Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 4

Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 4
J 4 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 FRÉTTIR Forræðismál Sophíu Hansen og Halim A1 í Tyrklandi U ndirr éttur úr- skurðar á sum- ardaginn fyrsta ÍSLENSK sendinefnd sem tók þátt í fundum Alþjóðaþingmannasam- bandsins í Tyrklandi í síðustu viku átti fund með Irfan Köksalan for- manni Tyrklandsdeildar Alþjóða- þingmannasambandsins um mál Sophíu Hansen og dætra hennar. Sophía er stödd í Istanbúl en undir- réttur mun kveða upp úrskurð í máli hennar og Halim A1 á sumar- daginn fyrsta, 25. apríl nk. Sophía veit ekki hvar dætur sínar eru nið- urkomnar. Margrét Frímannsdóttir, alþing- ismaður og varaformaður íslands- deildar Alþjóðaþingmannasam- bandsins, segir að hver sem niður- staða undirréttar verður mun úr- skurðinum verða áfrýjað til Hæsta- réttar og lokaniðurstaðan er þá væntanleg á þessu ári. „Við áttum fund með lögfræðingi Sophíu, Hasip Kaplan, og sagði hann að ekki yrði um frekari áfrýjanir að ræða eftir að Hæstiréttur kveður upp sinn úrskurð því öll þau gögn sem beðið hefur verið um liggja nú fyrir og um frekari gagnasöfnun verður ekki að ræða. Kaplan er hins vegar ákveðinn í því að falli dómur- inn ekki Sophíu í hag haldi hann áfram með málið fyrir mannréttinda- dómstól. Hann sagði okkur jafn- framt að um 600 konur annars stað- ar S heiminum biðu niðurstöðu þessa máls. Málið hefur vakið athygli fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess hve oft því hefur verið vlsað milli dómstóla," sagði Margrét. Geir H. Haarde, formaður ís- landsdeiidar Aiþjóðaþingmanna- sambandsins, segir að héma sé dómsmál á ferðinni og mjög erfitt eða ógerningur er fyrir tyrknesk stjórnvöld að grípa inn í málið. Sophía fær vernd lögreglu Margrét sagði að gögn Kaplans væru ótvíræð í þá átt að Halim A1 er íslenskur ríkisborgari og Sophía hefur samkvæmt íslenskum lögum forræði telpnanna sem var sú stað- festing sem vantaði sem og staðfest- ing á því að börn sem eru getin hér á landi utan hjónabands verða skil- getin er foreldrarnir ganga í hjóna- band. Margrét sagði að skilaboð Kapl- ans hefðu verið þau að íslendingar gætu fyrst og fremst tryggt öryggi Sophíu við réttarhöldin og dvölina í Tyrklandi. Staðfesting hefur fengist á því að farið hafi verið fram á það við tyrknesku lögregluna að Sophía fengi vernd við réttarhöldin eins og áður. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en þarna að þær hættur sem Sophía er í eru engar ýkjur í hvert sinn sem réttað er í þessu máli. Lögfræðingur hennar sagði okkur það að hann gengur með byssu meðan réttarhöldin standa yfir. Sop- hía hefur haft lífvörð sem er í raun í sjálfboðavinnu því hún hefur ekki ráð á því að greiða laun,“ sagði Margrét. Söfnunarreikningur Sophíu í Bún- aðarbanka íslands í Kringluútibúi er númer 9.000. Morgunblaðið/Landhelgisgæslan Vinnuskóli Reykjavíkur T ekj uskerðing hja 16 ára unglingum Siglingastofnun Hermann einn um- sækjenda SIGLINGASTOFNUN ríkisins tekur formlega til starfa 1. október næstkomandi. Um- sóknarfrestur um starf for- stjóra stofnunarinnar rann út 19. apríl síðastliðinn. og var umsækjandi einn, Hermann Guðjónsson vita- og hafnamála- stjóri. Með Siglingamálastofnun renna Vita- og hafnamálastofn- un og Siglingamálastofnun rík- isins saman. Embættið heyrir undir samgönguráðuneytið. Siglingamálastofnun flyst væntanlega suður í Vesturvör í Kópavogi þar sem Vita- og hafnamálastofnun er nú til húsa. Nýtt siglinga- og hafnaráð mun fjalla umsókn um starf forstjóra Siglingastofnunar en ennþá á eftir að skipa í ráðið. Samgönguráðherra mun síðan veita embættið. Fjögurra tíma björgunarflug BJÖRGUNARÞYRLA Landhelgis- gæslunnar TF-LÍF sótti sl. laugar- dag færeyskan sjómann í togar- ann Akraberg frá Færeyjum. Mað- urinn hafði slasast við vinnu um borð og var m.a. fótbrotinn. Þegar óhappið varð var skipið statt rétt utan við 200 mílna mörkin á Reykjaneshrygg. Dalborgin fékk í skrúfuna DALBORGIN frá Dalvík fékk veiðar- færi í skrúfuna í gærmorgun, en skipið er að veiðum á Flæmska hatt- inum við Kanada. Klara Sveinsdóttir tók skipið í tog og er á leið með það til Nýfundalands þar sem kafari mun skera veiðarfærin úr skrúfunni. Búist