Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TVIBENTU VOPNIBEITT DEILUR þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs hafa öldum saman tekið mið af hinu forna lögmáli auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. ísraelar hafa á undanförnum dögum haldið uppi hörðum árásum á skotmörk í suðurhluta Líbanon og Beirút. Með því eru þeir að svara eldflaugaárásum Hizbollah-skæruliða á Norður-ísrael. Gagnaðgerðir ísraela hafa hins vegar ekki verið einskorðaðar við bækistöðvar Hizbollah heldur hafa einn- ig beinst að sýrlenska hernum og óbreyttum borgurum. Hund- ruð þúsunda Líbana eru á flótta vegna sprengjuárásanna. Hin hörðu viðbrögð ísraelsstjórnar mælast vel fyrir hjá ísraelum og styrkja stöðu Shimon Peres fyrir væntanlegar þingkosningar. Peres hefur átt undir högg að sækja vegna sprengjutilræða Hamas og ljóst var að hann yrði að sýna fram á að hann hikaði ekki við að beita fyllstu hörku til að vernda hagsmuni og líf ísraelskra borgara, væri á þá ráðist. Hernaðarlegar hefndaraðgerðir eru tvíbent vopn. Þær kýnda undir hatri í garð ísraelsmanna meðal arabaþjóða og eru vatn á myllu öfgasamtaka á borð við Hizbollah og Ham- as. Það er sömuleiðis erfitt að réttlæta árásir á óbreytta borg- ara sem svar við árásum skæruliðahópa. Að auki grafa allar hernaðaraðgerðir í Mið-Austurlöndum undan þeim árangri sem þó hefur náðst í friðarviðræðum Israela og araba á síðustu árum. Á hinn bóginn er hægt að færa sterk rök fyrir því að harka- leg viðbrögð af þessu tagi séu eina færa leiðin til að bregð- ast við árásum skæruliðasamtaka. Liðsmenn Hizbollah, sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda, hafa fengið að starfa nær óhindrað í Líbanon og notað bækistöðvar þar til árása á ísrael um árabil. Sökin er því ekki síður þeirra er hafa skotið skjólshúsi yfir Hizbollah. í þeim efnum er varla hægt að sakast við stjórnvöld í Líbanon, er í raun ráða litlu í landinu. Mun frek- ar ber að líta til Sýrlendinga er líta á Líbanon sem eins kon- ar leppríki. Sýrlandsstjórn hefur undanfarið ár gefið í skyn að hún væri reiðubúin til friðarsamninga við ísraelsstjórn gegn því að ísraelar létu af hendi hernumin svæði í suðurhluta Líban- ons og Gólanhæðir. Sýrlendingar geta hins vegar ekki ætlast til einhliða tilslakana af hálfu Israela. Afstaða þeirra til starf- semi Hizbollah í Líbanon er því mikilvægur prófsteinn á raun- verulegan friðarvilja Assads Sýrlandsforseta. FISKRÉTTAVERK- SMIÐJA Á ÍSLANDI UM LANGT árabil hafa sjónir manna beinzt að fullvinnslu sjávarafurða til aukinnar verðmætasköpunar og aukinn- ar atvinnu. Islenzku sölusamtökin hafa um áratuga skeið rekið fiskréttaverksmiðjur erlendis og nú eru þær starfandi í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þróunin hefur hins vegar gengið mjög hægt hér innanlands. Viðhorfin hafa breyzt síðustu árin og fiskvinnslufyrirtæki eru byrjuð að framleiða fiskafurðir í neytendapakkningar í nokkrum mæli og frekara átak er framundan hjá nokkrum þeirra. Tvennt hefur orðið hvatning til viðhorfsbreytingar í þessum efnum, í fyrsta lagi stóraukið viðskiptafrelsi og í öðru lagi stórfelld aflaskerðing, sem kallar á aukin verðmæti hjá vinnslunni. Nú hefur Aflvaki sent frá sér áfangaskýrslu um könnun á byggingu fiskréttaverksmiðju hér á landi. Þar kemur fram, að raunhæfur kostur kann að vera að byggja slíka verk- smiðju, sem vinni úr 10-20 þúsund tonnum árlega og geti skapað 150-400 störf. