvarðanatöku verði væntanlega gert
ráð fyrir tilraunum til málamiðlunar,
síðan frestun tiltekinna samnings-
ákvæða eða jafnvel uppsögn samnings
ef um grundvallarágreining er að
ræða. Líkurnar á að á slíkt reyni séu
þó fremur fræðilegar en raunhæfar.
„Norrænu ríkin þijú innan Schengen
myndu væntanlega eiga samleið með
okkur og því tryggja að svona staða
komi ekki upp enda eru atkvæða-
greiðslur hvort eð er fátíðar innan
Schengen, þar sem byggt er á hefð-
bundinni ríkjastarfsemi og einróma
ákvörðunum í grundvallaratriðum,“
segir Hannes. „Djúpstæður ágreining-
ur íslands og Noregs við Norðurlönd-
in þijú innan Schengen myndi á hinn
bóginn þýða að hann væri líka til stað-
ar innan norræna vegabréfasvæðisins
og væntanlega leiða til endaloka
þess.“
Hannes Hafstein greindi ráðstefnu-
gestum í Keflavík frá því að hann
drægi ekki neina dul á þá skoðun sína,
„að þær útlínur sem þegar eru sjáan-
legar varðandi tilhögun samstarfs Is-
lands og Noregs og Schengen-ríkj-
anna, núverandi og tilvonandi, eru
fullsæmandi hverri sjálfstæðri þjóð.“
Sendiherrann sagðist ekki vera einn
um þessa skoðun; á henni væru líka
þeir fulltrúar norrænu Schengen-ríkj-
anna þriggja og Noregs, sem hefðu
tekið þátt í viðræðunum.
„Verði niðurstaðan eins og
allt bendir til að hún verði,
telja ESB-ríkin þijú á
Norðurlöndum sig hafa full-
■. nægt þeim skuldbindingum
sínum í norrænu samstarfi
að tryggja íslandi og Noregi ásættan-
lega lausn og tryggja þá jafnframt
að Norðurlöndin öll geta áfram verið
vegabréfalaust svæði eins og þau hafa
verið um áratugaskeið," sagði Hann-
es. „Komist Islendingar að þeirri nið-
urstöðu að þeir telji peningum sínum
betur varið til annars en að tryggja
viðhald norræna vegabréfasambands-
ins og útvíkkun þess til þeirra landa
sem þeir eiga mest menningarleg og
viðskiptaleg samskipti við, þá er það
þeirra ákvörðun. En hún þýðir ekki
SCHENGEN-SAMNINGURINN
□
□
□
□
<JSLAND
Aðildarríki Schengen
Hafa skrifað undir Schengen
en taka ekki enn fullan þátt
Eiga áheymaraðild að Schengen,
eða hafa sótt um hana
Norræna vegabréfa-
sambandið
ESB-ríki utan
Schengen
bara að ekki verður þátttaka í Scheng-
en-samstarfinu af okkar hálfu. Hún
þýðir líka endalok norræna vegabréfa-
svæðisins, flaggskips norrænnar sam-
vinnu.“
Norræn samstaða
á sér takmörk
Það sjónarmið að nú sé búið að
tryggja Islandi jafngóðan samning og
hægt sé að fá og skuldbindingar hinna
Norðurlandanna nái ekki lengra, var
rætt talsvert á ráðstefnunni. Hjörleif-
ur Guttormsson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, sem varað hefur mjög
við þátttöku í Sch'engen, vitnaði til
sameiginlegrar yfirlýsingar forsætis-
ráðherra Norðurlandanna, sem þeir
gáfu út í Reykjavík fyrir u.þ.b. ári.
Þar segir að þörf sé á sameiginlegri
norrænni afstöðu til Schengen-sam-
starfsins, „þannig að ekki verði til ný
landamæri á Norðurlöndum eða á
milli Norðurlandanna og annarra Evr-
ópulanda." Hjörleifur taldi þetta þýða
að hin Norðurlöndin myndu ekki
ganga til samstarfs við Schengen-rík-
in ef ísland teldi sig eiga í erfiðleikum
með að taka þátt í samstarfinu. Þá
taldi þingmaðurinn að jafnvel þótt hin
Norðurlöndin gengju í Schengen
mætti viðhalda norræna vegabréfa-
sambandinu með einhveijum hætti
með því að gera sérstaka tvíhliða
samninga við Norðurlöndin.
