Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson STÓRSÝNING hestamanna var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina þar sem kom saman á þriðja þúsund manns á þremur sýningum. Kom þar fram margt góðra hrossa auk snjallra knapa. Meðal þeirra voru sextán ungmenni úr hestamannafélaginu Fáki á jafnmörgum gæðahrossum sem vöktu athygli fyrir afbragðsgóða hópsýningu og fara hér átta þeirra mikinn í breiðfylkingu. Gustur og ungmenni Fáks í aðal- hlutverkum MARGAR góðar klárhryssur komu fram og má þar nefna Þöll frá Vorsabæ sem Magnús Trausti Svavarsson sýndi og sú jarpa kunna að lyfta fótum svo eftir væri tekið. HESTAR Reiðhöllin í Ví.ðidal STÓRSÝNING HESTAMANNA Stórsýning hestamanna var haldin um helgina með kvöldsýningum föstudag og laugardag og sýningu stðdegis á sunnudag. ENN Á NÝ heillaði Gustur frá Grund hestaáhugamenn þegar hann kom fram á stórsýningu hestamanna undir styrkri stjóm hestaíþróttamanns síðasta árs, Sig- urðar V. Matthíassonar. Vöktu til- þrif hestsins á brokki mikla at- hygli og sömuleiðis fótaburður og fas hans. Hinsvegar töluðu margir um að skemmtilegt hefði verið að sjá hann líka á hægu dillandi hreinu tötli. Fór reyndar lítið fyrir hægu tölti í flestum atriðum sýningarinn- ar en meiri áhersla lögð á yfirferð- arganginn. Hestamannafélagið Fákur stóð nú eitt og sér að sýning- unni sem var hin ágætasta í flesta staði en nú sem fyrr gekk illa að halda tímalengd sýninga í hófi. SKEIÐKEPPNIN var æsispennandi þar sem Daníel Jónsson lengst til vinstri hafði sigur í úrslita- sprettunum á Súpersljarna frá Múla en Jói vakri sem er næstur honum kom fast á hæla hans með aðeins broti úr sekúndu lakari tíma á Tópas frá Sjávarborg, Sigurður Sigurðarson varð þriðji á Snækolli frá Reykjum. Ögun og nákvæmni Sextán ungmenni úr Fáki voru með vel samæfða skrautsýningu sem sýningarstjórinn Hafliði Hall- dórsson er höfundur að, en Ragn- ar Ólafsson stjórnaði og hönnuður búninga var Edda Hinriksdóttir. Má fullyrða að hér hafi getið að líta eina bestu hópsýningu sem boðið hefur verið upp á í Reiðhöll- inni til þessa. Undirbúningur og æfingar fyrir sýningu sem þessa er líklega einhver besta þjálfun fyrir ögun og nákvæmni sem ung- ir metnaðarfullir reiðmenn geta komist í. Og þegar vel er að verki staðið verður útkoman augnayndi og skemmtun í ríkum mæli. Einn- ig mætti geta hópsýningu tíu kvenna úr Herði í Kjósarsýslu sem hlaut góðar undirtektir á öllum sýningum. Alls voru hóp- eða skrautsýningar fimm talsins auk opnunarreiðar Félags tamninga- manna, sem er of mikið á sýningu sem ætti ekki að taka meira en tvo tíma hámark. Af öðrum atriðum mætti nefna vasklega framgöngu Kjarnholta- stóðhestanna með rýmiströllið Kolfinn í broddi fylkingar, en einnig vakti systursonur hans, Kolskeggur, verulega athygli. Hross fyrir þá sem vilja komast áfram þegar sest er í hnakkinn. Engu síðri voru alsystkinin frá Bjarnanesi, það er Þokki og Snælda, sem sýnd voru eftir- minnilega á síðasta ijórðungsmóti auk Glaums. Þokki hefur áður kynnt sig svo eftir sé tekið en Snælda sýndi þama að hún er í engu síðri en stóri bróðir. Milli manns og hunds og „kindar“... Ásta Dóra Ingadóttir hunda- og kindatemjari mætti með tvo hunda í tveimur stærðarflokkum. Sjeffertíkina Vöku og Chihuahua- tíkina