Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Samtökin Friður 2000
Fjáröflun með Vík-
ingalottó á alnetinu
„VÍÐA erlendis þekkist fjáröflun
af svipuðu tagi og við töldum okk-
ur ekki þurfa heimild íslenskrar
getspár til þessa. Við munum að
sjálfsögðu leita eftir samþykki þar
ef ástæða er til,“ sagði Stefán
Pálsson, hjá samtökunum Friði
'ðOOO.
Samtökin ætla að hefja fjáröfl-
un á alnetinu um næstu mánaða-
mót, þar sem fólki um allan heim
gefst kostur á að taka þátt í Vík-
ingalottói og kostar hver röð 1 dal
eða um 67 krónur. Á sölustöðum
Víkingalottós hér á landi kostar
röðin 20 krónur og rynni mismun-
urinn, 47 krónur af hverri röð, því
til Friðar 2000.
Á heimasíðu fjáröflunarátaks
Friðar 2000 er boðin þátttaka í
lottói, sem rekið er undir opinberu
eftirliti. Hægt er að vera með fyr-
ir 1 dal eða meira og ef útvegaðir
eru fimm þátttakendur er boðin
ókeypis þátttaka.
Stefán Pálsson staðfesti að
Friður 2000 ætlaði sér að selja
Víkingalottó með þessum hætti.
Hann sagði að samtökin hefðu
ekki hafið sölu á alnetinu, því síð-
an væri enn í vinnslu. „Við ætluð-
um okkur að fara af stað um
næstu mánaðamót," sagði hann.
Aðspurður sagði Stefán að ekki
hefði komið til tals að selja miða
í öðrum lottóum eða happdrættum
á alnetinu. Kannað yrði hvort fjár-
öflunarstarfsemi af þessu tagi
samrýmdist lögum og reglum, en
Friður 2000 hefði farið af stað
með verkefnið í góðri trú.
„Við fréttum af þessu fyrir
skömmu og erum að kanna hvort
þessi fjáröflunarleið gengur á ein-
hvern hátt gegn okkar löglegu
starfsemi. Annað hef ég ekki um
málið að segja að sinni,“ sagði
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri íslenskrar getspár,
í samtali við Morgunblaðið.
ALLIR ÞURFA ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ
Viö leitum eftir vandaöri 90-100 fm íbúð til kaups fyrir
einn af viöskiptavinum okkar. Skilyröi aö eignin sé laus til
afhendingar fljótlega og engar viögeröir væntanlegar.
í boöi er allt aö 7,0 millj. kr. greiösla á árinu.
FASTEIGNAPJÓNUSTAN
552-6600
Verslunarhúsnæði óskast í Austurborginni
Leitum að góðu 200 fm verslunarhúsnæði á góðum stað í
Austurborginni með góðum bílastæðum t.d. í Skeifu, Fenjum,
Múlum eða Suðurlandsbraut til kaups eða leigu fyrir traustan
viðskiptavin.
%
Estee Lauder hafa upp-
götvað nýja áhrifamikla
lausn við appelsínuhúð.
ThighZone
Body streamlining complex.
Kynningartilboö í snyrti-
vöruversluninni Glæsibæ.
ThighZone 200 ml
Estee Lauder snyrtitaska með:
Beautiful ilmvatni 5 ml
Augnhreinsivökva 30 ml
Advanced night repair 7 ml
Resilience augnkremi
Maskara
Varalit
Hárbursta
Verð kr. 3.995,-
Báögjaíi verður í dag
og á morgun.
SNYihlVÖRUVERSLUNIN
( ,| l-.siftf
V n " lJj lj Mtni 568 5170
FRÉTTIR
MIKILL fjöldi háskólastúdenta var á fundinum með forsetaframbjóðendunum.
Fjölmenni á fyrsta
fundi frambjóðenda
Morgunblaðið/Ásdís
FORSETAFRAMBJÓÐENDURNIR Guðmundur Rafn Geirdal,
Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún Pétursdóttir á fundinum með
háskólastúdentum.
FÉLAG stjórnmálafræðinema
gekkst fyrir fundi með forsetafram-
bjóðendum í Lögbergi í gær, og var
þetta fyrsti sameiginlegi fundurinn
sem haldinn hefur verið með fram-
bjóðendum. Fundurinn var fjölsótt-
ur.
Yfírskrift fundarins var Forseta-
embættið og framtíðarsýn, og var
tilgangur hans að kynna fyrir há-
skólanemum þá frambjóðendur sem
gefið hafa kost á sér til embættis
forseta íslands, sýn þeirra á embætt-
ið og framtíðina.
Á fundinn mættu Guðmundur
Rafn Geirdal, Guðrún Agnarsdóttir
og Guðrún Pétursdóttir, en lesið var
bréf frá Ólafi Ragnari Grímssyni þar
sem hann tilkynnti að hann kæmist
ekki á fundinn þar sem hann hefði
bundið sig við aðra atburði á þessum
tíma. Auk þess væri hann þeirrar
skoðunar að eðlilegra væri og kurt-
eisi við þá frambjóðendur sem eftir
ættu að koma fram að bíða með
sameiginlega fundi frambjóðenda
þar til framboðsfrestur væri runninn
út og öll framboð komin inn.