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Is- lenzkar sjávarafurðir hafa fallizt á að ganga til liðs við Afl- vaka til að gera úttekt á því, hvort samkeppnisstaða og rekst- rarskilyrði sjávarréttaverksmiðju hér á landi standist saman- burð við það sem gerist erlendis. Það er til fyrirmyndar, að Aflvaki leiti eftir slíku sam- starfi við sölusamtökin, sem hafa mikla reynzlu af rekstri fiskréttaverksmiðja erlendis. Verði niðurstaðan jákvæð og íslandi í hag má búast við því, að þessi fyrirtæki og sam- starfsaðilar þeirra hafi forgöngu um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Mikið er í húfi, ekki aðeins verðmætasköpunin og atvinnan, heldur einnig samkepjinisaðstaða sölusamtak- anna og fiskvinnslufyrirtækjanna. I skýrslu Aflvaka kemur fram, að mjög mikil söluaukning á sér stað á Evrópumarkaði á tilreiddum fiskafurðum, eða 7,4% á ári, en hins vegar að- eins um 0,5% á ótilreiddum fiski. Reiknað er með að hlutfall tilreiddra fiskafurða muni nema um 60% um aldamót af heild- arsölu sjávarafurða. Til mikils er því að vinna. Hjúkmnarfræðingar víðs vegar að úr heiminum sátu í lok síðustu viku undirbúningsfund í Reykjavík fyrir ráðstefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem fjalla á um endurbætur í heilbrigðisþjónustu. Siguijón Pálsson ræddi við tvo hjúkrunarfræðinganna. Yfírhjúkmnar- fræðingur frá WHO segir mestu vandamálin í þessum efnum tengd fátækt og styrjöldum. Hinn viðmælandinn er frá Sarajevó og starfaði þar innilokuð í borginni öll stríðsárin. Hún kynntist hörmungum átakanna af eigin raun og lifði í stöðugum ótta við leyniskyttur. EITT af allra stærstu vandamálum, hvað varð- ar heilsu fólks í dag, er fátækt. Þetta segir dr. Miriam J. Hirschfeld, sem er frá ísrael og er yfirhjúkrunarfræðing- ur hjá Alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni (WHO). Hún segir ástandið í heilbrigðis- málum í heiminum víða mjög slæmt. Á hveiju ári deyi hátt í tíu milljónir bama vegna ófullnægj- andi heilbrigðisþjónustu og mikill fjöldi fullorðinna og aldraðra. „Yfir hálf milljón kvenna deyr árlega í tengslum við barnsburð, langflestar á fátækari svæðum heimsins. Þetta þýðir að meira en ein kona deyr á hverri mínútu vegna ófullnægjandi heilbrigðis- þjónustu. Næringarskortur veldur blindu og fólk deyr úr berklum og malaríu. Breytingar á mataræði og lífs- stíl í borgum með yfir tíu milljón- um íbúa, þar sem skortur er á hreinlæti en mikið af loftmengun og mengun í umhverfinu hefur einnig valdið mikilli aukningu í langvinnum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum og lungnasjúk- dórnurn," segir Miriam. Horft til Islands „Við lausn á þessum vandamálum horfum við meðal annars til íslands, sem hefur góða heilsugæslu og jöfn- uður ríkir; allir geta fengið að minnsta kosti grunnþjónustu í heil- brigðiskerfinu,“ bætir hún við. Það er skoðun Miriam að hjúkrun- arfræðingar þurfi að taka fullan þátt í endurbótum í heilbrigðiskerf- inu. „Það er hin sérhæfða þekking okkar og umhyggja fyrir veikari hópum þjóðfélagsins, sem við getum