Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Tónaflóðið flæddi þar Frá Eyjólfi R. Eyjólfssyni: FYRIR nokkrum árum var ég á Vorvöku á Hvammstanga þar sem meðal annars voru málverkasýn- ingar. Ég var að skoða eina sýn- inguna sem mér þótti mjög áhugaverð og skemmtileg, þegar einn sýn- ingargesturinn sneri sér að mér og spurði hvern- ig mér þætti. Ég svaraði með eft- Listarinnar lítt ég nýt listina þarf að meta. Eina listin sem ég lít er lystin að fá að éta. Auðvitað var þetta bull eða gálgahúmor eins og biskupinn hefði sagt. Ég naut þeirrar listar sem þarna var borin fram án þess að gera mér nokkra rellu út af því hvort ég skildi hana eða ekki, hún einfaldlega hreyfði við mér og það var mér nóg. Ég hef oft haft gaman af að lesa eftir eða hlusta á hámenntaða listagagn- rýnendur; yfirgripsmikið orðaval og endanlegt bullið í þeim um form og fleti, þennan eða hinn ismann, dýptina og litavalið og hvað þetta nú allt heitir. Þeir heíja iðulega einn upp til skýjanna, um leið og þeir rífa annan niður í fullkominni óþökk við hinn venju- lega mann, sem kemur á sýningu til að njóta listar, en ekki til að skilja hana. Hver man ekki eftir sögunni af gömlu konunni sem kom á sýningu hjá Kjarval. Hún stóð lengi við eina litla mynd og velti höfðinu til og frá til þess að fá einhvern botn í hvað myndin ætti að tákna. Eftir langa stund kom Kjarval að og tók myndina niður og sneri henni við og sagði: Eiginlega á hún nú að snúa svona. Það var eitthvað í myndinni sem dró gömlu konuna að þessari einu mynd og skipti þá ekki máli hvern- ig hún sneri. Hún skildi hvorki upp né niður í henni, en hún naut þess að horfa á hana. Kom, sá og sigraði Ég var að velta þessu fyrir mér í hléinu á tónleikum hjá Karlakórn- um Heimi í Háskólabíói laugardag- inn 16. mars sl. Hvað skyldi hinn venjulegi tónlistargagmýnandi segja um þá tónleika, skyldi hann enn einu sinni vera í andstöðu við hinn venjulega áheyranda. Ef svo hefði verið hefði hann aldrei þorað að láta það uppi, slíkar voru undir- tektirnar. Það má segja að Heimir kom, sá og sigraði. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvað það er sem gerir þennan kór svo sérstakan, er það kannski breiddin í aldri kórfélaga, frá 17 ára strákl- ingum upp í þrautþjálfaða karla á áttræðisaldri, má vera. En reynslan hefur sýnt að það dugar ekki að hafa áratuga þjálfun og góðar raddir, það þarf meira til. Og það er hamingja þeirra Heimismanna, þeir hafa góðar raddir og breitt aldurssvið, þar sem engar takmarkanir virðast vera á einsöngvurum og þeir hafa frábæran stjórnanda sem leikur á þetta dásamlega hljóðfæri „kórinn“ eins og sönnún listamanni sæmir. Þá má ekki gleyma undir- leikaranum og breiddinni í lagaval- inu, sem áheyrendur kunnu vel að meta og sýndu það undirtektum. Þegar ég var á leiðinni út af tónleikunum spurði mig ung skgafirsk blómarós hvernig mér hefði líkað. Mér var það mikið niðri fyrir eftir stemmninguna í salnum að það varð fátt um svör og svaraði með almennum kurteisisorðum. Ég er að verða gamall og því lengi að hugsa, en hefði hún orðið mér samferða í bílnum hefði hún fengið svarið og ef hún les þessár línur þá er svarið á þessa leið. Tónaflóðið flæddi þar, ferskri í ljóðs hrinu. Svo ólgaði blóð um æðamar undir hljóðfallinu. Til hamingju, Heimismenn, til hamingju, Skagfirðingar. EYJÓLFUR R. EYJÓLFSSON, Dúfnahólum 4,111 Reykjavík. Eyjólfur R. Eyjólfsson irfarandi vísu. Frá Inga V. Árnasyni: VIÐ LESTUR þessarar fyrirsagnar heldur þú vafalaust að hér eigi að fjalla um átök úti í hinum stóra heimi, t.d. á Balkanskaga, Norður- írlandi eða Tsjetsjníu. Svo er þó reyndar ekki - heldur er með ofan- greindum orðum vísað tii umfjöllun- ar í fjölmiðlum