Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 52
HYUNDAI Hátækni til framfara Tæknival Skeifunnl 17 • Slmi 568-1665 MORGUNBIAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK m'ðjarðT^ SAUDI- ARABIA NIGER Samherji slítur sam- starfinu við Isberg SAMHERJI á Akureyri hefur nú slit- ið samstarfi sínu við fyrirtækið ís- berg í Hull. ísberg hefur undanfarin 10 ár selt mikinn hluta afurða Sam- herja, einkum sjófrystan fisk. Sam- herji hefur í hyggju að stofna nýtt fyrirtæki um sölu afurða sinna. Ekki er ljóst hvernig eignaraðild að því verður, en þó er ljóst að Sam- herji mun þar eiga meirihlutann. Ekki er ætlunin að leita samstarfs við önnur íslenzk físksölufyrirtæki. ísberg hefur séð um alla sölu á sjó- Ætlunin að stofna eigið sölufyrirtæki frystum flökum af skipum Samherja í Bretlandi og hefur sú sala vegið mjög þungt í heildarviðskiptum Is- bergs undanfarin ár. ísberg var upp- haflega stofnað til að selja ferskan fisk á mörkuðunum í Hull og Grimsby, en þau viðskipti hafa dreg- izt verulega saman undanfarin ár vegna minnkandi kvóta hér heima og lækkandi verðs á mörkuðunum ytra í kjölfar minnkandi eftirspurnar á fiski til frumvinnslu. Velta Samherja og dótturfyrir- tækja á síðasta ári var um 5,5 millj- arðar og er hún að mestu tilkomin vegna afurðasölu. Taki fyrirtækið yfrr alla sölu eigin afurða í framtíð- inni, verður þar líklega um að ræða fjórða stærsta útflytjanda íslenzkra sjávarafurða, miðað við verðmæti. ■ Samherji hf./Cl Gul gorma- dýr á dimission FRAMHALDSSKÓLANEMAR í skrýtnum búningum setja um þessar mundir svip á miðborg Reykjavíkur. Kennslu er að ljúka í skólunum og nemar efstu bekkja „dimittera", kveðja skól- ann áður en síðasta próflestrar- törnin hefst. Þetta unga fólk úr Menntaskólanum við Sund hafði búið sig í gervi geðgóða gula gormadýrsins úr bókunum um Sval og Val, sem hoppar á róf- unni og tjáir sig með orðunum „húba! húba!“ Reykjaneshryggur ^Rússi eyði- lagði troll íslensks togara PRYSTITOGARINN Baldvin Þor- steinsson EA varð fyrir verulegu tjóni, þegar rússneskur verksmiðju- togari eyðilagði veiðarfæri hans á úthafskarfamiðunum í fyrrinótt. Sá rússneski dró eigið troll þvert yfir troll Baldvins og klippti það hrein- lega aftan úr honum. Þorsteinn Vilhelmsson hjá Sam- herja, útgerð togarans, segir að tjón- ið sé mikið. Veiðarfæratjón sé ekki undir tveimur milljónum og þá sé tap vegna tafa frá veiðum ótalið. Þorsteinn segir framferði Rúss- anna hafa verið til mikilla vandræða í fyrra. „Varðskip verður að vera á svæðinu til að hafa eftirlit með því að fárið sé að alþjóðlegum siglinga- lögTjm. Við ætlum okkur að fara í þetta mál af fullri hörku. Það verður ekkert gefið eftir,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson. Trollið klippt/C3 Morgunblaðið/Kristinn Pílagrímaflug til Sádi-Arabíu takmarkað vegna heilahimnubólgufaraldurs Atlanta fækkar um eina vél ATLANTA-flugfélagið, sem annast pílagrímaflug frá Nígeríu til Jedda í Sádi-Arabíu, hefur orðið að finna annarri Boeing 747-þotu sinni, sem notuð hefur verið á flugleiðinni, önnur verkefni. Astæðan er sú að Sádi-Arabar hafa takmarkað píla- grímaflutninga frá fjórum múslima- ríkjum í Vestur-Afríku, þar á meðal Nígeríu, vegna mannskæðs heila- himnubólgufaraldurs, sem geisað hefur þar að undanförnu. Um 31.000 múslimar í Norður- Nígeríu höfðu bókað flug til Jedda í vor til að taka þátt í hinni árlegu pílagrímsferð, eða hajj; til Mekka, helgasta staðar islam, sem sérhveij- um múslima ber að heimsækja einu sinni á ævinni. Af þessum pílagrím- um átti Atlanta að flytja um þriðj- ung, eða tíu þúsund. Samið um minni pílagrímakvóta Heilahimnubólgufaraldurinn, sem geisar nú í