komið þar að. Við viljum beina at- hyglinni að atvinnulausum, innflytj- Island í forystu á ýmsum sviðum heilsuþjónustu Morgunblaðið/Ásdís MIRIAM J. Hirschfeld (t.v.) segir fátækt vera helstu orsök heil- brigðisvandamála í heiminum. Edina Djuiic (t.h.) starfaði sem hjúkrunarkona öll stríðsárin í Sarajevo í Bosníu. endum og flóttamönnum. Eins bein- um við sjónum okkar að hvernig hægt sé að tryggja að hjúkrunar- fræðingar séu nægilega vel und- irbúnir og að menntun þeirra sé eins og hún eigi að vera. Við horfum aftur til íslands sem mjög góðs dæm- is um hvernig eigi að gera þetta. ísland er leiðandi í því að bjóða ein- ungis upp á háskólamenntun, sem grunnmenntun fyrir hjúkrunarfræð- inga. ísland er einnig leiðandi í því að hafa hjúkrunarfræðinga í stjórn- unarstöðum, sem bera ábyrgð á skipulagi hjúkrunarþjónustunnar,“ bætir hún við. Hvernig verja á fjármagni Aðspurð hvort einhver sýnileg batamerki séu að verða í heilbrigðis- málum í heiminum segir hún að „sumt er aðeins að lagast, sérstak- lega ef litið er á tölulegar upplýs- ingar. Það fer að vísu eftir því um hvaða land er að ræða. Þar sem hefur ríkt stríð hefur ástand augljós- lega ekki skánað.“ „Þetta er siðferðisleg spurning um það hversu miklu ijármagni eigi að vetja til heilbrigðis- og menntamála og hversu miklu eigi að veija í hern- að. Víðast hvar hefur orðið aukning í hernaðarútgjöldum. Það skiptir líka máli hvernig peningunum, sem fara í heilbrigðiskerfið, er varið. Mestu fjármagni, sem varið er í heilbrigðis- kerfi á hvern íbúa er í Bandaríkjun- um en samt njóta þijátíu milljónir Bandaríkjamanna ekki heilbrigðis- þjónustu. Fátækustu lönd heimsins veija um 200 til 300 kr. á hvern íbúa á ári í heilbrigðiskerfið. Það er augljóslega ekki hægt að gera mikið fyrir þessa upphæð. í ríkum löndum eins og Bandaríkjunum er upphæðin vel yfir 100 þúsund krónum á hvern íbúa svo að bilið er stórt,“ segir Miriam J. Hirschfeld og segir grunnstefnu WHO vera aðgang að heilbrigðis- þjónustu fyrir alla. Viðtal við hjúkrunarfræðing á spítala í Sarajevo um stríðsárin og lífið eftir þau Án rafmagns, vatns og hita EDINA Djulic er ein af tæp- lega fjögur hundruð þús- undum, sem voru innilok- uð í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, öll árin, sem stríðið geisaði þar. Hún fékk að kynnast því hvern- ig er að lifa án vatns, rafmagns og húshitunar og í stöðugym ótta við leyniskyttur. Hún er yfírhjúkrunar- fræðingur á sjúkrahúsi í Sarajevo og starfaði þar öll stríðsárin. Ferð hennar til íslands á undirbúnings- fund hjúkrunarfræðinga fyrir ráð- stefnu Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar er fyrsta ferð henn- ar út fyrir Sarajevo síðan stríðið hófst fyrir um fjórum árum. Múslimi upp á vestrænan máta Edina er múslimi, en Sarajevo var umkringd stórskotaliðssveitum Serba. Þrátt fyrir að hún sé múslimi hagar hún sér á engan hátt öðru- vísi en aðrar vestrænar konur. Hún klæðir sig upp á vestrænan máta, fer út að skemmta sér, reykir og drekkur áfengi svo eitthvað sé nefnt. Hún segir að fólk hafí oft aðrar hugmyndir um múslima og verði undrandi þegar það komist að því að hún sé þeirrar trúar. „En við erum í Evrópu og högum okkur eins og Evrópubúar,“ segir hún. Vinnuálagið gríðarlegt