Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
HÓPUR að störfum vegna samstarfs Kjalamess- og Húnavatnsprófastsdæma 31. mars sl. á Staðaflöt
í Hrútafirði. Standandi f.v.: Karl Sigurgeirsson, Örn Guðjónsson, dr. Sigurður Árni Þórðarson,
Jóhann Pétur Herbertsson, sr. Bragi Friðriksson, sr. Baldur Rafn Sigurðsson og sr. Bjarni Þór
Bjarnason. Sifjandi f.v.: Sr. Sigríður Óladóttir, sr. Guðni Þór Ólafsson og Björk Jóhannsdóttir.
Samstarf prófasts-
dæma í Húnaþingi
Hvammstanga - Nú er í undirbún-
ingi samstarf milli prestakalla í
Kjalamess- og Húnavatnsprófasts-
dæma en stefnt er að miklum sam-
skiptum milli einstakra safnaða á
þessu ári og því næsta. Hugmyndin
kom fram hjá sr. Braga Friðriks-
syni, prófasti og presti í Garðabæ
og var kynnt á Héraðsfundi Húna-
vatnsprófastsdæmis á liðnu hausti.
Undirbúningsvinna hófst fyrri
hluta vetrar og nú eru hugmyndir
að taka á sig mynd. Prestaköll hafa-
verið valin saman og vinna þannig
saman prestaköllin á Hólmavík og
í Njarðvík, á Hvammstanga og í
Grindavík og loks Melstaðarpresta-
kall og Bessastaða- og Brautar-
holtsprestakall. Verkefnið nýtur að-
stoðar frá fræðsludeild þjóðkirkj-
unnar og fjárhagslegan stuðning frá
Héraðssjóðum. Skipulögð eru eftir-
talin verkefni.
Vordagar. Dagskrá í nokkra
daga, fyrir börn frá 3-4 ára aldri
og allt að fermingu. Hefð er fyrir
vordögunum í Kjalamessókn, en
ætlunin er að kynna starfið hér
nyrðra með heimsóknum og blöndun
þátttakenda. Dagskráin verður
syðra í 1. viku júní, e'n í 2. viku
júní nyrðra.
Unglingaskipti: Ungmenni frá
báðum prófastdæmum heimsækja
hvor aðra og vinna að verkefnum,
bæði verklegum og bóklegum.
Reiknað er með að í hópana bland-
ist nokkur skosk ungmenni. Verk-
efnið verður um miðjan júlí.
Heimsóknir 'eldri borgara: Eldri
borgarar að sunnan munu koma í
heimsókn norður og dvelja hjá sínu
samstarfssöfnuðum. Skipulögð
verður dagskrá og gagnkvæm
kynni.
Heimsóknir kirkjukóra: I októ-
berlok er síðan ráðgert að Kirkju-
kórar að norðan komi í heimsókn
suður og eigi helgi með kórfélögum
syðra. Ollum þessum samskiptum
mun ljúka með guðsþjónustu eða
helgistund.
A næsta ári er ákveðið að eldri
borgarar að norðan heimsæki söfn-
uði syðra og kirkjukórar að sunnan
komi norður.
Prófastarnir, sr. Bragi og sr.
Guðni Þór Ólafsson á Melstað, hafa
boðið hvor öðrum, með fylgdarliði,
að sitja sem gestir á Héraðsfundum
á þessu ári. Héraðsfundur verður
haldinn á Hvammstanga 31. ágúst
og í Garðabæ 28. september.
Allir aðstandendur þessa sam-
starfsverkefnis lýsa góðum vænt-
ingum um árangursríkt samstarf
og ekki veita af eftir þær þrenging-
ar, sem kirkjan hefur mátt þola á
liðnum mánuðum.
Morgunblaðið/Árni Helgason
NEMENDUR 4. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi sungu lög
frá Afríku og klæddu sig í samræmi við það.
Árshátíð Grunn-
skólans í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Árshátíð Grunn-
skólans í Stykkishólmi var haldin
28.og 29. mars sl.
Árshátíðin var tvískipt. Fyrst
komu yngri bekkirnir fram og
skemmtu fyrra kvöldið en þeir
eldri seinna kvöldið. Kennararnir
reyna að fá sem flesta nemendur
upp á sviðið og er það greinilega
auðveldara hjá þeim yngri. Eins
og svo oft áður var gaman að
fylgjast með yngstu nemendunum
því þeir voru svo einlægir og lifðu
sig inn í hlutverkin.
Dagskráin var fjölbreytt.
Seinna kvöldið var boðið upp á
kökuhlaðborð og komu nemendur
7. og 10. bekkjar með meðlætið.
Skemmtanirnar vuor mjög vel
sóttar og er talið að um 500 manns
hafi komið hvert kvöldið. Ágóðinn
af árshátíðinni fer i ferðasjóð 10.
bekkjar sem er að fara til Egtved
í Danmörku í skólalok og skíða-
ferðalag hjá 7. bekk sem fer í
Bláfjöll.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ÞRÖSTUR Ólafssn stjórnarformaður íslensks markaðar hf., t.v.,
afhendir Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra fjárframlag til
uppgræðslu. T.h. er Logi Ulfarsson framkvæmdasljóri.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Framúrskarandi
fyrirtækjum veitt-
ar viðurkenningar
Hellu - Á aðalfundi Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga, sem haldinn
var nýlega á Hvolsvelli, voru viður-
kenningarskjöl veitt til nokkurra
eftirlitsskyldra aðila, sem skarað
hafa framúr á sviði heilbrigðis- og
umhverfismála. Viðurkenningarnar
voru veittar í tengslum við verkefn-
ið ,,Hreint Suðurland“.
