Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Pétur Kr. Hafstein í
kjöri til forsetaembættis
Æðarbændur
Ottast
ásókní
grásleppu
ÆÐARBÆNDUR innan
Æðarræktarfélags Vestur-
lands óttast að grásleppukarlar
úr Breiðafirði ætli sér á veiðar
út af Mýrum, þegar vertíð hefst
20. apríl. Frést hafi af því að
grásleppukarlar hafi leitað eftir
aðstöðu á Akranesi til að verka
aflann.
Sigurður Helgason formaður
Æðarræktarfélags Vestur-
lands segir að æðarbændur ótt-
ist að grásleppukarlar í Breiða-
firði stefni á Mýrar, eftir að
dómur féll í Héraðsdómi Vest-
urlands, þar sem grásleppu-
karlar voru sakfelldir fyrir að
veiða of nærri varplöndum í
Breiðafjarðareyjum. Veiðarnar
geti skaðað varpið mjög.
Þar sem æðarvarp er friðað
eru net bönnuð innan 250
metra frá landi, en annars stað-
ar verða bátar að halda sig
rúma 100 metra frá landi. „Við
erum undrandi- að heyra af
ásókn Breiðfírðinga í veiðar
hér, eftir að þeir hafa verið
dæmdir frá Breiðafjarðareyj-
um, því auðvitað gilda ein lög
í landinu."
Sigurður sagði að hluti vand-
ans fæljst í, að reglugerð um
friðlýsingu á æðarvörpum hefði
ekki verið gefin út. „Á meðan
engin er reglugerðin getum við
ekki friðlýst ný æðarvörp eða
þau sem fallið hafa úr friðlýs-
ingu um tíma.“
MORGUNBLAÐINU í dag fylgir
fjögurra síðna auglýsingablað frá
BYKO.
AÆTLAÐUR kostnaður við fram-
kvæmdir á Bessastöðum til verkloka
miðað við núgildandi verkáætlun er
rúmar 920 milljónir króna, en upp-
haflega var gert ráð fyrir að kostn-
aðurinn yrði 240 milljónir.
Vonast er til að framkvæmdum
ljúki að hausti 1998, en það er háð
því að Alþingi veiti samtals 220
milljónum krónatil verksins 1996-98
umfram þær 37 milljónir sem þegar
eru á fjárlögum yfirstandandi árs.
Þetta kom fram í svari forsætisráð-
herra á Alþingi við fyrirspum Ág-
ústs Einarssonar um framkvæmdir
á Bessastöðum.
Heildarkostnaður af fram-
kvæmdunum nam 648,3 milljónum
um síðustu áramót á verðlagi hvers
árs og fyrstu tvo mánuði þessa árs
er áfallinn kostnaður 13,3 milljónir,
en heimildir í fjárlögum 1989-96
PÉTUR Kr. Hafstein hæstaréttár-
dómari tilkynnti í gær að hann
byði sig fram til embættis forseta
íslands í kosningunum sem fram
fara 29. júní.
Pétur sagði á blaðamannafundi,
þar sem m.a. voru viðstaddir all-
margir stuðningsmenn hans, að
æðsta skylda forseta væri við ís-
lenskan veruleika. Það væri bábilja
að vegur forsetans og fremd þjóðar-
innar væri því meiri, sem hann hefði
meiri skyldum að gegna í útlöndum
eða væri í betri tengslum við er-
lenda fyrirmenn. Pétur hpfur fengið
launalaust leyfi frá Hæstarétti fram
yfír kosningar.
Pétur sagði í ræðu sinni að meg-
inskyldur forseta íslands væru
tvenns konar. „Annars vegar er sú
skylda að rækja hlutverk sitt í
stjórnskipuninni með öruggum og
tvímælalausum hætti í djúptækri
virðingu fyrir því íslenska lýðræði,
sem grundvallast á þingræði og
þingræðisvenjum. Hins vegar er sú
skylda forsetans að vera sameining-
artákn og friðarafl á innlendum
vettvangi, tala í þjóð sína kjark og
kraft. Engar skyldur í fijálsu og
fullvalda ríki eru brýnni en skyldur
þjóðhöfðingjans við þjóð sína og
nema 699,5 milljónum króna.
