Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 23 I Keflavík er ekki lengur allra veðra völlur í Morgunblaðinu 28.3. sl. birtist grein í miðopnu blaðsins. Varnarstöðin á Kefla- víkurflugvelli nefnist greinin, og er eftir Olaf Þ. Stephensen. Þar er sagt frá sam- komulagi íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd ríkjanna, og ákvæði þessa sam- komulags, um að reyna að draga úr kostnaði við rekstur varnarstöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Nefnd háttsettra embættis- manna, sem í greininni er nefnd kostnaðarlækkunarnefnd, mun halda áfram störfum. „Lokun einnar flugbrautar á Keflavíkur- flugvelli hefur þegar sparað varna- liðínu stórfé. Þá hefur verið ákveð- ið, að kafbátaleitarflugvélar varn- arliðsins geti notað flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum sem vara- flugvelli." Samkvæmt því virðist varnarliðinu hingað til hafa verið bannað að nota umrædda flugvelli. Bandaríkjamenn byggðu flug- völlinn í Keflavík. Reyndar voru Stjórnun málefna Kefla- víkurflugvallar, segir Ámundi H. Ólafsson, er í vondum málum. þeir tveir, og nefndist sá fyrri Patt- ersonflugvöllur. Starfræksla hófst 1942. Á sama tíma byggðu þeir net flugvalla fyrir norðurleiðina svokölluðu, sem Charles Lindberg hafði rannsakað sérstaklega 1933, og kom þá m.a. hér við, ásamt konu sinni. Flugvöllurinn í Gæsa- flóa (Goose Bay) var byggður á sama tíma, svo og flugvellirnir í Grænlandi, Narsarssuaq og Syðri- Straumfjörður, Kulusuk og Iqatek, og jafnvel fleiri, sem ekki eru starf- ræktir í dag. Þetta var tæknilegt stórvirki, unnið á undraskömmum tíma. Um þessa flugvelli fluttu Bandaríkjamenn flugvélar sínar til vígstöðva Evrópu, jafnframt því að stunda árásir á kafbáta Þjóðverja, í samvinnu við Breta, sem byggðu og starfræktu Reykjavíkurflugvöll og Vogaflugvöll í Færeyjum. Vegna flugvallanna og flugvélanna er talið, að orustan um Atlantshaf- ið hafi unnist, og engin tilviljun, að sá vendipunktur er talinn vera í mars 1943. Eftir reynslu sína af Patterson- flugvelli og íslenskri veðráttu byggðu Bandaríkjamenn núverandi Keflavíkurflugvöll sem „all weath- er airport", eða nýtanlegur í hvaða veðri sem var, hvað varðaði vind. Brautir voru fjórar. Austur/vestur braut (11/29) var stærst, síðan var 1000 m braut, (16/34), notuð í suðaustan stórviðrum, þegar segul- stefna vinds er í kringum 160 gráð- ur. Síðan er norður/suður braut, sem Bandaríkjamenn lengdu um rúrna 1100 m 1971, og loks sú braut, sem síðast var lokað, suð- vesturbrautin (25/07), sem er um 2000 m, jafnmikið mannvirki og nýjasti flugvöllur íslendinga, Egils- staðaflugvöllur. Braut 16/34 var eyðilögð með staðsetningu hinnar nýju flugstöðvar við brautarenda 16, og er síðan aðeins notuð sem akbraut. Því hefur nú flugbrautum á Keflavíkurflugvelli fækkað um helming, og því er flugvöllurinn engan veginn sá „all weather air- port“ sem áður var. Hann getur því lokast í stórviðrum af suðaustri og suðvestri. í umræddri grein Morgunblaðs- ins er nánar rætt um kostnaðarlækkunar- nefndina, og segir svo: „Nýr kraftur komst í störf nefndarinnar _sl. haust, er Halldór Ás- grímsson