Hannes Hafstein sagðist telja úti-
lokað að Island gæti fengið einhveija
sérmeðferð hjá hinum norrænu ríkjun-
um, gengju þau öll í Schengen. Það
væri sömuleiðis óskhyggja að halda
að Noregur myndi ekki gerast aðili
að samstarfínu, til þess væru hags-
munir Noregs of miklir. Hannes benti
á að samstaða Norðurlandanna í mál-
inu ætti sér viss takmörk. „Við getum
ekki ætlazt til að Danir sætti sig við
kílómetralangar biðraðir á landamær-
unum vegna þess að íslendingar setji
einhver atriði fyrir sig,“ sagði Hannes.
Christian Oldenburg, skrifstofu-
stjóri í danska utanríkisráðuneytinu,
sem talaði á ráðstefnunnþ.sagðist sem
minnst vilja ræða um þann möguleika
að Island stæði utan Schengen-sam-
starfsins, þar sem hann væri fremur
fræðilegur en raunverulegur. Færi svo
að ísland breytti um stefnu, myndi
það hins vegar þýða miklar breyting-
ar. Yrði ísland eitt utan Schengen,
myndu ytri landamæri Schengen-
svæðisins verða á milli íslands og
annarra Norðurlanda. Þessu myndi
líkast til fylgja óhagræði og óþægindi
fyrir flugfarþega á leið frá íslandi til
meginlandsins, þar sem Schengen-
flug nyti yfírleitt forgangs á flugvöll-
um.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði það oftúlkun að halda
fram að Island gæti treyst því að hin
Norðurlöndin gengju ekki inn í
Schengen ef Island hikaði. Hann sagð-
ist jafnframt sammála Hannesi Haf-
stein um að sá samstarfssamningur,
sem Island gæti fengið, væri fullboð-
legur sjálfstæðri þjóð. „Við getum
Breytingar á Leifs
stöð burtséð frá
Schengen-aðild
PÉTUR Guðmundsson, flugvallar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði á
ráðstefnu Islandsdeildar Norður-
landaráðs að fyrirsjáanlegt væri
að huga þyrfti að því að stækka
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, burtséð .
frá því hvort Island yrði aðili að
Schengen-vegabréfasamstarfinu
eða ekki.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að
farþegar, sem fara um Kefiavíkur-
flugvöll, verði í fyrsta sinn yfir ein
inilljón talsins. Þar af eru um
380.000 komufarþegar og álíka
margir brottfararfarþegar,
117.000 flugskiptifarþegar, þ.e.
farþegar sem skipta um flugvél í
Keflavík á leið milli Ameríku og
Evrópu, og svo loks 150.000 áning-
arfarþegar, sem staldra stutt við
og halda ferð sinni áfram með sama
flugi.
Að sögn Péturs er um helmingur
komu- og brottfararfarþega að
ferðast innan Schengen-svæðisins
eins og það liti út ef Island og
Noregur ættu aðild að því. Hinn
helmingurinn, ásamt flugskipti- og
áningarfarþegunum, er á ferðalagi
utan Schengen eða á leið út af
svæðinu eða inn á það. Komi til
Schengen-aðildar þarf að aðskilja
þá, sem eru að fara inn eða út af
svæðinu og skoða vegabréf þeirra.
Slíkt krefst umfangsmikillar skipu-
lagsbreytingar í Leifsstöð, sem
mun líkast til kosta hundruð millj-
óna króna ein og sér.
Hins vegar eru aðrar orsakir
fyrir því að breytinga er þörf í
Leifsstöð. Pétur segir að fjóra daga
í viku næsta sumar verði land-
göngubrýr stöðvarinnar, sem eru
sex, of fáar vegna þess að þjónusta
þurfi átta flugvélar á sama tíma á
álagspunktum. Þess vegna verði að
taka upp skömmtun og láta áætlun-
arflug ganga fyrir við land-
göngubrýrnar.
