Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LISTAMENNIRNIR sem sýna í Ingólfsstræti 8.
MYNPLIST
Ingólfsstræti 8
SAMSÝNING
Steingrímur Eyfjörð, Sara
Björnsdóttir, Börkur Amarson,
Svanur Kristbergsson.
Opið frá 14-18 alla daga
nema mánudaga.
Til 28 apríl. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ ER að vonum, að aðstand-
endur sýningarsalarins litla að
Ingólfsstræti 8 marki honum
stærð eftir vexti og leggi öllu
meiri áherslu á innsetningar og
tilvísanir en ábúðarmikil og kröft-
ug verk. Þannig hefur verið tekin
sú stefna í sambandi við dymbil-
viku og páska að setja saman vís-
anir til atburðarásarinnar varðandi
pínu, dauða og upprisu Krists.
Fjorir listamenn standa að þessari
sýningu sem þeir nefna „Blóð
„Blóð
Krists“
Krists“ og var hún opnuð á skír-
dag.
Hugmyndin á annars rætur í
sérstöku tónverki Gavins Bryars,
og tildrög þess má rekja til upp-
hafs áttunda áratugarins er Bry-
ars vann við hljóðupptökur á vett-
vangi útigangsmanna í Lundún-
um. Þá varð á vegi hans flækingur
einn sem söng fyrir hann vísu eft-
ir óþekktan höfund. Bryars hljóð-
ritaði sönginn sem varð svo kveikj-
an að tónsmíðinni.
Það er svo út frá þessu ferli í
tónverkinu sem listamennimir
vinna og að sjálfsögðu inntaki
þess sem má vera píslarsagan. í
enda salarins er aðalvísunin, sem
er stór kross eftir Söru Björnsdótt-
ur og er nærri því að fylla um of
út í rýmið. En til beggja handa
eru ýmis almenn tákn svo og vís-
anir til sársaukans, einnegin til
alnetsins svonefnda eins og til að
færa píslarsöguna nær vettvangi
dagsins.
Innsetningin er mjög í anda þess
sem víða má sjá á sýningarvett-
vangi í dag, sem ekki skal endilega
tekið sem neikvæður framsláttur,
því það er auðvitað besta mál að
fólk vilji vera „in“ í sínum tíma.
Hún er smekkleg og ásjáleg, hins
vegar geta gerendur ekki gert
kröfu til þess að gjömingurinn sé
meðtekinn einstæður og framlegur,
frekar að hönd sé lögð að því sem
hvarvetna er gert þar sem gerend-
ur era á sömu nótum.
Bragi Ásgeirsson
Fjölskylda
snýst til varnar
KYIKMYNPIR
Bíóborgin
FYRIR OG EFTIR
„Before and After“ ★ ★ Vi
Leikstjóri: Barbet Schroeder.
Handrit: Ted Tally eftir skáldsögu
Rose Ellen Brown. Aðalhlutverk:
Meryl Streep, Liam Neeson,
Edward Furlong, Alfred Molina.
Hollywood Pictures. 1996.
NÝJASTA mynd Barbet Schro-
eders heitir Fyrir og eftir af mjög
einfaldri ástæðu. Þetta er fyrir: Meryl
Streep leikur virtan lækni í smábæ í
Bandaríkjunum. Liam Neeson leikur
eiginmann hennar. Hann er listamað-
ur. Þau eiga son á unglingsaldri og
yngri dóttur. Lífið gengur sinn vana-
gang eins og hjá hverri annarri venju-
legri amerískri fjölskyldu. Þetta er
eftir: Sonurinn á heimilinu er granað-
ur um morð á vinkonu sinni. Bæjar-
samfélagið lokar dyram sínum á flöl-
skylduna og fjölskyldan sjálf tekst
harkalega á um leiðir í vanda sínum.
Ekki er nóg með að líf hennar verður
aldrei eins og áður eftir þennan skelfí-
lega atburð. Fjölskyldan fær aldrei
að vita hvemig það hefði orðið ef
allt hefði haldið áfram sinn friðsæla
vanagang. Hún mun lifa í skugga
þessa atburðar um ókomna tíð. Gleði
hennar verður aldrei söm.
