Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 25
AÐSENDAR GREINAR
Bílastæði fyrir 188 milljónir!
REYKVÍKINGAR
vilja gjarnan fá tæki-
færi til að fjalla um
málefni miðborgar
sinnar eins og eðlilegt
er. Þeim er annt um
gamla miðbæinn sinn
og viðkvæmir fyrir
sérhveijum breyting-
um sem á honum eru
gerðar. Svo undarlega
hefur hins vegar
brugðið við að undan-
förnu að mikilvæg
málefni varðandi mið-
borgina hafa fengið
sáralitla umíjöllun, og
ákvarðanir hafa verið
teknar um þær með
ofsahraða í nefndum og borgar-
ráði.
Svikið loforð
Verslanir og þjónustuaðilar hafa
lítið sem ekkert fengið að koma
nærri ákvarðanatöku, þótt um sé
að ræða ráðstafanir sem snerta
Kagsmuni þeirra verulega. Þröngur
hópur núverandi borgarmeirihluta
ætlar bersýnilega að breyta mið-
borginni eftir sínu höfði og skellir
skolleyrum við rök-
semdum okkar kaup-
manna sem lifum og
hrærumst á þessu
svæði. Ég man ekki
betur en það hafi verið
yfirlýst stefna R-list-
ans að leyfa borgarbú-
um - og alveg sérstak-
lega þeim sem eiga
hagsmuna að gæta -
að vera með í ráðum
þegar þýðingarmiklar
ákvarðanir eru teknar.
Þetta heit hefur ekki
verið efnt gagnvart
okkur Laugavegs-
kaupmönnum. Við
höfum snúið okkur til
stjórnenda borgarinnar og emb-
ættismanna til að reyna að vetja
hagsmuni okkar en ekki haft er-
indi sem erfiði.
Fáránleg skattlagning
Fýrst nefni ég stöðumælafarg-
anið. Það er ótrúlegt en satt að
þeir, sem komu í miðborgina á síð-
astliðnu ári og versluðu þar eða
nutu þar einhverrar þjónustu,
þurftu að greiða fyrir bílastæði í
Gerum Laugaveginn,
segir Jón Sigurjóns-
son, að aðalverslunar-,
götu borgarinnar.
gjöldum og sektum 188 milljónir
króna! Svona há skattlagning nær
að sjálfsögðu engri átt. Hún leiðir
augljóslega til þess að viðskiptin
færast yfir á önnur verslunar-
svæði.
Með góðu eða illu
Það er nú komið í ljós að núver-
andi borgarmeirihluti vill minnka
umferð einkabíla um miðborgina,
og það skal gert hvað sem það
kostar - með góðu eða illu. Það
hefur ævinlega verið vilji okkar
kaupmannanna að auðvelt og að-
gengilegt sé fyrir fólk að fara ferða
sinna um miðborgina á einkabílum
sínum. R-listinn vill hins vegar
hafa stöðumælagjöldin eins há og
mögulegt er og innheimta þau svo
harkalega að það fæli bíleigendur
frá miðborginni. Jafnframt vilja
þeir fækka bílastæðum, svo að enn
erfiðara verði að leggja bílum í
miðbænum.
Hverfisgatan hraðbraut
fyrir SVR
Endurgerð Laugavegsins hefur
verið svikin í mörg ár, og síðasta
afsökun borgaryfirvalda var sú
að fyrst þyrfti að gera Hverfisgöt-
una að tvístefnugötu. Okkur leist
ágætlega á þá hugmynd. Við töld-
um að hún gæti leitt til þess að
umferð yrði hægari og öruggari
og betra aðgengi að Laugavegin-
um og bílhúsunum á Hverfisgöt-
unni. Með rólegri umferð mundi
verslun einnig dafna betur á
Hverfisgötunni. En hvað gerist
svo? Öllum að óvörum er tekin sú
ákvörðun að aðeins verði hægt að
aka eina akrein upp Hverfisgötu,
en hin akreinin verður einkahrað-
braut fyrir Strætisvagna Reykja-
víkur!
Ekki umferðartæknileg rök
Með þessu móti hefur umferð
einkabíla um Hverfisgötu verið
takmörkuð um helming. Og hvað
með slysahættuna sem af þessu
Jón
Sigurjónsson
stafar? Er ekki ástæða til að hafa
áhyggjur af henni? I því sambandi
vil ég geta þess að á fundi stjórn-
ar Þróunarfélags Reykjavíkur 21.
mars síðastliðinn upplýsti borgar-
verkfræðingur, að „sú ákvörðun
að leyfa einungis SVR akstur í
vesturátt á Hverfisgötu væri frem-
ur pólitísk viljayfirlýsing til stuðn-
ings SVR en ekki umferðartækni-
leg rök“.
Góða og sterka verslun við
Laugaveginn
Ég vil að lokum í fullri vinsemd
minna núverandi meirihluta borg-
arstjórnar á að það er nauðsynlegt
og skynsámlegt að taka fullt tillit
til kaupmanna við Laugaveginn.
Verslunarhættir og viðskipti öll eru
í deiglunni nú á dögum. Breytingar
á því sviði eru örar og samkeppnin
harðari en nokkru sinni fyrr. Við
þurfum að láta hendur standa fram
úr ermum og byggja upp góða og
sterka verslun við Laugaveginn,
aðalverslunargötu Reykjavíkur-
borgar. Það er ekki aðeins vilji
okkar kaupmannanna, heldur
borgarbúa allra; um það er ég
sannfærður. Og forsenda þess að
viðskiptavinirnir leiti til okkar er
sú að þeir komist þangað greiðlega
á einkabílum sínum.
Höfundur er gullsmiður.
Agla E.
Hendriksdóttir
Helga
Kristjánsdóttir
_
Lísa
Yoder
Réttur til
fæðingar orlofs
SAMKVÆMT tölum frá jafnrétt-
isráði eru að meðaltali einungis 16
íslenskir karlmenn á ári sem taka
fæðingarorlof. Þetta þýðir að aðeins
0,3% þeirra barna sem fæðast á
íslandi njóta fullra samvista við
báða foreldra sína á fyrstu mánuð-
unum. Þetta segir hins vegar lítið
ef nokkuð um vilja feðra til að vera
með börnum sínum, heldur segir
þetta mun meira um þau viðhorf
sem ríkt hafa og endurspeglast í
þeim lagaramma sem í kringum þau
hefur verið samin.
Með jafnréttisbaráttu undanfar-
inna ára og áratuga hafa þessi við-
horf breyst um leið og hefðbundin
verkaskipting kynjanna hefur orðið
óljósari. Einstaklingar velja sér í
ríkari mæli farveg í lífinu, óháð
þeim væntingum sem gerðar eru
til þeirra á grundvelli kynferðis.
Þannig krefjast konur sambæri-
legra tækifæra og karlar til frama
og umbunar á vinnumarkaði, og
karlar krefjast með sama hætti
sambærilegra möguleika á að sinna
fjölskyldu og börnum. I anda þessa
þarf íslensk löggjöf um fæðingar-
orlof að breytast.
Réttur mæðra - réttur feðra
Miklum árangri hefur verið náð
í að tryggja mæðrum fæðingaror-
lof. í dag er öllum mæðrum sem
átt hafa lögheimili hér á landi síð-
ustu tólf mánuði tryggður réttur til
greiðslna úr almannatryggingum í
fæðingarorlofi í 6 mánuði eftir fæð-
ingu.
Samkvæmt núverandi reglum er
Sjálfstæðar konur telja
sama rétt foreldra til
fæðingarorlofs, segja
þær Agla Elísabet
Hendriksdóttir, Helga
Kristjánsdóttir og
Lísa Yoder, mikilvægt
skref í átt til jafnréttis
kynjanna.
mun erfíðara fyrir feður en mæður
að taka fæðingarorlof. Réttur föður
er afleiddur af rétti móður, þ.e. fað-
ir á rétt á fæðingardagpeningum frá
almannatryggingum í hennar stað
eftir að hún hefur fengið fyrsta
mánuðinn greiddan, enda leggi hann
niður launaða vinnu á meðan. Feður
eiga ekki rétt á fæðingarstyrk, en
með skriflegu samþykki móðurinnar
geta þeir notið hluta fæðingardag-
peninga ef móðirin hefur átt rétt á
fæðingardagpeningum.
Reglur um fæðingarorlof opin-
berra starfsmanna taka ekki til
karla í þjónustu ríkisins. Þeir eiga
því ekki kost á launagreiðslum í
fæðingarorlofi á sama hátt og
mæður, hvorki samkvæmt reglum
sem gilda um opinbera starfsmenn,
né samkvæmt reglum Trygginga-
stofnunar ríkisins. Þannig stendur
stór hluti feðra án nokkurs réttar
til greiðslna taki þeir fæðingaror-
lof.
Sameiginleg ábyrgð -
sameiginlegur réttur
Jafnrétti kynjanna er takmark
sem við viljum öll stefna að. Því
takmarki náum við ekki nema bæði
konur og karlar njóti sambærilegra
réttinda og tækifæra til að nýta
eigin hæfileika og atorku, hvort sem
það er inni á heimilinu eða úti á
vinnumarkaðnum.
Stórt skref í þessa átt telja Sjálf-
stæðar konur að yrði stigið með því
að tryggja konum og körlum sama
rétt til fæðingarorlofs. Ekki einung-
is myndi það gera körlum kleift að
njóta samvista við börn sín á fyrstu
mánuðum eftir fæðingu, heldur
myndi það auka líkurnar á því að
konur og karlar yrðu metin jafnt
til vinnu og launa.
Oft vill brenna við að konur á
barneignaraldri séu metnar sem
„verðminni" starfskraftar en karlar
þar sem búast megi við fjarvistum
þeirra um lengri eða skemmri tíma
vegna fæðingarorlofs og veikinda
barna. Atvinnurekendur ættu ekki
að þurfa að setja fyrir sig að ráða
konu fremur en karl, vegna hugsan-
legs kostnaðar sem það hefur í för
með sér. Þannig er ábyrgðinni alfar-
ið varpað á móður og litið á barnið
sem einkamál hennar. Komi til
barnsburðar ætti að kosta atvinnu-
rekandann allt eins mikið að hafa
föður í vinnu og móður. Með því
að gera töku fæðingarorlofs að
sameiginlegum rétti foreldra og
hvetja karla til að notfæra sér hann,
gerum við konum og körlum kleift
að keppa á meiri jafnréttisgrund-
velli á vinnumarkaði en nú er. Auk
þess sem stigið er skref í átt að
auknu jafnræði kynja og þar með
auknu frelsi einstaklinga til að velja
sér stöðu bæði innan heimilis sem
utan án utanaðkomandi þvingana.
Jafnrétti — ekki forréttindi
Sjálfstæðar konur fara ekki fram
á forréttindi konum til handa, heldur
krefjast þess á grundvelli einstakl-
ingsfrelsis að bæði kynin hafa sömu
lagalegu, efnahagslegu og félags-
legu forsendur til að velja lífí sínu
farveg. Því leggja Sjálfstæðar konur
ríka áherslu á að konur og karlar
eigi jafnan möguleika á fæðingaror-
lofi. Þeim tíma geta foreldrar ráð-
stafað sín á milli og þannig bæði
átt þess kost að vera með bömum
sínum fyrstu mánuðina. Með því
telja Sjálfstæðar konur að stór sigur
í jafnréttisbaráttunni væri unninn.
Höfundar starfa með Sjálfstæðum
konum.
Fer ðaþj ónusta
og fiskur
FERÐAÞJÓNUSTA
er sú atvinnugrein á
Islandi sem er í hvað
örustum vexti og hvað
mestri þróun. Stöðugt
er unnið að því að gera
þjónustuna fjölbreyttari
og þróa þannig „vör-
una“ í samræmi við eft-
irspurnina.
Hingað til höfum við
íslendingar byggt okk-
ar ferðaþjónustu að
langstærstum hluta á
náttúruauðlindum okk-
ar. Nú eru menn hins
vegar farnir að hafa
áhyggjur af burðarþoli
vinsælustu ferða-
mannastaðanna og ferðaskipuleggj-
endur í auknum mæli farnir að horfa
til þess að vefja fleiri þætti en bara
náttúruna inn í skipulagðar hópferð-
ir. Krafan um þetta kemur einnig
frá ferðafólkinu sjálfu sem ieitar í
stöðugt meira mæli eftir „innihalds-
ríkurn" ferðum, þar sem það lærir
ekki bara eitthvað um landið sem
það heimsækir, heldur einnig um
þjóðina sem þar býr. Eitt af því sem
stendur á óskaiista margra skipu-
Erlendir ferðamenn vilja
gjarnan, segir Bjarn-
heiður Hallsdóttir,
kynnast íslenzku at-
vinnulífi, ekki síst veið-
um og vinnslu.
leggjenda hópferða um ísland er
nánara samstarf við hin ýmsu fyrir-
tæki sem eru dæmigerð fyrir ís-
lenskt atvinnulíf. Ástæðan fyrir því
er að menn vilja gjarnan veita hinum
erlendu gestum okkar innsýn í dag-
legt líf íslensku þjóðarinnar. Má þar
nefna fiskvinnslufyrirtæki, landbún-
að (bóndabýli) og ullarframleiðslu.
Hingað til hefur þetta gengið frem-
ur illa hjá ferðaskipuleggjendunum,
þar sem mörg þeirra fyrirtækja sem
leitað liefur verið tii, hafa ekki haft
áhuga á að fá erlenda gesti í heim-
sókn. Bera þau við ýmsum ástæð-
um, sem ekki verða raktar hér.
Að mínum démi koma þessi, nota
bene, útflutningsfyrir-
tæki ekki auga á tæki-
færin sem felast í því
að taka á móti hópum
erlendra gesta og
kynna þeim framleiðsl-
una. Þeim gefst þarna
einstakt tækifæri til að
auglýsa sig fyrir neyt-
endum, og jafnvel
áhrifafólki, sem oft
koma frá þeirra mikil-
vægustu erlendu
markaðssvæðum. Þau
hafa einnig möguleika
á að selja sýnishorn af
framleiðslunni á staðn-
um eða gefa fólki að
smakka og auka þann-
ig enn líkurnar á frekari viðskiptum.
Við erum að tala um beint samband
við hugsanlega kaupendur vörunn-
ar. Ekki er ætlast til þess að þessi
fyrirtæki veiti þjónustuna ókeypis.
Ef þau fara út í fjárfestingar til að
koma upp aðstöðu til að taka á
móti ferðamönnum og hafa starfs-
kraft til að sinna þeim er ekki nema
sjálfsagt að greitt sé fyrir.
Dæmisaga:
Fyrir nokkrum árum fór ég með
hóp þýsks fjölmiðlafólks að skoða
stórt fískvinnslufyrirtæki á Vestur-
landi. Þann dag var verið að fram-
leiða karfaflök í neytendapakkning-
ar fyrir Þýskalandsmarkað. Fólkið,
sem kom frá Miinchen í Bæjara-
landi, þar sem mörg hundruð kíló-
metrar eru í næstu fjöru, sýndi
þessu mikinn áhuga, enda var það
flest fýrsta sinn að komast í snert-
ingu við fiskvinnslu.
Fáum mánuðum síðar hringdi ein
konan úr hópnum í mig, æst mjög
og sagðist hafa verið úti í búð og
séð þar íslensku karfapakkningarn-
ar. „Og veistu hvað, framleiðsludag-
urinn var dagurinn sem við vorum
þar.“ Samtalinu lauk með því að
hún sagði mér hæstánægð, að hún
hefði keypt 5 pakka af íslenskum
karfaflökum.
Ég vil að lokum hvetja forráða-
menn fyrirtækja á borð við þau sem
nefnd voru hér að ofan að íhuga
hvort samstarf við ferðaþjónustu-
fyrirtæki í þessum tilgangi sé ekki
álitlegur kostur og góð viðbót við
markaðs- og sölustarfið.
Höfundur er ferðanmlnfræðingur.
Bjarnheiður
Halldórsdóttir