Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 17
ERLENT
Jeltsín fær kuldalegar móttökur á kosningaferðalagi
Verkamenn gera hróp að
forsetanum og mótmæla
snodar. Reuter.
Reuter
ORYGGISVERÐIR standa fyrir framan stuðningsmenn rússneska kommúnistaflokksins, sem efndu
til mótmæla gegn Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Krasnodar í gær.
Andrés og
Fergie skilja
Lundúnum. Reuter.
ANDRÉS prins, næstelsti sonur
Elísabetar Bretadrottningar, og
umdeild eiginkona hans, Sarah
Ferguson, ætla að sækja um lög-
skilnað, að sögn lögfræðinga
þeirra í gær.
Andrés og Fergie, eins og hún
er nefnd í breskum fjölmiðlum,
voru gefin saman með viðhöfn
árið 1986 og fengu titlana hertog-
inn og hertogaynjan af Jórvík.
Þau skildu að borði og sæng árið
1992 og gætu fengið lögskilnað í
lok næsta mánaðar, að sögn lög-
fræðinganna.
Tveimur mánuðum áður hafði
eldri bróðir Andrésar, Karl krón-
prins, og Díana prinsessa náð sam-
komulagi um lögskilnað. Þau eru
enn að semja um skilmála skilnað-
arins en talið er að mál Andrésar
og Fergie verði einfaldari úr-
lausnar.
Hertogahjónin eiga tvær dætur,
sex og sjö ára, sem verða áfram
hjá móður sinni í Sussex, nálægt
Lundúnum. Fergie heldur titlinum
hertogaynjan af Jórvík en verður
ekki ávörpuð „yðar konunglega
hátign“.
Fergie var vel liðin innan kon-
ungsfjölskyldunnar og naut hylli
fjölmiðla í fyrstu, en brátt fór að
halla undan fæti. Hún var sökuð
um að lifa í of miklum munaði,
höfð að háði og spotti vegna þrif-
legs vaxtarlags og ósmekklegs
klæðaburðar.
Hermt er Elísabet drottning sé
fegin að losna við hana úr fjöl-
skyldunni.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hóf
í gær kosningaferðalag um suður-
hluta landsins og fékk kuldalegar
móttökur á fyrsta viðkomustaðnum,
borginni Krasnodar. Forsetinn sagði
að efnahagsumbætur hans væru
farnar að bæta kjör landsmanna, en
óánægðir verkamenn gerðu hróp að
honum og púuðu á hann.
Þegar Jeltsín steig út úr embættis-
bifreið sinni í miðborg Krasnodar
tóku verkamenn á móti honum og
hrópuðu „drögum Jeltsín og lið hans
fyrir rétt“. Aðrir héldu á mótmæla-
borðum þar sem Jeltsín var sakaður
um að stofna Rússlandi í stórhættu.
Jeltsín lagði blómsveig við minnis-
varða um þá sem létu lífið í síðari
heimsstyrjöldinni og nokkrum öld-
ungum, sem börðust í stríðinu, var
boðið að heilsa upp á forsetann.
Móttökur þeirra voru litlu betri en
verkamannanna.
„Þjóðinni til óþurftar“
„Við ráðleggjum þér að láta af
embætti," sagði einn öldunganna,
Alexej Zhíkarev, 72 ára, þegar Jelts-
ín nam staðar til að ræða við hann.
„Ég get ekki verið sammála þessu,“
svaraði forsetinn og hreinskilni
gamla mannsins virtist koma honum
í opna skjöldu. „Hvetjum myndir þú
mæla með?“
„Við ætlum að kjósa einhvern
yngri," sagði Zhíkarev. „Við erum
báðir á eftirlaunaaldri en þú hefur
verið þjóðinni til mikillar óþurftar.""
Jeltsín tók gagnrýninni vel og
hlustaði á umkvartanir öldunganna
í 20 mínútur. Hann reyndi að sann-
færa þá um að hann myndi gera
ráðstafanir til að bæta kjör þeirra,
sagði að ellilífeyrir þeirri yrði hækk-
aður og verðbólgunni haldið í skeíj-
um.
„Erfiðasta skeiðinu er lokið,“ sagði
forsetinn. „Þessi þijú eða fjögur ár
eru liðin og við höfum þraukað. Nú
fara kjörin að batna. Ég vil ekki að
þið missið vonina. Þið fáið stuðning
frá forsetanum."
Jeltsín ræddi ennfremur við verka-
mennina, sem gerðu hróp að honum.
„Gerðu ráðstafanir til þess að við
getum lifað eins og fólkið í útlönd-
um,“ sagði miðaldra kona í stuttu
samtali við forsetann.
