Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 35
í kvöldrauð gljúfur hrynur dauðahljótt
hið hvíta ljós, er skein á runni og bárum.
Því vorið hefur mælt sér mót í nótt
við mánaskin frá löngu horfnum árum.
Og það er eins og elfan skipti um róm.
Svo ástúðlegum hreimi fossinn niðar
sem varist hann að vekja kvöldsvæf blóm.
Hann vill að jörðin njóti svefns og friðar.
Svo spegla hyljir heiði stjömumilt,
en handan vatnsins, lágt við fjallsins rætur,
er dalsins kirkja horfin hægt og stillt
í hljóðan skugga fjólublárrar nætur.
Og meðan rökkri reifast sofin jörð,
sem reikar dreymin meðal himinstjarna,
hún vakir hrum og heldur tryggan vörð
um hinzta náttstað þreyttra foldarbama.
Og ég er einn, og elfamiðinn ber
að eymm mér jafn rótt sem fyrsta sinni.
Með skynjun tveggja heima í hjarta mér
ég hverf á brott úr rökkurveröld minni.
Og seinna þegar mildur morgunn skín
á mannheim þar sem sálir strið sitt heyja,
mig skelfa engin sköp, sem bíða mín:
Þá skil ég líka að það er gott að deyja.
(Tómas Guðmundsson)
Elsku Sigurlaug mín, við þökkum
þér vináttu, umhyggju og traust
sem þú sýndir okkur á liðnum árum.
Þú hefur gefíð okkur margar dýr-
mætar minningar sem aldrei munu
gleymast.
Við vottum ástvinum þínum inni-
lega samúð okkar.
Eygló og fjölskylda.
Ótímabært andlát vinkonu
minnar, Sigurlaugar R. Karlsdótt-
ur, (Sillu) kemur mér til þess að
staldra við og láta hugann reika
aftur í tímann þegar við hittumst
í fyrsta sinn.
Það var fyrir þrátíu og fimm
árum að unnusti minn og síðar eig-
inmaður kynnti mig fyrir Sillu og
ungum manni, Páli B. Helgasyni
læknanema, sem stuttu síðar varð
eiginmaður hennar. Þessi fyrstu
kynni okkar þróuðust í trausta vin-
áttu sem hélst fram til hinstu stund-
ar. Já, það voru fjögur ungmenni
sem sátu saman yfir kaffibollum á
Gildaskálanum einn indælan vor-
dag, framtíðin brosti við okkur og
við vorum óhrædd að takast á við
það sem hún bæri í skauti sér.
Vissulega eru minningarnar
margar og ljúfar allar götur síðan
þá, eins og til dæmis á námsárum
Páls er þau bjuggu á Aragötunni
og Brekkustígnum í Vesturbænum
í Reykjavík. Elsta dóttirin, Arna
Hrönn, var fædd og litla fjölskyldan
undi sér í hlýlegum vistarverum þó
að þröng væru, en Silla var einstak-
lega lagin við að skapa fagurt
umhverfi í kring um sig. Hún var
mjög listræn og hafði yndi af söng
og fagurri tónlist. Hún lærði blóma-
skreytingar og starfaði um skeið á
því sviði og blómin hennar sýndu
þess merki hve vel var hugsað um
þau og jafnvel talað við þau.
Silla var listagóður kokkur og lék
öll matargerð í höndum hennar,
enda voru þau hjón gestrisin og góð
heim að sækja. Sérstaklega minnist
ég jólaboðanna góðu á glæsilegu
heimili þeirra í Garðabænum, en
þá buðu þau ættingjum sínum, vin-
um og börnum þeirra til veislu. A
heimili mínu var það ætíð tilhlökk-
unarefni að fara í þessi boð.
