Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 9
FRÉTTIR
>
Víkingaskipið Islendingur án masturs og reiða fer hvergi
Morgunblaðið/RAX
ISLENDINGUR í höfninni skömmu eftir sjósetningu.
skipinu í haust í staðinn og
stendur til að sijrla með ferða-
menn í sumar. „Eg reikna með
að byrja 20. maí í staðinn. Þetta
seinkar mínum áætlunum um
mánuð sem kemur illa niður á
mér,“ segir Gunnar Marel að
lokum.
Sjóferðum 11 ára
barna frestað
EKKERT verður af sjóferðum
11 ára barna á höfuðborgar-
svæðinu með víkingaskipi Gunn-
ars Marels Eggertssonar skipa-
smiðs á þessu skólaári. Ferðirnar
áttu að hefjast í gær og segir
Gunnar Marel að dregist hafi úr
hömlu að fá mastur og reiða sem
átti að hafa borist frá Noregi
fyrir sex vikum.
Skipið er smíðað eftir Gauks-
staðaskipinu og stóð til að börnin
fengju að sigla með því í tengsl-
um við sögukennslu að Gunnars
sögn. Hafi mikil eftirvænting
ríkt vegna sjóferðanna og því
bagalegt að svo skyldi fara.
Gunnar Marel segist hafa staðið
í skilum með allar greiðslur, 3,2
milljónir króna, og því sé erfitt
að finna skýringar á töfunum.
Fer í skip í
lok vikunnar
„Eg frétti að framleiðendurn-
ir hafi afhent reiða sem ekki
stóðst gæðakröfur og því orðið
að vinna hann upp á nýtt, það
gæti verið að bitna á mér. ís-
lenska sendiráðið í Osló hefur
aðstoðað mig og skilst mér að
mastrið og reiðinn fari í skip í
lok vikunnar," segir Gunnar
Marel. Börnin fá að sigla með
Hrina inn-
brota í
Grafarvogi
FIMMTÁN innbrot voru tilkynnt til
lögreglunnar í Reykjavík á mánudag.
Oftast var brotist inn í bíla og voru
flestir þeirra í Rima- og Hamra-
hverfi í Grafarvogi.
Lögreglunni var tilkynnt um inn-
brot í Bústaðaskóla, en þar var tekið
myndbandstæki og prentari. Við
Karfavog var farið í bíl og tekinn
geislaspilari, útvarp og hátalarar, við
Nökkvavog var geislaspilara stolið*
úr bíl, við Prestbakka var útvarps-
tæki tekið úr bíl og rafgeymum var
stolið úr vinnuvél við Sandskeið.
í innbrotahrinunni í Grafarvogi
voru ýmis verkfæri tekin úr vinnu-
skúr við Laufrima, og geislaspilari
tekinn úr bíl við Sporhamra og tveim-
ur bilum við Rósarima. Þá hurfu
útvarps- og kassettutæki úr bílum
við Bláhamra og Fróðengi.
Nefbrot-
inn og
marinn
eftir árás
RÁÐIST var á 15 ára pilt á lóð
Hlíðaskóla síðdegis á mánudag.
Hann var sleginn í andlit og spark-
að í höfuð hans. Árásarmennirnir
voru jafnaldrar piltsins.
Lögreglunni var tilkynnt um
atburðinn skömmu fyrir kl. 15.
Pilturinn, sem er nemandi í Hlíða-
skóla, varð fyrir árás jafnaldra
sinna úr öðrum skóla. Hann var
fluttur á slysadeild, talinn nefbrot-
inn eftir andlitshögg og marinn á
höfði eftir spark.
Árásin er til rannsóknar hjá
RLR.
-----» ♦ »---
Féllaf
vinnupalli
STARFSMAÐUR Nóa-Síríus féll
af vinnupalli innan dyra í verk-
smiðju fyrirtækisins við Hestháls
á mánudag.
Maðurinn féll aftur fyrir sig og
pallurinn ofan á hann. Maðurinn
var fluttur á slysadeild með sjúkra-
bíl, en var talinn óbrotinn og
meiðsli hans minniháttar.
Af því tilefni bjóðum við
10% afslátt af abecita
nærfatnaði út þessa viku.
s?, l Velkomin
v/á?///
Laugavegi 4, sími 55 I 4473
Slrelchbuxur frá CCtLcC\&tc-
Sumarbolir og peiisur frá gofl^Jaeug
tískuverslun
Rauðarárstíg 1 sími 561 5077
Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa
Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda
• Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl.
• Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum.
Ríkisvíxlar
Ríkisvíxlar
Ríkisvíxlar
Ríkisbréf
Ríkisbréf
ECU-tengd
Árgrei&sluskírteini
Spariskírteini
Spariskírteini
Spariskírteini
B mánubir
6 mánu&ir
■ 12mánuðir
2 ár
10 ár
10 ár
■ Óverbtryggb ríkisver&bréf
H Verðtryggb ríkisver&bréf
20 ár
Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu-
miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari
upplýsingar. Sími 562 6040
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068.
Hvaö sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum