Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 13
AKUREYRI
■ .
Morgunblaðið/Kristján
STARFSFÓLK Vörumiða, Haukur Sig’fússon, Kristján Árnason, Jóna Ingimarsdóttir og Ari Karlsson.
Vörumiðar flytja
í nýtt húsnæði
VORUMIÐAR hf. á Akureyri
fluttu starfsemi sína nýlega að
Hvannavöllum, en þar eru húsa-
kynni mun rýmri en fyrirtækið
hafði áður til umráða. Fjórir
starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu,
en í lok janúar síðastliðins keypti
það þá deild Umbúðamiðstöðvar-
innar hf. sem sá um límmiða og
smámiðaprentun. Við þau kaup
urðu til tvö störf hjá Vörumiðum.
Bræðurnir Ari og Gísli Karls-
synir keyptu fyrirtækið HS-vör-
umiða um áramótin 1993 og 94,
en Ari er nú einn aðaleigandi þess.
Hann sagðist sinna viðskiptavin-
um um nánast allt land utan höfuð-
borgarsvæðisins, eða frá Vík í
Mýrdal um alla Austfirði, Norður-
land og að Borgarfirði.
„Við erum alltaf með allar þrjár
vélarnar í gangi, það hefur verið
nokkuð mikið að gera að undan-
förnu,“ sagði hann. Aukin verk-
efni almennt og kaup á smámiða-
prentun Umbúðamiðstöðvarinnar
skiptu mestu um að velta fyrirtæk-
isins hefði aukist að undanförnu.
Innbæing-
ar mót-
mæla lok-
un gæslu-
vallar
ÍBÚAR í Innbæ Akureyrar
hafa mótmælt þeirri ákvörðun
að loka gæsluvelli í hverfinu,
en til stendur að gera það í
haust. Fulltrúar Innbæjarsam-
takanna, Einar Sveinn Ólafs-
son og Freyja Axelsdóttir, af-
hentu Jakobi Björnssyni mót-
mæli íbúanna við lokuninni og
bentu m.a. á að mikið væri
um að ungt barnafólk væri að
flytja í hverfíð og því slæmt
að missa gæsluvöllinn. Ekki
væri mikið um aðra möguleika
fyrir börnin að ræða og enginn
leikskóli starfandi í næsta ná-
grenni.
Jakob Björnsson sagði
ástæðu lokunarinnar minnk-
andi aðsókn að gæsluvöllum
og eins þætti rekstur þeirra
dýr, en hann kostar rúmar 13
milljónir króna á ári í heild.
Stungið var upp á því að skipa
starfshóp sem í sætu fulltrúar
bæjarins og foreldra í Innbæn-
um. Hlutverk starfshópsins
væri að kanna möguleika á
að auka aðsókn að vellinum
og taldi bæjarstjóri það góða
hugmynd auk þess sem skoð-
aðar yrðu leiðir til að draga
úr kostnaði.
Illugi flyt-
ur fyrir-
lestur
LISTAMAÐURINN og arki-
tektinn Illugi Eysteinsson, eða
illur eins og hann kallar sig
heldur fyrirlestur í Deiglunni
á Akureyri í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 17. apríl, kl' 20.
Sama dag frá kl. 17 mun
vinnubók hans vera til sýnis í
anddyri Deiglunnar.
Fyrirlesturinn er tvíþættur,
í fyrsta lagi mun hann sýna
ferli nokkurra verka sinna og
ræða hvernig þau tengjast
hugmyndum hans um um-
hverfislist og í öðru iagi mun
hann sýna myndefni úr heimi
nútíma fjölmiðlunar og arki-
tektúrs sem er hluti af hug-
myndaheimi hans sem lista-
manns og arkitekts.
Illugi stundaði nám í arki-
tektúr og umhverfishönnun
m.a. í New York og Los Angel-
es þaðan sem hann lauk mast-
ersnámi árið 1994. Síðan hefur
hann helgað sig listinni og
vakið athygli fyrir innsetning-
ar og umhverfisverk, m.a. í
Glugganum á Listasumri á
Akureyri síðasta sumar.
Samkvæmt Heimsmetamót Guinness
hafa 120 milljón eintök af hljómplötum
Boney-M selst í heiminum. T.d. var
lagið „Rivers of Babylon" í 40 vikur í 1.
sæti á vinsældalista.
^ Rjómabætt skelfisksúpa Oríental.
t
Heilsteiktur lambavöðvi tímjan
með bökuðum jarðeplum og
gljáðu grænmeti og rjómasósu aijon.
Vanilluís með heitri súkkulaðisósu og ferskjum.
rAs^lds^Ur
RENTA CAR
BÍLALEIGA
HOISTEN
ALVAGNAR
Miðasala er hafin
Borðapantanir í síma 568 7111
fró kl. 13 til 17 virka daga
FLUGLEIDIR
VIIQNG
á Hótel íslandi ^
* síðasta vetrardag,
^ 24. apríl, kl. 22.00
Verð með mat kr. 4.800. Húsið opnað kl. 19 fyrir matargesti .Verð á sýninguna kr. 2.200 eftir kl. 21
Fjölskyldutónleikar á Akureyri með Boney-M sumardaginn fyrsta, 25. apríl, í íþróttahölI KA kl. 17.00. Verð kr. 2.200 fyrir fullorðna
7-12 ára 1.000 kr. Börn yngri en 7 ára í fylgd með fullorðnum fá frítt. Forsala Akureyri í hljómplötudeild KEA, Hafnarstræti 91.
heímsfrægu BONEY-lVf
l'.ffS.BIPH 'II I I I