Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSLA UG JÓNSDÓTTIR + Áslaug Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 5. maí 1948. Hún lést í Reykjavík 5. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Bjarnadóttir, f. 23. júlí 1927,_ dóttir lijónanna Áslaugar Ágústsdóttur og séra Bjarna Jóns- sonar vígslubisk- ups, og Jón Eiríks- son, f. 29. septem- ber 1925, sonur hjónanna Maríu Bjarnadóttur og Eiriks Jónssonar járnsmiðs. Anna og Jón skildu og er núver- andi kona Jóns Áslaug Sigurð- ardóttir. Árið 1967 giftist Áslaug Gunnlaugi Stefáni Gíslasyni, myndlistarmanni, en þau skildu. Áslaug læt- ur eftir sig tvo syni, Bjarna, f. 10. nóvember 1982, faðir hans er Jón Rafn Jóhannsson, og Andrés Jón, f. 29. nóvember 1986, faðir hans er Esra Pétursson. Fyrst eftir að skólagöngu lauk starfaði Áslaug sem kortateiknari hjá Landmælingum Is- lands en árið 1981 hélt hún burtfarar- tónleika á píanó frá Tónlistar- skóla Garðabæjar. Að loknu prófi hóf hún störf sem píanó- kennari við sama skóla og kenndi þar allt til dauðadags. Utför Áslaugar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Sum blóm eru öðrum fegurri og skarta sínu fegursta Guði til dýrðar og öllum til yndis. Eðli slíkra skrautjurta er að vera viðkvæmari en lággróðursins í kalviðri og hreti mannlífsins. Vinkona mín, Áslaug Jónsdóttir, var slík skrautjurt í víngarði Skap- arans allra gæða og öllum til gleði. Hún var góðum gáfum gædd, mikl- um listrænum hæfileikum, fáguð í framkomu og kímnigáfan óbrigðul. En umfram allt annað var það hjartahlýjan sem streymdi út frá henni sem var öllum svo minnisstæð sem áttu því láni áð fagna að kynn- ast henni. Hún umvafði dregina sína tvo í þessari hjartahlýju svo einstætt má telja. Allt hennar líf snerist um það eitt að hlúa sem best að þeim og búa þeim öruggt heimili og því fylgdu miklar fórnir af hennar hálfu, hún lagði allt í sölurnar fyrir velferð þeirra. Um síðastliðin jól dvaldist hún ásamt þeim í Noregi og skömmu eftir heimkomuna veiktist hún af illkynja lungnasýkingu. Hún reyndi af veikum mætti að gegna starfi sínu við Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem hún hafði starfað um ára- bil sem píanókennari, en nú var þrek hennar að þrotum komið. ' Veikindi hennar ágerðust en hún hélt þeim leyndum fyrir okkur vin- um sínum með glaðværð sinni og elsku. Einungis örfáum dögum fyr- ir hið sviplega fráfall hennar heyrði ég hina þýðu og mildu rödd hennar hljóma úr símtækinu hinsta sinn. Þá gerði hún lítið úr veikindum sín- um og var full vonar. Vorið var í nánd og hún vænti heimsóknar unnusta síns frá Noregi og ferming eldri drengsins hennar stóð fyrir dyrum. Það sem lá henni þyngst á hjarta í þessu síðasta samtali okkar var það niðurlægingarskeið sem kristin kirkja hefur orðið að ganga í gegn- .um á umliðnum mánuðum, sú kirkja sem afi hennar, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, hafði þjónað af svo mikilli trúmennsku um áratuga skeið. Allt þetta mál hafði sært hana djúpum sárum enda var hún djúptrúuð í fyllstu merkingu þess orðs. Hún hafði einnig þungar áhyggjur af velferð drengjanna sinna. Hún stóð í sömu sporum og tugþúsundir annarra þegna þessa lands. Þrátt fyrir að hún legði sig alla fram við starf sitt hrukku laun- in ekki lengur til brýnustu nauð- þurfta. Mikil