Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 21 ERLENT Qlga vegna yfirlýsinga um að menn geti smitast af riðu í kúm Reuter YFIRLYSINGAR um að riða geti borist úr nautgripum í menn hafa vakið ótta á Bretlandi. Hér sést kálfur á Rosemound rannsóknarstöðinni skammt frá Hereford á Englandi. Þrýst á ESB að banna innflutning á bresku nautakjöti Brussel, London. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter STARFSMAÐUR stórmarkaðanna Albert Heijn, helsta innflytjanda bresks nautakjöts í Hollandi, raðar nautakjöti í hillur. Hollending- ar bönnuðu innflutning á bresku kjöti í gær fram á mánudag. HRUN blasir við breskum naut- griparæktendum í kjölfar yfirlýs- inga breskra ráðamanna um að menn geti smitast af kúariðu. Belg- ar, Frakkar, Hollendingar, Portúg- alar og Svíar bönnuðu í gær inn- flutning bresks nautakjöts og uppi eru kröfur um að bann taki til alls Evrópusambandsins. Stephen Dorrell, heilbrigðisráð- herra Bretlands, sagði á miðviku- dag að sérstök ráðgjafanefnd skip- uð vísindamönnum hefði komist að þeirri niðurstöðu að ýmislegt benti til tengsla milli riðu og Creutzfeidt- Jakob-veikinnar, sem herjar á menn. Sjúkdómurinn leggst á heil- ann og er banvænn. Yfirleitt fá aldr- aðir hann, en niðurstöður vísinda- mannanna eru afrakstur rannsókn- ar á tíu ungmennum, sem Creutz- feldt-Jakob-veikin dró til dauða. Breska stjórnin hefur gefið mjög jnisvísandi yfirlýsingar í þessu máli. Kúariða kom fyrst fram á Bret- landi árið 1985 að talið er. Þremur árum síðar tilkynntu Bretar að slátra yrði kúm, sem smitast hefðu af riðu, og Ástralar og Nýsjálend- ingar bönnuðu innflutning á nauta- kjöti. Kúvent eftir tíu ár í tíu ár hefur breska stjórnin hins vegar þvertekið fyrir að riða geti borist í menn. John Gummer landbúnaðarráðherra kom fram í sjónvarpi fyrir hálfum áratug og sagði að engin hætta væri á ferðum um leið og hann lét íjögurra ára dóttur sína borða hamborgara. Nú segir heilbrigðisráðherra að riða geti borist í menn, en hættan sé hins vegar sáralítil. Ráðherrann lætur þess hins vegar getið að svo kunni að fara að slátra þurfi öllum nautgripum á Bretlandi eigi að uppræta riðu með öllu. „Ég mæli ekki með því, en það er vissulega möguleiki, sem ekki er hægt að útiloka," sagði Dorrell. Verð á nautakjöti lækkaði um 15 af hundraði á breskum mörkuð- um í gær og bændur sögðu að neyð- arástand blasti við nautgriparækt- endum, sem eru um 74 þúsund á Bretlandi. Sérfræðingar segja að það gæti kostað breska ríkið 20 milljarða punda (um 20.000 millj- arða íslenskra króna) í bótagreiðsl- ur að slátra öllum nautgripum á Bretlandi. Greinin veltir tveimur milljörðum punda (200 milljörðum króna) á ári. Frakkar sögðu að þeir hefðu ákveðið að banna innflutning á bresku nautakjöti þar til þetta mál hefði verið rannsakað og franskir neytendur gætu verið fullvissir um það hvort hætta væri á ferðum. Segja Frakka ósanngjarna Douglas Hogg, landbúnaðarráð- herra Bretlands, sagði að ákvörðun Frakka væri „ósanngjörn og full- komlega ónauðsynleg", en Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórn- ar ESB, sagði að um væri að ræða fullkomlega eðlileg viðbrögð við yfirlýsingum Breta. Frakkar voru ekki einir um að bregðast við. Belgar bönnuðu einnig innflutning bresks nautakjöts og í yfirlýsingu frá þýsku heilbrigðis- og landbúnaðarráðuneytunum sagði að á „grundvelli nýrra upplýs- inga hlýtur markmiðið að vera að almenn bann við útflutningi kjöts, kjötvöru, innmatar og hráefnis í lyf og snyrtivörur frá Bretlandi til ann- arra ríkja Evrópusambandsins“. Fimm þýsku sambandslandanna ákváðu í febrúar að leggja bann við breskri kjötvöru í trássi við þýsk heilbrigðisyfirvöld og lög ESB og yfirlýsingin á miðvikudag sann- færði þá, sem ákvörðunina tóku, um að þeir hefðu breytt rétt. Breskir embættismenn hröðuðu sér til Brussel í gær til að kynna vísindamönnum á vegum ESB hinar nýju niðurstöður. Framkvæmda- stjórn ESB lýsti yfir því að reynt yrði að bregðast við hið fyrsta. Tilfellum fækkar á Bretlandi Frá miðjum síðasta áratug hafa 150 þúsund nautgripir á Bretlandi drepist af riðu. Að sögn Gerrards Kielys, talsmanns framkvæmda- stjórnar ESB í landbúnaðarmálum, náði sjúkdómurinn hámarki á Bret- landi 1992, en tilfellum hefur snarfækkað síðan. Kiely sagði að 1995 hefðu aðeins greinst 12 þús- und tilfelli af sjúkdómnum í allri Evrópu, flest á Bretlandi. Liðið geta allt milli 10 og 50 ár þar til Creutzfeldt-Jakob-veikin kemur fram. Hún dregur menn hins vegar til dauða á þremur mánuðum til ári og er ólæknandi. Ekki er hægt að gera endanlega greiningu á sjúkdómnum fyrr en við krufn- ingu. Boxdýna meö krómgafli 17.900, - 29.900, ' 34.900, - 90x200 120x200 Dýnulilíf innifalin 140x200 Bómullarbolir 1 mörgum litum Sprittkerti Gljáfægöir kertastjakar úr messing Iþróttaskór meö loftpúöa Draumakoddinn Heilsukoddi sem styður vel við hnakkann Indverskir bómullardukar Skeifunni 13 108 Réykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.