I flokki hótela og veitingahúsa
hlaut Hótel Edda á Kirkjubæjar-
klaustri viðurkenningu, í flokki
gistihúsa í Ferðaþjónustu bænda
þau Ragnheiður Björgvinsdóttir og
Hörður Kristinsson á Hunkubökk-
um í Skaftárhreppi, í flokki sund-
lauga hlutu viðurkenningu Sigriður
Vilhjálmsdóttir og Már Sigurðsson
fyrir sundlaugina hjá Geysi í Bisk-
upstungum, í flokki tjaldsvæða Ólöf
Benediktsdóttir fyrir tjaldsvæðið
Kirkjubæ II í Skaftárhreppi, í flokki
matvöruverslana matvörudeild
Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Á
sviði umhverfismála hlaut Sorpstöð
Rangárvallasýslu bs. viðurkenningu
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir
forgöngu í þróun umhverfismála á
Suðurlandi. í umsögn eftirlitsins
segir að áhersla sé lögð á fyrir-
byggjandi mengunarvarnir, mót-
taka spilliefna til förgunar og flokk-
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Rúllubaggaplast sem er urðað
á Sorpstöðinni, en það verður
síðar grafið upp og flutt til
endanlegrar förgunar eða
endurvinnslu.
un á úrgangsefnum og merkingar
á gámasvæðum séu til fyrirmyndar,
auk góðrar þjónustu við neytendur
í þessum málaflokki.
Morgunblaðið/Theodór
BJÖSSI smiður að leggja síðustu hönd á trébekkinn sinn við
Hyrnuna í Borgarnesi.
Fellur sjaldan verk úr hendi
Borgarnesi - Hann slær ekki
vindhöggin hann Björn Guð-
mundsson, kallaður Bjössi smið-
ur, þótt hann sé orðinn 85 ára
gamall og fluttur í þjónustuíbúð-
ir aldraðra í Borgarnesi. Hann
er óþreytandi að betrumbæta
umhverfi sitt.
Þegar hann átti heima í gamla
bænum niðri við sjó byggði hann
í frístundum upp leiktækjavöll á
Vesturnesi, við heimili sitt, sín-
um, sem hlaut nafnið Bjössaróló
og var víðfrægur enda einn sér-
stæðasti leikvöllur á landinu og
er hann enn við lýði.
Eftir að Bjössi flutti í þjónustu-
íbúðir aldraðra sem eru í fjölbýl-
ishúsi norðan við Hyrnuna, fór
hann fljótlega að smíða bekki og
smáhýsi á stærð við dúkkuhús,
þar fyrir utan. Nú hefur hann
fært út kvíarnar og þegar ljós-
myndari Morgunblaðsins kom að
honum nýverið var hann að ljúka
við smíði trébekkjar gegnt Hyrn-
unni. Kvaðst hann hafa fengið
leyfi hjá starfsmönnunum í
áhaldahúsi bæjarins (Borgar-
byggðar) til að setja bekkinn
þarna upp.
Kvaðst hann reyndar hafa sett
hann upp fyrr um daginn en þá
hefðu veðurguðirnir minnt ræki-
Iega á að þeir væru lifandi svo
hann hefði þurft að festa bekkinn
betur þegar lægði. Sagði Bjössi
að fólk þyrfti að hafa trébekki
til að silja á, það væri engum
bjóðandi að sitja á blikkbekkjum
eða grjóthörðum steinkubböld-
um.
íslenskur markaður hf.
Gaf milljón
til að stækka
Hagavatn
Keflavík - „Þetta er kærkomið og
jafnframt fyrsta framlagið sem
veitt er til þessa verkefnis og ég
vona að fleiri eigi eftir að fylgja í
kjölfarið,“ sagði Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri þegar hann tók
við framlagi frá íslenskum markaði
hf., einni milljón, til stuðnings upp-
græðslu á örfoka landsvæðum. Á
aðalfundi íslensks markaðar var
ákveðið að styrkja Landgræðslu
ríkisins með fyrrgreindu fjárfram-
lagi sem best væri varið til að
stækka Hagavatn í Árnessýslu
sunnan Langjökuls.
Við þetta tækifæri kom fram að
sérfræðingar landgræðslunnar
teldu að stækkun Hagavatns væri
árangursríkasta aðferðin til að
hefta sandok frá auðnum sunnan
Langjökuls. Þar væru einhver
stærstu uppblásturssvæði landsins
og vegna ágangs sandfoks frá
Hagavatni hefðu tilraunir með upp-
græðslu þar reynst árangurslitlar.
Sveinn Runólfsson sagði að vatn-
ið hefði grafið sér nýtt útfall og
hefði farið ört minkandi á und-
anförnum árum. Jökulleirinn á
botni þess væri uppspretta mikils
sandfoks og gróðureyðingar. Ætl-
unin væri að stífla útfallið og
hækka vatnsborðið til fyrra horfs.
Hagavatn væri nú um 5 ferkíló-
metrar en yrði 13 og væri áætlaður
kostnaður við verkið um 25 milljón-
ir.