I svari forsætisráðherra kom m.a.
fram að í greinargerð sem unnin var
að beiðni fjárveitingarnefndar Al-
þingis í apríl 1989 var áætlað að
framkvæmdir á Bessastöðum myndu
kosta allt að 240 milljónir króna.
Ekki var um éiginlega kostnaðará-
ætlun að ræða eða ígildi slíkrar
áætlunar, og þegar Alþingi sam-
þykkti lög um endurbætur og fram-
tíðaruppbyggingu forsetasetursins á
Bessastöðum árið 1989 lá ekki fyrir
áætlun um það í hvaða framkvæmd-
ir skyldi ráðist eða hvert umfang
þeirra ætti að vera.
Kostnaður við svokallað Norður-
þann grundvöll, sem hún byggir
samfélag sitt á. Forsetinn á að
skerpa vitund íslendinga um sjálfa
sig sem þjóð í samfélagi þjóðanna,
ekki með innihaldslausri lofgerð
heldur hvetjandi gagnrýni og mark-
vissri leiðsögn."
Tímabært að leggja aðrar
áherslur
Pétur benti á að hinn formlegi
rammi um embætti forseta væri
ekki jafnskýr og annarra þátta
æðstu stjórnar ríkisins. Embættið
hlyti því að mótast nokkuð af hendi
þeirra, sem með það fára hveiju
sinni. „Embættið á ekki að festast
í ákveðnu fari í einu og öllu og nú
er að mörgu leyti tímabært að
leggja aðrar áherslur í meðferð
þess en stundum áður.“
Pétur sagði að embætti forseta
ætti að reka með hófsemd og lát-
leysi og ekki í stórþjóðastíl. Sparn-
aður og ráðdeild ætti að vera í fyrir-
rúmi og það mætti aldrei gerast
að fjárútlát embættisins færu fram
úr því sem kveðið væri á um í fjár-
lögum og fjárveitingarvaldið hefði
áætlað.
Fram kom á blaðamannafundin-
um að Pétur átti fund með Davíð
hús og þjónustuhús er samtals tæp-
ar 150 milljónir króna, beinn kostn-
aður við endurbyggingu Bessastaða-
stofu nemur tæpum 180 milljónum
króna og áætlað er að fullfrágengið
muni íbúðarhús forseta kosta 63
milljónir króna.
Hönnunarkostnaður
125 miiyónir
Fram kemur í svari forsætisráð-
herra að af áföllnum 648,3 milljón-
um króna um síðustu áramót nemi
þáttur fornleifarannsókna 68,1 millj-
ón króna og er þá meðtalinn kostn-
aður við að ljúka frágangi á minja-
kjallara undir Bessastaðastofu. Er
Oddssyni forsætisráðherra og Frið-
riki Sophussyni fjármálaráðherra
áður en hann tók endanlega ákvörð-
un um framboð. Pétur sagðist hafa
talið eðlilegt að ræða við forsætis-
ráðherra um þessa ákvörðun. Að-
spurður sagðist hann ekki hafa ósk-
að eftir stuðningi forsætisráðherra
eða fjármálaráðherra við framboð
sitt og þeir hefðu ekki lýst stuðn-
ingi við sig.
Pétur K. Hafstein er fæddur í
Reykjavík 20. mars 1949. Foreldrar
hans eru Ragnheiður Hafstein og
Jóhann Hafstein, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Að loknu stúdents-
prófi frá MR 1969 hóf Pétur nám
í lögfræði við Háskóla íslands og
lauk þaðan embættisprófi 1976.
Hann stundaði framhaldsnám í
þjóðarrétti við Háskólann í Cam-
bridge í Bretlandi 1977-1978. Pétur
var fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík 1976-1977 og starfaði í
eigna- og málflutningsdeild fjár-
málaráðuneytisins 1978-1983. Pét-
ur var sýslumaður á Isafirði 1983-
1991 en þá var hann skipaður
hæstaréttardómari.
