Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 3 7
ATVINNU AUGL YSINGAR
Handflakari
Vantar handflakara vanan flatfiski sem fyrst.
Uppl. í síma 456 3001 og á kvöldin í síma
456 4475, Gunnar.
Matreiðslumaður
óskast á veitingahúsið Astro. Einnig vantar
starfskraft í þrif og uppvask. Vinnutími
mánud.-föstud. frá kl. 8.00-15.00.
Upplýsingar í síma 562 3495.
Viðskiptafræðinemar
Eitt af stærstu fyrirtækjum á höfuðborgar-
svæðinu óskar eftir að ráða viðskiptafræði-
nema til starfa í fjármáladeild. Um er að
ræða sumarstarf og hlutastarf með skóla.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af bók-
haldi, góða almenna tölvukunnáttu og góða
þekkingu á Excel-töflureikni.
Æskilegt er að viðkomandi sé að Ijúka 2 ári
í viðskiptafræði.
Umsóknum skal skila fyrir 26. apríl á af-
greiðslu Mbl. merktum: „J - 551“.
Símavinna
Áhugasamt fólk óskast til starfa 4 kvöld í
viku fyrir gott málefni.
Upplýsingar hjá Valdimar í síma 581 1817
og 897 2514.
Laus staða
héraðsdýralæknis
Laus er til umsóknar staða héraðsdýralækn-
is í Dalaumdæmi. Sett verður í stöðuna í
eitt ár frá 1. júlí 1996.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi opin-
berra starfsmanna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneyt-
inu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir 15.
maí nk.
Landbúnaðarráðuneytið,
15. apríl 1996.
Lagermaður
Heildverslun með járnvörur óskar eftir að
ráða mann til venjulegra lagerstarfa, pökkun-
ar og upptöku á vörum o.fl. þess háttar.
Krafist er algjörrar reglusemi, meðmæla og
góðs viðmóts. Viðkomandi þarf að geta haf-
ið störf eigi síðar en 1. júní.
Umsóknir berist afgreiðslu Mbl. fyrir 25.
apríl merktar: „Lagermaður - 553“.
HAFNARFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Loksins er laus staða/hlutastöður hjúkrunar-
fræðinga á lyflækningadeild. Deildin sinnir
bráðaþjónustu fyrir Hafnarfjörð og nágrenni
með áherslu á meltingarsjúkdóma. Metnaður
er lagður í að veita sem besta hjúkrun og
skipulagsformið er hóphjúkrun.
Staðan veitist frá 1. júní 1996 eða eftir nán-
ara samkomulagi.
Upplýsingar veitir Gunnhildur Sigurðardóttir,
hjúkrunarforstjóri, eða Bergþóra Karlsdóttir,
deildarstjóri, í síma 555 0000.
WtÆKWÞAUGL YSINGAR
TILKYNNINGAR
y
/
KIPULAG RÍKISINS
Snæfjallastrandarvegur milli
Hvannadalsár og Þverár
Mat á umhverfisáhrifum -
frumathugun
Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif-
um Snæfjallastrandarvegar nr. 635 milli
Hvannadalsár og Þverár.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar
liggur frammi til kynningar frá 17. apríl til
23. maí 1996 á Skipulagi ríkisins, Laugavegi
166, og Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu
3, Reykjavík. Einnig á skrifstofu Hólmavíkur-
hrepps og Hótel Matthildi, Hólmavík.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
23. maí 1996 til Skipulags ríkisins, Lauga-
vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur
nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif-
um.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
UPPBOÐ
Lausafjáruppboð
Bifreiðin OX-466, Lada Safir, árgerð 1995,
verður boðin upp framan við bifreiðageymslu
embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík,
miðvikudaginn 24. apríl 1996 kl. 17.00.
Þá verður eftirtalið lausafé boðið upp við
Aðalstræti 9, Bolungarvík, sama dag kl.
17.30: Manito lyftari og 100 galvaniseraðir
stálbitar til undirsláttar á loftplötur.
Greiðsla við hamarshögg.
Bolungarvík, 16. apríl 1996.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
Jónas Guðmundsson.
HUSNÆÐIOSKAST
Óskasttil leigu!
