Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir (Silla) fæddist í Reykjavík 20. júní 1943. Hún lézt á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði, á páskadagsmorgun, hinn 7. apríl síðast- liðinn. Foreldrar ~ hennar voru hjónin Karl Guðmundsson, lögreglumaður, f. 16. júní 1895, d. 13. febrúar 1971, og Gunnlaug Charlotte Eggertsdóttir (Karlotta), f. 14. maí 1905, d. 6. desember 1990. Börn þeirra Karls og Karlottu, auk Sigur- laugar, eru: 1) Snorri, f. 15. október 1930, fyrrum tollgæzlumaður, búsettur í Kópavogi, maki Sigríður Guð- mundsdóttir. 2) Hörður, f. 24. júlí 1933, listmálari, áður í for- svari og yfirmaður grafíkhönn- unardeildar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Washington, Banda- ríkjunum, búsettur í Washing- ton, maki Maria Karlsson. 3) Rósa Björg, f. 27. október 1941, starfsmaður Gjaldheimtunnar í Reykjavík, búsett í Reykjavík, msdd Hjörtur Hjartarson, lög- fræðingur. Hinn 7. apríl 1962, giftist Sigurlaug eftirlifandi manni sínum, Páli B. Helgasyni, lækni, f. 22. júní 1938, búsettur í + Garðabæ. Foreldrar hans eru Líney Jóhannesdóttir, frá Laxamýri, f. 5. nóvember 1913 og Helgi Bergsson, hagfræð- ingur, f. 25. janúar 1914,'d. 23. ágúst 1978. Börn Sigurlaugar og Páls eru: 1) Arna Hrönn, f. 13. marz 1961 í Reykjavík, fatahönnuð- ur, sambýlismaður Kamal Mustafa, iðnrannsóknafræð- ingur, ættaður frá Kúrdistan. Þau eru búsett í Kaup- mannahöfn. 2) Gunnlaug Dröfn, f. 20. ágúst 1969 í Reykjavík, nemi í bókmenntafræðum við Háskólann, sambýlismaður Þyrnir Hálfdanar- son, frá Hjarðar- bóli, S-Þing. Þau eru búsett um stundarsakir i Kaupmanna- höfn. 3) Ragnheiður Líney, f. 27. nóvember 1972 í Rochester, Minnesota, Bandaríkjunum, nemi í sænsku við Háskólann, búsett í Garðabæ, sambýlismað- ur Ólafur Sigurðsson, raf- virkjanemi, frá Reykjavík. 4) Snorri Karl, f. 8. júlí 1975 í Reykjavík, nemi og starfsmað- ur við Skálatúnsheimili, búsett- ur í Garðabæ. Sigurlaug ólst upp á heimili foreldra sinna við Hrefnugötu í Reykjavík, en skömmu síðar fluttust þau öll að Kársnesbraut í Kópavogi. Þar bjó Sigurlaug allt til þess tíma er hún gifti sig. Hún gekk í bama- og ung- lingaskóla í Kópavogi, en fór síðan í Gagnfræðaskóla verk- náms í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1960. Að skólanámi loknu hóf Sig- urlaug störf, m.a. hjá G. Þor- steinsson og Johnson og fleir- um, en eftir að hún gekk í hjónaband, starfaði hún bæði sem húsmóðir og utan heimilis. Lengstan tíma vann hún hjá leikvöllum Reykjavíkurborgar frá um 1962 til vorsins 1966. Um svipað leyti og hún hætti þar, hóf hún nám í söng hjá Maríu heitinni Markan, ópem- söngkonu og hélt því námi áfram til vorsins 1970. Sigur- laug tók nokkurn þátt í kór- söng, m.a. var hún í kór óper- unnar Astardrykkurinn eftir Donizetti, sem fluttur var í Tjarnarbíói. Vorið 1970 flutti Sigurlaug með fjölskyldu sinni til Vest- mannaeyja en sama haust var lialdið enn lengra. Þá var flutt til Rochester, Minnesota, í Bandaríkjunum, er eiginmaður hennar hóf framhaldsnám í endurhæfingarlækningum við Mayo Clinic. Sigurlaug tók þátt í