Vestur-Afríku, er meðal annars tilkominn vegna mik- illa þurrka. Um 73.000 manns hafa veikzt og níu þúsund látizt frá því í janúar, þar af helmingurinn í Níg- eríu, samkvæmt tölum frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni, WHO. Ástandið er einna verst í borginni Kano, sem er einn af þremur áfangastöðum Atlanta í Nígeríu. Þar hefur ekki rignt síðan í októ- ber. Hinir áfangastaðirnir eru Kad- una og Sokoto. Sádi-Arabar tilkynntu á mánu- dag að vegna faraldursins fengju pílagrímar frá Nígeríu og ná- grannalöndunum Burkina Faso, Malí og Níger, ekki að koma til landsins. Síðdegis í gær greindi níg- eríska ríkissjónvarpið hins vegar frá því, að sögn fteufers-fréttastofunn- ar, að emírinn í Kabo-ríki, Ado Bayero, hefði flogið til Sádi-Arabíu og samið við þarlend stjórnvöld um að hægt yrði að halda pílagríma- fluginu áfram strax í gærkvöldi. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, sagði í samtali við Morgun- blaðið að emírnum hefði tekizt að semja um minni kvóta af pílagrím- um en áður hefði gilt. Atlanta yrði því að finna annarri þotunni, sem sinnt hefði pílagrímafluginu, ný verkefni og myndi hún fljúga fyrir franskt félag þar til ástandið í Níg- eríu breyttist. Starfsfólkið bólusett Arngrímur sagði að Atlanta myndi ekki tapa á þessum breyting- um. Hann sagði jafnframt að starfs- fólk félagsins í Nígeríu væri allt bólusett gegn sjúkdómum og væri því ekki í neinni smithættu. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu,“ sagði Arngrímur. Manna- bein við þjóðveg 1 Jökuldal Jökuldal. Morgunblaðið. MANNABEIN fundust við bæinn Hrólfsstaði á Jökuldal um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Ármann Halldórsson gröfumaður var á ferð á traktorsgröfu, þegar hann kom auga á beinin, þar sem þau liggja, rétt við þjóðveg- inn, skammt frá Sandhóli við Hrólfsstaði. Að sögn Ármanns var hann að keyra eftir veginum þegar hann sá hvítan blett í stóru flagi við veginn. Hann stopp- aði til að huga betur að þessu og sagði hann að þetta séu örugglega mannabein. Hann hefur fundið mannabein tvisv- ar áður þegar hann hefur verið að vinna á gröfunni, svo hann telur sig vera farinn að þekkja þau með nokkru ör- yggi. Að þessu sinni fann hann hauskúpu og lærleggi. Beinin koma í ljós nú vegna þess að ýtt hefur verið ofan af þeim þegar unnið var að vegagerð fyrir um það bil tveim árum. Síðan hefur blás- ið frá þeim og frost lyft þeim þar sem góð tíð hefur verið og snjólítið í vetur. Að sögn Guðmundar Óla- sonar, bónda á Hrólfsstöðum, liggur beinagrindin á bakinu um það bil í norður og suður, með höfuðið í suður. Segist hann álíta að þetta sé ekki maður er hafi orðið úti, því þetta sé rétt við gömlu þjóð- leiðina um Jökuldalinn. Þess vegna álítur hann að þetta sé frekar gröf eða kuml. Fólk frá minjasafni Austur- lands er væntanlegt á staðinn í dag til að kanna þennan fund nánar. Skulda- byrði heim- ilanna sex- faldast SKULDASÖFNUN íslenskra heimila hefur sexfaldast á und- anförnum 15 árum og er hlut- fall skulda af ráðstöfunartekj- um heimila hér á landi með því hæsta sem gerist innan ríkja OECD, eða 120%. f fréttabréfi verðbréfafyrir- tækisins Handsals kemur -m.a. fram að frá því í byijun 9. ára- tugarins hafí skuldir heimilanna vaxið úr 20% af ráðstöfunartekj- um í 120%, eða sexfaldast á fimmtán árum. Skuldir heimil- anna jukust um u.þ.b. 26 millj- arða króna á síðasta ári og námu 318 milljörðum í árslok. Ef litið er til vaxtaþróunar og lánskjara- vísitölu á síðasta ári samsvarar þessi aukning nokkum veginn til verðbóta og vaxtagreiðslna af lánum heimilanna. ■ íslensk heimili/15 MALI NIGERiA C uineuflói \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.