Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Takakó Inaba Jónsson
Tónlistarskóli
Kópavogs
Attunda
stigs tón-
leikar
TAKAKÓ Inaba Jónsson sópran
heldur tónleika í sal Tónlist-
arskólans í Hamraborg 11, jarð-
hæð, á morgun, fímmtudag, kl.
20.30. Tónleikarnir eru hluti af
lokaprófi hennar í áttunda stigi.
Á efnisskránni eru meðal
annars aríur, japönsk og íslensk
lög og lagaflokkurinn Brúðar-
Ijóð eftir Peter Comelius. Með-
leikari á píanó er Jóhannes
Andreasen.
Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill.
Stofnfundur
Hins íslenska
kvikmynda-
fræðafélags
FRAMKVÆMDANEFND sú
sem skipuð var á óformlegum
stofnfundi félagsskapar áhuga-
fólks um kvikmyndafræði á
hundrað ára afmælisdegi kvik-
myndarinnar hefur nú lokið
störfum. í nefndinni sátu Anna
Sveinbjamardóttir, Böðvar
Bjarki Pétursson, Siguijón Bald-
ur Hafsteinsson og Þorvarður
Ámason. Nefndinni var einkum
ætlað að semja drög að lögum
og stofnskrá þessa félags í sam-
ræmi við þær hugmyndir og til-
mæli sem fram komu á „afmæl-
isfundinum" 28. desember í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
Nú hefur verið ákveðið að
stofna þennan félagsskap form-
lega á fundi sem haldinn verður
á Kornhlöðuloftinu, Banka-
stræti 2, miðvikudaginn 8. maí
næstkomandi. Fundurinn mun
hefjast klukkan 20 og er hann
opinn öllum sem áhuga hafa á
málefnum og starfi Hins ís-
lenska kvikmyndafræðafélags.
Fyrsti
samlestur
á Galdra-
Lofti
FYRSTI samlestur á óperu Jóns
Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, var
í húsakynnum Islensku óperunn-
ar á mánudag. Verður hún frum-
sýnd í tengslum við Listahátíð i
Reykjavík 1. júní næstkomandi.
Galdra-Loftur er önnur ópera
Jóns Ásgeirssonar og byggir á
samnefndu leikverki Jóhanns
Sigurjónssonar en jafnframt eru
nokkur ljóð skáldsins felld inn í
óperuna. Sitthvað í verki Jó-
hanns, sem tengist staðsetningu
og tíma þess, er fellt burt en í
staðinn er megináhersla lögð á
tilfinningaátök persónanna, að
því er fram kemur í frétt frá
Islensku óperunni.
Segir þar ennfremur: „Sagan
fjallar um Loft, metnaðarfullan
ofurhuga, og leit hans að almætt-
inu. Hann svífst einskis til að ná
settu marki og verður samferða-
fólk hans að peðum sem fórnað
er í hinu örlagaríka tafli hans.
Þetta er ástþrungin galdrasaga
af manni sem krukkar í hið
óþekkta til að öðlast mátt, völd
eða einungis tilverurétt en tapar
öllu á hálum brautum mannshug-
ans.“
Á meðfylgjandi mynd eru
Bergþór Pálsson, sem fara mun
með hlutverk Ólafs; tónskáldið
Jón Ásgeirsson; Þorgeir Andrés-
son sem syngja mun hlutverk
Lofts; Halldór E. Laxness leik-
stjóri og hljómsveitarstjórinn
Garðar Cortes.
Á vit göngnnnar
MYNPLIST
Önnur hæð —
Laugavegi 3 7
BLÖNDUÐ TÆKNI
Hamish Fulton. Opið kl. 14-18 alla
miðvikudaga (eða eftir samkomu-
lagi) til 22. maí. Aðgangur ókeypis.
„SÚ LÍKAMLEGA áreynsla sem
fylgir því að ganga gerir menn
móttækilega fyrir landslagi. Ég
geng á jörðu til að samsamast nátt-
úrunni.“
Þessi orð gætu verið sem töluð
út úr hjarta hvers sem er af þeim
vaxandi fjölda náttúruunnenda og
gönguhrólfa sem kjósa að leggja
land undir fót og þramma á milli
staða jafnt í byggðum sem óbyggð-
um, í stað þess að kjósa sér auðveld-
ari (og vélvæddari) fararmáta. Sú
staðreynd að sá gönguhrólfur sem
þetta er haft eftir er um leið skap-
andi listamaður sem hefur stundað
slíkar göngur í meira en aldarfjórð-
ung og lítur á þær sem nauðsynlega
forsendu listsköpunar sinnar verður
til að færa list og land saman á
nokkuð nýstárlegan hátt.
