Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 21

Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 21 ERLENT Qlga vegna yfirlýsinga um að menn geti smitast af riðu í kúm Reuter YFIRLYSINGAR um að riða geti borist úr nautgripum í menn hafa vakið ótta á Bretlandi. Hér sést kálfur á Rosemound rannsóknarstöðinni skammt frá Hereford á Englandi. Þrýst á ESB að banna innflutning á bresku nautakjöti Brussel, London. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter STARFSMAÐUR stórmarkaðanna Albert Heijn, helsta innflytjanda bresks nautakjöts í Hollandi, raðar nautakjöti í hillur. Hollending- ar bönnuðu innflutning á bresku kjöti í gær fram á mánudag. HRUN blasir við breskum naut- griparæktendum í kjölfar yfirlýs- inga breskra ráðamanna um að menn geti smitast af kúariðu. Belg- ar, Frakkar, Hollendingar, Portúg- alar og Svíar bönnuðu í gær inn- flutning bresks nautakjöts og uppi eru kröfur um að bann taki til alls Evrópusambandsins. Stephen Dorrell, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sagði á miðviku- dag að sérstök ráðgjafanefnd skip- uð vísindamönnum hefði komist að þeirri niðurstöðu að ýmislegt benti til tengsla milli riðu og Creutzfeidt- Jakob-veikinnar, sem herjar á menn. Sjúkdómurinn leggst á heil- ann og er banvænn. Yfirleitt fá aldr- aðir hann, en niðurstöður vísinda- mannanna eru afrakstur rannsókn- ar á tíu ungmennum, sem Creutz- feldt-Jakob-veikin dró til dauða. Breska stjórnin hefur gefið mjög jnisvísandi yfirlýsingar í þessu máli. Kúariða kom fyrst fram á Bret- landi árið 1985 að talið er. Þremur árum síðar tilkynntu Bretar að slátra yrði kúm, sem smitast hefðu af riðu, og Ástralar og Nýsjálend- ingar bönnuðu innflutning á nauta- kjöti. Kúvent eftir tíu ár í tíu ár hefur breska stjórnin hins vegar þvertekið fyrir að riða geti borist í menn. John Gummer landbúnaðarráðherra kom fram í sjónvarpi fyrir hálfum áratug og sagði að engin hætta væri á ferðum um leið og hann lét íjögurra ára dóttur sína borða hamborgara. Nú segir heilbrigðisráðherra að riða geti borist í menn, en hættan sé hins vegar sáralítil. Ráðherrann lætur þess hins vegar getið að svo kunni að fara að slátra þurfi öllum nautgripum á Bretlandi eigi að uppræta riðu með öllu. „Ég mæli ekki með því, en það er vissulega möguleiki, sem ekki er hægt að útiloka," sagði Dorrell. Verð á nautakjöti lækkaði um 15 af hundraði á breskum mörkuð- um í gær og bændur sögðu að neyð- arástand blasti við nautgriparækt- endum, sem eru um 74 þúsund á Bretlandi. Sérfræðingar segja að það gæti kostað breska ríkið 20 milljarða punda (um 20.000 millj- arða íslenskra króna) í bótagreiðsl- ur að slátra öllum nautgripum á Bretlandi. Greinin veltir tveimur milljörðum punda (200 milljörðum króna) á ári. Frakkar sögðu að þeir hefðu ákveðið að banna innflutning á bresku nautakjöti þar til þetta mál hefði verið rannsakað og franskir neytendur gætu verið fullvissir um það hvort hætta væri á ferðum. Segja Frakka ósanngjarna Douglas Hogg, landbúnaðarráð- herra Bretlands, sagði að ákvörðun Frakka væri „ósanngjörn og full- komlega ónauðsynleg", en Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórn- ar ESB, sagði að um væri að ræða fullkomlega eðlileg viðbrögð við yfirlýsingum Breta. Frakkar voru ekki einir um að bregðast við. Belgar bönnuðu einnig innflutning bresks nautakjöts og í yfirlýsingu frá þýsku heilbrigðis- og landbúnaðarráðuneytunum sagði að á „grundvelli nýrra upplýs- inga hlýtur markmiðið að vera að almenn bann við útflutningi kjöts, kjötvöru, innmatar og hráefnis í lyf og snyrtivörur frá Bretlandi til ann- arra ríkja Evrópusambandsins“. Fimm þýsku sambandslandanna ákváðu í febrúar að leggja bann við breskri kjötvöru í trássi við þýsk heilbrigðisyfirvöld og lög ESB og yfirlýsingin á miðvikudag sann- færði þá, sem ákvörðunina tóku, um að þeir hefðu breytt rétt. Breskir embættismenn hröðuðu sér til Brussel í gær til að kynna vísindamönnum á vegum ESB hinar nýju niðurstöður. Framkvæmda- stjórn ESB lýsti yfir því að reynt yrði að bregðast við hið fyrsta. Tilfellum fækkar á Bretlandi Frá miðjum síðasta áratug hafa 150 þúsund nautgripir á Bretlandi drepist af riðu. Að sögn Gerrards Kielys, talsmanns framkvæmda- stjórnar ESB í landbúnaðarmálum, náði sjúkdómurinn hámarki á Bret- landi 1992, en tilfellum hefur snarfækkað síðan. Kiely sagði að 1995 hefðu aðeins greinst 12 þús- und tilfelli af sjúkdómnum í allri Evrópu, flest á Bretlandi. Liðið geta allt milli 10 og 50 ár þar til Creutzfeldt-Jakob-veikin kemur fram. Hún dregur menn hins vegar til dauða á þremur mánuðum til ári og er ólæknandi. Ekki er hægt að gera endanlega greiningu á sjúkdómnum fyrr en við krufn- ingu. Boxdýna meö krómgafli 17.900, - 29.900, ' 34.900, - 90x200 120x200 Dýnulilíf innifalin 140x200 Bómullarbolir 1 mörgum litum Sprittkerti Gljáfægöir kertastjakar úr messing Iþróttaskór meö loftpúöa Draumakoddinn Heilsukoddi sem styður vel við hnakkann Indverskir bómullardukar Skeifunni 13 108 Réykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.