Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Júlíus Stolið og ekið út í sjó MANNLAUS bíll fannst í sjónum stolið í Reykjavík og að sögn lög- við Nauthólsvík síðdegis í gær. í reglu lítur út fyrir að þjófurinn ljós kom að bílnum hafði verið hafi ekið bílnum út í sjó. FRÉTTIR Málflutningur í máli tveggja togara fyrir Hæstarétti í Noregi ! í ) Smugan stækkar ef sýknudómur fellur MÁLFLUTNINGUR í máli tveggja íslenzkra togara, sem staðnir voru að meintum ólöglegum veiðum á fis- kvemdarsvæðinu við Svalbarða haustið 1994, hófst fyrir Hæstarétti í Noregi í gær. Ekki er búizt við dómi í málinu fyrr en í næsta mánuði. Togararnir Björgúlfur og Óttar Birting voru staðnir að meintum ólöglegum veiðum á fiskvemdar- svæðinu við Svalbarða eftir að norsk stjómvöld höfðu sett reglugerð, byggða á lögunum um norsku fisk- veiðilögsöguna, sem heimilaði norsku strandgæzlunni að taka skip á svæð- inu og færa til hafnar. Utgerðarfélag Dalvíkinga og Skriðjökuli hf., útgerð- ir skipanna, voru dæmdar til greiðslu hárra sekta í héraðsdómi Norður- Tromsfylkis í janúar í fyrra og voru skipstjórar skipanna einnig sektaðir. Mörk fiskverndarsvæðis sögð rangt teiknuð Máli togaranna var áfrýjað til Hæstaréttar og krefjast lögmenn útgerðanna fullrar sýknu í málinu. Byggja þeir málflutning sinn á því að í fyrsta lagi séu mörk fiskvernd- arsvæðisins rangt teiknuð; ekki sé leyfilegt að miða við óbyggð sker sem grunnlínupunkta. I öðru lagi gildi lögin um veiðar í norskri fiskveiðilög- sögu ekki á Svalbarðasvæðinu. í þriðja lagi hafi Norðmenn ekki farið að jafnræðisreglu Svalbarðasáttmál- ans er þeir útilokuðu íslenzk skip frá veiðum á Svalbarðasvæðinu. Falli sýknudómur í málinu, má búast við að draga verði mörk Sval- barðasvæðisins upp á nýtt, en um leið myndi alþjóðlejga hafsvæðið í Smugunni stækka. Islenzkir togarar hefðu þá meira olnbogarými er þeir hefla veiðar í Barentshafinu í sumar. Miðlunarlón í Köldu- kvísl við Hágöngur Frekara mat á um- hverfis- áhrifum SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur úrskurðað að fram skuli fara frek- ara mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar gerðar miðlunarlóns í Köldukvísl við Hágöngur. Er það gert til að hægt sé að fjalla um fram- kvæmdina á nýjan leik í ljósi frek- ari rannsókna og ýtarlegri upplýs- inga. I niðurstöðu skipulagsstjóra kem- ur fram að farið hafi verið yfir frum- mat framkvæmdaraðila, umsagnir, athugasemdir og svör framkvæmda- aðila við þeim. I frummatsskýrslunni komi fram að ýmsar frekari rann- sóknir séu fyrirhugaðar ýmist áður en framkvæmdir hefjast eða áður en rekstur miðlunarlónsins hefst. Þörf á rannsóknum í fylgiskjölum er bent á að frekari rannsókna sé þörf áður en ákvörðun er tekin um gerð miðlunarlónsins. Þar á meðal er bent á að úttekt á náttúrurminjum vanti, rannsókn á lífríki, jarðeðlisfræðilegar mælingar á háhitasvæðinu í Köldukvíslarbotn- um og nánari samanburð við annan miðiunarkost sem er hækkun Þóris- vatns. Sérstaklega þurfí að rannsaka lífríki tengt jarðhitasvæðinu sem fer undir vatn og kanna nánar legu að- komuvegarins í samráði við Náttúru- vemdarráð. Þegar niðurstaða frekara mats liggur fyrir þarf að tilkynna fram- kvæmdina til Skipulags ríkisins til annarrar athugunar. Stálkonur á íslandi BANDARÍSKI ljósmyndarinn Bill Dobbins áritaði nýjustu bók sína, Stálkonuna, í verslun Máls og menningar í gær. Bókina prýða myndir af vaxtarræktarkonum og með Dobbins í för eru atvinnustál- konurnar Erica Kem, til vinstri á myndinni, og Melissa Coates. Ljósmyndir Dobbins eru sem stendur til sýnis á Akureyri og munu verða hengdar upp í Kringl- unni í byrjun maí. Stálkonurnar Kem og Coates mynu hnykla vöðva sína fyrir áhugasama í Borgarkjallaranum 19. apríl og sitja fyrir svörum um kvenímynd- ina í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstkomandi sunnu- dagskvöld klukkan 20. Kennarar koma að vinnu við grunnskóla STJÓRNIR KÍ og HÍK samþykktu í gær að fulltrúar kennara hefji vinnu aftur í nefndum sem vinna að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að á fundi í sam- ráðsnefndinni, sem vinnur að endur- skoðun laga um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins, hefði verið staðfest að nefndin myndi vinna að málinu í samræmi við yfírlýsingar forsætis- ráðherra, sem hann lét falla á fundi með fulltrúum verkalýðshreyfingar- innar 10. apríl sl. Forsætisráðherra sagði á fund- inum að við endurskoðun á lögum um LSR yrði að gæta þess að skerða ekki lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna og að núverandi sjóðsfélagar gætu haldið áfram að byggja ofan á réttindi sín. „Við teljum að með tilliti til alls þess sem liggur á borðinu sé meining- in að standa við það að lífeyrisrétt- indi manna verði ekki skert. Við