Muggu sem er svo lítil að hún sést varla nema með stækk- unargleri. Einnig var hún með kindina Góu sem hefur lært ýms- ar hundakúnstir svo sem að stökkva yfir hindranir, hlaupa upp á borð og ganga undir plast- stranga. Happdrætti og uppboð settu skemmtilegan svip á sam- komurnar, sem voru alls þijár. Eins og margar fyrri Reiðhall- arsýningar undirstrikaði þessi sýning vel framfarir og aukna breidd í úrvali góðra knapa. Mik- ill ijöldi ungmenna er farinn að sýna afar settlega og tæknilega séð vel útfærða reiðmennsku sem er ánægjuefni. Hinu má heldur ekki sleppa að eins og oft áður sáust smá sýnishorn af grófri reið- mennsku, einkanlega þegar verið var að leggja til skeiðs. Þetta stingur í augu og ætti að vera markmið með hverri sýningu að útiloka slíkt með öllu á góðum og vönduðum stórsýningum eins og þarna gat að líta. Allar voru sýningarnar vel sóttar og skemmtilegar þótt í lengri kantin- um væru. Valdimar Kristinsson BRIPS U m s j ó n Arnór G. Kagnarsson Bikarkeppni Bridssambands Islands 1996 EINS og síðustu ár verður dreg- ið í fyrstu umferð í bikarkeppni Bridssambands íslands í lok par- atvímenningsins 12. maí nk. Skráning er hafin á skrifstofu BSÍ og eru allir spilarar alls stað- ar á landinu hvattir til að láta skrá sig í þessa skemmtilegu * keppni. Síðasta ár hófu 56 sveitir Jkeppni sem endaði með sigri +Film sl. haust. : Tímamörkin fyrir umferðirnar ], verða þannig að 1. umferð skal | lokið í síðasta lagi sunnudaginn i 23. júní, 2. umferð skal lokið í 7 síðasta lagi sunnudaginn 21. júlí, 3. umferð skal lokið í síðasta lagi sunnudaginn 18. ágúst, 4. umferð skal lokið sunnudaginn 8. sept. Undanúrslit og úrslit verða spiluð helgina 21. og 22. sept. Eins og undanfarin ár verður innheimt keppnisgjald fyrir hverja umferð. Skráning er á skrifstofu BSÍ í síma 587-9360 kl. 1-4. Mikilvægt er að skrá fyrirliða sveitarinnar, heimilisfang og síma. íslandsmót í paratvímenningi 11.-12. maí Skráning er hafin í íslandsmót- ið í paratvímenningi sem verður spilað í Þönglabakka 1 helgina 11.-12. maí nk. Spilaður verður barómeter tvímenningur og hefst keppnin kl. 11 laugardaginn 11. maí. Keppnisgjald er 6.600 kr. á parið. Tekið er við skráningum á skrifstofu BSÍ í síma 587-9360 frá 1-4 á daginn. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 11. apríl spiluðu 18 pör í tveim riðlum. A-riðill, 10 pör: Fróði B. Pálsson - Haukur Guðmundsson 141 Ingibjörg Stefánsdóttir - Karl Adólfsson 122 Margrét Bjömsson - Guðrún Guðjónsdóttir 114 Meðalskor 110 B-riðill, 8 pör: Þórólfur Meyvantsson - Oddur Halldórsson 102 Þorsteinn Erlingsson - Gunnþórunn Erlingsd. 101 Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 91 Meðalskor 84 Laugardaginn 13. apríl spiluðu 18 pör Mitchell. N-S: Ingibjörg Stefánsdóttir—Þorsteinn Davíðsson 276 Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 248 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 236 A-V: Elín Jónsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 277 Ásthildur Sigurgísladóttir - Láms Amórsson 261 Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 229 Meðalskor 216 Morgunblaðið/Arnor HELGI Jóhannsson afhendir Sveini Sveinssyni hjá +Film bikarinn í lok bikarkeppninnar í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.