Pétur er kvæntur Ingu Ástu
Hafstein píanókennara. Þau eiga
þijá syni, 8-17 ára.
fyrirsjáanlegt að fornleifarannsóknir
til verkloka muni kosta 15-18 millj-
ónir króna til viðbótar. Kostnaður
við ráðgjöf og hönnun af höndum
arkitekta, verkfræðilega hönnun,
skipulag samkeppni og lóðahönnun
nemur samtals tæpum 128 milljón-
um króna, og umsjónar- og eftirlits-
kostnaður nemur 47,6 milljónum.
Sérstök þriggja manna nefnd hef-
ur umsjón með framkvæmdum á
Bessastöðum og hefur hún setið
óbreytt frá 1989. Verkefnisstjóri
lætur nefndinni mánaðarlega í té
sundurliðað kostnaðaryfirlit um
áfallinn kostnað, og hefur nefndin
árlega skilað forsætisráðuneyti og
Alþingi skýrslu um framkvæmdir
liðins árs, en Ríkisendurskoðun ann-
ast endurskoðun reikninga og fjár-
reiða vegna framkvæmdanna.
Tvær
sveðjur
teknar
LÖGREGLAN lagði í gær-
morgun hald á tvær sveðjur,
sem ökumaður var með í fór-
um sínum.
Lögreglan hafði ástæðu til
að gruna ökumanninn um að
vera ekki sá löghlýðnasti og
stöðvaði för hans á Skothús-
vegi. Við leit í bílnum fund-
ust sveðjurnar, sem lögreglan
hirti, en ökumanninum var
sleppt. Sveðjueign er ekki í
samræmi við ákvæði laga um
bann við innflutningi á
ákveðnum tegundum vopna.
Spilliefni til
íkveikju
ELDUR kom upp í blaðagámi
við hús Sorpu á Sævarhöfða
snemma í gærmorgun.
í ljós kom að einhver hafði
farið í gám, þar sem spilliefni
eru geymd, tekið slík efni,
sullað þeim yfir blaðagáminn
og kveikt í. Eldurinn var
fljótslökktur.
Sprenging
við borun í
olíutank
SPRENGING varð um borð í
Jóni Sigurðssyni GK 62 í
gærmorgun, þar sem bátur-
inn lá við Ægisgarð.
Iðnaðarmenn voru að bora
gat á olíutank, þegar spreng-
ingin varð. Eldur blossaði
upp, en menn um borð
slökktu hann fljótt. Engin
slys urðu á mönnum og
skemmdir nær engar á bátn-
um.
Sleppt eftir
grásleppu-
þjófnað
LÖGREGLAN handtók tvo
menn í Tryggvagötu síðdegis
á mánudag, en þeir freistuðu
þess að stela siginni grá-
sleppu.
Mennirnir tveir voru báðir
búnir að fá sér einn gráan,
þegar grásleppulöngunin
kom yfir þá. Eigandi grá-
sleppunnar vildi ekki kæra
atburðinn og var mönnunum
sleppt.
Nýtt apótek
við Þöngla-
bakka
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að veita Kristínu Hlíð-
berg lyfsöluleyfi að Þöngla-
bakka 6 í Breiðholti.
I umsögn borgarlögmanns
er lagt til að borgarráð sam-
þykki fyrir sitt leyti að mæia
ekki gegn umsókninni um
lyfsöluleyfið enda uppfylli
umsækjandi öll skilyrði lyfja-
laga og að leyfið verði í sam-
ræmi við þá heilbrigðisstefnu
sem þar er mörkuð.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
PÉTUR Kr. Hafstein tilkynnti framboð sitt að viðstöddum hópi stuðningsmanna. Við hlið hans er
Inga Ásta Hafstein, eiginkona hans, og Kristján Valur Ingólfsson, sem var fundarstjóri á
blaðamannafundinum, er í ræðustól.
Aætlað að endurreisn
millj.
Upphaflega gert ráð fyrir að kostnað-
ur yrði 240 milljónir
Bessastaða kosti 920