Innandyra sé flugstöðin á marg-
an hátt orðin of lítil fyrir farþega-
fjöldann að sumarlagi. Fjölga þurfi
innritunarborðum til að stytta bið-
raðir og þá þurfi að bæta þriðja
farangursfæribandinu við í tollsal,
líklega á kostnað fríhafnarverzlun-
ar fyrir komufarþega, sem myndi
þá færast upp á aðra hæð stöðvar-
innar. Auk þess sé umferðarálag í
aðalbiðsal stöðvarinnar að nálgast
efstu mörk og nauðsynlegt sé að
stækka hann. Til greina komi að
taka af mötuneyti starfsmanna til
þess.
Pétur segir að flugstöðvarbygg-
ingin sé minni en upphaflega var
fyrirhugað, og nú séu menn að
sumu leyti að súpa seyðið af því.
Annað vandamál sé að þegar flug-
stöðin var byggð, hafi Ameríkuflug
Flugleiða verið rekið sérstaklega
og Evrópuflugið sér og afgreiðsla
flugvéla dreifzt betur á sólarhring-
inn. Frá árinu 1989 hafi hins vegar
aliur flugfloti Flugleiða verið
keyrður inn á Keflavík á sama tíma
til þess að samhæfa Ameríku- og
Evrópufiugið og afgreiða þurfi
margar vélar á stuttum tíma.
Þrír möguleikar eru á teikni-
borðinu til að leysa vandann í Leifs-
stöð, eins og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu. Húsameistari rík-
isins og Leifur Benediktsson verk-
fræðingur hafa gert frumteikning-
ar að þessum þremur stækkunar-
möguleikum, en utanríkisráðuneyt-
ið hefur ekki viljað afhenda Morg-
unblaðinu þær teikningar til birt-
ingar.
ekki dregið hina með okkur. Við get-
um hins vegar ákveðið að standa fyr-
ir utan,“ sagði Haildór.
Vegabréfsfrelsi aðeins toppur
ísjakans
Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, fjallaði
um Schengen-aðild út frá sjónarmiði
löggæzlunnar. Þorsteinn sagði að í
umræðum um hugsanlega þátttöku
Islands í Schengen hefði því verið sleg-
ið fram að ekki skipti öliu máli hvort
íslendingar þyrftu að sýna vegabréf
þegar þeir kæmu til annarra Norður-
landa. „Þetta vil ég kalla ísjakaáhrif
norræna vegabréfasambandsins.
Þetta er það sem allir sjá. I samningn-
um um norræna vegabréfasambandið
eru önnur atriði sem eru ekki síður
mikilvæg fyrir hagsmuni íslands,"
sagði Þorsteinn og tilgreindi einkum
samstarf í lögreglumálum, málefnum
flóttamanna og innflytjenda og um
veitingu vegabréfsáritana.
Þorsteinn sagði ljóst að ef ísland
stæði eitt utan Schengen en hin Norð-
uriöndin fyrir innan myndi norrænt
lögreglusamstarf breytast verulega
og verða að meginstefnu til samstarf
hinna norrænu ríkjanna innan
Schengen. „Afleiðing þess fyrir ísland
getur orðið sú að við munum smám
saman verða utangátta í norrænu
samstarfí og það mun jafnvel lokast
fyrir okkur að einhveiju eða verulegu
leyti. Það er ekki óhugsandi
að afbrotamenn sjái sér hag
í því að Island verði utan
Schengen. Það er auðvelt
að komast til landsins og
ef við verðum utan Scheng-
en vita þeir að við höfum
Hálftímatöf
þýðir lok Atl-
antshafsflugs
ekki jafngreiðan aðgang að upplýsing-
um um eftirlýsta afbrotamenn og
samkvæmt Schengen-kerfinu. Sleppi
afbrotamenn úr landi til Schengen-
lands vita þeir að við eigum ekki jafn-
greiðan aðgang að rannsóknaraðilum
og annarri gagnkvæmri réttaraðstoð
og við ættum innan samstarfsins,"
sagði Þorsteinn.
