Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 19 ERLENT Elytis látinn GRÍSKA ljóðskáldið Odysseas Elytis, sem hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels 1979, lést á heimili sínu í Aþenu í gær af völdum hjartaáfalls. Elytis var hálfníræður þegar hann lést og hafði þjáðst af hjartasjúk- dómi í tíu ár. Elytis naut mikillar hylli meðal al- mennings í Grikkiandi og útvarps- og sjónvarpsstöðvar rufu dagskrána til að skýra frá tíðindunum og léku lög við ljóð hans. Ljóð Elytis eru lofgjörð til lífsins og í þeim koma fram sterk súrrealísk áhrif. Ljóðin fjalla um sólina og sjóinn, grísku eyjarnar og Eyjahafið bláa, strendurnar og sigur mannsandans. Þau hafa heillað fóik af öllum stéttum, unga sem aldna. Tónskáldin Mikis Theodorakis og Manos Hadzidakis áttu mik- inn þátt vinsældum Elytis og lög þeirra við ljóð hans eru oft sung- in á kaffihúsum og krám í Grikklandi. Elytis lýsti sér sem súrrealista en leit á ljóð sín sem framhald af hefðbundinni grískri ljóðagerð frá tímum Hómers. Meðal þekktustu ljóðabóka hans eru „Ilíos ó prótos" (Sólin fyrsta) og „Tó azíon esti“ (Vert er). Carlsson seg- ir af sér INGVAR Carlsson sagði í gær formlega af sér sem forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Goran Pers- son fjármálaráðherra tók við af honum sem leiðtogi Jafnað- armannaflokksins á flokksþingi um helgina. Irakar semja um viðræður BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Tareq Aziz, for- sætisráðherra íraks, sömdu í gær um að hefja þriðju lotu viðræðna um afnám viðskipta- banns á írak í New York 8.' apríl. Viðræðurnar hafa gengið illa vegna deilu um hvernig standa eigi að dreifingu mat- væla og lyfja á svæðum Kúrda. Elytis Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, krefst fulls skilnaðar við Winnie Framferði Jóhannesarborg. Reuter. FRAMFERÐI Winniear Mandela og framhjá- hald er hneyksli og hið mesta vandræðamál fyrir eiginmann hennar, Nelson Mandela, for- seta Suður-Afríku. Kom þetta fram fyrir hæstarétti í Jóhannesarborg í gær en þar er endanlegur skilnaður þeirra hjóna til umfjöll- unar. „Frá því þau hjónin skiidu að borði og sæng í apríl 1992 hefur framferði Winniear og ótrú- leiki valdið hneisu, sem forsetinn hefur liðið fyrir,“ sagði lögfræðingur Nelsons Mandela og bætti því við, að hann væri tilbúinn til að nefna mörg dæmi um það máli sínu til sönnun- ar ef nauðsynlegt reyndist. Þá sagði hann, að sættir milli þeirra hjóna væru ekki til umræðu en Winnie hefur farið fram á, að þær verði reyndar. Ættarhöfðingi býður aðstoð Nelson Mandela, sem er 77 ára að aldri, og Winnie, 61 árs, voru viðstödd réttarhöldin en forðuðust að líta hvort til annars. Lögfræðing- ur Winniear las upp bréf frá höfðingja Tembu- ættbálksins, sem þau hjónin tilheyra, og þar kom fram, að samkvæmt lögum ættflokksins mætti ekki leysa upp hjónaband án undangeng- hennar sagt hneyksli Nelson Winnie inna sáttaumleitana. Bauðst höfðinginn til að leita um sættir en haft er eftir Mandela, að hann beri mikla virðingu fyrir gömlum siðum en viti ekki til, að þeir taki til mála af þessu tagi. Nelson Mandela sat í fangelsi í 27 ár vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni og í þann tíma stóð Winnie með honum og var mikils metin. Fljótlega eftir að Mandela var látinn laus 1990 kom þó í ljós, að hjónabandið var aðeins „á pappírnum11 eins og hann hefur sjálfur sagt. Mandela sagði fyrir réttinum í gær, að hann hefði verið mjög einmana í hjónabandinu með Winnie eftir að hann losnaði úr fangelsi. Hún hefði aldrei komið inn í svefnherbergi þeirra meðan hann var vakandi og alltaf forðast eðli- legar umræður. „Þótt öll veröldin segði mér að sættast við hana, þá gerði ég það ekki. Ég vil losna úr þessu hjónabandi," sagði Nelson Mandela. Krefst á fjórða hundrað millj. kr. Dagblaðið The City Press sagði um helg- ina, að Winnie, sem er skuldum vafin, krefð- ist helmings eigna Mandela en þær eru metn- ar 660 millj. kr. Þá fer hún fram á, að hann greiði rúmlega átta millj. kr. lán á villu, sem hún á í Soweto, en hún hefur verið undir hamrinum vegna vanskila. Winnie Mandela, sem situr nú á þingi fyrir Afríska þjóðarráðið, nýtur ekki lengur sömu virðingar og áður enda hefur hún gengið fram af flestum með framkomu sinni. Robert Mugabe einn í framboði í forsetakosningunum í Zimbabwe Lítíl kjörsókn mikið áfall fyr- irforsetann Harare. Reuter, The Daily Telegraph. AÐEINS um 31,5% kjörsókn var í forsetakosningunum í Zimbabwe um helgina, enda var Robert Mugabe forseti einn i framboði og ljóst að hann yrði endurkjörinn. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sniðgengu kosningarnar eða drógu sig í hlé á síðustu stundu. Þessi samstaða um að taka ekki þátt í kosningunum hefur sett Mugabe og flokk hans, ZANU-PF, sem ræð- ur lögum og lofum í landinu, í mjög vandræðalega stöðu. Stjórnarflokk- urinn hafði vonað að kosningarnar yrðu til þess að sannfæra umheim- inn um að Zimbabwe væri meðal lýðræðisríkja. Aftökurnar á rithöfundinum Ken Saro-wiwa og átta öðrum stjórnar- andstæðingum í Nígeríu í fyrra hafa leitt til háværari krafna um að efnahagsaðstoð við Afríkuríki verði tengd lýðræðislegum umbót- um. Dr. Iden Wetherall, stjórnmála- skýrandi í Harare, segir að Mugabe hafi mistekist að sýna fram á að Zimbabwe væri lýðræðisríki. „Um- heimurinn dregur nú pá ályktun að lýðræðið í Zimbabwe standi ekki undir nafni og að stjórnvöld berjist gegn hvers kyns andstöðu. Þessar kosningar sanna það.“ „Þetta er mikið áfall fyrir Mugabe, einkum þegar haft er í huga hversu hart hann lagði að sér í kosningabaráttunni," sagði John Makumbe, við Zimbabwe-háskóla í Harare. Mugabe, sem er 72 ára, efndi til 40 kosningafunda og hvatti landsmenn til að flykkjast á kjör- staði til að að sanna fyrir umheimin- um að hann nyti enn mikilla vin- sælda eftir að hafa verið við völd í 16 ár, eða frá því að Zimbabwe öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Sundruð slj órnarandstaða Mikil óeining ríkir innan stjórnar- andstöðunnar í Zimbabwe og sam- staðan um að sniðganga kosning- arnar kom því á óvart. Abel Muz- orewa, biskup og leiðtogi Samein- uðu fiokkanna, og Ndabaningi Sit- Reuter FATLAÐUR maður hvílir sig eftir að hafa greitt atkvæði i for- setakosningunum í Zimbabwe um heigina. hole, leiðtogi lítils hægriflokks, ZANU-Ndonga, tilkynntu á síðustu stundu að þeir hefðu hætt við fram- boð. Áður höfðu leiðtogar fjögurra flokka neitað að taka þátt í kosning- unum vegna kosningalöggjafarinn- ar, sem þeir segja að sé Mugabe og stjórnarflokknum til framdráttar og ganga í berhögg við stjórnar- skrána. Stjórnmálaskýrendur eru sam- mála um að með því að sniðganga kosningarnar hafi stjórnarandstað- an valdið Mugabe meiri skaða en hún hefði getað með þátttöku í kosningunum. Flokkur Mugabes er með 147 sæti af 150 á þinginu eftir kosning- ar í fyrra sem fimm stjórnarand- stöðuflokkar sniðgengu. Fjórir aðrir flokkar tóku þátt í kosningunum en aðeins ZANU-Ndonga fékk þingmenn kjörna, þar af tvo í heimahéraði Sitholes í austurhiuta landsins. Sithole ákvað að hætta við framboð á þriðjudag og sagði leyniþjónustu stjórnarinnar hafa spunnið upp ásakanir um að hann hefði lagt á ráðin um að myrða forsetann og steypa stjórn hans. Kjörstjórn hafnaði beiðni um að kosningunum yrði frestað eftir að frambjóðendurnir drógu sig í hlé og nöfn þeirra voru á kjörseðlunum þar sem frestur þeirra til að hætta við framboð hafði runnið út. SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 6 MANAÐA NU VANTAR OKKUR NYLEGA BILA A STAÐINN - FRIAR AUGLYSINGAR - FRITT INNIGJALD Kláraðu dæmið með SP-bílaláni Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bil scm hæfir greiðslugetu þinni CWj Sími 588-7200 FJÁRMÖGNUN HF Nissan Terrano II árg. ‘96, ek. 5 þús. km., dökkblár, 33“ dekk, ál- felgur, brettak., 5 g. Verð kr. 3.000.000. Ath. skipti. S Dodge Ram 2500 diesel Turbo S Intercooler árg. '95, ek. 40 þús. km., k hvítur, 35" dekk, álfelgur, sjálfsk., * áhv. bílalán. Verð kr. 3.400.000. Ath. skipti. ; Daihatsu Charade TR árg. '95, ek. ! 9 þús. km., grænn, sjálfsk. : Verð kr. 990.000. Ath. skipti. Toyota Carina E 2,0 GLi árg. '93, ek. 61 þús. km., vínrauður, sjálfsk. Verð kr. 1.420.000. Ath. skipti. fGrand Cherokee Infineti árg. '94, ek. 29 þús. km., grádrapp., sjálfsk., 2 leður, álfelgur, áhv. bílalán. * Verð kr. 3.950.000. Ath. skipti. M. Benz 350 SDL diesel Turbo árg. '91, ek. 150 þús. km., svartur, leður, sjálfsk., álfelgur, sóllúga. Góður bill fyrir leigubílstjóra. Áhv. bílalán. Verð kr. 3.500.000. Ath. skipti. MMC L-300 árg. '88, ek. 150 þús. km., hvítur, nýtt lakk, mikiö upptekinn. Verð kr. 950.000. Ath. skipti. BMW 316i árg. '89, ek. 88 þús. km.. dökkgrár, 5 g. Verð kr. 850.000. Vill skipta á dýrari fólksbíl eða jeppa með allt að 1 millj. ó milli. Félag Löggiltra Bifreidasala NÝJA BÍLAHÖLUN FUNAHÖFDA V S: S67-2277 Félag Löggiltra Bifreidasala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.