Fyrir og eftir er ekki þessi venju-
lega glæpamynd þar sem hasarinn
og spennan stigmagnast í eltingar-
leik við morðingja. Schroeder og
handritshöfundurinn Ted Tally
(Lömbin þagna) nota óvenjulegt
morðmál til að kryfja innbyrðis til-
fínningasambönd innan fjölskyld-
unnar og hvernig hún tekst á við
eitthvað eins stórkostlega fráleitt og
það að sonurinn geti hugsanlega
verið morðingi. Spennan er öll sál-
fræðileg og felst í mörgum samtvinn-
uðum þáttum; í ólíkri afstöðu hjón-
anna til þess hvernig bregðast eigi
við; í sambandi sonarins við föður-
inn, sem hann lítur upp til og vill
geðjast og setja traust sitt á sérstak-
lega undir þessum óvenjulegu kring-
umstæðum; í samskiptum við lög-
fræðinginn, sem Alfred Molina leik-
ur, er hirðir ekki um sannleikann í
málinu heldur aðeins hvernig unnt
er að sigra í réttarsalnum; í hugsan-
legum afleiðingum ef verður að bæla
niður það sem sækir svo átakanlega
upp á yfirborðið. Fyrir og eftir er
sálfræðileg spennumynd gerð á eink-
ar skynsömum nótum, lágstemmdum
og alvarlegum og raunsæum og án
þess að væmni fái svigrúm til að
setja mark sitt á leikinn.
Schroeder hefur áður fjallað af
óvenju skýra innsæi um venjulegt
fólk sem stendur frammi fyrir hinu
óhugsandi og verður á einhvern hátt
að bregðast við því. Hann er líka fær
í að stýra leikurum. Allar persónur
myndarinnar telja sig vera að gera
það eina rétta þótt það stangist á
við álit annarra og leikurinn mótast
af því. Streep gerir enn einu tárfel-
landi móðurhlutverkinu skil af sinni
tæknilegu fullkomnun. Neeson
stjórnast af eðlisávísun dýrsins í bar-
áttunni við að vernda son sinn hvað
sem það kostar. Furlong sýnir vel
hvernig sonurinn lítur til föðurins
eftir leiðarljósi.
Fyrir og eftir er öðruvísi og ítar-
legar hugsuð en venjuleg spennu-
mynd. Hún krefst þess að áhorfand-
inn taki afstöðu, sem er meira en
hægt er að segja um megnið af saka-
málamyndum dagsins.
Arnaldur Indriðason
Frá sagnaþáttum tíl
heimildaskáldsagua
BOKMENNTIR
Frædirit
íslenskar heimildabókmenntir:
Athugun á rótum íslenskra
heimildaskáldsagna eftir Magnús
Hauksson. Bókmenntafræðistofnun
Háskóla íslands, Studia Islandica
52., 1996 - 251 síða.
BÓKMENNTASAGAN einkenn-
ist af þröngu vali sem ákvarðar
hvaða höfundar og verk lifa og
hveijir verða gleymskunni að bráð.
Hinn mexíkóski hattur þagnarinnar
varpar skugga á fylgsnamenn og
konur sem hin fræðilega hugsun
hefur veigrað sér við að taka á.
Sagan er í raun sett saman úr örfá-
um einstaklingum - einkum af karl-
kyni - sem í krafti „snilldar", inn-
sæis eða trúarhita hafa ekki sokkið
til botns. Orðræðum fortíðarinnar
er þannig mismunað á afar reglu-
bundinn hátt sem stjórnast af við-
horfum manna til skáldskapar og
sannleika á hverjum tíma. Af ein-
hveijum ástæðum hefur alþýðleg
sagnaritun svokölluð ekki verið fyr-
irferðarmikið viðfangsefni fræði-
manna þótt ljóst megi vera að hún
hefur átt töluverðan þátt í því að
móta viðhorf okkar til fortíðarinnar.
Það viðhorf birtist ef til vill í nokk-
urs konar leit að annarleika sem á
einhvem hátt festir okkar eigin
hugsun í sessi og setur mark sitt á
skáldskap um söguleg efni á síðustu
áratugum þar sem valdið er í lykil-
hlutverki - vald sem var oftar en
ekki grimmt á annan hátt en það er
í dag en virðist að einhveiju leyti
vera samofið eðli frásagnarinnar.
í riti sínu íslenskar heimildabók-
menntir fjallar Magnús Hauksson
um bókmenntagrein sem hingað til
hefur lítill gaumur verið gefinn og
fremur verið viðfangsefni sagnfræð-
innar en bókmenntafræðinnar.
