Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bandaríkjaforseti í Asíu
Boðar til fjögrirra ríkja við-
ræðna um Kóreuskagann
Tókýó, Cheju-exju, Suður-Kóreu,
Moskvu. Reuter.
Ekki verður dregið úr viðbúnaði
Bandaríkjahers í Asíu
Reuter
BILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn
til Japans. Hér sést hann (3. frá vinstri) gefa gullfiskunum í gesta-
bústað Japana í Tókýó ásamt Ryutaro Hashimoto, forsætisráð-
herra Japans, (lengst t.h.), Kumiko, konu hans, (lengst t.v.) og
Hillary, konu sinni (2. f.v.). Walter Mondale, sendiherra Bandaríkj-
anna í Japan, stendur álengdar milli Clintons og Hashimotos.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og
Ryutaro Hashimoto, forsætirsráð-
herra Japans, gáfu út sameiginlega
yfirlýsingu í Tókýó í gær þar sem
sagði að Bandaríkjamenn hygðust
halda hundrað þúsund manna her-
liði í Asíu og bandarískt herlið í
Japan yrði miðað við núverandi
hermannaíjölda. Fyrr í gær hvöttu
Clinton og Kim Young-sam, leiðtogi
Suður-Kóreu, Norður-Kóreumenn
og.Kínverja til að setjast að samn-
ingaborðinu til viðræðna um fram-
tíð Kóreuskagans.
Þessi fjögur ríki undirrituðu
vopnahléssáttmálann, sem batt
enda á Kóreustríðið árið 1953, en
aldrei var gengið frá fórmlegum
friðarsamningi.
Engin skilyrði fyrir viðræðum
Clinton og Kim héldu blaða-
mannafund að loknum klukku-
stundar viðræðum á ferðamanna-
eyjunni Cheju, sem tilheyrir Suður-
Kóreu, og sögðu að engin skilyrði
yrðu sett fyrir slíkum viðræðum,
sem ættu að hefjast sem fyrst.
Yfirvöld á Norður-Kóreu, sem er
eitt einangraðasta land á hnattkúl-
unni, svöruðu þessu boði með þögn-
inni. Kínveijar lýstu yfir áhuga án
þess að gefa afdráttarlaust svar.
Rússar kvörtuðu hins vegar sáran
yfir því að hafa verið hafðir útund-
an.
Clinton ítrekaði þráfaldlega að
ekki yrði látið undan kröfu Norður-
Kóreumanna um að ræða beint við
Bandaríkjamenn og sniðganga yfir-
völd í Suður-Kóreu.
Kim sagði að efnahagsástandið
í Norður-Kóreu væri þannig að yfir-
völd í Pyongyang hlytu að vera
reiðubúin að ganga til viðræðna.
Clinton kvaðst búast við því að
Norður-Kóreumenn tækju þessu
boði, en liðið gæti nokkur tími.
Gagnrýni á
samning
um kjarna-
kljúfa
London. The Daily Telegfraph.
ALEXEI Jablokov, ráðgjafi
Borís Jeltsíns Rússlandsforseta
í umhverfismálum, sagði rúss-
nesku fréttastofunni Interfax
að áætlanir Rússa um að selja
írönum tvo kjarnakljúfa gætu
stefnt öryggi Rússlands í hættu
því að það mundi auðvelda
írönskum ráðamönnum smíði
kjarnorkuvopna.
Jablokov kvaðst óttast að sú
tæknij sem Rússar hygðust
selja Irönum, yrði þeim að liði
við sprengjugerð.
„Hafi Iranar aðgang að
kjarnorkusérfræðingum geta
þeir farið langt með að smíða
eigin kjarnorkuvopn," sagði
Jablokov. „Það er hægt að
smíða frumstæða sprengju án
umfangsmikils kjarnorkuiðn-
aðar. Það er undarlegt að íran-
ar, sem hafa miklar birgðir af
olíu og gasi, skuli hafa ákveðið
að reisa jafn hættulegt mann-
virki og kjarnorkuver."
Rússar skrifuðu undir samn-
ing við Irana um að ljúka smíði
vers með tveimur kjarnakljúf-
um í Bushehr. Þýska fyrirtækið
Siemens hóf að reisa verið um
miðjan áttunda áratuginn. Það
skemrndist mikið þegar Iran-
skeisara var steypt árið 1979.
Japanar fögnuðu yfirlýsingu
Clintons og Kims og sögðu að hér
væri á ferð „gott frumkvæði“.
Norður-Kóreumenn hafa nýverið
brotið vopnahléssamkomulagið í
þrígang með því að fara inn á hlut-
'Iausa beltið milli Norður- og Suður-
Kóreu.