Yfirhjúkrunarfræðingurinn segir það hafa verið hræðilega lífsreynslu að vera í Sarajevo öll stríðsárin. Vinnuálagið hafí verið gríðarlegt, en allir á spítalanum unnu launa- laust. „Birgðir sjúkrahússins voru mjög litlar og við urðum að treysta algjör- lega á utanaðkomandi aðstoð og gjafir. Leyniskyttur voru víða og margir féllu eða særðust af þeirra völdum. Stundum varð blóðbað og hundruð slösuðust eða létust og oft kom fyrir að látið fólk var inn á milli þeirra, sem komið var með á spítalann," segir Edina. „Á meðan á stríðinu stóð var enginn fastur vinnutími heldur unn- ið þegar þörf var á, stundum tvo eða þijá sólarhringa samfleytt," heldur hún áfram. „Á mínu sjúkrahúsi voru tólf sér- fræðingar í lýtalækningum þegar stríðið hófst. Þeir voru allir Serbar og síðasti þeirra yfírgaf sjúkrahúsið í júlí 1993. í staðinn kom aðeins einn sérfræðingur úr nálægri borg og eins urðu nokkrir læknanemar eftir. Hins vegar urðu um 70% hjúkrunarfræðinga eftir í sjúkra- húsinu," segir Edina og bætir við að 54 starfsmenn sjúkrahússins hafi látið lífið á vinnustað eða á leið til og frá vinnu, fallið fyrir hendi leyniskyttna. Sjálf þurfti hún að ganga yfir fimm kílómetra eftir vatni að loknum hveijum vinnudegi. Sprengjur í anddyrum húsa „í desember sl. komust friðar- samningar á og það sem mikilvæg- ast var; skothríðinni lauk. Sumir hlutar Sarajevo eru aftur komnir undir stjórn löglegra valdhafa og margir Serbar fóru þaðan. Við búum hins vegar við nýtt vandamá! núna; sprengjur voru skildar eftir mjög víða, bæði í húsum og eins jarðsprengjur. Maður verður því að vera mjög gætinn. Á hveijum degi slasast eða deyr einhver. Það eru til dæmi um fólk, sem flúði Sarajevo, er komið aftur, fer að skoða hús sín og heimili, opnar úti- dyrahurðina og við það springur sprengja. Að öðru leyti er ástandið að skána. Við höfum rafmagn núna, þótt það sé skammtað, þannig að ég get notað þvottavél, haft ljósin kveikt, stundum straujað en ekki eldað á eldavél. Einnig höfum við gas til að hita húsin með og annan hvern dag höfum við vatn. Á meðan á stríðinu stóð höfðum við ekkert rafmagn, ekkert vatn, ekkert gas til að hita húsin með og matur var af skornum skammti. Ekkert tré stendur eftir í Sarajevo, þau voru öll höggvin í brenni. Allt sem hægt var að brenna var brennt,“ segir Edina Djulic. Bjartsýni ríkir Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og óhugnanlega atburði segir Edina Djulic að menningarlífið hafi verið nokkuð öflugt. Leikrit voru sett á svið, bíóin sýndu myndir, endrum og sinnum voru listasýningar og eins hittist fólk í kjöllurum húsa til að skemmta sér. Edina á son, sem var fjórtán ára þegar stríðið byrjaði en er núna átján ára. Hún segir að þrátt fyrir stríðið hafi kennsla hald- ið áfram í kjöllurum húsa og sonur hennar hafi því ekki misst úr námi. „Staðan í dag er þannig að heil- brigðiskerfið í Bosníu á enn enga peninga sjálft og er því háð utan- aðkomandi aðstoð,“ segir Edina en hún hefur þó fengið laun greidd fyrir vinnu sína sl. þijá mánuði. Állir íbúar Sarajevo njóta heilbrigð- isþjónustu, sem Edina telur vera nokkuð góða og almennt segir hún fólk vera bjartsýnt á að friðarsamn- ingar haldi. Tillaga um endurskoðun á ákvæðum um biskupsembættið A FAR skiptar