Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MBH M WMBBWjMj
■
Reuter
Snjóhótel í Svíþjóð
SVÍINN Yngve Bergqvist hefur eru 15 herbergi fyrir allt að 50 október. Hótelið nýtur mikilla
reist 1.000 fermetra snjóhótel í manns. Allir veggirnir eru gerð- vinsælda meðal ferðamanna
Lapplandi og notað til þess ir úr snjó og ís og hótelið þiðn- þótt frostið í herbergjunum sé
2.000 tonn af snjó. í hótelinu ar á vorin en er endurreist í yfirleitt um 5 stig.
Viðræður um myndun nýrrar
ríkisstjórnar á Spáni
Aznar ánægð-
ur með viðræð-
ur við Pujol
Madrid. Reuter.
JOSÉ Maria Aznar, leiðtogi
spænska Þjóðarflokksins, sagði í
gær að stjórnarmyndunarviðræð-
um hans við aðra flokka miðaði
vel áfram. Flokkur Aznars vann
sigur í þingkosningum þann 3.
mars en náði ekki hreinum þing-
meirihluta.
Aznar átti á sunnudag fund með
Jordi Pujol, leiðtoga flokks Katal-
óna. Sá flokkur fékk sextán þing-
sæti í kosningunum og ræður því
úrslitum við stjórnarmyndun. Á
blaðamannafundi sagði Aznar
fundinn með Pujol hafa verið „ein-
staklega áhugaverðan og jákvæð-
an“ og lagði hann mikla áherslu
hversu næmur Pujol væri á hags-
muni ríkisins.
„Hlutimir mjakast á sínum
hraða og samkvæmt þeirri áætlun
Rússneskir hermenn og aðskilnaðarsinnar berjast víða í Tsjetsjníju
Rússar ná Samashki á sitt vald
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKIR hermenn og
skæraliðar í Tsjetsjníju börðust í
gær í vesturhluta landsins en um
helgina misstu Rússar 12 menn,
þar af 11 í einni fyrirsát. Bærinn
Samashki féll í hendur Rússum í
gær eftir tveggja daga stórskota-
liðshríð.
Jtar-Tass-fréttastofan sagði, að
11 rússneskir hermenn hefðu fall-
ið í fyrirsát, sem þeim var gerð á
12 rússneskir hermenn falla
sunnudag, og 20 hefðu særst. Sá
12. hefði fallið í öðrum átökum
og níu særst. Hefur bærinn Sam-
ashki fallið Rússum í hendur en
þeir tóku hann einnig í apríl í fyrra
og vora þá sakaðir um að myrt
ijölda óbreyttra borgara.
Rússar segja, að skæruliðar
hafi notað Samashki sem bækistöð
og hafa einnig girt af nálægan
bæ, Achkhoi-Martan, af sömu sök-
um. Þá hefur yfirmaður héraðs-
stjórnarinnar í Nozhai-Yurt í Suð-
austur-Tsjetsjníju sakað Rússa um
árásir á mörg þorp, bæði af landi
og úr lofti. Sókn stendur einnig
yfír gegn skæruliðum í Bamut,
45 km suðvestur af höfuðborg-
inni, Grosní, þar sem þeir hafa
búið vel um sig.
Mikill viðbúnaður og eftirlit er
í Moskvu eftir að lögreglan þar
fann og gerði óvirka öfluga
sjtrengju í strætisvagni í borginni.
Ottast er, að Tsjetsjenar hafi kom-
ið henni fyrir en leiðtogi þeirra,
Dzhokhar Dúdajev, hefur ítrekað
hótanir um að færa átökin yfir á
rússneskt land.
sem við höfðum gert,“ sagði Azn-
ar. Viðræðurnar hefðu ekki snúist
um einstök mál heldur þann al-
menna grundvöll, sem nauðsynleg-
ur væri til að ná samkomulagi við
Convergencia i Unio (CiU), flokk
Katalóna.