utanríkisráð- herra breytti skipan hennar þannig, að í hana voru settir hátt settir embættismenn utanríkisráðuneytis. Aðstoðarmaður ráð- herra er formaður nefndarinnar". Nokkru seinna segir: „Sú sparnaðaraðgerð, sem kostnaðarlækkun- arnefnd hefur komið í framkvæmd, og skilað hefur mest- um sparnaði, er lokun einnar flug- brautar á Keflavíkurflugvelli. Hefði brautinni ekki verið lokað, hefði þurft að ráðast í dýrar viðhaldsað- gerðir á henni. Talið er, að lokun hennar hafi þegar sparað íjórar milljónir dollara, eða nálægt 260 milljónir króna. Auk þess sparast 500-600 þúsund dollarar á ári í rekstrarkostnað, eða 30-40 millj- ónir króna.“ „Önnur sparnaðarað- gerð, sem Halldór Ásgrímsson átti frumkvæði að,“ fjallar um Orion P3 kafbátaleitarflugvélar. Halldór Ásgrímsson átti ekki frumkvæði að lokun umræddrar flugbrautar. Sá gerningur var framkvæmdur af forvera hans, Jóni Baldvini Hannibalssyni, í nóvember 1994. En lítt hélt hann þessari ákvörðun á lofti. Öryggisnefnd FÍA mótmælti þessari lokun, og óskaði eftir fundi með ráðherra, en þar voru dyr lokaðar. Núverandi utan- ríkisráðherra tók á móti nefndinni sl. haust í glerhöll sinni við Rauðar- árstíg. Sá fundur var stuttur, og hygg ég að hvorugan hafi langað hinn að hitta, að honum loknum, enda þar ekki um háttsetta emb- ættismenn að ræða. Sá sparnaður, sem um var rætt, var ekki hærri en þrjár milljónir króna á ári, aðal- lega vegna sparnaðar í snjóruðn- ingi. Það kom til álita að eyði- leggja brautina með því að grafa upp öll brautarljós hennar. Sá kostnaður nam 20 milljónum króna. Slíkt þótti tvíbentur sparnaður, og því sá kostur lagður á hilluna. Brautin sjálf er með nýlegu slit- lagi, og í góðu ásigkomulagi, enda lítið notuð uiema í stórviðrum. Nú virðast öll viðhorf og útreikningar hafa breyst með tilkomu nefndar hinna háttsettu embættismanna, og gerningur Jóns Baldvins orðinn rós í hnappagati Halldórs Ásgríms- sonar. Fyrir margt löngu kom út ævi- saga sr. Árna Þórarinssonar, Hjá vondu fólki, skráð af Þórbergi Þórð- arsyni. Gárungar sögðu, að þar segði sá skreytnasti þeim trúgjarn- asta. En sr. Árni færði aðeins í stílinn, sem góðir sögumenn gera, svo það var fótur fyrir allri frásögn hans, aðeins stílfærð af beggja hálfu, enda orðið sígilt listaverk. Nú hefur þjóðin eignast arftaka þeirra, en þeir fremja ekki lista- verk, og enginn fótur er fyrir gjörð- um þeirra. Ef Halldór Ásgrímsson trúir að- stoðarmanni sínum og formanni sparnaðarnefndar, að 260 milljónir kr. hafi sparast, ásamt 30-40 millj- óna kr. rekstrarkostnaði á ári, við það að mála krossa á flugbraut, þá er hann einhver trúgjarnasti stjórnmálamaður sem sögur fara af. Forsendur eru engar, ekkert hefur sparast. Það eitt er víst, að stjórnun málefna Keflavíkurflug- vallar er í vondum höndum. Höfundur er flugstjóri. Árnundi H. Ólafsson Um íslenskt mál og ríkisútvarpið Þú ástkæra, ýlhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móður á bijósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndi að veita. Þannig kvað Jónas forðum og allir vildu Lilju kveðið hafa. Eigi á ég þess kost að kveða eða setja fram