Silla stendur mér skýrt fyrir sjón-
um sem glæsileg kona, hlý og glað-
leg, hjálpsöm og uppörvandi við
vini sína. Upp í hugann kemur
minning um heimsókn til þeirra
hjóna til Hólmavíkur þar sem þau
dvöldust sumarlangt. Við gengum
saman út í bjarta sumarnóttina og
dáðumst að náttúrufegurðinni og
sólarlaginu og við fórum út í Gríms-
ey á Steingrímsfirði þar sem við
lágum í háu grasinu, horfðum á
skýjamyndirnar og lékum okkur
eins og börn. Þó að við höfum hist
sjaldnar hin síðari ár, hafa vináttu-
böndin aldrei slaknað og hennar
hlýi hugur til mín var alltaf hinn
sami, jafnt á gleði- sem sorgar-
stundum. Umhyggjusemi hennar
náði einnig til sona okkar hjóna og
barnabarna og minnast þau hennar
nú með þakklæti.
Nú, þegar leiðir skiljast um sinn,
er mér efst í huga þakklæti fyrir
góða viðkynningu við samferða-
konu sem auðgaði hverja samveru-
stund með kímnigáfu sinni og per-
sónutöfrum.
Eftir því sem árin líða fínnur
maður æ betur hve mikilvægt það
er að eiga góða vini, og þótt þeir
hverfi burtu af tilverusviði okkar
að geyma dýrmætu minningarnar
um þá í hjarta sér.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálitinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem flögruðu um mig,
þvi það voru allt saman orðlausir draumar
um ástina, vorið og þig.
(Tómas Guðmundsson.)
Páli og börnunum, systkinum og
öllum þeim, sem stóðu hjarta henn-
ar næst, votta ég innilegustu samúð
mína.
Inga María Eyjólfsdóttir.
Elsku Silla mín.
Fáein kveðjuorð.
Þegar lokastundin er liðin þá
finnur maður best hvað fölnar og
deyr og hvað lifir og veitir hugg-
un, gleði og hljóðan mátt. Mitt í
minningarathöfn frelsarans háðir
þú þitt lokastríð. Nálægð gæsku
og gleði, ræktun hugar og handar
var þér mikils virði. Það var svo
létt fyrir þig að bjóða fram aðstoð
þína, veitingar þínar, áheyrn þína,
tíma þinn, samverustundir á heim-
ili þínu.
Ríkulega veittir þú og hafðir
unun af. Hæfileikana barstu í sál
og sinni og færðir fram í fingur-
góma svo sem við viðkvæma græð-
linga og ungar plöntur þar til þau
voru orðin að fallegum blómum og
stórum tijám. Allt í einu hafðir þú
pijónað firn af örfínum borðdúkum
og naut ég þar af ríkulega. Blóma-
skreytingar á japanska vísu hafðir
þú lært og þar naut ég einnig af.
„Finnst þér hann ekki fallegur?"
spurðir þú um ótal hluti sem þú
áttir - gamlar grímur frá Afríku -
gamalt hljóðfæri - gamlan kistil.
Það var eins og þú sæir inn í tím-
ann og aftur í aldir í þínum gömlu
munum. Faðir þinn og móðir færðu
þér lífssýn til tveggja átta. Hann
til gömlu gildanna og sjálfstæðis
einyrkjans. Hún til framtíðar, fé-
lagslyndis og þess að gleðjast með
öðrum. Að gleðja aðra held ég raun-
ar að hafi verið þér lífsnauðsynlegt
næringarefni. Börnum þínum, öll-
um fjórum, komstu vel til manns
og það dái ég mest. - Gleðin bjó
hjá þér.
Seinna þegar fór að syrta að og
sorgin kom, þá virtist sú systirin
fá jafn ríkulegar veitingar og gleðin
hafði áður gefið.
Algóður guð, veittu dánum ró en
hinum líkn sem lifa.
Elsku Silla mín. Við vorverkin
verður gott að láta hugann reika
til þín.
Lóukvak og léttfætt
lömb á grundum
kalla hug minn heim,
á hljóðum stundum
hvíslar hjartað: geym
þann hreina söknuð.
Komið er kvöld um fjöll
og kyrrðin vöknuð.
(Snorri Hjartarson)
Krisljana Aðalsteins.
INGIGERÐUR
SIGMUNDSDÓTTIR
+ Ingigerður Sigmundsdóttir
fæddist í Reykjavík 10.
mars 1921. Hún lest á Sjúkra-
húsi Suðurnesja 23. mars síð-
astliðinn og fór útförin fram
frá Keflavíkurkirkju 29. mars.
