Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 19
FINNA Birna Steinsson. lfa?“bh"ð'Aadto
Þjóðlegar þúfur
VERK eftir Finnu.
FINNA Birna Steinsson
myndlistarmaður sýnir
þijár j,Tilraunir um þúf-
ur“ í Asmundarsal. Þá
valdi hún og setti upp
sýningu á verkum As-
mundar Sveinssonar.
Finna vakti athygli fyr-
ir þremur árum þegar
hún gerði verkið „1000
veifur í Vatnsdalshólum".
Þar gerði hún tilraun til
að kasta tölu á hólana í
Vatnsdal sem löngum
hafa verið taldir ótelj-
andi. Á sýningunni
Skúlptúr/Skúlpt-
úr/Skúlptúr á Kjarvals-
stöðum árið 1994 gróður-
setti hún þúfur á stéttinni
fyrir framan listasafnið.
í Ásmundarsal eru þúf-
urnar komnar í hvítan
gifsbúning sem rímar við sýn-
ingarsalinn sem er ljósleitur.
Einnig er formið á þúfunum
ákveðin tilvísun í kúpulinn á
Ásmúndarsal, að því er lista-
konan segir sjálf. Hin tvö verk-
in á sýningunni eru ljósmyndir,
teknar í tengslum við sýning-
una á Kjarvalsstöðum.
„Þetta er bæði heimilda-
mynd af þúfnaverkinu og
meira en það. Mér finnst ég
vera að ganga aðeins lengra,“
sagði Finna Birna. „Eg hef
hingað til verið að vinna að
verkum utandyra og hef valið
það til að bijóta upp hið hefð-
bundna form. Það er einhver
innri löngun í mér að leita
nýrra leiða í myndlist."
Finna sagði að Ásmundur
Sveinsson hefði haft áhuga á
að hanna og búa til þúfnasláttu-
vél. „Hann hefur greinilega
verið þúfnavinur og þessi hug-
mynd hefur komið fyrir tíma
þúfnabanans fræga sem notað-
ur var til að slétta landið,"
sagði Finna sem einnig telst til
þúfnavina, enda telur hún hana
til eins af sérkennum landsins
og kemur inn á það í sýningar-
skrá: „Margt bendir til að í
náinni framtíð verði sérkenni
landa og þjóða, einkum smá-
þjóða, útflött og afmáð í hring-
iðu viðskiptabandalaga og
múgmiðlunar. Á slíkum óvissu-
timum er sjálfsagt að draga
þúfuna fram í dagsljósið og
minna á dulúð hennar, þjóðleg-
an kraft og einfaldleik: leyfa
henni að rétta úr kútnum á ný.“
En hvers vegna gifsþúfur?
„Þetta eru eins konar portrett
af þúfum og ekkert óeðlilegra
en að gera portrett af mönnum
til að gera þá ódauðlega. Þetta
er unnið í mjög klassiskum
anda og þúfan er beygð undir
lögmál hússins sem hún er sýnd
í. Borgin kallar á vinnslu þúf-
unnar yfir í hart og gelt form
og um leið nálgast ég Ásmund,
og hans höggmyndir, í efnis-
notkun."
TRÍÓ Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson.
Tríó Björns og Egill
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- hálftími að lengd og hefjast kl.
ræna húsinu í dag, miðvikudaginn 12.30.
17. apríl, mun tríó þeirra Björns Handhöfum stúdentaskírteina er
Thoroddsen og Egils Ólafssonar boðinn ókeypis aðgangur, en að-
koma fram. Tónleikarnir eru um gangseyrir fyrir aðra er 300 kr.
Fiðlu- o g píanóleikur
TÓNLEIKAR verða haldnir á veg-
um Tónlistarfélags ísafjarðar og
Norræna félagsins á Isafirði í Frí-
múrarasalnum á ísafirði í kvöld
kl. 20.30. Verða þeir endurteknir
í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn,
föstudaginn 19. apríl.
Flytjendur eru Tapani Yijöla
fiðluleikari frá Finnlandi og Guð-
ríður St. Sigurðardóttir píanóleik-
ari. Á efnisskránni verða Vorsón-
ata Beethovens, sónata nr. 3 eftir
Grieg, sónatína eftir Sibelius og
sónata eftir Jón Nordal.
Tapani Yijöla er mjög virkur í
tónlistarlífi Finna. Hann heldur
árlega um 50-70 tónleika í heima-
landi sínu og í Bandaríkjunum.
Hann lauk doktorsgráðu í fiðluleik
frá háskólanum í Michigan og auk
tónleikahalds er hann deildarstjóri
strengjadeiidar tónlistarskólans í
Joensu, en Joensu er vinabær ísa-
fjarðar í Finnlandi.
Guðríður hefur haldið fjölda
tónleika, bæði hér heima og er-
lendis, ýmist sem einleikari eða
með öðru tónlistarfólki. Hún er
með meistaragráðu í píanóleik frá
háskólanum í Michigan. Auk tón-
leikahalds stundar hún píanó-
kennslu, meðal annars í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Þetta er í
fyrsta skipti sem Guðríður heldur
tónleika á ísafirði.
Verö frá kr.
hvora leiö meö
flugvallarskatti
9.900
f Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, 1
Simi: 0045 3888 4214
K Fax: 0045 3888 4215 J
Sœnsklr símadagar
i Kringlunni i
17. til 20. apríl
í tilefni af sænskum dögum í Kringlunni býður Póstur og sími
15% afslátt af eftirtöldum símabúnaði á meðan birgðir endast
___________________Tele-pocket 2QQ
Verð kr. 31.500,-
Með 15% afsl. kr. 26.775,-
Lítill og léttur þráðlaus sími með skjá
• Handtæki 210 g með rafhlöðu - aukarafhlaða
• 20 númera skammval með nöfnum
• Endurval - stillanleg hringing
• íslenskar leiðbeiningar
Telia Fax 10
Verð kr. 31.557,-
Með 15% afsl. kr. 26.823,-
• Fyrirferðarlítið og hentugt faxtæki með síma
• 6 númera hraðvalsminni
• 40 númera skammvalsminni
• Skjár
• Endurval
• íslenskar leiðbeiningar
Verð kr. 2.980,-
Með 15% afsl. kr. 2.533,-
Ódýr og traustur borðsími
• Endurval - styrkstillir fyrir hlust
• Stillanleg hringing - 5 númera hraðval
• íslenskar leiðbeiningar
• Litir: gulur, hvítur og svartur
Telia Magni sími með stórum tökkum, hentar sjónskertum og hreyfihömluðum
Bizz 66 handfrjáls borðsími
Referens borðsími með skjá
Telia KombiFazil sími og simsvari
Telia Casall þriggja númera hraðvalsminni
Respons borðsími
Respons veggsími
Ouno ódýr og einfaldur sími
Replik borð- eða veggsími
Allgon loftnet fyrir GSM og NMT farsíma
Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 • Söludeild Ármúla 27, simi 550 7800
Þjónustumiðstöð i Kirkjustræti, sími 550 6670 • Póst- og simstöðvar um land allt
OG SIMI