mál mitt sem hann, en finnst ég þó stundum geta greint á milli ,góðs og ills’ í rithætti eða framsögn, svo gripið sé til orðalags Biblíunnar, því - ,Guð gaf mér eyra svo nú má ég heyra, Guð gaf mér auga svo nú má ég sjá’ Þetta má kalla steigurlæti. En mér mun hafa orðið á í mess- unni, er ég skrifaði smágrein í Morgunblaðið 13. mars sl., þar sem ég lét í ljós litla hrifningu á stíl og öðru málfari í bréfi, er ég fékk frá innheimtudeild Ríkisútvarpsins dags. 28. febr., og fyrir því færði ég nokkur rök. Þar beindi ég spurningu til málfarsráðunautar þeirrar stofnunar; um málfarslegt ágæti bréfsins. Eg reiknaði með svari, en fannst standa á því, svo að ég setti á flot ,opið bréf til hans í Mbl. 27. mars. Hann hringdi þá til mín og sagðist hafa séð grein mína, og að hann ætlaði að svara henni; var hins vegar í tímabundnu fríi frá stofnuninni og það var or- sök óeðlilegs dráttar. Hann sagðist vera mér á ýmsan hátt sammála. En framsetning mín í téðum skrifum mun ekki hafa verið nægi- lega ljós; ég held að málfarsráðu- nauturinn hafi ekki skilið megin- inntak skrifa minna. Svar hans birtist í Morgunbl. sunnud. 14. apríl. En ég kalla það ekki svar. Mér átti að hafa mislíkað að vera persónulega ávarpaður með þúi, og að það hefði verið notað óþarf- lega oft í greininni, og þar með búið. Ég var ekki að kvarta undan meðferðinni á mér, heldur skrifa um ís- lenskt mál og hina subbulegu meðferð á því. Ég neyðist því til að fara á stúfana á ný og skýra betur hvað ég meina, og verð þá að nota skarpara orða- lag, sem þá skilst. Málefni bréfsins er í sjálfu sér gott, en framsetningin óviðun- andi; þ.e. hið áleitnis- lega, slepjulega, amer- ísk/enska business- mál, sem margir eru farnir að tileinka sér. Ég skal „sveia“ mér upp á það, að bréfið er ekki skrif- að af málfræðingi, heldur aðfengn- um almennings-tengsla-manni. Þetta ríður húsum í öllu auglýs- ingakerfinu, og mál væri að stinga Málefni bréfsins er í sjálfu sér gott, segir Haukur Eggertsson, en framsetningin óvið- unandi. við fæti. Vonandi byltir Jónas Hallgrímsson sér ekki í gröf sinni okkar vegna. Hér á eftir vitna ég í hveija einstaka málsgrein bréfs- ins: Bréfið er virðulega stílað á mig, það er satt, og kennitala og allt tilheyrandi. En það þýðir ekki að telja neinum trú um það, að þetta sé einkabréf, aðeins til mín, og það mundi ekki réttlæta þú - þú - þinn-stílinn. Þarna er tölvutæknin notuð til að senda út allsheijar dreifibréf með nafni hvers og eins viðtakenda (útvarpsnotanda). Ég kann þetta úr tölvubókunum mín- um og tilgangurinn er að sjálf- sögðu að komast nær viðtakend- um. En nú vitna ég í bréfið og takið eftir (allar feitletranir eru samkvæmt bréfinu sjálfu); Haukur Eggertsson 1. „Kæri Haukur. Ef þú ert heppinn getur þú eignast splunku- nýtt og vandað Sony sjónvarps- tæki... Tilgangurinn með þessu boði er að fá þigþitt lóð .. 2. „Það sem þú þarft að gera: Hafir þú tilkynnt banka þínum eða innheimtudeild Ríkisútvarpsins að þú viljir greiða.. . fer nafn þitt . . 3. „Við verðum að sjálfsögðu að spara eins og aðrir.“ Þessi málsgrein er öll á íslensku. 4. ,„Hvað eru þessar beingreiðsl- ur og boðgreiðslur?