Kær vinkona er látin eftir hetju-
lega baráttu við illvígan sjúkdóm.
Mig langar að minnast hennar með
nokkrum orðum. Árið 1940 var
Inga 19 ára og bjó í foreldrahúsum.
Hún var ljóshærð, grönn og falleg
stúlka og leit björtum augum til
framtíðar, þó ástandið í Evrópu
væri ekki .gæfulegt um þessar
mundir var ungt fólk uppi á Islandi
ekkert að velta sér upp úr því.
Kvöld eitt fór Inga á dansæfingu í
Kennaraskólanum með einhveijum
kunningjum og þar mætti hún ör-
lögum sínum. Hún hitti þar ungan
og myndarlegan mann, Hermann
Eiríksson frá Eskifirði, en hann var
þá nemandi við skólann. Svo fór
þetta eins og maðurinn sagði, „hann
sagði ekki neitt og hún sagði ekki
neitt, svo spannst þetta orð af orði“.
I stuttu máli sagt, þau urðu ást-
fangin, giftu sig. Þau fluttu til
Keflavíkur þar sem Hermann varð
kennari og síðar skólastjóri við
Barnaskóla Keflavíkur og einnig
varð hann skólastjóri við Iðnskólann
í Keflavík við stofnun hans 1943.
Þau stofnuðu heimili sitt á Hafn-
argötu 73 en fluttu seinna í Sóltún
1. Þau eignuðust fjögur mannvæn-
leg börn og bjuggu í hamingjusömu
hjónabandi alla tíð. Hermann var
vinsæll og virtur í sínu starfi. Inga
var heimavinnandi húsmóðir eins
og þá var títt. Hún var glaðvær og
rösk til allra verka. Heimilið var
alltaf snyrtilegt, góður matur á
borðum og heimilisbragurinn góður
og notalegur. Árin liðu, börnin fóru
að tínast að heiman og lítil barna-
börn fóru að skjóta upp kollinum,
eins og blóm í garði. Inga byijaði
að vinna í Ragnarsbakaríi þegar
fátt var orðið í heimili og vann þar
á meðan heilsan leyfði og líkaði þar
vel. En sorgin gleymir engum. Her-
mann féll skyndilega frá 58 ára
gamall og varð mörgum harmdauði
og mest sinni fjölskyldu. Ári seinna
giæindist Inga með krabbamein,
hún gekkst undir skurðaðgerð og
fékk bata. En tíu árum seinna vitj-
aði þessi vágestur hennar aftur og
varð nú skammt stórra högga á
milli. Hún fór í margar aðgerðir,
misstórar, en allt kom fyrir ekki.
Hún reyndi þó að lifa eðlilegu lífi.
Inga sá alltaf björtu hliðarnar á
tilverunni og kvartaði aldrei. Hún
flutti í fallega litla íbúð á Birkiteig
4, þar sem hún bjó síðustu 12 árin,
og undi vel sínum hag. Inga hafði
gaman af að ferðast, en hún var
einnig heimakær. Hún naut þess
að hafa fallega hluti í kring um sig
og að hlusta á tónlist. Við Inga
vorum búnar að þekkjast lengi, en
síðustu 20 árin leið ekki sú vika
að við hefðum ekki samband. Ég á
eftir að sakna hennar. En ég veit
að nú líður henni vel, hún er búin
að hitta Hermann og allt er gott.
Við Inga gerðum okkur margt
til gamans. Við fórum ofttil Reykja-
víkur þar sem við vorum báðar
fæddar. Við röltum um Laugaveg-
inn og miðbæinn og kíktum í búðir
og enduðum með að fara inn á
Lækjarbrekku og fá okkur eitthvað
gott að borða. Við fórum nokkrum
sinnum saman til útlanda ýmist
með öðrum eða einar. Einu sinni
lentum við í smá ævintýri, þegar
við fundum ekki hótelið okkar, en
það endaði nú allt vel.
