Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarstjórn hefur ekki markað stefnu varðandi sölu á hlutabréfum í ÚA Allt er betra en að halda fyrirtækinu í óvissu Listasafnið Mikil aðsókn á sýningar GREINILEGT er að sýningarnar tvær í Listasafninu á Akureyri, þar sem kvenlíkaminn er í öndvegi, höfða til bæjarbúa og gesta, en um 600 manns lögðu leið sína í safnið um heigina. Annars vegar eru sýndar á fjórða tug módelmynda eftir Gunnlaug Blöndal undir yfirskriftinni „Konan og nekt hennar" og hins vegar ljós- myndir eftir bandaríska ljósmynd- arann Bill Dobbins, en sýning hans ber yfirskriftina „Stálkonan". Stöðugur straumur „Það er alveg gríðarlegur áhugi á þessum sýningum," sagði Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. „Það var stöðugur straumur fólks á safnið alla helgina og biðröð um tíma upp stig- ann hérna hjá okkur. Það er greini- legt að þessar sýningar höfða til al- mennings, en ég geri ráð fyrir að næst á eftir sýningu á verkum Errós dragi þessar sýningar að sér flesta gesti.“ Sýningarnar í Listasafninu á Ak- ureyri standa til 30. apríi næstkom- andi, en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. ENGAR SKÝRAR línur um afstöðu bæjarstjórnar Akureyrar varðandi sölu á hlutabréfum sínum í Utgerð- arfélagi Akureyringa liggja fyrir aðalfund ÚA sem haldinn verður næstkomandi mánudag. Bæjarfull- trúar minnihlutans í bæjarstjórn telja miður að engar ákvarðandi liggi fyrir fundinum um hvað Akureyrar- bær ætli sér og segja bæjarstjórn valda félaginu mikilli óvissu. Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti að selja öll seljanleg hluta- bréf í eigu Framkvæmdasjóðs Ak- ureyrarbæjar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Oskað var eftir greinargerðum frá Landsbréfum og Kaupþingi Norðurlands um sölu hlutabréfa bæjarins í fyrirtækinu, þær bárust í mars og voru ræddar í bæjarráði í síðustu viku sem og einnig beiðni stjórnar ÚA um við- ræður um kaup á að minnsta kosti 10% af heildarhlutafé í félaginu. Bæjarráð frestaði að taka ákvörðun um söluna á fundinum. Úlfakreppa Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, sagði að mikill titringur hefði orðið eftir yfirlýsingu meirihlut- ans um að selja bréfm í ÚA, bæði meðal bæjarbúa og hluthafa. „Fólk hefur verið að bíða eftir hvað bæjar- stjórn ætlaði að gera í málinu og margir undrast að nánast ekkert hefur verið um málið raAt í bæjar- ráði. Við áttum von á að meirihlutinn kæmi fram með einhveijar hugmynd- ir um hvemig staðið yrði að málum og forseti bæjarstjórnar hefur lýst því yfir að lína bæjarstjómar yrði að liggja fyrir á aðaifundinum. Það er ljóst að engin slík lína verður kynnt á þeim fundi,“ sagði Sigríður og bætti við að fyrirtækið væri í úlfa- kreppu vegna þessa máls, erfitt væri að taka ákvarðanir varðandi rekstur- inn meðan óvissan ríkti. „Það hefur ekki verið mörkuð skýr stefna um eignarhald bæjarins í fyrir- tækinu og ekki verður hægt að upp- lýsa á aðalfundinum hver stefna bæjarstjórnar er,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, Sjáifstæðisflokki, og einnig að fulltrúi bæjarins á fundin- um myndi ekki tala í umboði bæjar- stjórnar. Hann nefndi að í skýrslum um sölu hlutabéfanna kæmi fram að hæst verð fengist yrðu þau seld á almennum markaði og í því lægju hagsmunir bæjarins til skemmri tíma litið en til lengri tíma væri farsælast að fyrirtækið efldist og dafnaði á Akureyri. „Það er allt betra en halda fyrir- tækinu í óvissu, en það er ekki við minnihlutann að sakast þó þessi staða sé nú uppi á borðinu," sagði Sigurður. Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki sagði brýnt að taka ákvörðun í málinu, því fyrr því betra og sjálfur hefði hann gjarnan viljað að ákvarðanataka væri að baki. Sín skoðun væri að bærinn ætti að selja bréfín, það væri heppilegast bæði fyrir bæinn og fyrirtækið. „Sé fyrir- tækið í úlfakreppu, þá er það ekki vegna þessa máls, það eru alvar- legri hlutir sem þar liggja að baki,“ sagði Guðmundur og benti á þá stað- reynd að sjávarútvegsfyrirtæki víða um land væru að skila hagnaði, sum umtalsverðum, en hið sama væri ekki uppi á teningnum hvað ÚA varðaði. „Ég get ekki séð annað en það sé beinlínis nauðsynlegt fyrir félagið að það skipti um eigendur, sem þá geta fært því eitthvað meira en bærinn gerir,“ sagði Guðmundur. Skíðastaðatrimm í Hlíðarfjalli Enn eitt bikarmótið flutt til Akureyrar SKÍÐASTAÐATRIMM - íslands- gangan 1996 fer fram í Hlíðarfjalli laugardaginn 20. apríl nk. og hefst gangan við Strýtu kl. 14. Þátttakend- ur geta valið um tvær vegalengdir, 5 eða 20 km. Skráning fer fram í Skíðahótelinu á keppnisdag milli kl. 12 og 13.30. Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir kepp- endur og kr. 500 fyrir aðra þátttak- endur en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Þá fer fram í Hlíðarfjalli um helg- ina bikarmót SKÍ í alpagreinum í flokki 13-14 ára pilta og stúlkna. Keppt verður í svigi og stórsvigi og hefst keppni kl. 10.30 laugardag og sunnudag. Bikarmót þetta átti að fara fram á Seyðisfírði en vegna snjó- leysis þar er það flutt til Akureyrar. Dalvík er varastaður fyrir mótið en þar er einnig snjóleysi. Það eru engu að síður Dalvíkingar, í samvinnu við SRA og starfsfólk Skíðastaða í Hlíðarfjalli, sem sjá um framkvæmd mótsins. Gert er ráð fyrir að um 150 keppendur mæti til leiks. Ketilshúsið Lesið í ísinn „LESIÐ í ísinn“ er heiti á sýn- ingu sem opnuð verður í Ketil- húsinu við Kaupvangsstræti næstkomandi laugardag, 20. apríl, kl. 14. Þar verða sýndir borkjamar úr Grænlandsjökli sem vísinda- menn á vegum Vísindasjóðs Evrópu boruðu árin 1990-’92. Djúpt í Grænlandsjökli leynast marghátt'aðar upplýsingar sem fram að þessu hafa verið huldar mönnum en líta nú fyrst dagsins ljós. I borkjörnunum má fínna mikið af upplýsingum um lofts- lag, veðurfar og atburði sem höfðu áhrif á Iíf fólks, dýra og jurta, s.s. eldgos, skógarelda, styrk geimgeislunar og fleira. Einnig um það hvemig maður- inn hefur bragðist við og haft áhrif á þróun náttúrannar. íslendingar áttu aðild að verk- efninu, en tveir íslenskir vísinda- menn tóku þátt í því fyrir ís- lands hönd og var annar þeirra, Sigfús J. Johnsen prófessor, stjórnandi boranarinnar. Menntamálaráðherra Dan- merkur opnar sýninguna að við- stöddum sendiherra Dana á Is- landi, menntamálaráðherra Is- lands og bæjarstjóra Akureyrar. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga og stendur til 28. apríl næstkomandi. Morgunblaðið/Kristján Adalfundur r Utgerðarfélags Akureyringa hf. verður haldinn mánudaginn 22. april 1996 í matsal félagsins og hefst kl. 16.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Arsreikningur fyrir árið 1995 liggur frammi á skrifstofu félagsins til sýnis á skrifstofutíma. Stjórn Útgeróarfélags Akureyringa hf. Agæt bleikjuveiði á Pollinum AKUREYRINGAR nota veður- blíðuna til útivistar og í gær var til að mynda hópur fólks að reyna við silung á stöng á Pollin- um, sunnan Leiruvegar. Afla- brögð voru ágæt og voru menn að fá allt upp í þriggja punda sjógenginn silung. Einnig var nokkuð um niðurgöngufisk en veiðimennir gerðu minna af því að hirða hann, enda er sá silung- ur frekar magur. Almennur félagsfundur í Útvegsmannafélagi Norðurlands verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 18. apríl, kl. 15.00, að Hótel K.E.A. Stjórn útvegsmannafélags Norðurlands. Formanna- fundur aldraðra LANDSSAMBAND aldraðra stend- ur fyrir formannafundi á Akureyri á morgun fimmtudag og á föstu- dag. Fundurinn sem fram fer í Húsi aldraðra hefst kl. 13 á morg- un. Fjölmörg erindi verða flutt á fundinum og á meðal fyrirlesara er Olafur Olafsson, landlæknir sem mun hefja sitt mál kl. 10 á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.