Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Aukastörf dómara
TALSVERÐ umræða
hefur orðið um hvort
og að hvaða marki
dómurum er heimilt að
stunda aukastörf. Sam-
kvæmt 61. gr. stjórnar-
skrárinnar skulu dóm-
endur í embættisverk-
um sínum fara einungis
eftir lögunum. Gert er
ráð fyrir því að dómarar
séu sjálfstæðir og óvii-
hallir í embættisverkum
sínum og taki hvorki við
fyrirmælum frá stjóm-
völdum né öðrum.
Ástæður þessa eru tald-
ar augljósar og almennt
viðurkenndar. Gert er
ráð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum
dómstólum í mörgum þjóðréttar-
samningum svo og í löggjöf margra
ríkja.
Ýmis atvik geta valdið því að
unnt sé með réttu að draga óhlut-
drægni dómara í efa í tilteknu máli
eða málum. Þegar svo stendur á
ber honum að víkja sæti. Hugsan-
legt er einnig að aukastörf dómara,
eignaraðild hans og önnur atvik
leiði til þess að hann verði talinn
vanhæfur í mörgum málum. Aðilar
eiga heimtingu á því að dómari
dæmi „rétt“, þ.e. einungis eftir lög-
unum. Augljós hætta er á því að
sú viðleitni geti raskast ef dómari
er tengdur máli eða aðilum að til-
teknu marki. Að auki er óhlut-
drægni dómara talin nauðsynleg til
að skapa dómstólum traust sem e_r
forsenda fyrir sterku dómsvaldi. Á
dómara hvílir því viss lagaskylda
að forðast að slík staða komi upp
því að hún er til þess fallin að vinna
gegn þeim meginsjónarmiðum sem
fyrr eru nefnd.
Lög um meðferð einkamála hafa
að geyma reglur um við hvaða að-
stæður dómara beri að víkja sæti í
máli. Þar er fyrst og
fremst um að ræða tii-
tekin tengsl dómara og
skyldmenna hans við
aðila eða sakarefnið.
Almenna reglan er að
dómari er vanhæfur til
að fara með mál ef fyr-
ir hendi eru atvik eða
aðstæður sem eru falln-
ar til að draga óhlut-
drægni hans með réttu
í efa. Svipuð regla hef-
ur verið lengi í íslensk-
um lögum og hún er í
samræmi við lagaregl-
ur á hinum Norðurlönd-
unum og 6. gr. Mann-
réttindasáttmála Evr-
ópu.
Samkvæmt íslenskum rétti er það
stjórnarskrárbundin meginregla að
menn eigi rétt til athafnafrelsis. Sú
meginregla á að sjálfsögðu einnig
við um dómara. Þessi meginregla
verður aðeins takmörkuð með lög-
um. Það getur síður en svo talist
andstætt hlutverki dómara að hann
afli sér þekkingar og reynslu á sem
víðtækustum grunni og skiptir í því
sambandi engu máli hvort greiðsla
komi fyrir eða ekki. Því má með
réttu halda fram að dómari sé því
hæfari til þess að takast á við þau
margþættu úrlausnaratriði sem að
höndum bera þeim mun meiri
reynslu og þekkingu á viðfangsefn-
um þjóðlífsins sem hann hefur.
Dómari hefur vissar lagaskyldur
til að gæta hófs er hann tekur að
sér og vinnur aukastörf. Þær skyld-
ur verða einkum leiddar af fyrr-
greindum reglum og meginsjónarm-
iðum um sjálfstætt og óháð dóms-
vald. Mörkin eru þó matskennd og
þau verður að miða við efnisrök.
Samkvæmt fyrrgreindum sjónarmið-
um verður tæplega önnur lína dreg-
in en sú að dómari megi ekki koma
Lagareglur eru því
ekki til fyrirstöðu, segir
Stefán M. Stefánsson,
að dómari taki
að sér samningu
lagafrumvarpa.
sér í þá stöðu að óhlutdrægni hans
verði oft með réttu dregin í efa.
Næsta álitaefni er það hvenær
segja megi að aukastörf dómara séu
með þeim hætti að óhlutdrægni hans
verði oft dregin í efa. Hér koma eink-
um tvö tilvik til álita en hér verður
ekki rætt um það sérstaklega hvort
aukastörf dómara séu það umfangs-
mikil að þau komi niður á reglu-
bundnu starfi hans:
a. Hvort þóknun fyrir aukastarf
sé eðlileg. Þar er fyrst og fremst
átt við að þóknun sé hófleg miðað
við það framlag sem hún á að vera
til greiðslu á. Þetta sjónarmiðið fær
því meira vægi þeim mun öflugri sem
viðskiptaaðilarnir eru og því tíðari
sem samskiptin eru. Við framtíðar-
mótun lagareglna virðist eðlilegt að
greiðslur til dómara vegna auka-
starfa á vegum stjórnsýslunnar séu
ákveðnar af óháðum aðilum svo sem
Kjaradómi. Óhlutdrægni dómara
sem þegið hefur óhóflega greiðslu
fyrir verk virðist með réttu verða
dregin í efa þegar sá sem greiddi
er eða verður síðar aðili dómsmáls.