kvennakór eiginkvenna lækna þar við allmörg tækifæri. Jafn- framt hóf hún nám í japanskri Ikebana-blómaskreytingar- tækni undir leiðsögn Ingrid Schliiter, sem hafði búið í Japan og lært þessa list skv. skóla Haoun OHara. Námið stóð í hartnær fjögur ár og var Sigur- laug nánast að ná kennararétt- indum, og vantaði aðeins herzlumuninn á. Hún stundaði einnig sölumennsku fyrir Avon snyrtivörufyrirtækið. Eftir komuna aftur til Is- lands, haustið 1974, tók við húsmóðurstarf og uppeldi fjög- urra barna. Hún hélt ekki áfram söngnámi. Sigurlaug veiktist alvarlega árið 1984 og var vart hugað líf, en hún náði sér ótrúlega vel. Hún fór lítillega aftur inn á vinnumarkaðinn að nýju við verslunarstörf, m.a. í Blóma- verzluninni Burkna í Garðabæ. Síðustu störf hennar voru hjá Globus h.f. við símamóttöku á árabilinu 1989 til 1990 en þá varð hún að hætta vegna veik- inda sinna, sem höfðu tekið sig upp að nýju. Eftir þetta fór hún um skamman tíma til að læra gerð glermynda, en varð að hætta vegna veikinda sinn. Útför Sigurlaugar fer fram frá Garðakirkju á Alftanesi í dag og verður jarðsett þar. Athöfnin hefst klukkan 15. SIGURLAUG RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR Eiginkona mín, Sigurlaug Ragn- heiður Karlsdóttir, betur þekkt und- ir gælunafninu Silla, er lögð til hinztu hvílu í dag. Mig langar til að senda henni kveðju frá börnum okkar, ættingjum, vinum og mér sjálfum. Það hefði kannski farið betur, að aðrir sendu henni kveðju- * brð. Ég hygg samt, að ég muni best þekkja stærsta hluta lífshlaups hennar, því að við kynntumst mjög ung, hún þá tæpra sextán ára göm- ul, en ég sjálfur fimm árum eldri, á síðasta menntaskólaári, kominn að stúdentsprófi. Það er einkennileg tilhugsun, að Silla kvaddi þennan heim á 34 ára brúðkaupsafmæli okkar, nánast á sama slagi og við vorum gefin sam- an í Neskirkju. Hvort hér voru örlög að verki eða tilviljun veit enginn, en óneitanlega kom upp sú tilfinn- ing, að hér hefðu verið viss skilaboð á ferðinni, enda samband okkar náið, ekki síst fyrr á árum. Það er Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HIÍEi MFTLEIÍIR ekki hár aldur að falla frá, aðeins 53 ára á besta aldri. Hins vegar voru veikindi og þjáningar hennar komnar á það hátt stig, að hvíldin var á sinn hátt ekki versta lausnin. Þótt aldurinn hafi ekki orðið hár, varð hann ef til vill í samræmi við vilja hennar sjálfrar. Ég minnist þess, að fyrir löngu hafði Silla á orði við mig, að hún vildi ekki verða gömul. Vilji hennar hefur því rætzt. Silla ólst upp við hlýju og um- hyggju foreldra og systkina í fögru umhverfi í Kópavoginum. Foreldrar hennar höfðu fengið erfðafestuland þar og voru því meðal frumbýlinga á þeim árum. Miklar breytingar hafa orðið á Kópavogi frá þessum tíma. í bernsku Sillu bjuggu foreldr- ar hennar á stóru, opnu svæði, sem náði alveg niður að Fossvogi, og ekkert skyggði á hafið né sólarlag- ið, sem á fögrum dögum gat dá- leitt langtímum saman. Þarna komu þau hjón sér upp fallegum garði og faðir Sillu var bæði með kindur og hænsni. Fystu árin gátu hænsn- in vappað um, jafnvel upp í