Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 86. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Solana heimsækir Eystrasaltsríkin Hafnar tillögiim Rússa um NATO Vilnius. Reuter. Reuter JAVIER Solana (t.h.) ræðir við Algirdas Brazauskas, forseta Lithá- ens, í Vilnius í gær. Framkvæmdastjórinn sagði að ætluðu fyrrver- andi kommúnistaríki sér að ganga í NATO yrðu þau að taka á sig allar skyldur sem fylgdu aðild, þ. á m. þátttöku í varnarsamstarfi. Ákvörðun Jeltsíns Rauði fáninn við hún Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf í gær út tilskipun um að nota bæri rauðan fána Sovétríkjanna á hátíðis- dögum af tilefni sigursins yfir þýsk- um nasistum í síðari heimsstyijöld- inni. Samkvæmt tilskipuninni verður fáninn þó ekki með hamarinn og sigðina, tákn sovéskra kommúnista. Tilskipunin kveður á um að nota eigi rauða fánann ásamt þrílitum fána Rússlands, sem er hvítur, blár og rauður, þá daga sem sigursins á þýskum nasistum er minnst. Þessi ákvörðun er liður í tilraunum Jeltsíns til að afla sér stuðnings þeirra, sem kusu kommúnista í þingkosningun- um í desember, í forsetakosningun- um eftir tvo mánuði. Jeltsín vill höfða til þeirra Rússa sem minnast sovéska stórveldisins með ljúfsárum söknuði. Margir öld- ungar, er börðust undir merkjum rauða fánans gegn nasistum í stríð- inu, harma hrun Sovétríkjanna, sem leiddi til erfiðra efnahagsumbóta og verri lífskjara, auk þess sem styttur af Lenín og fleiri sovétleiðtogum voru felldar af stalli, nöfnum gatna breytt og rauði fáninn lagður niður. í tilskipuninni segir að nota-beri rauða fánann ásamt fána Rússlands „í viðurkenningarskyni vegna þjón- ustu liðsmanna sovéska hersins við föðurlandið og tjl að sýna að afkom- endur þeirra standa í þakkarskuld við þá sem unnu sigur á hernáms- sveitum fasistanna". ■ Hróp gerð að forsetanum/17 Varað við hitabuxum London. Reuter. ÍÞRÓTT AMENN, sem nota svonefndar „hitabuxur" eiga á hættu að fá blóðtappa af völdum þeirra, segir í breska tímaritinu Postgraduate Medical Journal í gær. Buxurnar eru mjög þröng- ar og klæddar innan með efni sem nuddar húðina, auk þess sem margir íþróttamenn telja þær draga úr vöðva- meiðslum. I ritinu er skýrt frá því að 25 ára gamall karl- maður, sem notaði hitabuxur reglulega í fimm mánuði, hafi fengið slæman blóðsega í annan fótinn og afleiðingin hafi orðið blóðkökkur í lunga. Hjartasérfræðingurinn Nigel Jowett, sem annaðist manninn, segir ekki hægt að fullyrða að buxurnar hafi verið orsökin en þær geti aukið bólgur á svæðum næst efninu og heft þar streymi í bláæðum. „Ég vara mjög við því að fólk sem einhvern tíma hefur fengið slæman blóð- sega noti þær,“ segir Jowett. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú er á ferð um Eystrasaltsrík- in, vísaði í gær á bug tillögum Rússa um að takmarka stækkun bandalags- ins í austurátt. Solana hafnaði þeim hugmyndum rússneskra stjórnvalda að fyrrver- andi Varsjárbandalagsríki fengju aðeins pólitíska aðild að NATO ef þeim yrði veitt innganga og ættu engan þátt í hernaðarstarfi banda- lagsins. „Eg útiloka þetta vegna þess að ég veit ekki hvað það merkir," sagði Solana í samtali við Reuter-frétta- stofuna við upphaf heimsóknar sinn- ar til Litháens. „Það er ekkert til, sem heitir pólitískur hluti bandalags- ins,“ sagði Solana eftir viðræður við Algirdas Brazauskas, forseta Lithá- ens, og Povilas Gyilys, utanríkisráð- herra landsins. Rand-skýrsla til umræðu Eystrasaltsríkin voru snar þáttur í varnarfyrirkomulagi Sovétríkjanna áður en þau liðu undir lok og staða þeirra er enn viðkvæmt mál í Moskvu. Ráðamenn á Vesturlöndum eru í stökustu vandræðum yfir því hvernig bregðast eigi við grátbónum Eystrasaltsríkjanna um vestrænar ábyrgðir fyrir öryggi þeirra. Athyglin hefur nú beinst að skýrslu, sem mik- ið er hampað í höfuðborgum Eystra- saltsríkjanna, frá bandarísku stofn- uninni Rand