b. Hvort aukastörfin sjálf sam-
rýmast dómarastarfinu. Sum auka-
störf eru með þeim hætti að þau fá
alls ekki samrýmst dómarastarfinu,
t.d. þau sem eru siðferðilega eða
lagalega vafasöm. Um þau störf
verður ekki fjallað nánar hér. I öðr-
um tilvikum getur þetta verið álita-
mál, t.d. hvort dómari geti skipað
sæti í úrskurðarnefnd á vegum
stjórnsýslunnar ef við því má búast
að úrskurðum hennar verði oft skot-
ið til dómstóla til prófunar um lög-
mæti. Skiptir þá ekki öllu máli þótt
annar dómari sama dómstólsins fari
með málið og dæmi.
í nágrannaríkjunum er víðast ekki
við að styðjast ítarlegar lagareglur
um fyrrgreind álitaefni. Sums staðar
starfa þó nefndir sem skera úr álita-
málum af þessu tagi. Þar er algengt
að dómarar taki þátt í samningu
laga. Þeir stunda einnig oftlega
kennslu eða sinna prófdómenda-
störfum við háskóla og þeir starfa
oft sem gerðarmenn í deilum milli
einstaklinga eða lögaðila. Að auki
er algengt að þeir sinni fræðistörfum
og flytji fyrirlestra af ýmsu tagi.
Er þá miðað við að störfin séu ekki
mjög umfangsmikil og langvarandi
og að greiðslur fyrir þau séu í hófi.
Þegar tekist er á við það álitaefni
hvort aukastarf sem í því felst að
semja lagafrumvarp verði talið sam-
i-ýmast embættisstarfi dómara verð-
ur að hafa í huga fyrrgreind megin-
sjónarmið um athafnafrelsi annars
vegar og þær takmarkanir sem leiða
af dómarastarfinu hins vegar. Við
samningu lagafrumvarpa reynir
venjulega á lögfræðilega þekkingu.
Dómari tekur auðvitað ekki neinn
þátt í lagasetningunni sem slíkri
heldur vinnur aðeins umrætt undir-
búningsverk venjulega fyrir ráðu-
neyti eða Alþingi.
Sá sem semur lagafrumvarp verð-
ur auðvitað oft að hafa eða mynda
sér skoðun á því hvernig beri að rita
eða skilja frumvarpstexta. Ekkert
er hins vegar athugavert við það að
dómari hafi eða myndi sér skoðun á
hvaða málefni sem vera skal. Hann
verður almennt hvorki talinn van-
hæfur né talinn rýra álit dómstóls
við það að mynda sér almennar skoð-
Stefán M.
Stefánsson
Fagþekking iðjuþjálfa
mikilvæg fyrir grunnskóla
JÓI er spenntur og
ánægður að vera byrj-
aður í skóla. Hann er
í 6 ára bekk með 20
öðrum börnum. Börnin
klippa, líma, lita og eru
byrjuð að draga til
stafs. Jói finnur fljót-
lega að verkefnin hans
eru ekki jafn fín og hjá
hinum. Hann nær ekki
að klippa eftir línum,
lím klessist út um allt
og hann litar alltaf út
fyrir. Jói truflar skóla-
félaga sína vegna þess
að hann getur ekki
verið kyrr. Hann talar
mikið og fær stöðugt
áminningu frá kenn-
Anna Sigríður
Jónsdóttir
Hrefna
Oskarsdóttir
ara. Honum finnst hann vera
heimskur og vitlaus að geta ekki
gert eins og hinir. Jóa fer að leið-
ast í skólanum og hættir að reyna
að gera vel. Hann reynir að fela
hvað hann á erfitt með því að fífl-
ast og láta kjánalega. Krakkarnir
verða pirruð á honum og vilja ekki
hafa hann með í leikjum eða við
lærdóminn. Kennarinn skilur ekki
af hvetju hann hagar sér svona og
af hveiju svona skýr strákur getur
ekki lært einföldustu hluti. Ákveðið
er að Jói fái stuðningskennslu sem
hjálpar honum en það dugar ekki
til. Þegar Jói er kominn í 9 ára
bekk fer námið að þyngjast og
vandamálin aukast verulega. Kenn-
ari og foreldrar Jóa hittast og ræða
erfiðleika hans í skólanum sem
einnig koma fram heima. Ákveðið
er að leita til sérfræðinga eftir
nánari gieiningu. Það kemur í ljós
að Jói er misþroska og þarf á iðju-
þjálfun að halda.