er ábyrgð þeirra þjóð- félagsafla sem í kalhyggju blindrar gróðahyggju höggva að rótum lífst- ilvistar þessa lands og við hljótum að biðja algóðan Guð að miskunna þeim. Áslaug mín. Eg veit að þær fimm vikur sem þú háðir vonlaust dauða- stríð þitt varst þú umvafin bænum hinnar stríðandi kirkju á jörðu og þetta samfélag mun halda áfram að biðja þess að þú fáir notið hins eilífa ásæis augliti til auglitis og ganga frá dýrð til dýrðar í hinni sigrandi kirkju á himnum, þess ásæis sem þú þráðir svo mjög og hinir heilögu feður lýsa með svo fögrum orðum og var þér svo hjart- fólgið. Nú er runnin upp stund skamm- vinns aðskilnaðar, tími djúprar hryggðar og saknaðar, en jafnramt hillir undir gleðiríka endurfundi. Líf okkar hér á jörðu er einungis skammvinn bið og við hlökkum öll til þess að hitta þig aftur glaða og káta í dýrðarlíkama upprisunnar. Ský hefur dregið fyrir sólu um stund en máttur páskaleyndar- dómsins hefur kennt okkur að horfa lengra og ofar. Að baki skýjanna heldur sólin áfram að ljóma í allri sinni dýrð. Sorgin og söknuðurinn eru vissulega mikil meðal fjölskyldu þinnar og vina, einkum drengjanna þinna og foreldra. Hversu huggun- arríkt er því ekki að sjá ljósið birt- ast í þessu myrkri í kærleika þeim sem frænkurnar þínar tvær í Star- haganum hafa auðsýnt drengjunum þínum með því að búa þeim nýtt heimili og umvefja þá í umhyggju sinni og blíðu. Kæra systir. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, þakk- læti fyrir vináttu þína sem var mér afar dýrmæt. Nú á kveðjustundinni kveð ég þig með orðum bræðra okkar og systra í frumkirkjunni þegar þau lögðu hina heilögu til svefns í katakombum Rómarborg- ar: Paz Tecum Filumena (Friður sé með þér, ástvinur). Megi Guð og Faðir Drottins vors Jesú Krists, okkar miskunnsami Faðir sem er Guð allrar huggunar styrkja okkur og alla sorgmædda. Hann, sem er uppspretta alls lífs. Sofðu vært, kæra systir, uns gleðidagur fullsælu hinnar miklu Sjödægrasólar ljómar af ásjónu þinni. Jón Rafn Jóhannsson. í dag verður jarðsungin frænka mín og vinkona Áslaug Jónsdóttir. Hún Iést á föstudaginn langa, dag- inn sem okkur fannst sem börnum svo óendanlegur og eyddum oftast saman. Við Áslaug vorum systk- inadætur og það var aðeins eitt ár á milli okkar. Við vorum því mikið saman strax í æsku en vináttan óx með aldrinum og síðustu 15 árin höfum við verið meira eins og syst- ur en frænkur. Við höfum deilt líf- inu, sorgunum og gleðinni. Ég naut þess að fylgjast með henni ná sér upp úr erfiðum veikindum og halda burtfararpróf í píanóleik. Hún var óvenju músíkölsk eins og margir aðrir í móðurljölskyldu hennar og þar að auki mjög listræn. Strax um fermingu var hún farin að mála myndir og teikna af mikilli snilld en tónlistin hafði betur og hún helg- aði sig henni. Henni fannst mjög gaman og gefandi að kenna á píanó og talaði oft um það hve mikið lán það hefði verið fyrir hana að fá starf hjá Tónlistarskóla Garðabæjar því það væri einstakur vinnustaður bæði hvað varðar vinnufélaga og nemendur. Ég naut þess einnig að fylgjast með henni á stærstu stundum lífs hennar þegar hún eignaðist dreng- ina. Hún var óvenjulega barngóð og á meðan heilsan leyfði var hún óþreytandi við að tala við þá og skemmta þeim. Hún fór með þá hvert sem hún fór og naut móður- hlutverksins betur en flestir. Hún