Þorsteinn vék að fullyrðingum um
að gengi ísland í Schengen yrði auð-
veldara að smygla fikniefnum til
landsins en hingað til. „Eins og marg-
oft hefur komið fram felur aðild að
Schengen í sér afnám persónueftirlits
á landamærum en ekki tollaeftirlits.
Svo lengi sem samgöngum verður
haldið uppi til landsins verður unnt
að stunda smygl. Náið alþjóðlegt sam-
starf er nauðsynlegt til að beijast
gegn fíkniefnavandanum. Það hefur
ekkert komið fram sem bendir til þess
að aðiid að Schengen auki fíkniefna-
vandann hér á landi. Þvert á móti. I
Schengen-samningnum eru ákvæði
um samstarf varðandi baráttuna gegn
fíkniefnum," sagði Þorsteinn. „Ég hef
fengið þá spurningu hvort aðild að
Schengen skipti nokkru máli í þessu
samstarfi þar sem allir hljóti að vilja
taka þátt í samstarfi varðandi baráttu
gegn fíkniefnum. Mitt svar við þeirri
spurningu er að þar skiptir samstarfs-
grundvöllurinn öllu máli. Þeir sem
standa utan formlegs samstarfs fá
ekki sömu þjónustu og samstarfsaðil-
ar,“ sagði Þorsteinn.
ísland „nær“ innan Schengen
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
og Guðmundur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrar- og tæknisviðs
Flugleiða, fjölluðu um hugsanlega
Schengen-aðild út frá hagsmunum
ferðaþjónustu. Magnús sagði í erindi
sínu að með Schengen-aðild væru
ferðalög gerð auðveldari innan stórs
svæðis, sem væri í anda þess sem
ferðaþjónustan hefði barizt fyrir.
Ferðafrelsi innan Norður-
landanna hefði verið ferða-
þjónustu hér á landi mjög
mikilvægt. Magnús sagði
að með Schengen-aðild yrði
ísland hluti vegabréfasvæð-
is, sem væri heimkynni 65%
ferðamanna, sem kæmu til
þeirra
landsins. Því mætti ætla að auðveld-
ara yrði að kynna ísland. Þar kæmi
sálfræðilegi þátturinn, sem væri mikii-
vægur í allri sölu og markaðssetn-
ingu, til sögunnar. „Getur ekki verið
að það land sé nær í huga ferðamanns-
ins, sem er innan sama landamæraeft-
irlits, ef svo má að orði komast,“ sagði
Magnús. Hann sagði að hugsanlegt
væri þó að einhveijum þætti ísland
eftirsóttara sem fjarlægari og meira
framandi staður.
Magnús sagði að á móti auknu
ferðafrelsi með Schengen-aðild gæti
komið meiri kostnaður, ekki sízt ef
ráðast þyrfti í breytingar á Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Fordæmi væru fyr-
ir því að aukinn kostnaður við mót-
töku ferðamanna lenti á þeim sjálfum.
Þannig væru nú lagðir þrír skattar á
ferðamenn, sem færu um Leifsstöð;
flugvallarskattur, innritunargjald og
vopnaleitargjald. „Verði ísland aðili
að Schengen-samstarfinu, gæti þá
komið upp hugmynd um innheimtu
sérstaks Schengen-gjalds í Leifsstöð?"
spurði Magnús.
Afgreiðslu í Leifsstöð
má ekki seinka
Ferðamálastjóri lagði áherzlu á að
aukið eftirlit með ytri landamærum
Schengen-svæðisins mætti ekki leiða
til þess að afgreiðsla í Leifsstöð yrði
verri eða seinni en á öðrum flugvöll-
um. Höfuðatriðið væri að Keflavíkur-
flugvöllur yrði samkeppnishæfur við
aðra flugvelli í Evrópu.