Misþroska börn
Samkvæmt norrænum rannsókn-
um hafa um 10-15% barna einkenni
misþroska og gera má ráð fyrir að
svipaðar tölur gildi hér á landi. Þetta
þýðir að 2-3 böm í hveijum 20
manna bekk eru með þessi einkenni.
Að auki eru um það bil 3-5 hreyfi-
hömluð böm í hvetjum árgangi
grunnskólans.
Einkenni misþroska geta komið
fram á margvíslegan hátt og eru
ekki eins hjá öllum. Því þarf að
meta hvert barn fyrir sig og finna
úrræði sem hæfa hveiju barni.
Þarna getur iðjuþjálfi komið inn í
skólastarfíð. Hann prófar barnið og
finnur út á hvaða sviðum það á í
erfiðleikum. Síðan eru útbúnar til-
lögur að æfíngum út frá niðurstöð-
um prófana og kennurum og for-
eldrum veittar ráðleggingar um örv-
un og þjálfun. í sumum tilfellum
er nóg að veita ráðgjöf og fræðslu
en önnur börn þurfa markvissa iðju-
þjálfun í ákveðinn tíma.
Hvað gera iðjuþjálfar?
Markmið iðjuþjálfunar er að ýta
undir skyn- og hreyfiþroska barn-
anna og auka færni þeirra við nám
og leik. í iðjuþjálfun er lögð áhersla
á þjálfun grunnþátta í þroska mið-
taugakerfisins. Þessir þættir eru
jafnvægis-, snerti- og stöðuskyn.
Þeir eru undirstaða eðlilegs skyn-
og hreyfiþroska. Til þess að skipu-
lagning hreyfinga hjá börnum sé
góð verður líkamsvitund að vera í
lagi. Það er svo aftur háð eðlilegu
snerti- og stöðuskyni. Eðlileg sjón-
úrvinnsla er mikilvæg t.d. til þess
að við getum hreyft okkur án þess
að rekast á hluti, teiknað einfalt
strik og kastað bolta á milli. Mis-
þroska börn eiga oft í erfiðleikum
með fínhreyfingar. Það kemur fram
í „klaufaskap“ við að teikna, klippa,
skrifa, hnýta sjaufu og borða með
hníf og gaffli. í iðjuþjálfun eru allir
þessir þættir þjálfaðir. Þjálfunin fer
að mestu fram sem leikur og mikil-
vægt er að börnunum þyki gaman
í þjálfun. Iðjuþjálfinn leggur áherslu
á að gera kröfur til barnanna í sam-
ræmi við getu þeirra og bendir þeim
á hvernig þau geta nýtt sér sínar
sterku hliðar. Þetta styrkir sjálfsmat
barnanna. Þeim líður betur og eru
betur undir það búin að takast á
við verkefni sem áður hafa reynst
erfið.
Hreyfihömluð börn
Hreyfihömluð börn eru í auknum
mæli að flytjast úr sérdeildum inn
í almenna bekki í sínum hverfisskól-
um. Iðjuþjálfar meta þörf á hjálpar-
tækjum, veita ráðgjöf og aðstoða
10-15% barna hafa ein-
kenni misþroska, segja
Anna Sigríður Jóns-
_
dóttir og Hrefna Osk-
arsdóttir, og vísa til
norrænna rannsókna.
við útvegun þeirra. Þeir þjálfa börn-
in í notkun hjálpartækja og leiðbeina
öðrum sem annast barnið um notk-
un þeirra. Hreyfihamlaðir eiga oft
í erfiðleikum með að tjá sig og þurfa
að nota tölvur eða annan tæknibún-
að við tjáskipti og nám. Iðjuþjálfar
meta þörf fyrir slíkt og sjá um að
finna þann búnað sem hentar hveiju
sinni. Margar skólabyggingar eru
ekki hannaðar með tilliti til hreyfí-
hamlaðra nemenda og því þarf að
aðlaga umhverfíð að barninu þannig
að það komist sem auðveldast um
í skólanum. Góð vinnuaðstaða er
mikilvæg fyrir alla. Iðjuþjálfar meta
setstöðu, borðhæð og annað í um-
hVerfi barnanna og koma með tillög-
ur að úrbótum ef þörf er á. Mikil-
vægt er að gæta að góðum vinnu-
stellingum hjá börnum til að koma
anir á mönnum og málefnum. Á hinn
bóginn getur dómari ekki að réttum
lögum skipað dóm í máli ef hann
hefur áður beint eða óbeint látið í
ljós skoðun sína á því hvernig beri
að leysa úr því sérstaka dómsmáli
sem hann hefur til úrlausnar. Dóm-
ari sem semur fræðirit um tiltekinn
lagabálk verður því ekki vanhæfur
til þess að dæma um ágreiningsat-
riði sem lenda innan þess lagabálks
í framtíðinni og ekki telst hann held-
ur með réttu rýra álit dómstóls þótt
hann skipi dóm í slíkum málum.
Aðstaðan er nákvæmlega eins við
samningu lagafrumvarpa.
Spyija má hvort ekki sé eðlilegt
að setja fram þá kröfu að dómari
komi ekki nálægt neinum aukastörf-
um. Þá sé ekki unnt að saka hann
eða dómstól um óhlutdrægni. Krafa
í þessa átt gengur þó of langt og
hún er andstæð meginreglunni um
athafnafrelsi. Gildandi reglum um
aukastörf dómenda má ekki rugla
saman við þær reglur sem gilda um
kviðdómendur í íjarlægum réttar-
kerfum. í norrænum rétti er einmitt
á því byggt að dómari skuli sí og æ
afla sér sem víðtækastrar þekkingar
á öllum sviðum og þá auðvitað alveg
sérstaklega á sviði lögfræði.
Helstu niðurstöður eru þessar:
Athafnafrelsi manna er megin-
regla. Hvorki í íslenskum né norræn-
um rétti er að finna ítarleg laga-
ákvæði sem taka af skarið um það
hvort tiltekin aukastörf samrýmist
dómarastarfi. Þar er fremur við
meginreglur að styðjast sem leiddar
verða af einstökum ákvæðum laga.
Endurgjald dómara fyrir auka-
störf verður að vera í hófi. Mjög
umfangsmikil og langvarandi auka-
störf fyrir Qársterka aðila sem oft
eiga aðild að dómsmálum geta rýrt
álit dómstóls.
Lagareglur eru því ekki til fyrir-
stöðu að dómari taki að sér samn-
ingu lagafrumvarpa, riti fræðigrein-
ar, flytji fyrirlestra eða taki að sér
önnur fræðileg störf á almennum
grundvelli ef hófs er gætt í samræmi
við fyrrgreind meginsjónarmið.
Höfundur er lagaprófessor.
í veg fyrir ýmsa álagssjúkdóma síð-
ar meir.
Iðjuþjálfun í skólum
Nú þegar skólar verða færðir frá
ríki til sveitarfélaga verða miklar
breytingar í skólakerfinu. Sveitarfé-
lögin eiga samkvæmt lögum að veita
sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólana,
þar sem kennarar geta sótt ráðgjöf
fyrir börn með sérþarfir. Starfsmenn
slíkrar sérfræðiþjónustu skulu vera
kernarar með framhaldsmenntun,
sálfræðingar og aðrir sérfræðingar.
Störf talmeinafræðinga hafa verið
viðurkennd sem nauðsynleg sér-
fræðiþjónusta fyrir skólana. Við telj-
um að fagþekking iðjuþjálfa sé ekki
síður mikilvæg og myndi styrkja
sérfræðiþjónustu við grunnskóla og
leikskóla. Iðjuþjálfar hafa undanfar-
in ár veitt skólum og leikskólum
ráðgjöf varðandi hreyfíhömluð og
misþroska börn. Skilningur hefur
aukist í skólum á högum bama með
sérþarfír þó enn skorti verulega
þekkingu á vandanum og hvernig á
að bregðast við honum. Margir skóla-
stjórar, kennarar og leikskólakenn-
arar hafa lýst yfír áhuga á að fá
iðjuþjálfa inn í skólana til nánara
samstarfs, en hingað til hafa iðju-
þjálfar aðallega unnið á sérstofnun-
um, en ekki innan skólakerfísins.
Með nánari tengslum iðjuþjálfa
við börn á leikskóla- oggrunnskóla-
aldri er hægt að koma börnum með
sérþarfir fyrr í þjálfun og auðveld-
ara verður að fyigja þeim eftir í
grunnskólanum. Aukin samvinna
sérfræðinga kemur öllum til góða
en mest börnunum sem þurfa á
hjálp okkar að halda. Fjöldi þeirra
barna, sem þurfa á iðjuþjálfun að
halda, sýnir fram á nauðsyn þess
að iðjuþjálfun verði hluti af sér-
fræðiþjónustu sveitarfélaganna við
skólana.
Höfundur eru iðjuþjálfar og slnrfa
á æfingastöð Styrktarfclags
lamaðra og fatlaðra og vinna við
iðjuþjálfun barna.