Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 7 FRÉTTIR SKÓLAHÚS í Ólafsdal. RIISHUS á Borðeyri. ROALDSBRAKKI á Siglufirði. 155 fengu styrki til viðhalds á gömlum húsum HÚSFRIÐUNARNEFND ríkisins hefur samþykkt styrkveitingar úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 1996. Veittir voru 155 styrkir samtals að upphæð 43.450.000 kr. aðallega til endurbyggingar og viðhalds gamalla húsa um land allt. Eftirtalin hús fengu slíkan styrk: Vesturgata 3, Hlaðvarp- inn, Reykjavík, byggingarár 1985-1903, Strandgata 49, Hafn- arfirði, 1907, Skólahús í Ólafs dal, Dalasýslu, 1896, Salthúsið, Þingeyri, byggt, 1787, Riishús, Borðeyri, 1862, Hildebrandtshús, Blönduósi, 1877 eða eldra, Ro- - aldsbrakki, Siglufirði, 1907, Jensenshús, Eskifirði, 1837 og Landlyst, Vestmannaeyjum byggtárið 1847. Húsfriðunarnefnd stjórnar Húsfriðunarsjóði en hlutverk sjóðsins er að veita styrki til við- halds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Enn- fremur til húsa sem hafa menn- ingarsögulegt eða Iistrænt gildi að mati nefndarinnar. Sjóðurinn styrkir einnig verkefni sem stuðla að rannsóknum á íslensk- um byggingararfi og útgáfu rita þar af lútandi. Formaður Húsfriðunarnefnd- ar er Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt. Framkvæmdastjóri Húsfriðunarnefndar er Magnús Skúlason, arkitekt. Styrkúthlutun kærð til Samkeppnisráðs HÓTELSTJÓRINN í Hótel Reyni- hlíð við Mývatn hefur óskað eftir því við Samkeppnisráð að það rannsaki hvernig staðið var að úthlutun á 20 milljónum króna úr ríkissjóði til að efla starfsemi heilsárshótela á landsbyggðinni. Samkeppnisráð hefur óskað eftir skýringum í þessum efnum frá samgönguráðuneytinu, en þriggja manna nefnd skipuð af sam- gönguráðherra úthlutaði fénu til nokkurra hótela á landsbyggð- inni. Pétur Snæbjörnsson, hótel- stjóri í Hótel Reynihlíð, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði farið fram á það við Sam- keppnisráð að það aflaði skýringa á því hvernig þessu fé hefði verið varið. Menn hefðu ekki haft jafna stöðu til að sækja um þetta fé. Ekki nema nokkrir útvaldir ein- staklingar í greininni hefðu vitað að þetta fé var til reiðu og aldrei hefði verið auglýst eftir styrkþeg- um, verkefnum eða nokkru öðru. Þannig hefði almennum fyrir- tækjum ekki verið gefinn kostur á að sýna hvað þau hefðu fram að færa og sækja um styrkveit- ingu. Vill frá rökstuðning fyrir styrkveitingum Hann sagði að þegar hann hefði frétt að búið væri að úthluta fénu án þess að honum hefði verið gefinn kostur á að sækja um það hefði hann farið fram á skýring- ar. Kæruna hefði hann sent inn til Samkeppnisráðs í marsmánuði. Hann vildi fá skilmerkileg rök fyrir því á hvaða grundvelli þau fyrirtæki hefðu verið valin sem hefðu fengið styrk. Frá hans bæjardyrum liti það þannig út að þessi þriggja manna nefnd hefði sest niður og valið lífvænleg hótel. „Ef það er mat yfirvalda að ég sé ekki með lífvænlegt hótel þá þarf ég náttúrlega einhverjar nánari skýringar á því vegna þess að ég tel mig hafa mjög lífvæn- lega einingu," sagði Pétur enn- fremur. Verðbréfasjóðir Lan dsb r éfa Hæsta ávöxtun verðbréfasjóða í 5 ár Samanburður á raunávöxtun innlendra verðbrétasjóða 1991-1995 Raunávöxtun á Vaxtarsjóðir Eignarskattsfrjálsir vaxtarsjóðir Skammtímasjóðir Langtímasjóðir 1991 1992 1993 1994 1995 ársgrundvelli sl. 5 ár* Röð KÞ Einingabréf 1 6,90% 6,90% 5,10% 3,30% 5,50% 5,53% 2 LBR íslandsbréf 7,90% 7,30% 7,80% 5,70% 5,60% 6,84% 1 1 VlB Sjóður 1 6,70% 6,80% 5,40% 5,30% 3,50% 5,53% 2 LBR Fjórðangsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 4,50% 7,45% C 11 LBR Launabréf - 8,40% 13,60% 5,80% 4,00% 7,88% 1 I VÍB Sjóður 2 7,17% 7,47% 10,14% 8,47% 4,76% 7,59% 2 KÞ Einingabréf 2 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 3,80% 6,10% 3 LBR Öndvegisbréf 7,10% 8,60% 14,60% 5,60% 3,30% 7,77% 1 | VÍB Sjóður 5 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 3,40% 7,12% 2 KÞ Skammtímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 4,80% 6,10% 1 LBR Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 4,30% 5,72% 2 1 LBR Þingbréf 7,70% 8,10% 21,70% 8,10% 6,80% 10,35% 1 LBR Sýslubréf 8,90% 1,40% -2,00% 20,40% 11,70% 7,80% H VÍB Sjóður 6 -7,00% -51,10% 61,80% 21,60% 34,40% 3,76% 3 Raunávöxtun verðbréfasjóða á ársgrundvelli 1991-1995 Allir innlendir sjóðir Raunávöxtun á ársgrundvelli Nr. Sjóður Fyrirtæki 1991-1995 1. Lingbréf Landsbréf t&35%H 2. laaunabréf1 JjjfH Landsbréf 7,88% 3. Sýslubréf Landsbréf 7,80% 4. Öndvegísbréf. Landsbréf ÆtKtKKá B 5. Sjóður 2 VÍB 7,59% 6. Fjórðungsbréf |f| Landsbréf 7,45% 7. Sjóður 5 VÍB 7,12% 8. íslandsbréf Landsbréf 6,84% 9. Skammtímabréf Kaupþing 6,10% 10. Reiðubréf Landsbréf 5,72% 11. -12. Einingabréf 1 Kaupþing 5,53% 11.-12. Sjóðurl VÍB 5,53% 13. Sjóðuró VÍB 3,76% Kb= Kaupbing hf., LBR * Landsbréf hf., VÍB = Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Fjárfestingarfélagið Skandia birtir ekki 5 ára ávöxtun. ‘Ávöxtun Launabréfa miðast við 4 ár (1992-1995). Heimild: Pcningasíða Morgunblaðsins, Kaupþing hf., VÍB hf. Ábending frá L-andsbréfum: Athugið: Munur á kaup- og sölugcngi sambærilegra verðbréfasjóða getur verið mismikill. Yfirlitinu er einungis ætlað að sýna samanburð á sögulegri ávöxtun verðbréfasjóða og á ekki að skoða sem vísbendingu um ávöxtun í framtíðinni. , LANDSBRÉF HF. Löggilt verðbrófafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANOSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, S!MI Ö88 9 200, B R E F A S I M I !. 8 8 8!. 9 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.