íbúðar- : mmmMmmmmmmimm BLÓMABÚÐ i MICHELSEN j HÓLAGARai | 557 3460. : AÐEÍNS I>AÐ BESTA I ÍGLEÐIOGSORG. ' ‘ 35 ÁRA STARFSRJEYNSLA í UTFARAR' SKREYTINÍGUM. MICHELSEN HÓLAGARÐI. hús til að sníkja og forvitnast. Karl var mikill atorkumaður, sem breytti ógrónu holti í besta tún. Einnig átti hann bát á fyrri árum og reri stundum til fiskjar. Karlotta var hins vegar myndarleg, útsjónarsöm og natin bústýra. Á það heimili var ávallt gótt að leita. Silla erfði marga eiginleika foreldra sinna, þó fleiri frá föður sínum, sem voru, m.a. óvenjudökkt hár, og nokkuð suð- rænt yfírbragð. Eins erfði hún frá honum líkamlegan kraft og ákveðni í skoðunum, en frá móður sinni fékk hún á móti að gjöf vissa við- kvæmni, ást á ljóðum og fögrum bókmenntum, skaplyndi hringhug- ans og tvíburans. Vissulega blönd- uðust eiginleikar foreldranna sam- an í dótturinni, enda bæði vel gerð. Hins vegar var alltaf ljóst að mjög sterk bönd voru milli föður og dótt- ur. Viðskilnaður þeirra feðgina var mjög sár, er Silla fór til Ameríku haustið 1970. Karl var þá orðinn sjúkur maður, og þau vissu, að þau mundu ekki sjást aftur. Hann lést tæpu hálfu ári síðar og komst Silla því miður ekki til að kveðja hann. Sem barn undi Silla sér gjarnan við leik í fjörunni við Fossvog eða holtunum í kring, oft með systur sinni, enda af nægu að taka. Hún átti sér mjög góðar minningar um æskustöðvar sínar. Lífíð í Kópavogi á þessum árum var mun erfiðara en í dag. Samgöngur voru stijálar og aðföng varð að sækja langt. Það var langt að fara í skóla, og alla framhaldsmenntun varð að fá utan Kópavogs eftir unglinganám. Fyrstu kynni mín af Sillu voru þannig, að við sátum hvort sínu megin við borð á kaffihúsi. Ég varð strax heillaður af glaðlegri fram- komu hennar og sálarhlýju, en þeg- ar hún stóð upp og gekk út, varð ég gagntekinn af, hversu hávaxin og glæsileg hún var í framkomu. Hún var ákaflega hraðstíg og mikil göngukona. Síðar var ég oft í vand- ræðum með að vera henni sam- stiga, án þess að vera neitt sérstak- lega fótfúinn. Á þessum árum var hún ákaflega opin og ákveðin í skoðunum og fór ekkert leynt með, enda mun hún hafa fengið þau ummæli eins kennara síns í gagn- fræðaskóla, hvort hún vildi ekki stefna á Alþingi. Þrátt fyrir ákveðn- ar skoðanir, var hún viðkvæm sál í sér og vildi öllum vel. Ef henni fannst gert á sinn hlut á ósann- gjarnan hátt að eigin mati, sat slíkt gjarnan í henni og hún átti of erf- itt með að gleyma. Hvemig við geymum eða gleymum orðum eða atvikum er auðvitað einstaklings- bundið, en stundum getur verið gott, ef ekki nauðsynlegt að hafa ekki minni á milli dyra. Silla var ákaflega glögg og minnisgóð á já- kvæða þætti og vinur vina sinna, ekki síst meðan hún var hraust. Hún naut þess líka að gefa og gleðja aðra þegar þannig stóð á. Hinni tvíþættu skaphöfn sinni gerði Silla sér vel grein fyrir. Oft gerði hún grín að þessum eiginleika og kallaði hann tvíburann í sér, enda fædd í tvíburamerkinu. Hvern- ig ber hins vegar að túlka slíkt, má ef til vill deila um, en eitt er víst, að stjörnuspeki og stjörnu- merkjahringurinn er hluti af æva- fornri