Aznar afhenti einnig tillögur
Þjóðarflokksins í sex mikilvægum
málum. Hann vill að stefnt verði
að því að Spánveijar geti tekið
þátt í fyrsta áfanga peningalegs
samrana Evrópuríkja (EMU); að
umbætur verði gerðar á hagkerf-
inu til að draga úr atvinnuleysi;
að hið félagslega öryggi velferðar-
kerfisins verði varðveitt; að sjálf-
stæði einstakra héraða Spánar í
skattamálum verði aukið; að bar-
áttunni gegn aðskilnaðarsinnuðum
Böskum í ETA-samtökunum verði
haldið áfram og að nýju lífi verði
blásið í spænskar stjórnarstofnan-
ir.
Stjórn um miðjan apríl?
Fréttaskýrendur telji að Pujol
muni draga viðræðurnar við
Þjóðarflokkinn á langinn og reyna
að knýja Aznar til eins mikilla
málamiðlana og mögulegt er.
Pujo! vildi ekki tjá sig efnislega
um fundinn með Aznar að honum
loknum og sagði einungis að ítar-
legar viðræður hefðu farið fram.
Talið er líklegt að samkomulag
um nýja stjórn verði tilbúið um
miðjan næsta mánuð þó svo að
samningamenn Aznar hafi gefið í
skyn að stjórnarmyndun gæti
dregist fram í maí.
Carl B. Hamilton yfirhagfræðingur Handelsbanken
Skammsýni að afla ESB vin-
sælda út á atvinnusköpun
Kaupmannahöfn. Morgpmblaðið.
CARL B. Hamilton,
yfírhagfræðingur
Handelsbanken, sem
á sínum tíma stýrði
baráttunni fyrir aðild
Svía að Evrópusam-
bandinu, ESB, er
áhyggjufullur yfír að
sænskir stjómmála-
menn skuli leggja svo
mikla áherslu á að
leysa sænskt atvinnu-
leysi í gegnum ESB.
Hann hefur litla trú á
að vandinn verði
leystur af ESB og
þetta sé tæpast að-
ferðin til að afla sam-
bandinu vinsælda al-
mennings. Þetta kom fram í sam-
tali hans við Morgunblaðið er hann
hélt fyrirlestur í Kaupmannahöfn
nýlega. Hann sagðist trúaður á að
myntkerfíð evrópska yrði að veru-
leika, en öllu máli skipti að það
yrði sveigjanlegt. Um hugsanlega
aðild íslendinga að ESB benti hann
á að þar sem Norðmenn væra utan
ESB væri meira svigrúm til að
semja sérstaklega við Islendinga
um hélstu hagsmunamál þeirra.
Carl B. Hamilton sagði að sveigj-
anleiki myntkerfísins gæti ráðið
úrslitum um hvort það yrði að veru-
CarlB.
Hamilton
leika eða ekki. Ef hald-
ið væri of fast við aðild-
arforsendurnar, sem
eru að opinberar skuld-
ir fari ekki fram úr 60
prósentum vergrar
þjóðarframleiðslu,
verðstöðugleiki og lágir
vextir ríki og að halli
fjárlaga nemi ekki
meira en 3 prósentum,
væri hætta á að ekkert
land nema kannski
Lúxemborg uppfyllti
þær. Við þær aðstæður
skipti öllu máli að sýna
sveigjanleika, til dæmis
þannig að meir en 3
prósenta halli væri
metinn sem undantekning.
Hvemig sem allt veltist sagði
Hamilton að ljóst væri að ekkert
yrði úr myntkerfínu nema að bæði
Þjóðveijar og Frakkar væra með
frá byrjun. Enn væri hins vegar
óljóst hvort forsendunum yrði hald-
ið til streitu, en bráðlega þyrfti að
koma í ljós, hvernig á þeim yrði
tekið, því næsta ár yrði viðmiðunar-
árið, ef myntkerfíð ætti að komast
á 1999. Ef þetta yrði ekki bráðlega
ljóst, væri hætta á vaxandi spá-
kaupmennsku, sem myndi beinast
gegn frankanum og gæti leitt til
★★★★^.