Guðmundur Rafn Geirdal sagði
m.a. í framsöguerindi sínu að hann
teldi forsetaembættið nauðsynlegt
fyrir þjóðina þrátt fyrir aðrar skoð-
anir meðal háttsettra embættis-
manna í þjóðfélaginu. Frambjóðend-
ur hefðu fullt leyfi til að koma fram
með aðrar skoðanir en þær sem við-
teknar væru því á hverjum tíma
kæmu fram ný sjónarmið sem tækju
við af þeim eldri.
„Framtíðarsýn mín er að við þró-
umst og þroskumst sem þjóð á öllum
sviðum sem holl og uppbyggileg
geta talist og komumst upp úr ný-
ríkri neyslumenningu síðustu ára
yfir í þroskandi menningu framtíð-
ar, og ef vel fer gætum við jafnvel
látið okkur dreyma um hámenningu
líkt og við höfum sagnir um af
Grikkjum og Egyptum. Megi svo
verða,“ sagði Guðmundur Rafn.
Ekki táknræn tignarstaða
höggvin í stein
Guðrún Agnarsdóttir sagði m.a. i
framsögu sinni að sá forseti sem
yrði kosinn í júní þyrfti að hafa sýn
tii nýrrar aldar og taka þátt í því
að móta samfélaginu framtíðarsýn,
en það yrði ekki gert nema í sam-
vinnu og sátt við fólkið í landinu.
Hún sagði að margir þættir væru
nauðsynlegir til þess að styrkja ís-
lenskt samfélag, en mest um vert
væri ef til vill að þjóðinni iánaðist
að leggja þræðina saman og toga í
sömu átt en ekki að togast á, og
lagði Guðrún áherslu á mikilvægi
menntunar í þessu sambandi.
„Ég tel að embætti forseta íslands
sé ekki bara táknræn tignarstaða
höggvin í stein, en geti verið skap-
andi og frjór vettvangur til að móta
íslensku samfélagi framtíðarstefnu
og tryggja okkur sess í samfélagi
þjóðanna. Hver sá einstaklingur sem
gegnir því embætti getur sett sitt
svipmót á starfið og ef þannig fer
þá mun ég leitast við að gera það,“
sagði Guðrún Agnarsdóttir.
Fulltrúi fólksins
en ekki valdsins
Guðrún Pétursdóttir sagði erfitt
að spá um framtíðina því hún myndi
ráðast af framförum á sviði þekking-
ar og tækni, sem ekki væru fyrirséð-
ar. Lykiilinn að nýtingu þessa væri
góð menntun allrar þjóðarinnar. Hún
sagði m.a. að með síauknum sam-
skiptum við önnur lönd væri brýn
þörf á að íslendingar týndu ekki
niður samkenndinni og gerðu sér
grein fyrir hvað það væri að vera
Islendingur, og skylda væri að færa
þann menningararf sem fyrri kyn-
slóðir gættu og sköpuðu áfram til
næstu kynslóðar.
„Ég tel fulla þörf á því að þjóðin
eigi sér þjóðkjörinn fulltrúa sem sé
sameiningarafl og ekki bara samein-
ingartákn. Það er fulltrúi fólksins,
ekki valdsins, sem getur hvatt þjóð-
ina til áræðis og bjartsýni, hjálpað
til við að sækja út og verið verðugur
talsmaður lands og þjóðar bæði
heima og erlendis. Þannig sé ég fyr-
ir mér embætti forseta íslands,"
sagði Guðrún Pétursdóttir.
Að loknum framsöguerindum
beindu háskólanemar nokkrum
spurningum til frambjóðendanna og
m.a. var spurt hvort þeir gætu hugs-
að sér að beita málsskotsrétti for-
seta til þjóðarinnar samkvæmt
stjórnarskrá varðandi inngöngu í
Evrópusambandið.
Málskotsrétturinn
neyðarúrræði
Guðrún Agnarsdóttir sagði það
grundvallaratriði að þjóðin fengi
sjálf að taka ákvörðun um inngöngu
í ESB og málsskotsrétturinn væri
mjög mikilvægur, en hann væri
neyðarúrræði. Hún teldi að það ættu
að vera reglur eða ákvæði í lögum
sem veittu þjóðinni rétt til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um mikilvæg mál,
burt séð frá þessum varnagla sem
væri í höndum forseta.
Guðmundur Rafn tók undir að
koma þyrfti í lög einhvers konar
ákvæði til að þjóðin fyndi að hún
hefði beint vald, og ef þjóðin sjálf
vildi fá að taka þátt í ákvörðun
mála þá ætti hún að fá rétt til þess.
Guðrún Pétursdóttir sagði fjarri
því að þjóðin hefði fengið þær upp-
lýsingar um inngöngu í ESB að hún
gæti gert upp hug sinn í málinu.
Veija þyrfti opinberu fé til nauðsyn-
legrar kynningar og í kjölfar þess
teldi hún að bera ætti aðild að ESB
undir þjóðaratkvæði. Hún tók undir
að málskotsrétturinn væri neyðaúr-
ræði sem aldrei hefði verið beitt, en
benti á að stjórnarskráin væri ekki
marklaust piagg heldur grundvallar-
þáttur í því hvernig landinu bæri að
stjórna og þar væri þetta ákvæði sem
neyðarúrræði ef til kæmi.