Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk Og eftir valsinn, kæra Emelía, dönsum Ég held að einhver hafi misst af við foxtrot, og svo kannski tangó ... skólabílnum ... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Samkynhneigð er kynvilla Frá Snorra Óskarssyhi: JÓNA Ingibjörg, sexolog, sendi mér kveðjuna um daginn (28.3.) og benti mér á fordóma, þekking- arskort og fádæma skilningsleysi sem ég hef á málefninu Samkyn- hneigð. Mig furðar orðalepparnir, því ég hef reynt að tjá mig um þessi mál frá kristnum sjónarhóli og sanngirni. Áður en ég upphóf mál mitt opinberlega, fór ég á Bóka- safn Vestmannaeyja og las í öllum kynfræðslubókum safnsins um samkynhneigð. viska bókanna var einföld einkum það að fólkið er fætt svona rétt eins og annar er fæddur örvhentur. Um 10% fólks eru samkynhneigð. Þessar skýr- ingar eru fjarri nokkrum vísinda- legum niðurstöðum. Árum saman safnaði ég blaðagreinum, rituðum af samkynhneigðum eða læknum og áhugafólki um. Ég á nokkur tímarit með viðtölum við lesbíur og homma um lífshlaup og tilfinn- ingalíf. Ég fékk fróðleik bæði hér- lendis sem erlendis. Meira að segja Biblían varð mér uppspretta speki á málinu. Ég leitaði mér upplýs- inga hjá læknum og þeir sýndu mér sjúkdómsgreiningabók frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni þar sem samkynhneigð var flokkuð með geðsjúkdómum eða Mental disorder, (Manual vol. 1, 1977). Svo ef orð mín eru nú flokkuð sem þekkingarskortur, fádæma skiln- ingsleysi og fordómar þá er það einnig sexologum, hommum, lesb- íum, blaðamönnum og læknum að kenna. Þaðan sótti ég fróðleik. Á ég að trúa því að þetta menntaða fólk, jafnvel með meiri menntun í fræðunum er níu ára nám í sexo- logy, vaði i villu og svíma eftir allt hið sérstaka nám? Er ekki hægt að byggja á upplýsingum þeirra um samkynhneigð? Ein- hvers staðar er þá mikil lygi í málinu og umfjölluninni. Ég fékk þær upplýsingar er- lendis frá úr blaði samkyn- hneigðra, Sentinel frá 26.3. ’92, að „grunnstefið í samkynhneigð er að hommar hneigjast til drengja“ (á ensku orðrétt: „the love between men and boys in the foundation of homosexuality“). Lesbók Mbl. 3.6. '95- fjallar um franska heimspekinginn og hom- mann Fichel Foucault er lést 25.6. ’84 úr eyðni, þá 58 ára, að hann gat ekki „hugsað sér fallegri dauð- daga en að deyja fyrir ástina á ungum drengjum". Eru þetta eðli- legar hvatir í augum kynfræðinga? Hvað mega ungir ' drengir vera ungir til að mönnum finnist kynlíf við þá eðlilegt og þá réttlæt- anlegt? En það eru til önnur sjónarmið og kristin sjónarmið kalla hvatirnar kynvillu. Ég gæti einnig bent hjúkrunar- konunni og kynfræðingnum á skýrslur um heilsufar og tíðni hverskonar kynsjúkdóma sem loða við þennan lífsmáta eins og aðeins þær upplýsingar ættu að duga til að við teljum kynvilluna ranga og óheilbrigðar hvatir. Ungir hommar eru 23 sinnum líklegri til að smit- ast af kynsjúkdómum en aðrir unglingar. Lesbíur 19 sinnum lík- legri til að smitast. (National cent- er for Infectious diseases, div. og HIV/AIDS, jan. ’92, bls. 9.) Lifrar- bólga A er t.d. tvisvar sinnum al- gengari í San Fran. en annarstað- ar í Ameríku og lifrarbólga B þrisvar sinnum algengari en lands- meðaltal („Effect of Homosexua- lity upon public health and Social order, Psychological reports, 64, 1989, pp. 1167-1179). Er þetta frekleg og kærleikslaus ábending, kannski ókristileg, fordómafuli, skilningssljó eða hvað? Ef sjúk- dómar blómstra í þessum lífsmáta þá er hann ekki sjálfsagður og eðlilegur. Ég á erfitt með að trúa því að hjúkrunarkona sjái ekki þá hlið málsins. Alla vega er ekki alltaf tekin afstaða til máls ein- göngu vegna tilfinninga heldur líka samkvæmt heilsufari og áhrifa á það. Nýlega sá ég hjá ABC-sjón- varpsstöðinni frétt um fjöldagift- ingu samkynhneigðra. Sú frétt var sýnd í íslenskri sjónvarpsstöð daginn eftir. Um 2 vikum áður var Peggy Wehmeyer fréttakona hjá sömu stöð með frétt um starfshóp fyrrverandi homma og lesbía er kallast Exodus (út- ganga). Þar var viðtal við nokkra og m.a. einn sem aflagði kynvill- una og giftist konu sinni. Þau tóku inn ný sjónarmið og skiptu um lífsskoðun og lífsmáta. Kristin sjónarmið og biblíulegt siðgæði hafði nýsköpunaráhrif. Þessi frétt var ekki boðin fréttaþyrstum alm- úganum á íslandi. Ér verið að ritskoða svo almenningur taki ekki óæskilega afstöðu til sam- kynhneigðar vegna þess að málið er viðkvæmt? Kannski er vilji manna að hafa kynvilluna ólækn- andi? Liggur þá ekki beinast við að treysta upplýsingunum hjá heil- brigðisskýrslum og úr bók sann- leikans, Biblíunni. Hún kallar þennan lífsmáta kynvillu, heil- brigðisskýrslur óheilbrigði. Þá er samkynhneigð kynvilla sem hægt er að laga með skapandi orði Jesú Krists, enda er hann bæði frelsari og græðari meina okkar. Páska- boðskapurinn um upprisinn og lif- andi frelsara er áreiðanlega ekki afdankaður eða gamaldags heldur lifandi og sannur lausnarboðskap- ur fyrir alla menn. Hallelúja! SNORRIÓSKARSSON í Betel, Vestmannaeyjum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiíur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.