skoðanir eru meðal presta um vægi til- lögu séra Sigurðar Sig- urðarsonar vígslubiskups Skálholti um að nefnd er bjó í hendur Kirkjuþings frumvarp um „Stöðu, stjórn og starfshætti Þjóð- kirkjunnar“ endurskoði ákvæði frumvarpsins um embætti biskups ^slands. Tillagan var samþykkt á fundi presta. Séra Sigurður nefnir sérstaklega að mikilvægt sé að ákvæði um að biskup sé ávallt for- seti Kirkjuþings verði endurskoðað. Guðmundur Þorsteinsson, pró- fastur, sagðist telja að fundurinn hefði haft jákvæð áhrif. „Ég held að það hafi verið af hinu góða að menn fengu tækifæri til að segja hug sinn og einhvern veginn fannst mér umræðan færa menn meira saman en sundra þegar á leið,“ sagði hann. Gagnrýni á að ekki skyldu bornar undir atkvæði aðrar tillögur en séra Sigurður var borin undir Guðmund. „í lýðræðisþjóðfélagi ræður meirihlutinn alltaf. Einhveij- um fannst eðlilegt að fara út í alls- heijaratkvæðagreiðslu um biskup- inn en aðrir voru á móti. Nú, þeir sem voru á móti voru í meirihluta og við því var ekkert að segja eða gera,“ sagði hann. Guðmundur sagði greinlegt að staða biskups hefði styrkst eftir fundinn. „Þeir voru í miklum meiri- hluta sem vildu ekki, sem hefði ver- ið mjög slæmt mál, fara að hafa skoðanakönnun um hvort hann ætti að sitja eða sitja ekki,“ sagði hann. Um tillögu Sigurðar sagði Guð- mundur að nefndin ætti eftir að taka frumvarpið fyrir og því væri ekki hægt að segja fyrir um niður- stöðuna. Hins vegar væri alveg inn myndinni að eitthvað af fjármála- vafstri væri létt af biskupnum. Séra Flóki Kristinsson telur að fáir hafi áttað sig á því um hversu mikla tímamótatillögu sé að ræða. Ýmsir aðrir voru í samtali við Morg- unblaðið vantrúaðir á að nefndin gerði breytingar á frumvarpinu enda væri nánast um fullbúið frumvarp að ræða. Þorsteinn Pálsson, kirkju- málaráðherra, hugðist leggja frum- varpið fram í byijun árs. Ekkert varð hins vegar úr því, að því er heimildir Morgunblaðsins herma, vegna óróa í kringum deilurnar í Langholtssókn. Þótt meirihluti presta sé sammála um að hreinskilnislegar og þarfar umræður hafi átt sér stað á fund- inum er greinilegt að ákveðinn hóp- ur er ekki sáttur við að ekki skyldu bornar undir atkvæði tillögur vegna biskupsmálsins svokallaða á fund- inum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bar séra Sigfús J. Árnason fram tillögu um að fram færi póst- könnun meðal presta, könnun sem stjórn Prestafélagsins tæki mið af, um það hvort biskup ætti að sitja áfram, segja af sér tímabundið eða alfarið. í kjölfarið bar séra Jakob Ágúst Hjálmarsson fram van- trauststillögu á stjórn Prestafélags- ins og loks bar séra Halldór Gunn- arsson fram breytingartillögu við báðar tillögurnar. Breytingartillag- an fól í sér að stjórn Prestafélagsins yrði falið að óska eftir því við bisk- up að hann færi í leyfi tímabundið. Ekki virtist hins vegar vilji fyrir því að tillögurnar yrðu bornar undir atkvæði og drógu séra Sigfús og séra Jakob tillögur sínar til baka. Séra Halldór vildi ekki draga breytingartillöguna sína til baka og var ætlun- ________ in að bera tillöguna undir atkvæði fundarins. Áður en af því varð bar séra Þorbjörn Hlynur Árna- son hins vegar fram breytingartil- lögu við breytingartillöguna. Breyt- ingartillaga