“. í þessari málsgrein eru persónufornafnið þú/þig/þér notað 9 sinnum, og eignarforn. 4 sinnum, samtals 13 sinnum fornöfn, en heildar orða- fjöldinn aðeins 91. Nei, ég er ekki að móðgast yfir því að vera þúað- ur, en er þetta ylhýra, ástkæra málið okkar? 5. „Mánaðarleg greiðsla hag- kvæmari fyrir báða.“ Þessi grein er 10 línur og öll á íslensku. 6. „Spornað við samdrætti í dagskrá." „Ekki þarf að rekja fyr- ir viðskiptavinum Ríkisútvarpsins þörfina á að spara útgjöld þar sem unnt er...“ Þessi málsgrein er sam- tals 7 línur og þær allar á ís- lensku. Hitt er það, að málfars- ráðunauturinn hefði gjarnan mátt svara því, hvernig eigi að spara útgjöld. 7. „Mundu 15. mars. Mundu að ef þú tilkynnir þessa breytingu fyrir 15. mars verður nafn þitt í pottinum þegar hin glæsilegu sjón- varpstæki verða dregin út.“ Guð varp handfylli af sandi út í hyl; þá varð heimurinn til með sandi af gæðum nema seðlum og kvæðum; þar kom Satan og andvakan til. (Þorsteinn Valdimarsson) Ég vona, að ég komist svo frá máli þessu, að úr huga mér hverfi kenndin um hina stéttarhags- munalegu samtryggingu, sem svo víða kemur fram í þjóðlífinu og ekki virðist mega við hrófla. Og ég hlýt að draga þá ályktun, að texti margnefnds bréfs innheimtu- deildarinnar sé góður, og þá veit ég hvaða mál ég átti að kenna afkomendum mínum og hvaða mál ég átti ekki að kenna þeim. Reykjavík, 15. apríl 1996. Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri. Námskeið fyrir bifreiðasala Prófnefnd bifreiöasala og Frœöslumiöstöö bílgreina auglýsa námskeið fyrir bifreiðasala 2.-17. maí 1996. Námskeiðið, sem er 24 kennslustundir, fer fram síðdegis og á kvöldin í sjö skipti samtals og varir í tvœr vikur. ATHUGIÐ að einnig verður farið með námskeiðið út á land þar sem nœg þátttaka fœst. Þeir sem hafa áhuga á því eru beðnir að hafa samband við FMB. Námsþættir. Kauparéttur. Samningaréttur. Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur. Mat á ástandi og verðmœti ökutœkja, ráðgjöf við kaupendur. Reglur um skráningu ökutœkja, skoðun o.fl. Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur. Opinber gjöld af ökutœkjum. Vátryggingar ökutœkja. Reglur um virðisaukaskattsbíla. Sölu- og samningatœkni. Hagnýt frágangsatriði við sölu. Indriði Þorkelsson, lögmaður hdl. Andri Árnason, lögmaður hrl, Bjarki H Diegó, lögmaður hdl. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu hf. Gunnar Svavarsson, verkfrœðingur. Björn Jónsson, viðskiptafrœðingur. Bergþór Magnússon, fjármálaráðuneytið. Einar Þorláksson, Tryggingamiðstöðin hf. Bjarnfreður Ólafsson, embœtti ríkisskattstjóra. Sigþór Karlsson, viðskiptafrœðingur. Haraldur Stefánsson, sölustjóri Toyota. Námskeiðið, sem er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bflasölu, er haldið samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994 og Reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja nr. 407/1994. Nántskeiðsgjald: kr. 35.000 Frœðslumlðstöð bilgreina Suðurlandsbraut 30,108Reykajvík Upplýsingar og skráning: Sími 581-3011 Fax 581-3208

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.