Clinton hélt frá Suður-Kóreu til
Japans. Á leiðinni sagði Anthony
Lake, þjóðaröryggisráðgjafi Clint-
ons, blaðamönnum að Bandaríkja-
menn vildu tryggja frið í Asíu. Þrátt
fyrir niðurskurð hernaðarumsvifa
NICOLETTA Mantovani, hin
unga ástkona Lucianos Pavarott-
is, sagði í viðtali, sem birtist í ít-
alska dagblaðinu Corriere della
Sera, að stórsöngvarinn hefði lað-
að hana að sér með aðdráttarafli
sínu, en leyndarmálið, sem tryggi
samband þeirra, sé að hún þoli
ekki óperur og hafi aldrei dýrkað
tenórinn.
Mánuður er liðinn frá því að
Pavarotti og eiginkona hans,
Adua, greindu frá því að þau
væru að skilja eftir langt hjóna-
band. Nú kemur nýja konan í lífi
Pavarottis fram og ræðir sam-
band þeirra.
Ástfangin, en hræðilegt ár
„Við erum ástfangin, en þetta
hefur verið hræðilegt ár,“ sagði
Mantovani.
Hún kvaðst fyrst hafa komist í
návígi við Pavarotti árið 1992 á
reiðsýningu, sem kennd er við
hann. Þar hefði hún verið þjón-
Bandaríkjamanna í Japan, sem
gripið var til í því skyni að draga
úr óánægju á Okinawa eftir að
bandarLkir hermenn nauðguðu 12
ára stúlku, yrðu áfram um 47 þús-
und bandarískir hermenn í Japan.
Brottkvaðning myndi
valda tómarúmi
„Að hafa þennan liðsstyrk til
langframa er öllum í hag, Banda-
ríkjamönnum, Japönum, Kínverj-
um, Suður-Kóreumönnum, því að
verði þeir kvaddir brott mun skap-
*
Astkona
Pavarottis
þolir ekki
óperur
ustustúlka og Pavarotti hefði ekki
tekið eftir henni þegar hann reið
fram hjá henni. Næsta sumar var
hún boðuð í viðtal í skrifstofu
Pavarottis, sem var að leita sér
að einkaritara.
„Eg gekk inn um dyrnar og í
stað manneskjunnar, sem égatti
von á, var Luciano þar einn. Ég
var svo skelfd að það spratt fram
á mér svitinn," sagði Mantovani.
„Kanntu að meta hesta?“ spurði
ég til þess að bijóta ísinn. Hann
fór að skellihlæja og svo fór að
ast tómarúm . . . sem aðeins yrði
fyllt með vopnakapphlaupi milli
Kínverja, Kóreumanna og Japana,
meðal annarra," sagði Lake.
„Á grundvelli gagngers mats ít-
reka Bandaríkjamenn að til þess
að standa við skuldbindingar sínar
við ríkjandi aðstæður í öryggismál-
um þurfi að viðhalda núverandi
hernaðarstyrk með um hundrað
þúsund mönnum," sagði í yfirlýs-
ingu Clintons og Hashimotos.
Þar sagði að Hashimoto fagnaði
því að Bandaríkjamenn væru stað-
ráðnir í að tryggja stöðugleika í
þessum heimshluta og héti hann
því að halda áfram fjárframlögum
til að draga úr kostnaði Bandaríkja-
manna við að halda úti herliði í
Japan.
Lake sagði að þótt herstöðvum
yrði lokað á Okinawa yrði aðeins
um tilfærslur á herliði í Japan að
ræða, ekki samdrátt. í stað þessara
tilfæringa hafa Japanar sagst ætla
að auka þátt sinn í öryggismálum
í Asíu og samstarfið við Bandaríkja-
her.
Hér er þó um viðkvæmt mál að
ræða því að stjórnarskrá Japana
kveður á um að þeir megi aðeins
grípa til vopna til að verja hendur
sínar.
„Allar viðræður, sem við munum
eiga við Japana um þeirra hlutverk,
munu verða fullkomlega innan
ramma [sjálfsvarnarákvæðis]
stjórnarskrárinnar," sagði Anthony
Lake. „Við styðjum þá tilhneigingu
í japanskri utanríkisstefnu að þeir
láti til sín taka í auknum mæli i
heiminum, en við þrýstum ekki á
þá að gera neitt og vissulega förum
við ekki fram á að þeir geri neitt,
sem ekki samræmist stjórnarskrá
þeirra."