er við að skipin komi til hafnar á morgun. Um 25 íslensk skip eru við rækju- veiðar á Flæmska hattinum og hefur veiðin verið þokkaleg að sögn Snorra Snorrasonar útgerðarmanns. Dal- borgin hefur t.d. verið tvær vikur að veiðum og hefur á þeim tíma feng- ið 80 tonn. HILMAR Guðlaugsson borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins segir að 16 ára ungiingar sem verða í Vinnu- skóla Reykjavíkur í sumar verði fyrir verulegri tekjuskerðingu. Vinnustundir á dag verði sjö í stað átta og vinnuvikumar sjö í stað átta. Hilmar sagði að nú væri í fyrsta sinn gert ráð fyrir að 16 ára ungl- ingar yrðu i Vinnuskóla borgarinn- ar. „Þessir krakkar voru í Vinnu- skólanum í fyrra og fengu þá á sig verulega kauplækkun vegna breyt- inga á vinnutímanum," sagði hann. „Þetta árið verða þau áfram í Vinnuskólanum og breytingin sem gerð hefur verið er sú að vinnutí- mátta stundum og ráðningartíminn er sjö vikur í stað átta vikna. Þetta gerir að kauplækkun hjá þeim verð- ur veruleg." Létt undir með fjölskyldum Hilmar sagði að þegar Sjálfstæð- isflokkurinn hafí verið við völd í borginni hafi verið leitast við að bjóða öllu skólafólki 16-25 ára vinnu í minnst átta vikur án nokk- urra skilmála. „En núna á ekki ein- göngu að breyta vinnutilhögun 16 ára unglinga heldur einnig 17 og 18 ára,“ sagði hann. „Þetta er grundvallarbreyting á vinnutilhög- un unglinganna. Með því að skapa unglingunum vinnu töldum við að verið væri að létta undir með fjöl- skyldum þeirra bæði félagslega og fjárhagslega." Hann benti á að í fyrra hafí 2.320 unglingar verið í vinnuskólanum og nú bætast við um 1.000 16 ára unglingar, þannig að búast mætti við um 4.000 unglingum í Vinnu- skólann í sumar. MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn Stöðvar 3 Bíða svars útvarps- réttar- nefndar FORSVARSMENN Stöðvar 3 hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þeir vísa þeirri ákvörðun útvarpsréttarnefndar að aftur- kalla leyfi sjónvarpsstöðvar- innar til endurvarps á tveimur örbylgjurásum og færa leyfíð til Sýnar hf. til Samkeppnis- stofnunar, en haft var eftir forstöðumanni samkeppnis- sviðs stofnunarinnar í Morg- unblaðinu siðastliðinn laugar- dag að hugsanlega stangaðist þessi ákvörðun á við sam- kepjpnislög. Úlfar Steindórsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 3, sagði að útvarpsréttarnefnd ætti að fá tækifæri til að svara erindi Stöðvar 3 þar sem ákvörðun nefndarinnar var mótmælt, og síðan yrði staðan metin í fram- haldi af því. Hann sagði ekki útilokað að málinu yrði vísað til Samkeppnisstofnunar ef tal- in væri þörf á því, en menn tryðu hins vegra ekki að á það þyrfti að reyna. Kjartan Gunnarsson sagði að ekki hefði verið tekin' ákvörðun um hvenær næsti fundur útvarpsréttamefndar yrði haldin, en það yrði ein- hverntíma á næstu vikum. Stofnun Bíórásarinnar hf., sem er að mestu í eigu sömu aðila og Stöð 3, og umsókn þess fyrirtækis um leyfi til endur- varps sjónvarpsefnis á sex ör- bylgjurásum myndi ekki flýta fyrir því að fundur yrði hald- inn. „Það eru haldnir fundir eftir þörfum og kannski reynt að safna saman nokkram málum þannig að menn séu ekki að hittast út af einu og einu máli. Þetta hefur sinn eðlilega far- veg allt saman,“ sagði Kjartan. Til meðvit- undar eftir að vera bjargað frá drukknun TUTTUGU og fimm ára kona var hætt komin í sundlauginni í Laugardal á sunnudag. Hún var flutt mjög þungt haldin á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu var konan komin til meðvitundar í gær- morgun. Laugargestur sá konuna liggja lífvana á bakinu á botni norðvesturenda laugarinnar, en þar er laugin grann. Marg- ir gestir voru í laugunum á þessum tíma, svo lögreglan telur mjög ólíklegt að konan hafi legið lengi á botninum án þess að nokkur yrði hennar var. Lífgunartilraunir læknis og hjúkrunarfræðings, sem voru gestir í lauginni, báru árangur og var konan flutt á sjúkrahús. Hún lá mjög þungt haidin á gjörgæslu, en sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar var hún á batavegi í gær, komin til meðvitundar. Ekki er vitað hvað olli því að konan missti meðvitund og lá við drukknun. Hugsanleg skýring er að konan, sem er flogaveik, hafí fengið floga- kast í sundlauginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.