Inga unni sinni fjölskyldu mikið
og fylgdist vel með öllum í fjölskyld-
unni. Hún fékk þessa ást líka endur-
goldna því að börnin, tengdabörnin
og barnabörnin létu sér afar annt
um hana, og eftir að sjúkdómurinn
ágerðist var hún umvafin ástúð
þeirra og einkadóttirin var vakin
og sofin við að annast móður sína
í síðasta sjúkdómsstríðinu. Einnig
má minnast á Margréti frænku
Ingu sem reyndist henni alltaf sem
besta systir.
Ég þakka vinkonu minni ára-
langa vináttu og bið henni guðs-
blessunar. Fjölskyldu hennar send-
um við hjónin okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fjóla Sigurbjörnsdóttir.
SIG URBJORN
EINARSSON
+ Sigurbjörn Einarsson var til útúrsnúninga ef þú varst ekki
fæddur í Reykjavík 6. april sammála. En slíkt var ávallt fljótt
1981. Hann lést í Laugaskóla í úr þér.
Sælingsdal 8. marz siðastliðinn í einu barst þú höfuð og herðar
og fór útförin fram frá Foss- yfir alla jafnaldra þína, en það var
vogskirkju 14. mars. í skák. Taflmennska virtist þér á
---------- einhvern hátt vera í blóð borin og
þú hafðir ótrúlega tilfinningu fyrir
Aðfaranótt 8. mars kvaddi Sigur- hægum og djúpum takti skákarinn-
björn Einarsson þennan heim öllum ar. Ófugt við flesta unglinga byggð-
til mikillar sorgar. Sigurbjörn var ir þú hægt upp stöður með þungri
mjög harður af sér þó að hann undiröldu. Þolinmæði, skipulagning
hafi gengið í gegnum marga og hagsýni einkenndu taflmennsku
hörmulega atburði. Hann var mjög þína. Þú varst bráðefnilegur skák-
duglegur og hafði ákveðin framtíð- maður og barðist alltaf til síðasta
aráform. Sigurbjörn kom í þennan manns.
skóla, heimavistarskólann að Laug- Þú varst ekki slakur námsmaður,
um í Sælingsdal, 4. september en hafðir hinsvegar vindinn í fangið
1995. Hann hafði mjög gaman af lengst af skólagöngu þinnar á
því að tefla og sat oft inni í herberg- Laugum. Nýsestur á skólabekk í
inu sínu og tefldi við okkur. Hann nýjum skóla koma tíðindin um lát
hafði einnig mjög gaman af því að móður þinnar. Á aðventu koma svo
spila fótbolta og gerði mikið af því. fréttir um að þú þurfir aftur til
Aðstandendum, vinum og öllum Svíðþjóðar til aðgerðar vegna þess
sem tengdust Sigurbirni á einhvern meins sem þú sjálfur barst.
hátt sendum við okkar dýpstu sam- Og þótt útkoman úr þeirri ferð
úðarkveðjur. hafi verið jákvæð þá var þannig
Bekkjarsystkini Sigurbjarnar í einhvernveginn farið að í hvert
8-9. bekk, Laugum, Dalasýslu: skipti sem námskúrfa þín var á
Fannar Guðbjörnsson, Guðrún uppleið urðu einhveijir atburðir í
B. Guðmundsdóttir, Hanna B. nánasta umhverfi þínu til að draga
Sigurðardóttir, Hanna V. Jó- hana aftur niður.
hannsdóttir, Ingibjörg D. Krist- h’ótt dvöl þín á Laugum hafi
insdóttir, Ingunn H. Gunnars- ekkl verið nema nokkrir mánuðir
dóttir, Kjartan Jónsson, María eru kynni fólks í heimavistarskóla
S. Guðbjörnsdóttir, Steinólfur ótrúlega mikil og náin. Þannig
Jónasson, Ægir Jónsson, Þóra varð fráfall þitt áfall fyrir öll skóla-
E. Valgeirsdóttir, Brynjólfur systkini þín og allt starfsfólk skól-
M. Georgsson, Einar H. Erl- ans; l,nánu °& smáu skólasamfé-
ingsson, Kristín Halldórsdóttir eins °& °kkar hér á Laugum
og Sturlaugur A. Stefánsson. verður nefnilega hver og einn svo
mikilvægur og sýnilegur. Þess
vegna verður skarð þitt stórt og
Guð gefur og Guð tekur. Senni- svo óbrúanlegt. Herbergi þitt er
lega verður maður aldrei eins nu fómlegt og skólaborðið autt.