EVRÓPA^
vaxandi gjaldeyrisóróa. Hann sagði
hugsanlegt að Þýskaland og Frakk-
land gerðu mér sér einhver hrossa-
kaup, þannig að Frakkland tryggði
sér stuðning Þjóðveija, gegn því að
styðja heils hugar aðild Austur- og
Mið-Evrópulandanna að ESB, sem
væri hjartans mál Þjóðveija.
Um aðstöðu Svía sagði Hamilton
að Svíar hefðu komið inn í undir-
búning myntsambandsins í miðjum
klíðum. Svíar gætu að öllum líkind-
um uppfyllt forsendurnar nema
varðandi erlendar skuldir, sem lík-
lega yrðu um 80 prósent þjóðar-
framleiðslu.
Ef fjármálaráðherrann segði Svía
ekki geta verið með, gæti enginn
þvingað þá til þess, svo að segja
mætti að Svíar hefðu annan háttinn
á varðandi aðild en Danir, sem
hefðu tryggt sér undanþágu frá
aðild. En þó Svíar stæðu utan þyrftu
þeir samt að uppfylla svipaðar kröf-
ur, án þess að hljóta nokkra umb-
un, heldur þyrftu að gjalda fyrir
það með hærri vöxtum og svipað
yrði með Dani.
ESB án Noregs opnar íslandi
leið að sérsamningum
í samtali við Morgunblaðið sagði
Hamilton að það vekti sér ugg hve
Sænska stjómin legði mikla áherslu
á að ESB ætti að leysa atvinnuleys-
isvandann. Hann stafaði af kerfís-
göllum heima fyrir og yrði ekki
leystur annars staðar en þar. Ef
það væri svo einfalt að hægt væri
að beita ESB til þess væri vandséð
af hveiju Þýskaland og Benelux-
löndin hefðu ekki löngu fitjað upp
á því. Hættan væri að þegar i ljós
kæmi að ESB dygði ekki í þessu
sambandi þá misstu Svíar enn frek-
ar áhuga á aðild.
Um aðstöðu íslendinga sagði
Hamilton að skoðun hana væri að
það væri íslendingum fyrir bestu
að ákveða aðild sem fyrst. Það
væri engin áhætta að sækja um
aðild. Þar sem Norðmenn væru utan
ESB og yrðu jiað vísast um langa
hríð gæfí það Islendingum tækifæri
til að ná klæðskerasaumuðum
samningum um þau mál, sem skiptu
þá mestu, þar sem ekki þyrfti að
taka afstöðu til hagsmuna Norð-
manna.
Ekkert til
sparað í
evró-her-
ferð Kohls
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl, kanzlara Þýzka-
lands, hefur tekizt að herja
aukafjárveitingu út úr sjóðum
Evrópusambandsins til að fjár-
magna kynningarherferð evró-
myntarinnar í Þýzkalandi. Með
herferðinni á að sannfæra þýzk-
an almenning um að fórna megi
þýzka markinu fyrir hina sam-
eiginlegu Evrópumynt, evró,
sem tekin verður upp í lok aldar-
innar.
í tímaritinu Der Spiegel kem-
ur fram að Kohl hafi þótt tíu
milljóna marka (450 milljóna ísl.
króna) fjárveiting upplýsinga-
skrifstofu sambandsstjórnarinn-
ar í Bonn til kynningár á evróinu
of mögur. Kanzlarinn fékk því
aðra eins upphæð frá Evrópu-
sambandinu til að leggja í her-
ferðina á þessu ári og búizt er
við að fjárveitingin hækki á
næstu árum.
Að sögn Der Spiegel er búizt
við að einkafyrirtæki muni einn-
ig leggja mikið fé til kynningar
á Evrópumyntinni. í áætlunum
þýzka kanzlaraembættisins er
gert ráð fyrir að tryggingafélög,
bankar og fleiri fyrirtæki muni
eyða um 100 milljónum marka á
næstu árum til kynningar á evró-
inu.