Hamish Fulton kom fram á sjón-
arsviðið í listheiminum á sjöunda
áratugnum og átti þá þegar nokk-
urn þátt í þeirri þróun sem varð á
sviðum bókalistar, hugmyndalistar
og jarðlistar. Gangan hefur frá
fyrstu tíð verið hluti af mynstri
hans sem listamanns, án þess þó
að verða endilega hvati að lista-
verki hveiju sinni, því að „göngu-
ferð fær sitt eigið líf og það þarf
ekki endilega að gera hana að lista-
verki“. Sem er eins gott, því „mynd-
listin getur ekki endur-
skapað sjálfa gönguna.
Straumur áhrifanna á
að liggja frá náttúr-
unni til mín, ekki frá
mér til náttúrunnar".
Ofangreindar til-
vitnanir (og aðrar í
þessari grein) eru
teknar úr ávarpi lista-
mannsins, sem fylgir
sýningunni. Þar kemur
einnig skýrt fram virð-
ing Fultons fyrir
náttúrunni, því hann
hagræðir þar engu,
tekur ekkert, rótar
ekki upp jarðvegi eða
Hamish Fulton
pakkar inn hlutum hennar - en
helstu aðferðir þeirra sem stunda
jarðlist hafa einmitt haft í för með
sér rask af þessu tagi. Á hvem
hátt koma þessi áhrif gönguferð-
anna þá fram í list hans?
Það gerist fyrst og fremst með
skrásetningu, upplýsingaflæði og
einföldum teikningum. Lengi vel
vann Fulton mest með texta sem
gjarna tengdust ýmsum fyrirbærum
náttúrunnar, hugtökum hennar og
litum, og skapaði þannig myndverk
jafnt sem bókverk. í seinni tíð hef-
ur hann lagt aukna áhersiu á fjöl-
breyttari framsetningu þessara
áhrifa, og koma þá m.a. til útlínu-
teikningar steina og skrásettar upp-
lýsingar, sem verða líkt og grafísk
minnismerki ferðanna í sýningar-
hæfu formi.
Tákngildi talna, árstíða og gangs
himintunglanna hafa greinilega
vakið áhuga Fultons, því margar
þeirra gönguferða sem hér eru
kynntar markast af slíkum þáttum.
Síðasta ferð hans hér
á landi (á Mýrdalssandi
í síðasta mánuði) hófst
á jafndægri á vori og
stóð í sjö daga; önnur
ferð hér (1987) mark-
aðist af sumarsólstöð-
um. Aðrar ferðir sem
nefndar eru á sýning-
unni voru t.d. miðaðar
við tunglmánuð (frá
tunglfyllingu að hinni
næstu), níu daga eða
sex þúsund punkta -
tákn um jafnmörg ber-
fætt skref á gangi í
Mexíkó.
Slíkar upplýsingar
verða til að varpa ákveðinni dulúð
á það ferli að ganga í náttúrunni,
dulúð sem flestir göngumenn hafa
fundið fyrir. Samhengi hinna ýmsu
áhrifa sem Fulton vinnur eftir er
þó alltaf ljóst í huga hans: „Ég er
myndlistarmaður sem geng, en ekki
göngumaður sem býr til myndverk."
En hann gerir sér einnig fulla
grein fyrir takmörkum þeirra sem
eiga að njóta verkanna: „Ég skrá-
set gönguferðir til að votta þeim
virðingu mína. Göngumaðurinn lít-
ur á textana sem staðreyndir, allir
aðrir líta á þá sem uppspuna. Að
ganga langt út fyrir mörk hugar-
flugsins."
Göngumenn og aðrir aðdáendur
hugarflugsins eru hvattir til að
þramma á sýninguna á Annarri hæð
einhvern miðvikudaginn og njóta
þeirra áhrifa sem þessi hógværi
listamaður hefur fram að færa eft-
ir að hafa leitað á vit göngunnar.
Eiríkur Þorláksson
■ • ■■■
Morgunblaðið/Þorkell
Flaubert
ogfrú
Bovary
PÉTUR Gunnarsson flytur fyrir-
lestur í franska bókasafninu, All-
iance Francaise, Austurstræti 3 í
dag miðvikudag kl. 20.30 um
Gustave Flaubert og frú Bovary.