um úrskurð sem nýlega var felldur í deilu sóknar- prests í Langholtskirkju við söfnuð sinn og samstarfsfólk. Hveijir skyldu hafa gripið til slíkra orða? Líklega einhveijir götustrákar sem vilja allt til vinna að gera bölvun, hleypa meiri „hasar“ í málið og kynda enn frekar undir úlfúð og ósætti? Nei, sú er ekki reyndin. Hér tala tveir prestar hinnar íslensku þjóðkirkju; annar er hinn áður- nefndi sóknarprestur en hinn gegn- ir formennsku í Prestafélagi ís- lands. Sá hlýtur m.a. að ganga á undan sínum mönnum með góðu fordæmi í grandvarleik og hófstill- ingu í orðum - enda þótt hann segist nú vera orðinn „ævareiður" og „reiði sín sefist ekki.“ Því nefni ég þessa tvo í sömu andrá að þeir notuðu báðir, stuttu eftir uppkvaðningu úrskurðarins, orðin sem eru fyrirsögn þessarar Hryðju- verk og afbrot! greinar - rétt eins og þau kæmu úr sama munni. Það skal nánar tilgreint: Geir Waage í Ríkisútvarpi 23. mars og Flóki Kristinsson í Ríkisútvarpi 24. mars. Hvaða verknaður er það svo sem prestamir völdu slík heiti? Þeir ræddu um starfsleyfi Jóns Stefáns- sonar orgelleikara sem sóknar- nefnd kirkjunnar veitti honum á fullkomlega löglegan máta. Hvað segði nú lögmaður séra Flóka, væri hann beðinn að reka meið- yrðamál fyrir hönd einstaklings sem verður fyrir svo grófum áburði án þess að efni séu til? Teldi hann ekki það mál vænlegra til árang- urs en kæruhugmyndir sínar vegna undirskriftasöfnunar í Langholts- sókn nú á dögunum? Lesendum - og lögmanninum - til glöggvunar um merkingu orð- anna sem prestarnir notuðu, skal hér vitnað í orðabók Menningar- sjóðs, 2. útgáfu 1988. Afbrot er skilgreint sem misferli, misgjörð, glæpur. Hryðjuverk er sagt merkja ódæðisverk, manndráp eða limlest- ingu. Hvað finnst þér, lesandi góð- ur? Hvað finnst þér að umræddir prestar geti, í skjóli hempunnar, gengið langt í gífuryrðurm og fjandskap áður en mæliririnn fyll- ist og kirkjuyfirvöld sjá ástæðu til að hnippa í þá? í fréttum síðustu daga er þó ljósglæta í myrkrinu. í þættinum „Þriðji maðurinn" 24. mars virtist séra Flóki loks gera sér ljóst að hann hefði ekki átt að koma til starfa í Langholtskirkju, þar sem blómlegt sönglíf hefur dafnað í áratugi. í DV 27. mars gefur svo ráða- maður innan þjóðkirkjunnar loks í skyn að presturinn í Langholts- kirkju hafi gengið of langt í til- hneigingu sinni til að viðhalda ósætti og geti búist við áminningu og jafnvel brottvikningu, sam- kvæmt úrskurði vígslubiskups. INGIV. ÁRNASON, Skógarási 13,110 Reyjavík. Þakkir til Ingvars Helgasonar hf. Stuttsaga úr daglega lífinu Frá Önundi Björnssyni: í NÓVEMBERMÁNUÐI á sl. ári lagði ég leið mina í nokkur bifreiða- umboð þeirra erinda að reyna að yngja upp ökutækjakost minn sem var orðinn verulega við aldur. Hvar sem mig bar niður var erindi mínu vel tekið í fyrstu eða þangað til að því kom að ég benti á minn bíl sem greiðslu upp í nýrri. Þá var eins og sölu- og þjónustuáhugi starfsmanna umboðanna fuðraði upp í einu vetfangi. Þetta varð til þess að ég hætti að nenna að hugsa um þessi bílaskipti og ákvað að láta minn gamla bíl duga veturinn á enda. Þó blundaði í undirmeðvit- undinni sú staðreynd að ég væri að storka lífi og limum fjölskyld- unnar með því að halda að mér höndum. Aftur hélt ég af stað og nú bar mig niður hjá Ingvari Helgasyni hf. en þangað hafði ég ekki komið áður þessara erinda. I söludeild notaðra bíla hafði ég uppi á sölu- manni og vatt mér beint að erind- inu; mig vantaði að losna við þenn- an bíl upp í fjórhjóladrifinn yngri bíl. Sölumaður þessi tók umleitan minni afskaplega vel og prúðmann- lega og sagði mér að litast um og athuga hvort ég fyndi ekki bíl sem ég sætti mig við; það hlyti að finnast farsæl