Jeltsín fór síðar í tvö þorp nálægt
Krasnodar og fékk þar mun vinsam-
legri móttökur. í öðru þorpanna lof-
aði hann fjármagni til að reisa kirkju
og afhenti rútu. Hann undirritaði þar
einnig reglugerð um aukna ríkis-
aðstoð við landbúnaðinn, helsta at-
vinnuveginn á þessum slóðum.
Neitar að ræða við Dúdajev
Forsetinn sagði ennfremur á fundi
með hermönnum í Krasnodar að ekki
kæmi til greina að hann efndi sjálfur
til friðarviðræðna við Dzhokhar
Dúdajev, leiðtoga aðskilnðarsinna í
Tsjetsjníju. Hann bætti við að
Dúdajev hefði samþykkt að ræða við
rússneska embættismenn fyrir milli-
göngu ráðamanna í öðrum ríkjum.
Haft var eftir forsetanum að Hassan
II, konungur Marokkó, tæki þátt í
tilraunum til að koma á friðarviðræð-
um milli Rússa og Tsjetsjena.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði í gær að Jeltsín
yrði að „knýja herinn til hlýðni“ og
framfylgja friðaráætlun sinni til að
binda enda á stríðið í Tsjetsjníju.
„Helsta krafan er að endi verði bund-
inn á allar árásirnar og eyðilegging-
una. Mannréttindi verða að vera höfð
í heiðri," sagði Kinkel.
Fyrsti áfangi brottflutnings rúss-
neskra hermanna frá Tsjetsjníju
hófst á mánudag en átökin héldu
áfram og tsjetsjenskir aðskilnaðar-
sinnar skutu niður rússneska þyrlu.
Fjórir hermenn biðu bana.
Zjúganov boðar umbætur
„með öðrum aðferðum"
Móttökurnar í Krasnodar þykja til
marks um vanda Jeltsíns í kosninga-
baráttunni vegna óánægju almenn-
ings með efnahagsstefnu stjórnar-
innar og slæm lífskjör. Stór hluti
kjósendanna í borginni kaus komm-
únista í síðustu þingkosningum og
frambjóðandi kommúnistaflokksins,
Gennadí Zjúganov, nýtur þar mikils
stuðnings.
Zjúganov er einnig á kosninga-
ferðalagi og leggur áherslu á að efna-
hagsstefna Jeltsíns hafi gert Rússa
svo fátæka að þeir geti varla fram-
fleytt fjölskyldum sínum. Hann sagði
þó í Ufa, við sunnanverð Úral-fjöll,
í gær að efnahagsumbæturnar væru
„óafturkallanlegar“. Kommúnistar
myndu halda áfram umbótum „en
aðeins með öðrum aðferðum".
í gær rann út sá frestur sem til-
vonandi frambjóðendur fengu til að
skila listum með að minnsta kosti
milljón undirskriftum sem er skilyrði
fyrir kjörgengi þeirra. Galina
Starovojtova, sem á sæti í neðri deild
þingsins, lagði fram tilskilinn fjölda
undirskrifta á mánudag, en hún var
einn af stofnendum hreyfingarinnar
Lýðræðislegs Rússlands, sem barðist
fyrir hagsmunum minnihlutahópa í
Rússlandi og Sovétríkjunum fyrrver-
andi. Hún kvaðst vonast til að fá
atkvæði menntaðra launþega,
kvenna og minnihlutahópa.
Kúariðudeilunni verður skotið til Evrópudómstólsins
Bretar í mál vegna
útflutningsbanns
London. Reuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, skýrði breska þinginu
frá því í gær að breska stjórnin
myndi kæra útflutningsbann Evr-
ópusambandsins á breskar naut-
gripaafurðir til Evrópudómstólsins.
„Ástæður útflutningsbanns Evr-
ópusambandsins má fyrst og
fremst rekja til hagsmuna annarra
ríkja frekar en hagsmuna almenn-
ings,“ sagði Major.
Markaðurinn að taka
við sér á nýjan leik
Douglas Hogg landbúnaðarráð-
herra ávarpaði einnig þingið og
sagði ekki koma til greina að skera
breska nautgripastofninn niður
verulega vegna kúariðunnar. Ein-
hverjum tugþúsunda nautgripa yrði
líklega fargað en ekki hundruðum
þúsunda, líkt og gefið hefði verið
í skyn. Greiddar yrðu bætur til
bænda fyrir þá nautgripi er slátra
yrði vegna kúariðunnar.
Hogg sagði breska nautakjöts-
markaðinn vera að taka við sér á
ný og væri nú kominn upp í 85%
af því sem hann var áður en hann
hrundi vegna ótta við kúariðu.
Bændur reiðir ESB
Breskir bændur hótuðu því einn-
ig í gær að lögsækja framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins ef alls-
herjarbanni á útflutningi breskra
nautgripaafurða verður ekki aflétt.
Bannið var sett á vegna ótta um
að kúariða gæti borist yfir til
manna.