Talar á frönsku
og íslensku
Fyrir jólin 1995 kom út hjá bóka-
forlaginu Bjarti í þýðingu Péturs
Gunnarssonar saga Gustave Flau-
berts, Frú Bovary.
Pétur talar á frönsku og íslensku
og eru allir velkomnir.
Alliance Francaise er flutt í Aust-
urstræti 3 og er gengið inn frá
Ingólfstorgi.
Röð einþáttunga í Kaffileikhúsinu
Um íslenskan
hallærisg'ang
Morgunblaðið/Ásdís
„ÞETTA er fyrst og fremst skopleikur sem ég býst við að fólk
eigi eftir að geta speglað sig í,“ segir Vala Þórsdóttir um einþátt-
ung sem hún frumflytur í Kaffileikhúsinu í kvöld.
„SÓLEY er þrítug reykvísk kona
og fráskilin. Hún var ein af þessum
konum sem fóru í jogginggalla og
inniskóm út á vídeóleigu, hún horfði
jafnvel á Derrick með eiginmannin-
um. En hún rífur sig uppúr þessu;
skilur við kallinn, fer á sjálfsstyrk-
ingamámskeið og heldur svo útá
markaðinn að nýju. Þar hittir hún
dónalega íslenska karlmenn sem
spyija hvort þeir megi ekki fara
með henni heim. Þetta er öðrum
þræði saga um íslenskan hallæris-
gang.“ Þannig kemst Vala Þórs-
dóttir að orði um einþáttunginn,
Eða þannig, sem hún er höfundur
að og leikur jafnframt eina hlut-
verkið í og verður frumsýndur í
kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21.
Vala Þórsdóttir lauk prófi í leik-
list frá Bretton College í Leeds á
Englandi á síðasta ári. Hún er fyrst
til að stíga á stokk af ungum leikur-
um sem munu setja upp einleikssýn-
ingar í Kaffileikhúsinu á næstunni
með aðstoð þekktra leikstjóra.
*■ Samfélagsdoði
Vala segir að það hafi verið áber-
andi þegar hún kom heim frá námi
erlendis að það væru allir annað
hvort fráskildir á íslandi eða að
skilja. „Ég ákvað því að taka þetta
efni fyrir, skopast eilítið að umtal-
inu, dónaskapnum og áreitinu sem
einkum fráskildar konur verða fyrir
á íslenskum skemmtistöðum. Verk-
ið fjallar um þennan samfélagsdoða
sem maður verður hvergi meira var
við en einmitt hér á íslandi; kannski
vegna nálægðarinnar sem er hér á
milli fólks. Þetta er fyrst og fremst
skopleikur sem ég býst við að fólk
eigi eftir að geta speglað sig í, fólk
á e’ftir að þekkja sjálft sig í verk-
inu.“
Vala segir það mikla áskorun að
standa ein á sviði. „En það hjálpar
að verkið er eftir sjálfa mig og því
þekki ég textann inn og út. Þetta
verk er hins vegar í öðrum stíl en
ég hef verið að fást við, það er
natúralískara og því verður
skemmtilegt að sjá hvað úr þessu
verður."
Ein í eldinum
Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri,
tekur undir það með Völu að það
sé mikil ögrun fyrir ungan leikara
að standa einn á sviði. „Hún stendur
ein í eldinum, án nokkurrar stoðar.
Mitt hlutverk hefur verið meira í
ætt við starf lærimeistara en leik-
stjóra; ég kem að sýningunni hálf-
kláraðri þar sem Vala er þegar búin
að móta hana að stórum hluta, búin
að vinna þá undirbúningsvinnu sem
yfirleitt er í höndum leikstjórans."
Brynja lærði leiklist í sama skóla
og Dario Fo í París en eitt af loka-
verkefnum Völu við Bretton Hall
Coliege fjallaði einmitt um þennan
ítalska gamanleikjameistara. „Ég er
mjög spennt að sjá hvort leikstíll
Völu sé ekki eitthvað I ætt við þann
sem við þekkjum frá Dario Fo.“
Aðeins þijár sýningar verða á
Eða þannig að þessu sinni. Auk
frumsýningar í kvöld verða sýning-
ar sunnudaginn 21. apríl og
fimmtudaginn 25. apríl.