Guðmundur Fálsson sagði Flugleið-
ir hafa áhyggjur af að aukið eftirlit
í Keflavík, sem leiddi af því að ísiand
tæki að sér gæzlu ytri landamæra
Schengen-svæðisins, myndi bæði hafa
tafir og kostnað í för með sér. Hann
sagði að ekki væru forsendur fyrir
aukinni gjaldtöku á flugvellinum og
aukinn kostnað yrði því að leysa með
öðrum hætti.
Guðmundur benti á að tilvist tengi-
flugs yfír Norður-Atlantshafið um
Keflavíkurflugvöll þýddi að markaður
Flugleiða austan og vestan hafs fjór-
faldaðist. Lykilatriði væri að viðdvöl
í Keflavík, á milli þess sem farþegar
kæmu frá Ameríku og héldu áfram
með tengiflugi til meginlands Evrópu,
væri ekki lengri en ein klukkustund.
„Hálf klukkustund í viðbót þýðir að
kerfið hrynur og hefðbundið Átlants-
hafsflug Flugleiða með viðkomu á
íslandi leggst af,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur tók fram að Flugleiðir
væru hvorki andvígar né hlynntar
Schengen-aðild, heldur sæi fyrirtækið
einfaldlega fram á ýmsa erfiðleika
samfara henni og færi fram á aðstoð
stjórnvalda við að leysa þá.
í pallborðsumræðum í lok ráðstefn- -
unnar benti Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra á að Schengen-aðild
tengdist hagsmunum Flugleiða að
öðru leyti en hvað varðaði fram-
kvæmdaatriði í Keflavík, til dæmis
hvað varðaði ferðamannastraum til
landsins. Þegar rætt væri um sam-
keppnishæfni Keflavíkurflugvailar
skipti það miklu máli fyrir Flugleiðir
að geta kynnt að afgreiðsla á Kefla-
víkurflugvelli væri hröð og að þar
væri auðvelt að komast inn á Scheng-
en-svæðið.
ísland vill gleymast
Halldór sagði að ísland hefði ákveð-
ið að standa utan Evrópusambands-
ins. íslendingar yrðu að spyija hvern-
ig íslandi gengi sem bezt að standa
utan ESB. Hann sagði að Austur-Evr-
ópuríkin stefndu nú á ESB-aðild og
það væri orðið þversagnakennt ef
landamæri gömlu austurblokkarinnar
yrðu innan skamms orðin opnari en
landamæri íslands gagnvart Norður-
löndum og öðrum Evrópuríkjum.
Ráðherra sagði að Islendingar
hefðu búið við norrænt vegabréfa-
svæði í 40 ár. Með Schengen-aðild
gerðist í raun ekkert nýtt nema hvað
svæðið væri stækkað. Norðurlandabú-
ar.hefðu verið frumkvöðlar og Evrópu-
ríkin fylgdu nú á eftir. „Erum við til-
búin til að skipa okkar fólki á sama
bekk og fólki, sem kemur langt að, á
flugvöllum Norðurlandanna? Ætli
okkur fyndist ekki dálítið skrítið að
sjá Norðmennina þeim megin, sem
hlutirnir ganga hratt fyrir sig, en ís-
tendingarnir væru í löngu biðröðunum
hinum megin? Ég held að slíkt væri
undarleg tilfínning," sagði Halldór.
„Ég er það mikill Norðurlandasinni
að ég á sálfræðilega mjög erfitt með
að sætta mig við slíkt ástand, sem
ég er viss um að myndi hafa víðtæk
áhrif á Norðurlandasamstarfið, hvort
sem okkur iíkar betur eða verr. Það
er tilhneiging til að gleyma okkur í
þessu samstarfi. Við, sem tökum þátt
í því, verðum vör við að ísland gleym-
ist stundum. Ef við stöndum fyrir
utan vegabréfasamstarfið er ég viss
um að við munum gleymast enn meir
og okkur verður ekki tekið sem jafn-
ingjum. Það er grundvallaratriði í
okkar utanríkispólitík og okkar sjálf-
stæði að við séum jafningjar á við hin
Norðurlöndin í alþjóðlegu samstarfi
og í innbyrðis samstarfi líka.“