Hann leitast raunar við að sameina
greiningarhugtök þessara tveggja
húmanísku fræðigreina til að varpa
ljósi á rit sem standa á mörkum
skáldskapar og sagnfræði. Til
grandvallar rannsókninni liggja
Sagan af Natan Ketilssyni eftir
Gísla Konráðsson, Saga Natans
Ketilssonar og Skáld-Rósu og Sagan
af Þuríði formanni og Kambráns-
mönnum eftir Brynjúlf Jónsson frá
Minna-Núpi, Rauðamyrkur eftir
Hannes Pétursson, Tyrkjaránið eftir
Jón Helgason, Dómsdagur og Bókin
um Daníel eftir Guðmund Daníels-
son, Haustskip og Falsarinn eftir
Björn Th. Bjömsson og loks Yfir-
valdið eftir Þorgeir Þorgeirsson.
Bókin skiptist í þijá meginhluta
þar sem fyrst er ákvörðuð merking
hugtaka á borð við frásögn, skáld-
sögu, sagnfræði, dókúmentarisma,
heimildaskáldsögu, alþýðlega
sagnaritun og sagnaþátt og afstaða
þeirra til hvers annars rædd. í síð-
ari hlutunum tveimur era formleg
og hugmyndafræðileg einkenni ein-
stakra verka athuguð, alþýðlegra
sagnarita í þeim fyrri og heimilda-
skáldsagna í þeim síðari. Tilgangur
Magnúsar er að kanna samband
þessara bókmenntagreina, hvort
flokka megi alþýðleg sagnarit frá
síðustu áratugum undir dókúment-
arisma ellegar hvort íslenskar heim-
ildaskáldsögur hafi í raun inótast
að einhverju leyti af alþýðlegum
sagnaþáttum í Ijósi hinnar löngu
hefðar hérlendis fyrir bókmenntum
sem liggja á mörkum sagnfræði og
skáldskapar.
Niðurstaða Magnúsar kemur ein-
hvern veginn ekki á óvart, það er
að segja sú að hin alþýðlega sagna-
ritun hafí verið að mótast allt fram
á þennan dag og heimildaskáldsög-
urnar séu hlekkur í þeirri þróun
fremur en einhlítt viðbragð við
dókúmentarisma sjöunda áratugar-
ins á Norðurlöndum og í Þýska-
landi, þótt áhrifa hans gæti vissu-
lega í verkum Þorgeirs, Björns og
Guðmundar. í því samhengi skipta
hugmyndaleg einkenni ekki hvað
minnstu máli, eins og Magnús bend-
ir á, til að mynda sú staðreynd að
samfélagsgagnrýni beinist að svip-
uðum þáttum í báðum greinunum:
að fletta ofan af ómannúðlegu rétt-
arfari. Öfugt við hin dókúmentar-
ísku verk sem höfðu brennandi
málefni samtíðarinnar að viðfangs-
efni leita höfundar íslenskra heim-
ildaskáldsagna aftur í fortíðina og
fylgja þannig hefð hinnar alþýðlegu
sagnaritunar þar sem alla jafna er
fjallað um afbrot, örlög sakafólks,
dómsmál, morð og lifsbaráttu ís-
lenskrar alþýðu. Áherslan er lögð á
að segja sögu einstaklingsins sem
berst við réttvísina í formi óviðráð-
anlegra örlaga sem vonlaust er að
hnika. Heimildaskáldsögurnar
greina sig frá hinum eldri sagnarit-
um manna eins og Gísla Konráðs-
sonar og Brynjólfs frá Minna-Núpi,
sem fyrst og fremst voru að halda
fróðleik urn atburði og einkennilega
menn til haga, með því að meira
er lagt upp úr eigindum skáldskap-
arins og listrænum búningi, sagt
er frá því sem hefði getað gerst,
skáldað er upp í þagnir heimild-
anna. Um leið veita höfundar þeirra
sér svigrúm til að koma ákveðinni
heildarhugsun eða hneigð á fram-
færi líkt og Þorgeir gerir í Yfírvald-
inu, þar sem markmiðið er þjóðfé-
lagslegt, að afhjúpa misrétti og
andstæður auðs og örbirgðar, valda
og áhrifaleysis í samfélaginu. Gagn-
týnin beinist ekki aðeins að óper-
sónulegu kerfí réttarfarsins heldur
að handhöfum valdsins. I þessari
hneigð greinir Magnús hugmynda-
leg áhrif frá erlendum dókúmentar-
isma enda er niðurstaða hans sú að
í sögu Þorgeirs sé að finna skörp-
ustu þjóðfélagsgagnrýnina af þeim
verkum sem hann fjallar um og að
saga einstaklingsins í anda alþýð-
legra sagnarita setji einna minnst
mark sitt á hana af íslenskum heim-
ildaskáldsögum.