Þorbjörns Hlyns fólst í því að stjórn Prestafélagsins yrði falið að fara á fund biskups og kynna honum umræður fundarins. Eftir að samþykkt hafði verið að greiða atkvæði um tillögu Þorbjarn- ar Hlyns var efnt til fundarhlés. Að því loknu var tilkynnt að komið hefði Tímamóta- tillaga eða áhrifalaust plagg? * „Astandið í kirkjunni“ var yfirskrift fjölmenns prestafundar í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á mánudag. Þótt sjaldan eða aldrei hafi jafn- margir prestar talað af jafnmikilli hreinskilni um viðkvæm mál á fundum félagsins var aðeins samþykkt ein tillaga. Anna G. Olafsdóttir kynnti sér málið. Morgunblaðið/Kristinn SR. Bolli Gústavsson vígslubiskup kemur til fundarins á mánudaginn. Skiptar skoð- anir um vægi tillögunnar fram dagskrártillaga um að vísa til- lögunni frá og var dagskrártillagan samþykkt með um 50 atkvæðum gegn um 30 atkvæðum. Fundar- stjóri úrskurðaði að ekki yrði leyni- leg atkvæðagreiðsl þar sem um dag- skrártillögu væri að ræða en fram hafði komið ósk um leynilega at- kvæðagreiðslu. Valddreifing Fundurinn samþykkti tillögu séra Sigurðar Sigurðarsonar, vígslubisk- ups í Skálholti, um að beina þeim tilmælum til biskups Islands að hann kallaði saman nefnd þá er bjó í hend- ur Kirkjuþings frumvarp um „Stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunn- ar“ til að endurskoða ákvæði frumvarpsins um embætti biskups íslands í ljósi þess vanda sem biskupsþjónust- an hefði staðið frammi fyrir á liðnum vikum. Séra Sigurður sagði að meðal annars væri um að ræða endurskoð- un á því að biskup væri ávallt for- seti Kirkjuþings eins og segir í 19. grein frumvarpsins frá Kirkjuþingi 1995. „Hvort biskup er forseti Kirkjuþings eða ekki skiptir veru- legu máli vegna þess að þegar koma upp svona erfiðleikar eins og núna er ekki hægt að beita Kirkjuþingi í því af því að biskup er forseti þess. Ef hann kallaði Kirkjuþing saman til að ljúka málinu á einhvern hátt væri jafnvel möguleiki á því að hann yrði sakaður um að nota Kirkjuþing- ið í sína þágu. Staða biskupsemb- ættisins verður svo veik með því að hafa hann alls staðar báðum megin við borðið,“ sagði Sigurður og tók fram að biskup væri ekki aðeins forseti Kirkjuþings og heldur líka forseti Kirkjuráðs en í rauninni væri ekki hægt að hann væri hvort tveggja. „Hann er svo líka stjórnar- formaður stærstu sjóða kirkjunnar. Hér eru því mikil og sam- anþjöppuð völd á einni hendi og það hefur alltaf í för með sér hættuna á því að svona einvaldar eigi ekki í nein skjól að flýja. Með breyttum starfsháttum kirkj- unnar og auknu sjálfsforræði hefur okkur í raun og veru láðst að sníða biskupsembættið að því.“ Sigurður tók fram að tillagan snerist ekki um valdabaráttu heldur eðlilega valddreifingu og vísaði því á bug að meiri kostnaður yrði við sjálfstætt Kirkjuþing en Kirkjuþing yndir forsæti biskups. Viða í lútersk- um löndum eru kirkjuþing sjálfstæð, t.d. í Noregi og Svíþjóð. Ekki ágreiningur um klofning Sr. Flóki Kristinsson sagði að ef einhveijir hefðu gert sér vonir um ályktun frá fundinum hefðu þeir orðið fyrir vonbrigðum hvað það varðaði. „En það kom líka fram á fundinum að ákveðinn minnihluti vildi ályktun í eina átt og meirihluti gat hugsað sér ályktun í gagnstæða átt