lausn sem báðir gætu unað við. Ég rölti um sýningarsvæðið og fann þar Subarubíl sem var lítið ekinn og virtist vera i ágætu ástandi. Eftir að hafa prófað bílinn gekk ég til sölumannsins og lýsti áhuga mínum á viðskiptunum. Við fórum í saumana á milligjöf og komumst að afskaplega heppilegri niðurstöðu fyrir mig. Gengið var frá kaupunum og ég ók í burtu harla ánægður og það ekki að ástæðulausu. Þegar heim var komið ætlaði ég að festa barnastól í öryggisbelti aftursætis. Kom þá í ljós að þau voru öðruvísi en gerist og gengur (bíllinn var framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað) og dugðu því ekki til þeirra nota. Ég hafði sam- band við umboðið og var þessu kippt í liðinn með þeim orðum að ekkert væri sjálfsagðara. Bíll þessi hefur reynst hinn mesti eðalgripur og ekkert undan honum að kvarta og þaðan af síður þeirri þjónustu og lipurð sem mér var sýnd. Ég skil núna ástæður velgengni þessa fyrirtækis. Það er nú einu sinni svo að menn láta einna helst frá sér heyra þegar yfir þá gengur í viðskiptum við aðra menn, fyrirtæki eða stofn- anir. Flest væntum við „eðlilegrar svörunar“ í umleitunum okkar eða að í viðskiptum sé fólki sýnd lág- marks kurteisi og virðing, því án „okkar“ þrífst engin stofnun eða fyrirtæki. Við slíkar aðstæður eru flestir sáttir og kvarta hvorki né hrósa. Öðru máli gegnir um yfir- burðaþjónustu á borð við þá sem ég fékk hjá Ingvari Helgasyni hf. í téðum viðskiptum, sem beinlínis kalla á að ég þakki fyrir mig á einn hátt eða annan. Það mættu fleiri gera þótt ekki sé til annars en að benda samborgurum sínum á þá þjónustu sem best er veitt svo sem flestir geti notið góðs af, bæði veitendur og þiggjendur. Að lokum vil ég þakka fyrir þá prúð- mennsku og lipurð sem mér mætti af hálfu starfsmanna Ingvars Helgasonar hf. ÖNUNDUR BJÖRNSSON, Úthlíð 13, Reykjavík. Grunnnámskeið 17. apríl-6. maí mán./mið. kl. 20-22. Undirstöðuæfingar Kripalújóga, öndun og slökun. Leiðbeinandi: Áslaug Höskuldsdóttir. Listin að lifa í gleði og heilbrigði 18. aprfl—6. júní, fim. kl. 20-22. Námskeið um þig og lífið, samskipti, streitu, slökun, mataræði, leik og gleði, líkamann og hugleiðslu. Leiðbeinandi: Nanna Mjöll Atladóttir. JÓGASTÖÐI: Ármúla 15, sími 588-4200 kl. 17-19. HEIMSLJOS - kjarni málsim! Félag Löggiltra Biiri idasai.a BÍLATORG FUNAHÖFÐA T Ss 537-7777 Félag Löggiltra Bifreiðasala Suzuki Sidekick JX árg. ‘95, dökkblár, upphækkaður, 33" dekk, álfelgur, ek. 9 þús. km. Verð 2.200.000. Skipti. Lada Sport árg. ‘94, vínrauöur, sport- felgur, ek. 39 þús. km. Verð 710.000. Toyota Hilux árg. ‘89, rauöur, 33" dekk, V-6, ek. 80 þús. km. Verð 1.090.000. Skipti. Dodge Caravan SE árg. ‘95, Ijósblár einn m/öllu þ.m.t. ABS, sjálfsk., V-6 3,3, allt rafdrifið, 2xairbag, ek. 9 þús. km. V. 2.950.000 Subaru Legacy árg. ‘90, hvítur, sjálf- sk., ek. 99 þús. km Verð 1.120.000. Skipti á dýrari. Toyota Celica/Scout áhugaverð grind með 8 cyl. vél, 44" ný dekk. Verð 490.000. MIKIL SALA - ÚTVEGUM BÍLALÁN TIL ALLT AÐ 5 ÁRA Toyota Landcruiser VX árg. ‘94, grænsans., sóllúga, leðursæti, sjálfsk. Verð 4.950.000. Skipti. Toyota Hilux Xtra Cab SR 5 árg. ‘91, rauður, upphækkaður, 38“ ný dekk, plasthús, ek. 91 þús. km. Skipti á fólksbíl eða jeppa. Nissan Sunny 1600 SLX árg. ‘93, hvítur, sjálfsk., ek. 27 þús. km. Verð 1.180.000. Skipti. Toyota Hilux SR5 Double Cab árg. '92, steingrár, læst drif, 32“ dekk, gull- fallegur, ek. 93 þús. km. Verð 1.800.000. MMC Pajero Superwagon GLS árg. ‘93, dökkgrár, sjálfsk., sóllúga, ek. 89 þús. km. Verð 2.990.000. Skipti. Chrysler Saratoga árg. '91, gull- sans., sjálfsk., ABS, ek. 49 þús. km. Verð 1.380.000. Skipti í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.