Út úr verki Magnúsar má lesa
ákveðna þróun frá alþýðlegum
sagnaþáttum til heimildaskáld-
sagna; þróun sem hann byggir á
hugmyndum um mörk skáldskapar
og sagnfræði, formleg einkenni, frá-
sagnarhátt, viðhorf til sanhleika og
heildarhugsun, svo nokkuð sé nefnt.
Um er að ræða þróun frá því að
segja sögu burtséð frá hugmynda-
legri eða samfélagslegri merkingu
hennar til frásagnar sem lýtur þeim
lögmálum sem kennd eru við skáld-
skap. Þannig staðsetur hann verk
eins og Rauðamyrkur Hannesar
Péturssonar á mörkum eldri sagna-
þáttahefðar og skáldskapar og telur
Tyrkjarán Jóns Helgasonar uppfylla
öll formleg einkenni heimildaskáld-
sögunnar en greina sig frá lungan-
um af dókúmentarískum verkum að
því leyti að samfélagsleg ádeila eða
afhjúpun sé ekki markmið verksins.
Falsara Björns Th. Björnssonar seg-
ir hann vera nær því að vera „hrein“
skáldsaga en Haustskip sama höf-
undar. Hugmyndir um slíka þróun
geta verið varhugaverðar þar sem
þær byggja oftar en ekki á rótgrón-
um hugmyndum sem gera skáld-
skap nútímans sjálfkrafa hærra
undir höfði en eldri skáldskap; eldri
form og viðhorf verða „vanþróaður"
undirbúningur fyrir nýlegri verk
sem falla að leiðarljósi ákveðinnar
fræðikenningar eða flokkunar. í
stað þess að kanna hvort Saga
Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu
falli að skilgreiningu á heimilda-
skáldsögum er vænlegra að glíma
við verkið á þess eigin forsendum,
sem afsprengi þjóðlegrar sagnarit-
unar sem rætur sínar á allt aftur í
miðaldir, eins og Magnús bendir
raunar réttilega á. Á móti kemur
að kosturinn við verk Magnúsar er
að hann gengur ekki of langt í því
að heimfæra erlenda strauma í
heimildabókmenntum upp á íslensk
rit enda gerir hann ágætlega grein
fyrir áhrifum alþýðlegrar sagnarit-
unar á heimildaskáldsögurnar.
Greining Magnúsar á sagnaþátt-
um og heimildaskáldsögum er í
flesta staði ítarleg og vönduð, flokk-
un verkanna er vel rökstudd og
fræðilega ígrunduð. Galli greining-
arinnar er helst sá að hún er ákaf-
lega hefðbundin, ef svo má segja,
þar sem mikil áhersla er lögð á form-
ræna þætti verkanna. Vænlegra
hefði mér fUndist að gera enn skarp-
ari atlögu að hugmyndaheimi ís-
lenskra heimildabókmennta, I ljósi
þeirrar sérstöðu sem þær hafa gagn-
vart dókúmentarismanum. Þá hefði
mátt leita svara við þeirri spurningu
af hveiju fortíðin er í ríkari mæli
viðfangsefni íslenskra heimildabók-
mennta (burtséð frá þeirri goðsögn
Björns Th. um að við séum tímalaus
þjóð) og um leið skýra þá hug-
myndafræðilegu þversögn sem sam-
kvæmt Magnúsi einkennir heimilda-
skáldsögumar og yngri sagnaþætti
og felst í því einstaklingurinn sé í
þessum verkum í senn máttlítill leik-
soppur yfirvalda eða náttúrufars og
hetja sem á það undir eigin seiglu
og lífsþrótti hvernig honum farnast.
Með slíkri athugun hefði mátt kafa
dýpra í viðhorf okkar til sögunnar
eins og það birtist í heimildaskáíd-
sögum og sagnaþáttum, nýjum og
gömlum, og varpa um leið ljósi á
þá tilhneigingu að gera söguna að
heldur óhrjálegum spegli sem við
hrökkvum undan og heillumst af á
sama tíma.
Eiríkur Guðmundsson