hló og gladdist og drengirnir dáðu hana. Við erum lítil fjölskylda og á öllum hátíðum og tyllidögum komu Áslaug, drengirnir, pabbi hennar og Áslaug kona hans heim til mín og móður minnar og við gerðum okkur glaðan dag saman. Það liðu sjaldan margir dagar milli heimsókna og ef svo var þá var haft símasamband. Við fórum einnig víða saman með drengina, innanlands og utan, og endurminn- ingarnar eru margar og góðar. Síðast liðið sumar endurnýjaði Áslaug samband sitt við norskan vin sinn, Erling. Hún dvaldi með drengjunum hjá honum í Noregi um jólin og hlakkaði til að fara aftur og dveljast þar með þá í sumar í sól og blíðu. Áslaug var alin upp í mikilli guð- rækni og hafði alla tíð óbilandi trú á Guði og miskunnsemi hans. Sem leikmaður var hún einkar vel lesin í kristilegum fræðum og því meira sem hún las því meira styrktist trú- in. Við höfum öll misst mikið við fráfall Áslaugar en þó engir meira en drengirnir hennar, Bjarni og Andrés Jón. Ég og móðir mín þökk- um að Ieiðarlokum kærleikann og vinnáttuna og biðjum góðan Guð að blessa minningu Áslaugar. Inga. í dag er frænka mín, Áslaug Jónsdóttir, borin til grafar. Tónlist- in hennar er þögnuð og strengur er brostinn. Anna Bjarnadóttir móð- ir hennar og frænka mín hefur misst einkadóttur sína og drengirn- ir hennar, Bjarni og Andrés Jón, móður sína. Jón faðir Áslaugar og systir hans Helga og dóttir hennar Ingibjörg hafa misst mikið. Samúð okkar er með þeim öllum. I Lækjargötu 12b bjuggu afi okkar Áslaugar og amma og lang- amma líka. Þar fæddumst við þrjú barnabörnin á tæpum fjórum árum; fyrstur Bjami bróðir minn, svo ég og ári síðar Áslaug. Áslaug Jóns- dóttir fæddist 5. maí, skömmu áður en krían kom í Tjarnarhólmann, árið 1948. Áslaug var fallegt barn, það sáu allir og hún sýndi fljótt mikla hæfileika á flestum sviðum. Okkur systkinunum fannst hún gera allt best; að klifra, að teikna, að mála, allt. Tónlistargáfan sem fjölskyldan ræktaði með sér, og gengur stundum í arf, lenti hjá Áslaugu í ríkum mæli. Hún var líka hugmyndarík með afbrigðum og leikir hennar voru aldrei hversdags- legir. Hún lagði rækt við tónlistar- gáfu sínu - lærði á píanó eins og mamma hennar, amma hennar og langamma og varð píanóleikari. Hún kenndi á píanó um langt ára- bil. Og það hefur verið ánægjulegt að heyra það frá nemendum henn- ar, hvað þeim þótti vænt um hana og hvað þau mátu mikils og meta mikils leiðsögn hennar og stuðning. Það á reyndar ekki aðeins við um nemendur hennar heldur einnig for- eldra nemendanna, sem sakna hennar nú á þessum degi. í húsinu Lækjargötu 12b ólst Áslaug upp, fyrst hjá foreldrum sínum báðum - þar til þau skildu - og hjá afa og ömmu og langömmu, sem var fædd þjóðhátíðarárið 1874 og tengdi saman tímana tvenna eða þrenna. Allt var á sömu þúfunni; barnaskólinn handan götunnar, landsprófið fyrir utan svefnher- bergisgluggann, aðeins þröngt Vonarstrætið á milli. Engin fjar- lægð, nema helst upp í Tónlistar- skóla og einhvern veginn aldrei hægt að hverfa í fjöldann sem er þó svo nauðsynlegt. Og Áslaug þurfti svigrúm og andrými. Hún flutti snemma að heiman. Giftist Gunnlaugi Stefáni Gíslasyni list- málara 1967 og bjó þá um skeið í Hafnarfirði. Þau skildu nokkrum árum síðar og eftir það áttu þær meira og minna heimili saman þijár, Áslaug, mamma hennar og