menningu. Þrátt fyrir vissa tvískiptingu í skaphöfn var hlýleik- inn og mikil hláturmildi frekar ráð- andi, enda var hún fljót að laða að sér fólk og eignast vini, hver sem í hlut átti. Hlátrasköll hennar voru með endemum fræg og af einlægni enda var hún snögg að fínna hinar skoplegu hliðar á hveiju máli og átti til að hlæja upp úr þurru að verulega fyndnum atvikum, án þess að óeðlilegt væri. Hins vegar varð viðkvæmnin stundum fullmikil, eins og oft gerist hjá skapríku fólki. Silla var mörgum hæfileikum gædd. Hún hafði mjög næmt tón- eyra og var fljót að læra tónlist eftir eyranu ef þess þurfti með. Hún hafði sérkennilega djúpa og fagra mezzosópranrödd, sem vafalaust hefði mátt rækta langt, við hag- stæðar aðstæður, og var sísyngj- andi heima og heiman. Snemma kom hún fram opinberlega sem söngkona með danshljómsveitum, en síðar eftir að hún hóf eiginlegt söngnám, var sótzt eftir henni í kórsöng bæði hérlendis og erlendis. Hún hafði einnig til að bera óvenju- næman smekk fyrir formi, litum og listum, eins var hún afburða- handlagin, ekki sízt við hannyrðir meðan henni entist heilsa. Form- skynið nýttist henni vel þegar hún stundaði nám í Ikebana-blóma- skreytingum í Ameríku, en í þeirri list er mikil áherzla lögð á jafnvægi hins einfalda forms, þar sem aðal- atriði og aukaatriði verða að falla í fullkomið jafnvægi. Mér fannst einnig að hún hefði' sérskyn fyrir lögmálum stærðfræðilegrar óreiðu án þess að hafa kynnt sér hina fræðilegu hlið, sem nú er í þróun. Einnig var hún glögg íjármálakona. Eftir að fjölskyldan sneri aftur til íslands haustið 1974 eftir fjög- urra ára óslitna dvöl, tók við nýr kapítuli í lífínu. Lífsbaráttan tók á sig nýja mynd við aðstæður, sem í raun voru gleymdar og framandi. Börnunum, Sillu og mér sjálfum, fannst á vissan hátt, að við værum orðnir útlendingar í eigin landi, og farin að hugsa á alít annan hátt en áður. Við höfðum tileinkað okk- ur aðra menningu, sem átti ekkert sérstaklega vel við íslenzkan hugs- anagang, hvorki þá og jafnvel ekki enn í dag. Þannig vorum við í raun í ókunnu umhverfi. Sumar hug- myndir, sem við komum með er- lendis frá, mátti aðlaga á vissan hátt, aðrar ekki. Því miður mun hafa skapast ágreiningur um sum- an skoðanamun, jafnvel svo, að til fáeinna vinslita kom. Þegar litið er aftur, tel ég þessi tímamót hafa verið Sillu erfiðari en margan grun- ar, enda fór hún og kom aftur með hugarfar og væntingar, sem ekki gengu eftir. Þar gætu hafa mynd- ast viss sár og ör, sem ekki greru. Þetta skilja engir nema þeir, sem hafa gengið í gegnum sömu lífs- reynslu og geta staðfest sömu til- finningar. Eitt er víst, að eftir heim- komuna hljómaði söngurinn sjaldn- ar og sjaldnar og fyrri lífsgleði varð ekki söm og áður. Hugur Sillu stóð til frekara náms, en það var eins og hún gæti ekki lengur gert upp við sig, á_ hvern hátt skyldi ganga til verks. Áhuga- málin voru mörg en tæknilega var ekki eins auðvelt að koma þeim í framkvæmd. Þannig tókst henni ekki að tengjast aftur fyrri störfum og áhugamálum. Oftsinnis sagði hún mér, að sér fyndist hún ekki vera með