telj- um að við höfum með yfirlýsingu forsætisráðherra fengið svör við þeim atriðum sem á vantaði í bréfí hans frá 26. mars sl. Við höfum þess vegna tilkynnt menntamálaráðherra að okk- ar fulltrúar í nefndum, sem vinna að flutningi grunnskólans, séu tilbúnir til að hefja störf í þeim að nýju,“ sagði Eiríkur Jónsson. Morgunblaðið/Ásdís Alþinffl getur breytt lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna I samræmi við stíórnarskrá í LÖGFRÆÐLÁLITI um lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna er komist að þeirri niðurstöðu að í öllum megin- atriðum séu drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í samræmi við jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjómarskrárinnar. Þó er gerð at- hugasemd við ákvæði frumvarpsdrag- anna um skerðingu á örorkulífeyri. Álitið er unnið af lagaprófessor- unum Sigurði Líndal og Þorgeiri Örlygssyni. Með bréfí dagsettu 4. mars sl. óskaði fjármálaráðherra eft- ir því að þeir gerðu könnun á því hvort einhveijar breytingar á réttind- um sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, sem lagðar eru til í drögum að frumvarpi um sjóðinn, brytu í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar eða við ákvæði stjómarskrárinnar um friðhelgi eign- arréttarins. > Heimilt að breyta lífeyrisréttindum Niðurstaða lagaprófessoranna er að rétturinn til væntanlegra eftir- launa njóti vemdar eignarréttar- ákvæðis stjómarskrárinnar. Eftir sem áður geti löggjafínn sett almennar reglur um iðgjöld og lífeyrisréttindi manna, jafnvel þeim í óhag. Réttur löggjafans til að skerða lífeyrisrétt- indi sé þó takmarkaður. Gera verði greinarmun á þeim sem hafa hafíð töku lífeyris og hinna sem hafa ekki hafið töku lífeyris. í greinargerðinni em tekin fyrir sjö efnisatriði í fýrirliggjandi frumvarps- drögum, m.a. afnám 95 ára reglunn- ar, afnám iðgjaldafrelsis eftir 32 ár og afnám eftirmannsreglunnar. Nið- urstaða lagaprófessoranna er að ekk- ert þessara atriða bijóti í bága við ákvæði stjómarskrárinnar nema ákvæði frumvarpsins um breytingar á örorkulífeyri. Ákvæðið gerir ráð fyrir að greiðsla örorkulífeyris nái til þeirra sem em með 40% örorku en í gildandi lögum er miðað við 10% ör- orku. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að þeir sem em með örorku á bilinu 10-40% fái greidda örorku í 3 ár, en síðan falli greiðslumar niður. í grein- argerðinni segir að þessi skerðing sé heimil gagnvart þeim sem ekki hafa byijað töku lífeyris.Varðandi þá sem hafa hafið töku örorkulífeyris gegni öðra máli. Þar séu áunnin réttindi skert og gangi því nærri eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar. Seölabankastjóri um veð í kvóta Dómur | veldurekki » kollsteypu BANKAEFTIRLITIÐ vinnur nú að athugun á áhrifum þess á banka og sparisjóði að réttaró- vissa ríkir um tryggingu lána með veði í fiskveiðiheimildum. Birgir p ísleifur Gunnarsson seðlabanka- j stjóri segir að dómur Héraðsdóms L Reykjavíkur, um að aflahlutdeild ™ skips geti hvorki talizt fylgifé þess né veðandlag, valdi þó engri kollsteypu, því að fjármálastofn- anir hafi verið við slíkum dómi búnar. Ekki hefur verið meirihlutavilji á Alþingi fyrir því að setja lög um að sé skip veðsett, skuli veð- L rétturinn ná til aflaheimilda þess einnig. Oftast eru skipin hins veg- ar í raun verðlaus án kvótans. p Bankar og sparisjóðir, sem lána útgerðarfyrirtækjum gegn veði í skipum, hafa því leyst málið með sérstöku samkomulagi um að kvótinn verði ekki seldur frá skip- unum nema með samþykki fjár- málastofnunarinnar. Bankarnir hafa reynt að tryggja sig Birgir ísleifur segir að ýmiss konar réttaróvissa sé á ferðinni í w þessum málum. Hins vegar hafi bankarnir gert ráð fyrir því að dómur af því tagi gæti fallið að kvótinn sjálfur væri ekki veðhæf- ur. „Menn hafa reynt að tryggja sig með öðrum hætti, þannig að lánin eru uppsegjanleg ef aflinn er fluttur á milli skipa. Bankarnir L hafa mjög náið samstarf við Fiski- stofu vegna tilkynninga um til- 1 færslu á kvóta. Ég held þess p vegna að þessi dómur út af fyrir sig skapi enga kollsteypu eða rýri stórkostlega veð þau, sem bank- arnir hafa hjá sjávarútveginum. Hins vegar er vissulega óþægileg óvissa fyrir hendi, því að menn átta sig ekki fyllilega á hvaða gildi þessar yfirlýsingar hafa ef á það myndi reyna. Dómurinn f§ tekur ekki á því,“ segir seðla- r; bankastjóri. Aðeins leyst með lagasetningu Birgir ísleifur segir að réttar- óvissan verði ekki leyst nema með beinni lagasetningu. Bankaeftir- litið hafi hins vegar skoðað málið undanfarið, í samvinnu við lög- fræðideildir lánastofnana. „Það | líður vafalaust einhver tími áður en niðurstaða þeirrar athugunar verður tilbúin,“ segir Birgir Isleif- % ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.