Bresku bændasamtökin (NFU)
sögðust íhuga málsókn eftir að
Franz Fisehler, er fer með landbún-
aðarmál innan framkvæmdastjórn-
arinnar, lét þau ummæli falla að
hann teldi persónulega að óhætt
væri að borða breskt nautakjöt.
Hins vegar hefði útflutningsbannið
verið nauðsynlegt til að koma í veg
fyrir allsherjarhrun á evrópska
kjötmarkaðnum.
„Ummæli Fischlers virðast
stangast á við yfirlýsingar fram-
kvæmdastjórnarinnar um að bann-
ið hafi verið sett á til vernda heilsu
almennings,“ sagði David Naish,
formaður NFU. „Ég mun nú beita
hann þrýstingi til að fá hann til
að sannfæra samstarfsmenn sína
um að aflétta banninu þar sem
ekki er hægt að réttlæta það. Verði
banninu ekki aflétt mun NFU reyna
að hnekkja því með því að skjóta
málinu til Evrópudómstólsins."
Bann
í mánuð
Bannið var sett á í síðasta mán-
uði eftir að breska ríkisstjórnin
greindi frá því að ekki væri útilok-
að að heilarýrnunarsjúkdómurinn
Creutzfeldt-Jakob gæti borist til
manna sem snæddu kjöt úr naut-
gripum er væru sýktir af kúariðu.
Framkvæmdastjórn ESB hafn-
aði því að nýju sl. mánudag að
aflétta banninu og sagðist vilja fá
frekari upplýsingar fyrst um þær
aðgerðir er Bretar hygðust beita
til að útrýma sjúkdómnum.
Aðild íslands að Schengen
Þarf að breyta nokkr
um lagaákvæðum
BREYTA verður nokkrum atrið-
um í íslenzkri löggjöf ef ísland
gerist aðili að Schengen-vega-
bréfasamkomulaginu, að því er
fram kemur í skýrslu utanríkis-
og dómsmálaráðherra, sem Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
flutti á Alþingi í fyrradag.
Samkvæmt skýrslu ráðherr-
anna þarf að endurskoða lögin um
útlendingaeftirlit í heiid, ásamt
reglugerðum samkvæmt þeim.
Breyta þarf nokkrum ákvæðum
um framsal sakamanna og aðra
aðstoð í sakamálum. Lítils háttar
breytingar þarf að gera á lögum
unr alþjóðlega samvinnu um fulln-
ustu refsidóma. Þá þarf að setja
lög eða reglugerðir um Iögreglu-
skrár og eftirlit með þeim. Nefnd,
sem nýlega hefur verið skipuð til
að endurskoða lög um skráningu
og meðferð persónuupplýsinga,
hefur verið falið þetta verkefni.
Jafnframt þarf að setja lög um
alþjóðlega réttaraðstoð í sakamál-
um, en í skýrslu ráðherranna kem-
ur fram að slík lagasetning sé „
æskileg án tillits til þátttöku í
Schengen-samstarfinu. Loks þarf
að fullgilda samning Sameinuðu
þjóðanna frá 1988 um ávana- og
fíkniefni og í tengslum við það að
breyta almennum hegningarlög-
um og e.t.v. fleiri lagabálkum. I
skýrslunni segir að fullgilda þurfi
samninginn burtséð frá hugsan-
legri Schengen-aðild og hafi þeg-
ar verið gerðar ráðstafanir til
þess.
I skýrslunni er frá því greint
að breytingar verði á reglum um
veitingu vegabréfsáritunar, geri
ísland samstarfssamning við
Schengen-ríkin. Þannig eru nú í
gildi samningar íslenzkra sljórn-
valda um gagnkvæmt afnám vega-
bréfsáritunar við nítján ríki, sem
Schengen-ríkin krefjast vega-
bréfsáritunar frá. Undanfarin tvö
ár hafa alls 75 ríkisborgarar þess-
ara rikja komið til íslands. Af
þessum 19 ríkjum eru fimm á lista
Evrópusambandsins sjálfs yfir
ríki, sem krafizt er vegabréfsárit-
unar frá.
í skýrslunni kemur frain að
Danir hafi nú þegar sagt upp
samningum við öll ríki á báðum
skránum, Finnar og Svíar hafi
sagt upp samningum við ríki á
ESB-listanum og málið sé í athug-
un hjá norskum sljórnvöldum. Is-
land þurfi því að segja upp samn-
ingum við ríkin óháð þátttöku í
Schengen vegna aðildar að nor-
ræna vegabréfasambandinu.
Þá verða breytingar á hlutverki
kjörræðismanna. Samkvæmt
Schengen-reglum hafa mega þeir
ekki veita vegabréfsáritun og
verður því að fella heimild 18 kjör-
ræðismanna íslands til slíks niður.