Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gylfí D. Aðalsteinsson hefur kynnt sér kosti og galla vinnustaðasamninga
Draga úr
átökum og
minnka
launaskrið
Allar tilraunir til að breyta vinnulöggjöfínni
án samkomulags við verkalýðshreyfinguna
eru dæmdar til að mistakast, að mati Gylfa
Dalmanns Aðalsteinssonar stjómmálafræð-
ings, sem hefur sérhæft sig í vinnumarkaðs-
málum. Gylfí mælir með gerð vinnustaða-
0 _
samninga og segir í samtali við Omar Frið-
riksson að rannsóknir í Bretlandi sýni að
vinnustaðasamningar hafí dregið úr átökum
á vinnumarkaði og minnkað launaskrið.
UMRÆÐA um leiðir til að
greiða fyrir gerð vinnu-
staðasamninga laun-
þega og vinnuveitenda
hefur farið vaxandi að undan-
förnu, ekki síst í tengslum við
frumvarp félagsmálaráðherra um
breytingar á lögunum um stéttar-
félög og vinnudeilur.
Í frumvarpinu sjálfu er þó ekki
gert sérstaklega ráð fyrir vinnu-
staðasamningum verkalýðsfélaga,
heldur er opnað fyrir þann mögu-
leika að stofnuð verði vinnustaðar-
félög í fyrirtækjum þar sem starfa
250 starfsmenn eða fleiri.
Gylfí Dalmann Aðalsteinsson,
stjórnmálafræðingur og ráðgjafi
hjá Hagvangi, hefur sérhæft sig
í vinnumarkaðsmálum en hann
stundaði framhaldsnám í Bretlandi
í samskiptum á vinnumarkaði og
hefur kynnt sér sérstaklega gerð
vinnustaðasamninga, bæði hér á
landi og í Bretlandi.
Gylfi segir í samtali við Morgun-
blaðið nauðsynlegt að skýr
greinarmunur sé gerður á vinnu-
staðasamningum og vinnustaðafé-
lögum, sem koma í stað stéttarfé-
laga starfsmanna. Við gerð vinnu-
staðasamninga koma fulltrúar
starfsmanna að sama samnings-
borði og semja sameiginlega við
atvinnurekandann, þótt verkalýðs-
félögin geti áfram verið fulltrúar
launþega.
Færst hefur mjög í vöxt í Bret-
landi að gerðir séu vinnustaða-
samningar og að sögn Gylfa sýna
rannsóknir að stjórnendur fyrir-
tækja sem hafa tekið upp slíka
samninga eru sammála um að slíkt
fyrirkomulag hafi dregið úr verk-
fallsátökum.
Vettvangur stjórnenda
og starfsfólks
„Þetta er þó ekkert nýtt fyrir-
bæri. Vinnustaðasamningar hafa
verið gerðir í Bretlandi í yfir 40
ár. Reynsla Breta hefur verið mjög
góð og verkalýðshreyfingin hefur
hvatt til þess að gerðir væru vinnu-
staðasamningar, sem hafa marg-
víslega kosti,“ segir Gylfi.
„Vinnustaðasamningar spara
•
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
tíma stjórnenda, sem fer í að fást
við mörg ólík verkalýðsfélög. Slíkt
fyrirkomulag yrði jafnframt vett-
vangur þar sem stjórnendur og
fulltrúar starfsfólks skiptast á
skoðunum um framtíð, rekstur og
stefnumótun fyrirtækisins.
Starfsmenn fá meiri innsýn í
stöðu fyrirtækisins og samningar
af þessu tagi auka sveigjanleika
og auðvelda breytingar á vinnutil-
högun. Þama yrðu allir kjara-
samningar gerðir til jafnlangs
tíma og í Bretlandi hefur verið
sýnt fram á að slíkir samningar
draga úr líkum á launaskriði,"
segir hann.
Starfsmenn Flugleiða í 27
stéttarfélögum
Nýlega var endurnýjaður vinnu-
staðasamningur í Slippstöðinni
Odda hf. á Akureyri sem nær til
um 130 starfsmanna í fimm
stéttarfélögum, sem mælst hefur
vel fyrir hjá talsmönnum stéttarfé-
laga og fyrirtækisins. Vinnustaða-
samningar era þó fátíðir hér á
landi.
Gylfi tekur Flugleiðir sem dæmi
um stóran vinnustað þar sem
áhugi er á að koma á vinnustaða-
samningum. Gylfi átti samtöl við
fulltrúa starfsmanna í innanlands-
flugi Flugleiða í tengslum við
rannsóknir sínar og segir þá hafa
verið sammála um að vinnustaða-
samningar myndu auðvelda starfs-
mönnum að fá kröfum sínum
framgengt.