áþreifanlega minntur á þessi sann- Þu mætir okkur ekki lengur á
indi eins og þegar einhver deyr göngum skólans, með hendur í
ungur. Sleginn yfir stuttri ævi, sleg- vösum, tilbúinn að spyrja og
inn yfir þeirri staðreynd að dauðinn spjalla. En sem síðasti umsjónar-
í öllum sínum myndum er einnig í kennari þinn gleðst ég yfir þeirri
nánasta umhverfi manns og sleginn staðreynd að nafnið þitt er enn í
yfir þeirri staðreynd að menn hafa bekkjarkladdanum og minning þín
mismikinn meðvind eða mótvind um enn 1 huga mínum.
ævi sína. Sviplegur dauðdagi Sigur- Eflaust hefur líf þitt beðið ákveð-
bjarnar Einarssonar er staðreynd, lð skipbrot við lát móður þinnar.
sem engan veginn er hægt að ganga Skyndilega varst þú orðinn sjóreka
framhjá, aðeins skoða og reyna að maður. Aðeins 14 ára gamall þurft-
draga lærdóm af. Sleginn og úr- ir þú að taka sundtökin og fleyta
ræðalaus stendur maður eftir eins Þer sjálfur. En þú hafðir landsýn
og illa gerður hlutur. °g oft á tíðum tókst þú hraustleg
Já, Sigurbjörn, við fráhvarf þitt ákveðin sundtök því á þurrt vild-
er eftir sár, sem aldrei grær um lr l)u komast. Ymsir voru til að
heilt í hjörtum okkar sem eitthvað hjálpa þér og leiðbeina en eflaust
þekktu þig. Því veldur einkum fannst þér það óraunveruleg eða
þrennt: Góð viðkynning, erfitt hlut- ótraustvekjandi skammtíma aðstoð
skipti þitt og svo sú leið sem þú miðað við þá staðföstu björg sem
valdir dauðdaga þínum. ilu þekktir frá móður þinni. Og eitt
Kynni okkar hefjast þegar þú er víst þú varst síðastur manna til
kemur í Laugaskóla í Dalasýslu síð- að biðja þér hjálpar. Þess vegna
asta haust. Þú varst strax fljótur syntir þú kannski oftast einn. 1
að kynnast starfsfólki skólans því hvert sinn sem þú nálgaðist land
að þú varst alltaf tilbúinn að spjalla var. eins . °K Þ'g bæri aftur frá
við það. Ef fólk gaf sér tíma til að ströndinni. Og aðfaranótt 8. mars
tala við þig þá kvaddir þú yfirleitt þéttist um þig dimm þoka og þú
með þakklæti fyrir spjallið. Þú hafð- mlsstír landsýn um stund. Þreyttur,
ir frekar skýran og fullorðinslegan villtur og ráðalaus fannst þér ekki
talanda og engin málefni virtust faka ÞV1 að synða lengur.
þér óviðkomandi. Ákveðnar skoðan- Drottinn Guð minn geymi Sigur-
ir hafðir þú á flestum hlutum og björn Einarsson og hjálpi öllum
rökræða virtist eiga vel við þig. En þeim er hann syrgja á þessari
þú gast líka átt það til að reiðast stundu.
skyndilega verða önugur og grípa Eyjólfur Sturlaugsson.
+
Elskuleg systir mín og frænka okkar,
SIGURLÍN GUÐBRANDSDÓTTIR
frá Loftsölum,
Mýrdal,
Stigahlíð 22,
Reykjavík,
sem andaðist á Droplaugarstöðum 10.
apríl verður jarðsungin frá Skeiðflatar-
kirkju í Mýrdal laugardaginn 20. aprfl
kl. 13.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Slysavarna-
félag íslands.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Matthildur S. Guðbrandsdóttir,
Þórhildur Salómonsdóttir,
Guðbrandur Guðjónsson.