íslenzkt blóð í æðum, heldur eitthvað framandi og suð- rænt, þar sem meiri léttleiki ríkti, með betra veðri og meiri gróðri. Þannig fannst henni eins og viss suðurlandabúi væri í sér. Blóm og allur gróður var henni kær, en ekki lengur á sama hátt aðgengilegur og áður. Best mun hún hafa unað sér í ægifögrum erlendum skrúð- görðum, þegar kostur gafst. Að loknu námi mínu í Háskólan- um, vissi ég ekkert, hvert skyldi verða næsta skref. Silla sagði þá, að menn yrðu að fínna sér stefnu- mark í lífínu, sem mér tókst á viss- an hátt. Ég mun vissulega aldrei gleyma þessum orðum hennar. Þótt hún sjálf hafí síðustu árin ekki bor- ið gæfu til að tileinka sér eigin heim- speki, reyndi hún að koma henni áfram til bama sinna. Henni var mjög annt um, að þau kæmust til manns og þroska, og lagði mikið af mörkum með hvatningu og ann- arri hjálp. Vonandi skilja börnin síð- ar, hvað mömmu þeirra gekk til, þegar þau þroskast, eldast og öðlast sína lífsreynslu. Sjálfum mér var hún mikill styrkur í starfí á ýmsan hátt, enda ekiri léttasta staða í heimi að vera maki læknis. Þegar mér var falið að vera með í þróunarstarfi íþrótta fyrir fatlaða á Islandi, eign- uðumst við marga góða félaga og samstarfsmenn, sem sumir hvetjir halda enn saman. Þessar íþróttir hafa síðan spunnið upp á sig með ótrúlegum hraða, og nutum við þess að fylgjast með ánægjulegri þróun mála, enda þótt við værum ekki lengur í framlínu, enda hlutverk annarra að halda þeirri starfsemi áfram. Silla lagði margt af mörkum, en því miður naut hún þess ekki að fá að vera eins mikið með við sum tækifæri erlendis, eins og hefði kannski verið skemmtilegra. Hins vegar heyrði ég aldrei nein kvörtun- arorð um þann þátt. Elsku mamma og eiginkona. Við erum þakklát fyrir samfylgd þína og það sem þú gafst okkur. Því miður varstu orðin svo veik að lok- um, að samverustundirnar voru að verða slitróttari og innihaldsminni, en hugur okkar var sá sami, og von okkar um bata var fyrir hendi í langan tíma, þar til allir sáu að endalokin voru á næsta leiti og að ekki yrði aftur snúið. Nú ertu horfin frá okkur í lönd forfeðranna yfír móðuna miklu. Ferðalagið langa er hafið, og von- andi líður þér vel á því, eins og þér fannst áður gaman að ferðast, með- an þú varst meðal okkar. Við mun- um, er þú sagðir okkur fyrir löngu, hvernig móðir þín innrætti þér fölskvalausa og innilega barnatrú og kenndi þér fagrar bænir, sem vonandi eru enn í minni. Við vitum og vonum, að þetta upphaflega veganesti móður þinnar fylgi þér og okkur æ síðan í blíðu og stríðu þér til minningar. Hvað bíður okkar eftir þetta líf veit enginn með vissu, en við vonum að minnsta kosti, að okkur muni takast það hlutverk, sem við sórum tryggð við, er við gengumst undir fermingu. Það er að fylgja kristnu hugarfari og reyna að skila lífinu, sem okkur var gefið þannig, að við getum horfið frá því að lokum sátt við guð og menn. Far þú í friði okkar kæra. Pax tecum, amica nostra cara. Astarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingr. Thorst.) Páll B. Helgason og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.