Hjá Flugleiðum starfa tæplega
1.100 manns á íslandi og eru 93%
þeirra í 27 verkalýðsfélögum. Af
þessum félögum eru 12 félög í
beinni aðstöðu til að stöðva flug
félagsins með verkfallsaðgerðum.
Morgunblaðið/Ásdís
„ VINNUSTAÐASAMNINGAR spara tíma stjórnenda sem fer í
að fást við mörg ólík verkalýðsfélög." Gylfi Dalmann Aðalsteins-
son stjórnmálafræðingur.
Á tíu ára tímabili frá 1985 til
1995 hefur verið boðað til 12 verk-
falla hjá Flugleiðum og skullu sex
vinnustöðvanir á. Af þessum tólf
verkfallsboðunum áttu flugmenn,
flugvirkjar og flugfreyjur tíu verk-
fallsboðanir. Verslunarmenn fóru
einu sinni í verkfall 1988 og Dags-
brúnarmenn í þriggja daga verk-
fall 1991, að sögn Gylfa. Það eru
því ekki fyrst og fremst stóra
verkalýðsfélögin sem stóðu í átök-
um heldur sérhóparnir sem hafa
ákveðna þumalskrúfu á fyrirtæk-
inu, segir Gylfi.
Að sögn hans hafa niðurstöður
rannsókna í Bretlandi leitt í ljós
að það er ekki fjöldi verkalýðsfé-
laga innan fyrirtækja sem ýtir
undir verkfallsátök heldur skiptir
fjöldi samningseininganna höfuð-
máli. Ef samningseiningarnar era
fáar era átök fátíðari, jafnvel þótt
mörg verkalýðsfélög standi að
baki.
Ýmis vandamál fylgja þó gerð
vinnustaðasamninga m.a. vegna
þess að verkalýðsfélög starfs-
manna eru misstór og erfitt getur
reynst að leysa úr því hvaða vægi
hvert félag á að hafa við samn-
ingaborðið. Það getur líka reynst
erfítt að mati Gylfa að fá ólíka
hópa saman að samningsborðinu
þegar verkalýðsfélögin eru ólík.
Úr þessu mætti leysa ef fulltrúar
nokkurra verkalýðsfélaga með líka
stöðu innan fyrirtækis kæmu sam-
an að samningsborðinu, það myndi
leiða til þess að samningseiningun-
um hjá fyrirtækinu fækkaði.
I þessu sambandi minnir Gylfí
einnig á ummæli Magnúsar L.
Sveinssonar, formanns Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, sem
sagði nýlega í blaðagrein, að VR
hefði ítrekað boðið Flugleiðum að
vinna að gerð fyrirtækjasamnings
hjá Flugleiðum en fyrirtækið ekki
séð ástæðu til svara því boði.
„Við eram með mjög miðstýrð
atvinnurekendasamtök. Það má
vel vera að það geti líka verið
dragbítur á að menn nái saman,“
segir Gylfi.
16 frumvörp á
tæpum 60 árum
Gylfi hefur kynnt sér þær til-
raunir sem gerðar hafa verið til
að breyta vinnulöggjöfinni hér á
landi en lögin um stéttarfélög og
vinnudeilur era frá árinu 1938.
Á þessum tæplega 60 áram
vora lögð fram 16 frumvörp til
breytinga á vinnulöggjöfínni, að
meðtöldu því frumvarpi sem nú
er til meðferðar á Alþingi. Hafa
þó aðeins verið samþykktar þijár
breytingar á lögunum á þessum
tíma. Tvær minniháttar breytingar
1948 og 1958 og ein stærri breyt-
ing þegar lögum um sáttastörf var
breytt 1978.
Reynslan sýnir, segir Gylfi, að
allar tilraunir til að breyta vinnu-
löggjöfinni án samvinnu við verka-
lýðshreyfinguna eru dæmdar til
að mistakast.
Rifjar hann í þessu sambandi
upp að árið 1975 hafi í tíð Gunn-
ars Thoroddsens félagsmálaráð-
herra verið gerð alvarleg tilraunin
til að breyta vinnulöggjöfinni. Þá
lá fyrir fullbúið stjórnarfrumvarp
með verulegum breytingum á
vinnulöggjöfínni sem var þó aldrei
flutt á Alþingi, fyrst og fremst
vegna mikillar andstöðu verkalýðs-
hreyfíngarinnar.