amma, þar til amma lést árið 1982. Áslaug eignaðist Bjarna eldri son sinn árið 1982 og varð hann sann- kallaður sólargeisli í lífi hennar. Og annan sólargeisla, hann Andrés Jón, eignaðist hún svo fjórum árum síðar. Áslaug var aldrei vel hraust eftir að hún komst á fullorðinsár. Það var þess vegna ekki alltaf einfalt að sameina starfið og listina og þær margbreytilegu skyldur sem fylgja lífi kvenna á okkar dögum. En son- um sínum var hún góð, skemmtileg og hlý móðir og við uppeldi þeirra naut hún stuðnings Onnu móður sinnar. Áslaug frænka mín fór ekki allt- af alfaraleið. En hún var eins og við hin hluti af fjölskyldu sem lengi bjó saman í húsi við Lækjargötu. Þegar amma okkar gekk til messu í Dómkirkjunni fengum við Áslaug stundum að trítla með henni. Sex fætur sáust undan möttlinum henn- ar og vegfarendur ráku upp stór' augu. En þannig áttum við einmitt lengi samleið framan af ævinni þar sem amma okkar og afi voru mið- punktur tilverunnar. Svo fórum við nokkuð hvor sína leið; vissum þó alltaf vel hvor af annarri. Að leiðar- lokum Áslaugar finnum við öll að við ættum kannski oftar að reyna að verða samferða. Áslaug Jónsdóttir frænka mín dó á föstudaginn langa - tæpum mánuði fyrir 48nda afmælisdaginn sinn. Þegar Áslaug fellur frá langt um aldur fram verður eftir hana stórt skarð í fjölskyldu okkar. Blessuð sé minningin um frænku mína Áslaugu Jónsdóttur. Guðrún Ágústsdóttir. Elskuleg vinkona mín Áslaug Jónsdóttir lést í Reykjavík 5. apríl. Minningar æskuáranna væru fá- tæklegar án Áslaugar, því við vor- um óaðskiljanlegar vinkonur öll æskuárin og fram til þessa dags. Áslaug ólst upp hjá móður sinni á miklu menningarheimili í húsi ömmu sinnar og afa í Lækjargötu 12b. í endurminningunni er æsku- heimili Áslaugar í Lækjargötu fullt af tónlist og blómum, Afi hennar, séra Bjarni Jónsson, gaf oft saman brúðhjón eða skírði börn í stofunni uppi á lofti og kona hans Áslaug spilaði sálmana á píanóið. Þegar fáir gestir voru viðstaddir sótti hún okkur vinkonurnar til að syngja með. Á milli heimila okkar var gott samband nágranna og við vinkon- umar gengum inn og út hvor heima hjá annarri. Leiksvæði okkar barnanna í mið- bænum var barnagarðurinn við Lækjargötu og tjörnin og umhverfi hennar og þar liðu dagarnir við leik. Á sumrin veiddum við hornsíli í Tjörninni og á veturna lékum við okkur á skautum. Áslaug var dug- legt og kraftmikið barn, ég gleymi aldrei af hve miklum ákafa hún lærði á skautum og ég held að hún hafí náð góðu valdi á þeim á einum degi. Sama var að segja um hjól- reiðamar, hún gafst ekki upp og lærði að hjóla á mettíma. Áslaug var einkabarn og heima hjá henni gátum við leikið okkur í öllu húsinu og gátum breitt úr okkur í dúkku- lísuleik án þess að fundið væri að. Áslaug var bæði falleg og greind og ófeimin. Ég var stolt af vinkonu minni, sem hafði svo marga hæfi- leika til að bera sem mig skorti. Áslaug ólst upp á tónlistarheim- ili og var mjög músíkölsk. Hún hóf snemma nám í píanóleik og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar vorið 1981. Hún starf- aði þar sem píanókennari síðan. Hún var góður og afar vinsæll kenn- ari, var vinur nemenda sinna og bar hag þeirra fyrir brjósti. Þau eru ófá bömin sem lærðu á píanó hjá Áslaugu og minnast hennar, ékki síst börnin mín tvö sem minnast hennar með