en hvorugt sjónarmiðið fékk framgang og það eru tíðindi. Önnur tíðindi eru í sjálfu sér þau að sjaldan eða aldrei hafa jafn- margir talað jafnopinskátt um eins viðkvæmt mál. En með jafnopinskárri umræðu um biskup ' hefur blettur fallið á áhrifavald hans. Ég hygg að það verði erfitt fyrir hann að stýra stofn- uninni með þann klofning sem stað- festur hefur verið gagnvart honurn," sagði séra Flóki. Séra Flóki vísaði því á bug að hægt væri að tala um sérstaka skipulega hreyfingu svokallaðra „svartstakka". „En þessi hópur, sem er þeirrar skoðunar að vandamál sé á ferðinni vegna persónu biskupsins, hann nær langt út fyrir þann hóp sem talað hefur verið um sem svart- stakka. Hægt er að sjá það á því að þegar atkvæðagreiðslan fór fram sem ýtti öllum tillögum útaf borðinu voru hlutföllin 40% og 60%. Ég er að tala um þannig klofningu en ekki eitthvert 20 manna svart- stakkafélag," sagði séra Flóki. Hann sagðist telja að umræðunni um persónu biskups væri lokið í bili af hálfu prestanna. „Ég held að menn átti sig alveg á því hvernig staðan er núna. Stór hluti, og kannski stærri hluti en menn höfðu haldið, er óánægður og vansæll og hefði gjarnan viljað að það hefði komist á vinnufriður í kirkjunni með því móti að biskupinn hefði dregið sig í hlé um stundarsakir en fékk því ekki til leiðar komið,“ sagði séra Flóki. Hann sagðist telja að tillaga séra Sigurðar Sigurðarsonar, sem sam- þykkt var á fundinum, væri tíma- mótatillaga. „Hún í raun og veru gengur út á að dreifa valdinu innan kirkjunnar sem hefur allt meira og minna verið hjá biskupnum." Aðeins kirkjumálaráðherra geti sagt biskupi til Séra Kristján Björnsson, sóknar- prestur á Hvammstanga, hefur sagt í grein í dagblaðinu Degi að eina leiðin til að ljúka biskupsmálinu væri að biskup hyrfi úr biskupsstofu. Eft- ir fundinn sagðist Kristján vera mið- ur sín. „Eini jákvæði afrakstur fund- arins fólst í því að hann gaf ákaflega skýra mynd af því hvað prestar halda og finnst að eigi að gera. Almenning- ur virðist hins vegar ranglega hafa bundið vonir við að prestamir gætu gripið inn í atburðarásina. Fundurinn sannaði nefnilega að fundur í Presta- félagi íslands er jafnófær og aðrar stofnanir kirkjunnar til að taka á máli Ólafs Skúlasonar eða æðsta embættismanns kirkjunnar. Prestar hafa enga möguleika á að segja hon- um til og í rauninni liggur fyrir eftir fundinn að kirkjumálaráðherra einn hefur vald til að segja honum til,“ sagði séra Kristján. Séra Kristján sagðist ekki vita hvað ylli því að meirihluti prestanna hefði ekki viljað álykta sérstaklega vegna biskupsmálsins. Ef til vill hefðu prestamir fundið fyrir vanmætti eða vildu halda nafni sínu fyrir utan erfiða umræðu. Hins vegar sagði hann að tillaga um endurskoðun á ákvæðum frumvarps um „Stöðu, stjórn og Mikil og sam- þjöppuö völd á einni hendi um starfshætti þjóðkirkjunnar" um emb- ætti- biskups gæti skapað jákvæða umræðu. Tillagan gæti haft í för með sér að biskup væri ekki alltaf sjálfkrafa í forsvari í öllum stjómum, ráðum og sjóðum eins og nú. Morgunblaðið sneri sér einnig til formanns og varaformanns Prestafé- lagsins, sr. Geirs Waage og sr. Bald- urs Kristjánssonar, en þeir vildu ekki tjá sig um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.