Clinton er á vikuferð. Hann held-
ur til Rússlands á morgun. Þar mun
hann sitja ráðstefnu um öryggi í
kjarnorkumálum.
við töluðum saman í hálftíma. Og
þannig fæddist ást okkar.“
Lítur upp til U2
Þótt Pavarotti hafi heillað
Mantovani, var það ekki óperu-
söngurinn, sem höfðaði til henn-
ar. „Luciano var mér ekki átrún-
aðargoð," sagði hún og bætti við
að ætti hún að nefna einhvern,
sem hún liti upp til, væri það
hljómsveitin U2.
„í upphafi komu upp óendanleg
vandamál vegna þess að mér
dauðleiddist alltaf þegar ég hlust-
aði á óperur,“ sagði Mantovani.
„ Aðdráttaraflið, sem dró mig að
honum eins og segull, kom allt
innan frá manninum sjálfum;
óbundinn andi hans, sálin, sem er
eins og í barni, ódrepandi bjart-
sýni hans, íhugul viska hans, sem
er eins og mótefni við hvatvísi og
óskynsemi. Luciano sem maður,
sem getur ekki trúað á hið illa
og virðir þunglyndi að vettugi."
Útlegð
Habsborg-
ara lýkur
AUSTURRÍKI batt í gær enda
á 80 ára útlegð Habsborgara,
sem sett var í lög árið 1919
eftir ósigur Austurríkis-Ung-
veijalands í heimsstyijöldinni
síðari. Síðasti keisari Austurrík-
is-Ungveijalands, Karl I., flúði
í útlegð með fj'ölskyldu sinni
1918. Lögin um útlegð fjöl-
skyldunnar voru sögð „pólitísk
tímaskekkja" og sagði varafor-
seti þingsins, Heinrich Neisser,
að engin hætta væri á að kom-
ið yrði á keisaradæmi í Austur-
ríki að nýju.
Hernaðar-
mannvirki
reist á laun?
BANDARÍSKA dagblaðið The
New York Times greindi frá því
í gær að Rússar væru að reisa
mikil hernaðarmannvirki neð-
anjarðar í Úralfjöllum. Sagði
að framkvæmdir sæjust á gervi-
hnattamyndum og væri talið
að annað hvort væri um kjarn-
orkuvopnastjórnstöð eða vopna-
verksmiðju að ræða. Hafist var
handa við þetta verkefni á
valdatímum Leoníds Brezhnevs,
fyrrverandi Sovétleiðtoga, og í
blaðinu sagði að það bæri völd-
um hersins vitni að unnið væri
að því nú.
Nader í for-
setaframboð
RALPH Nader, sem þekktur er
fyrir skelegga neytendabaráttu,
hefur ákveðið að bjóða sig fram
til forseta Bandaríkjanna á veg-
um lítt þekkts flokks græn-
ingja.
„Þetta verður ekki hefðbund-
in kosningabarátta,“ sagði
Nader og sagði að litlum pen-
ingum yrði til hennar varið.
Tölvuhrun
árið 2000?
FORRITUNARMISTÖK, sem
tölvuforritarar gerðu fyrir 30
árum, munu koma í ljós um
aldamótin og gera að verkum
að í stað ársins 2000 mun ártal-
ið 1900 koma fram. Sérfræð-
ingar segja að þetta muni valda
miklum vandræðum og kostn-
aður við að kippa þessu í lag
um allan heim verði um 600
milljarðar dollara (39.600 millj-
arðar króna).
Á sínum tíma ákváðu forrit-
arar að spara minni með því
að sýna ártöl aðeins með tveim-
ur stöfum og er 19 því eins
konar fasti. Var búist við því
að búið yrði að leysa þau kerfi
sem þeir notuðu af hólmi, og
leysa þetta vandamál fyrir alda-
mót. Svo reyndist ekki.
Flóttamaður
sakaður um
stríðsglæpi
UMDEILDUM lögum, sem sett
voru í Bretlandi 1991 til að
auðvelda málssókn gegn stríðs-
glæpamönnum, var beitt í
fyrsta sinn á mánudag. Þá kom
fyrir rétt í Dorking 85 ára gam-
all maður, Szymon Seraf-
inowicz, sem er sakaður um að
hafa starfað fyrir hernámslið
Þjóðveija í Hvíta-Rússlandi
1941-1942 og myrt þijá gyð-
inga.
LUCIANO Pavarotti og Nicoletta Mantovani leiðast í sjónum undan ströndum Barbados.
Myndin var tekin áður en samband þeirra komst í hámæli. Hann er sextugur, en hún 26 ára.
Róm. The Daily Telegraph.