Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 5

Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 5
HVlTA HÚSIÐ / SlA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 5 23- apríl Alþjóðadagur bókarinnar Réttur dagsins! Bókin er andlegt heilsufæði, örvandi og orkurík þegar vel tekst til. Hún skipar stóran þátt í lífi okkar, til fræðsiu og ánægjuauka. Enginn miðill er jafn persónulegur, jafn krefjandi og gefandi í senn. í dag er Alþjóðadagur bókarinnar. UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, mun beita sér fyrir því að þessi dagur verði framvegis helgaður bókum og bókmenningu en svo skemmtilega vill til að 23. apríl er einmitt fæðingardagur Halldórs Laxness og dánardægur Williams Shakespeares. Hvað er notalegra en að leggjast upp í sófa með uppáhaldsbókina sína eftir erfiðan dag og leyfa huganum að ferðast frjálst um tíma og rúm? Við óskum landsmönnum öllum, stórum sem smáum, tii hamingju með daginn! Félag íslenskra bókaútgefenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.