þakklæti. Áslaug eign- aðist drengina sína tvo þegar hún var komin yfir þrítugt og frá þeim degi að hún varð móðir snerist líf hennar um börnin. Velferð þeirra var henni efst í huga og hún var óþreytandi að leika við þá og fylgj- ast með því sem þeir voru að fást við hveiju sinni. Eins og hjá öðmm einstæðum mæðmm var ærið nóg að starfa, að vinna fulla vinnu og hugsa um drengina. En með góðri hjálp Önnu móður hennar, föður hennar og fjöl- skyldu hans gekk það allt saman vel. Nú þegar Áslaug er farin, minn- ist ég með þakklæti vináttu okkar sem aldrei bar skugga á og bið Guð að varðveita hana. Drengjunum hennar, foreldrum og frænkum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Auður. Við Áslaug hófum okkar vinskap komungar. Hún var ekki nema þrettán ára og hálfgerður ærsla- belgur. Ég var sextán ára og þótt- ist vera fullorðin. Hún átti heima í tignarlegu gömlu timburhúsi við Lækjargötuna. Mér fannst það risa- stórt og dularfullt. Málverk þöktu veggina og aragrúi var af fjöl- skyldumyndum í fallegum gömlum römmum. Ég kunni sérstaklega vel við mig í þessu hefðbundna um- hverfi. Þarna bjuggu þrjár kynslóð- ir. Langamma bjó neðst. Hún var orðin öldruð en virðuleg_ og falleg í peysufötunum sínum. Áslaug var uppfull af fjöri og átti til að kippa í aðra fléttuna í stríðni þegar hún skoppaði um húsið. Mér fannst hún svo djörf. Það var alltaf svo gaman að heimsækja Áslaugu. Við sátum oft niðri í stofu og grúskuðum í lista- verkabókum sem voru fjölmargar á heimilinu og Auður nágrannakona og vinkona beggja slóst oftast í hópin, enda var það hún sem kom okkur saman. Þessi þrenning varð sterkari með árunum þótt við tvístr- uðumst í allar áttir. Fyrst Áslaug til Noregs. Síðan Auður til Þýska- lands í nokkur ár og svo ég til Bret- Iands þessi síðustu 25 ár. Anna móðir Áslaugar var líka hluti hóps- ins. Sérstaklega eftir að þær fluttu á Hjarðarhaga ásamt frú Áslaugu móður Önnu. Hún var ákaflega glæsileg og tignarleg kona. Var mikil virðing borin fyrir henni. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur og mikið rökrætt og hlustað á góða tónlist, enda skorti ekki hæfileikana á því sviði í fjölskyldunni. Oft snerist talið um framtíðina. En ekkert hefði getað undirbúið mig fyrir þennan snögga endi. Ef aðeins ég hefði getað verið með henni örlítið lengur. Við áttum svo margt eftir ósagt. Svo ótal margt ógert. En nú er tíminn runninn út. Of seint að segja henni hversu mik- ið eg mat okkar vinskap. Hvað ég fékk mikið út úr öllum þeim bókum sem hún gaf mér. Hve ég naut samvista við hana. Hvað það er erfitt að kveðja núna. Hve mikið ég finn til með þeim sem eftir standa. Vertu sæl, elsku Áslaug. Þú gleymist aldrei. Þín vinkona, Berta. Nú þegar sól hækkar á lofti og vorið er í nánd með nýju lífi og fuglasöng, daprast hjörtu náinna ástvina, samkennara og nemenda Áslaugar Jónsdóttur píanókennara. Hún lést að morgni föstudagsins langa, langt um aldur fram. Áslaug kynntist ég fyrst fyrir rúmum 20 árum er ég varð kenn- ari hennar í píanóleik. Hún var þegar komin vel á veg í listinni, hafði stundað nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík um nokkurra ára skeið, en gert hlé á náminu um stundarsakir. Tónlistargáfur henn- ar voru ótvíræðar, framfarir örar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.