Við erum fertug hjón, bæði í góðum stöðum,
og óskum eftir að leigja góða íbúð eða lítið
einbýlishús á Stór-Reykjavíkursvæðinu, fyrir
okkur og Elías, sem er hreinræktaður
Golden-Retriever hundur, rólegur og góður.
Upplýsingar í síma 554 5825 eða 561 2455.
Veiðivötn
Veiðivötn á Landmannaafrétti verða opnuð
mánudaginn 24. júní kl. 15.00.
Sala og pöntun veiðileyfa í Skarði í síma
487 6580 frá kl. 10-19. Staðfestið fyrri
pantanir í síðasta lagi fyrir 1. júní.
Stjórnin.
KENNSLA
Myndlista- og
handíðaskóli íslands
auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaár-
ið 1996-1997.
Umsóknarfrestur í fornám er til 24. apríl og
í sérdeildir 8. maí nk.
Upplýsingar og umsóknargögn fást á skrif-
stofu skólans, Skipholti 1, Reykjavík, sími
551 9821.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
FJORÐUR
Iþróttafélag
Aðalfundur Fjarðar
íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði, verður
haldinn í Alfafelli, íþróttahúsinu við Strand-
götu, laugardaginn 27. apríl kl. 13.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
augíýsingor
FÉLAGSLlF
□ GLITNIR 5996041719 III Frl.
□ HELGAFELL 5996041719
VI 2 Frl.
I.O.O.F. 7 = 17704178'h = KEF
I.O.O.F. 9 = 1774177V2 =S.k.
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
JOSEOG
LEIMASTEVENS
Mikael-kvöld í kvöld miðvikud. 17.
april á Hótel Loftleiðum kl. 20.
Efni kvöldsins: Hulukort ársins
1996 og áhrif hærri tíðni áranna
á líf okkar í dag. Opið öllum sem
áhuga hafa. Aðgangseyrir kr.
1.300.
Upplýsingar veitir Sigrún Bouius,
Klassik ehf., sími 588 1710.
SAMBAND ISLENZKRA
vgjiít KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í
Kristniboössalnum.
Ræðumaður: Benedikt
Arnkelsson.
Allir velkomnir.
■^SALARRANNSOKNAR-
FÉLAGIÐ
í HAFNARFIRÐI
Sálarrannsóknafélagið
í Haf narfirði
heldur fund í Gúttó á morgun,
fimmtudaginn 18. apríl,
kl. 20.30.
Dagskrá:
Fyrri líf - fyrirlestur,
Vilhelmína Magnúsdóttir, flytur.
Öllum heimil þátttaka.
Aðgöngumiðar viö innganginn.
Stjórnin.
Kletturimi
Kristið s a m f é l a g
Samkoma í Góðtemplarahúsinu,
Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í kvöld
kl. 20.30. Gunnar Þorsteinsson
predikar. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Lofgjörð og bæn í kvöld kl. 20.
Billy Graham samkoman endur-
sýnd. Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Kvöldvaka
„Laugavegurinn"
Miðvikudaginn 17. april kl. 20.30
efnir Ferðafélagið til kvöldvöku
í Mörkinni 6 (stóra salnum). Efni:
Saga frá fyrstu ferð um „Lauga-
veginn", byggingaframkvæmd-
um og stikun leiðarinnar. (lokin
verður myndasýning af leiðinni
í heild. Þeir sem sýna og segja
frá eru Höskuldur Jónsson,
Matthildur Guðmundsdóttir,
Pétur Þorleifsson og Árni
Tryggvason. Aðgangur kr. 500
(kaffi og meðlæti innifalið).
„Laugavegurinn" er vinsælasta
gönguleiðin hjá Ferðafélagi ís-
lands. Fyrrverandi „vegfarend-
ur“ og væntanlegir farþegar í
ferðum sumarsins ættu ekki að
láta þessa kvöldvöku fram hjá
sér fara!
19.-20. apríl Snæfellsjökull
Snæfellsnes. Brottför kl. 19.00.
Gist í svefnpokaplássi á Lýsu-
hóli (sundlaug). Gangan upp og
niður jökulinn tekur um 7 klst.
Ferðafélag íslands.