Til bóta að fækka
verkalýðsfélögum
Gylfí segir að breytingar á
vinnulöggjöf séu ekki til þess falln-
ar að minnka átök á vinnumark-
aði. Árangursríkara sé að taka upp
ný vinnubrögð, eins og með gerð
vinnustaðasamninga og þá sé
mikilvægast að aðilar geri það
sjálfviljugir.
Gylfí sér ýmsa ókosti við ákvæði
framvarps félagsmálaráðherra um
vinnustaðafélög sem stangast að
hans mati á við það markmið
frumvarpsins að fækka verkalýðs-
félögum. Hann segir að það yrði
til mikilla bóta ef tækist að fækka
verkalýðsfélögum sem era nú um
350 á íslandi en telur að verði
ákvæði frumvarpsins að lögum
myndi það eingöngu leiða til þess
að félögunum fjölgaði enn frekar.
Gylfi var að lokum inntur álits
á umdeildri skylduaðild að verka-
lýðsfélögum. „Félagsaðild að
verkalýðsfélögum hér á landi er
með því hæsta sem gerist í löndun-
um í kringum okkur eða í kringum
90%.
Ég tel sjálfsagt að að fólk eigi
þess kost að velja um hvort það
vill vera í verkalýðsfélögum en það
fylgja því einnig ákveðnir kostir
að vera í verkalýðsfélagi. Félögin
era launþegum bakland og veita
ákveðið öryggi," segir Gylfí Dal-
mann Aðalsteinsson.
Bletta-
skoðun í
sjötta sinn
FÉLAG íslenskra húðlækna
og Krabbameinsfélags íslands
sameinast um þjónustu við al-
menning sumardaginn fyrsta,
fímmtudaginn 25. apríl.
Fólk sem hefur áhyggjur
af blettum á húð getur komið
á Göngudeild húð- og kynsjúk-
dóma í Þverholti 18 eða á
Leitarstöð Krabbameinsfé-
lagsins í Skógarhlíð 8. Húð-
sjúkdómalæknir skoða blettina
og metur hvort ástæða er til
nánari rannsókna. Skoðunin
er ókeypis. Nauðsynlegt er að
panta tíma.
Þetta er í sjötta sinn sem
þessir aðilar sameinast um
blettaskoðun í sumarbyijun.
Sums staðar erlendis er hlið-
stæð þjónusta orðin árviss
enda er reynslan af henni góð
og dæmi eru um að varhuga-
verðar breytingar á húð hafi
fundist tímanlega, segir í frétt
frá Krabbameinsfélaginu.
Þrír piltar
brutust inn í
15-20 bíla
TVEIR piltar voru handteknir
í austurhluta Kópavogs að-
faranótt laugardagsins. í fór-
um þeirra fannst þýfí, aðallega
útvarpstæki og geislaspilarar.
í ljós kom að tæki þessi voru
úr nokkrum þeirra 15-20 bif-
reiða, sem þeir höfðu brotist
inn í í Breiðholti þá um nótt-
ina, ásamt þriðja piltinum, sem
var handtekinn skömmu síðar.
Piltarnir ætluðu sér ekki að
nota tækin sjálfír, heldur
hagnast á að selja þau. Þeir
sem kaupa slíkt þýfi geta átt
von á sektum eða varðhaldi,
þrátt fyrir að þeir hafi tekið
við hlutunum í gáleysi. Hafí
þeir vitað að hlutirnir voru illa
fengnir geta þeir búist við allt
að 4 ára fangelsi. Innbrot og
þjófnaður getur því komið
fleirum í steininn en þjófnum
einum.
Ruddust inn
og börðu
mann vegna
skuldar
TVEIR grímuklæddir menn
raddust inn í hús í Reykjavík
á sunnudag, réðust að húsráð-
anda og börðu hann. Maðurinn .
hlaut talsverð meiðsli og var
fluttur á slysadeild.
Árásarmennirnir vora farnir
af staðnum þegar lögregla
kom á vettvang, en lögreglan
telur sig hins vegar vita hveij-
ir þar voru á ferð. Einn maður
var handtekinn fljótlega eftir
atburðinn.
Tilefni árásarinnar er talið,
að húsráðandi hafi átt
ógreidda skuld og grímu-
klæddu mennimir séð um upp-
gjör með þessum hætti.
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins fer með rannsókn þessa
máls.
Afhenti trún-
aðarbréf
HÖRÐUR H. Bjarnason sendi-
herra hefur afhent hr. Lennart
Meri, forseta Eistlands, trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra
íslands í Eistlandi með aðsetur
í Stokkhólmi.