Corporation, þar sem gengið er út frá því að Eystrasalts- ríkin verði ekki aðilar að NATO strax og því þurfi að móta skýra stefnu í máli þeirra. í skýrslunni er áhersla iögð á að auka þurfi samstarf Eystrasaltsríkj- anna við Norðurlönd til að tryggja öryggi þeirra, þótt þar komi fram að ólíklegt sé að Norðurlönd gangist undir formlegar skuldbindingar gagnvart þeim. Einnig þurfi að leysa deilur vegna réttinda rússneskra þjóðarbrota í Eystrasaltsríkjunum. Lykilatriði að öryggi Eystrasalts- ríkjanna sé aðild að Evrópusamband- inu og er mælst til þess að Eistar, sem hafi hvað sterkastan efnahag, fari þar fremstir og fái þá svipaða stöðu og Svíar og Finnar. Slíkt myndi ýta undir framfarir í Lettlandi og Litháen. I skýrslunni er mælst til þess að NATO útiloki ekki aðild Eystrasalts- ríkjanna með öllu og geri ljóst að þau geti gengið í bandalagið síðar. Einnig verði að auka samvinnu við Rússa og samskipti við Eystrasalts- ríkin án þess að egna Rússa. Með þessari mjúku aðferð megi vinna tíma fyrir alla aðila án þess að grafa undan öryggi Eystrasaltsríkjanna eða styggja Rússa. Reuter LIÐSMENN líberíska stríðs- herrans Charles Taylors í höfuðborginni Monróvíu skjóta á menn annars leið- toga, Roosevelts Johnsons, af Krahn-ættbálki sem hafa komið sér upp vígi í einni helstu herbækistöð borgar- Mannfall í Monróvíu innar. Innan múra stöðv- arinnar hafa allt að 20.000 óbreyttir borgarar leitað skjóls en komast nú hvergi vegna átakanna. Hermenn bráðabirgðastjórnar landsins gerðu sprengjuárás á her- bækistöðina í gær og kom upp eldur í henni. Fullyrt var að sex manns hefðu fallið. Loftárásir ísraela á Líbanon Bandaríkjamenn reyna málamiðlun Beirút, Tel Aviv. Reuter, The Daily Telegraph. RAFIK al-Hariri, forsætisráðherra Líbanons, ræddi í gær við ráðamenn í Saudi-Arabíu um möguleika á að stöðva árásir ísraela á landið og hélt síðan heimleiðis til fundar við Henri de Charette, utanríkisráðherra Frakk- lands, í Beirút. Bandaríkjamenn lögðu í gær fram tillögur að samningum Israela og Líbana um að binda enda á átökin. Að sögn utanríkisráðherra Líbanons byggjast þær á samningum frá 1993 um að ekki yrði ráðist á byggðir óbreyttra borgara í landa- mærahéruðum beggja landanna. Frakkar lögðu einnig fram friðartil- lögur í gærkvöldi en de Charette vildi ekki skýra frá innihaldi þeirra strax. Talið er að samkvæmt hugmyndum Bandaríkjastjórnar myndu ísraelar heita því að draga her sinn á brott frá syðstu héruðum Líbanons gegn því að eldflaugaárásir Hizbollah- skæruliða, er njóta stuðnings íranskra stjómvalda, á ísrael yrðu stöðvaðar. „Fýrstu viðbrögð okkar eru þau að erfitt sé fyrir okkur að samþykkja tillögumar eins og þær eru nú,“ sagði Hariri í samtali við líbanska frétta- menn í Jeddah, höfuðborg Saudi- Arabíu. Líbanonsstjórn hefur áður hafnað samningum af þessu tagi og ekki vilj- að sætta sig við skilyrðin. Hún krefst þess að ísraelsher hverfi á brott frá Suður-Líbanon, þá verði skæruliðar afvopnaðir. ísraelar héldu áfram að ráðast á skotmörk i Líbanon í gær og fórust fimm óbreyttir borgarar. Hörð hríð var gerð að stöðvum Hizbollah en Apache-þyrlur skutu auk þess eld- flaugum á heimili palestínsks skæru- liðaforingja, Munir Maqdah en hann býr í flóttamannabúðum skammt frá Sídon í Líbanon. Maqdah slapp ósærð- ur en þriggja ára sonur hans og tveir aðrir menn særðust. ísraelar gerðu tveggja mínútna hlé á hemaðinum til að minnast helfarar- innar, er nasistar myrtu milljónir gyð- inga. Minningardagurinn var í gær. Hundmð þúsunda Líbana eru á flótta vegna loftárásanna. Fréttaskýr- endur fullyrða að markmið ísraela með árásunum sé að auka svo mjög flóttamannavanda Líbana að stjóm Hariris ákveði að stöðva aðgerðir skæruliða. Hizbollah-menn skutu allmörgum eldflaugum á nyrstu hémð ísraels í gær en flestir íbúar þar hafa nú ver- ið fluttir burt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.