Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Jón Þórðarson, formaður stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa á aðalfundi félagsins í gær
Skerðing aflaheimilda
í þorski 4 milljarðar
JÓN Þórðarson stjórnarformaður
Utgerðarfélags Akureyringa sagði á
aðalfundi félagsins í gær afkomu
síðasta árs vera stjórn þess áhyggju-
efni, en hins vegar horfði til betri
vegar á þessu ári. Unnið hefði verið
að langtímaáætlun um hvernig bæta
á afkomuna og arðinn til lengri tíma
litið.
Hann sagði hlutafé félagsins hafa
verið aukið með útboðum frá árinu
1990 og margir nýir eigendur komið
að félaginu. Það fjármagn sem á
þann hátt hefði komið inn í félagið
hefði fyrst og fremst verið nýtt til
að kaupa aflaheimildir. Með því
móti hefði verið haldið í horfínu þrátt
fyrir árlega skerðingu á lcvóta á
tímabilinu.
Byggðasafn eða lífvænleg
atvinnugrein
„Þetta hefur verið gert í þeirri trú
að yfirlýsingar stjórnvalda um stöð-
ugleika í efnahagsumhverfinu til
lengri tíma ættu við um fiskveiði-
stjórnunina. Því miður eru aðrar
blikur á lofti. Skerðingin setn Út-
gerðarfélag Akureyringa hefur orðið
fyrir í aflaheimildum í þorski miðað
við núverandi verðlag er um það bil
4 milljarðar króna, þ.e. verðmæti
þeirra aflaheimilda í þorski sem fé-
lagið átti við upphaf kvótakerfisins
eða hefur keypt og nýtast ekki nú.
Nú þegar hugsanlega verður aukn-
ing aftur í veiðiheimildum á þorski,
ræða stjórnmálamenn um að þessir
fjármunir séu betur komnir hjá öðr-
um. Þetta eru kaldar kveðjur til
Útgerðarfélags Akureyringa og
þeirra 600-700 starfsmanna sem
eiga sína afkomu undir. starfsemi
félagsins og þeirra sem fjárfest hafa
í félaginu á undanförnum árum. Ef
þessi stefna verður ofan á fer trú-
lega um íslenskan sjávarútveg eins
og hliðstæða atvinnugrein í Norður-
Noregi þar sem starfsemin nú minnir
meira á byggðasafn en lífvænlega
atvinnugrein," sagði Jón.
Stjórn ÚA hefur unnið að fram-
tíðarstefnumótun fyrir félagið sem
m.a. felst í að það sé stór og áreið-
anlegur matvælaframleiðandi og í
forystu fyrir matvælaframleiðendur
sjávarafurða, að starfsmenn hafi
þekkingu á kröfum og þörfum við-
skiptavina sinna á hverjum tíma,
að ástunduð sé vöru- og vinnsluþró-
un, að arðsemi hlutabréfa verði
ávallt betri en ríkisskuldabréfa og
með því besta í matvælavinnslu og
að starfsemi félagsins sé umhverfis-
væn og stuðli að sjálfbærri þróun
þeirra náttúruauðlinda sem félagið
nýtir.
Afkoma landvinnslunnar væri
óviðunandi, hún væri ekki sam-
keppnisfær við sjófrystingu um nýt-
ingu hráefnis. Erlendir ráðgjafar
gerðu úttekt á landfrystingunni á
liðnu ári og lá niðurstaða fyrir í lok
janúar en hún var á þá leið að hægt
væri að gera landfrystinguna sam-
keppnisfæra. Lykilatriðin væru betri
nýting hráefnis og vinnuafls. „Við
stöndum frammi fyrir því að hætta
að reka frystihús og helja rekstur
matvælaverksmiðju með þeirri hug-
arfarsbreytingu sem það ber með
sér fyrir alla aðila. Áætlanir um
þessar breytingar hafa verið sam-
þykktar og stefnt að nýrri bytjun í
ágústmánuði.“
Sérstæðar umræður um ÚA
„Umræða um Útgerðarfélag Ak-
ureyringa í fjölmiðlum á liðnu ári
hefur verið með afar sérstæðum
hætti og ekki verið til hagsbóta fyr-
ir félagið. Ýmsir sem tjáð hafa sig
um rekstur félagsins á opinberum
vettvangi hafa ekki leitað til stjórnar
eða starfsmanna eftir upplýsingum.
Enda virðist tilgangur umræðunar
jafnvel vera að koma því inn hjá
almenningi að félagið sé komið að
fótum fram og þess bíði ekkert nema
vesaldómur í framtíðinni nema til
komi sérstakt undur eða krafta-
verk,“ sagði Jón og benti á að ÚA
væri meðal sterkustu félaga í land-
inu í sinni atvinnugrein.
ATVINNUMÁLANEFND AKUREYRAR
STRANDGÖTU 29 AKUREYRI
Ráðstefna um matvæla-
iðnað í Eyjafirði
Föstudaginn 3. maí 1996 á Hótel KEA, Akureyri.
Dagskráin hefst kl. 9.30.
STAÐA MATVÆLAIÐNAÐAR
Neysluþróun og markaðurinn.
Kristján Hjaltason, framkvæmdastjóri IFPG dótturfyrirtækis SH I Hamborg.
Hvenær á landbúnaður samleið með iðnaði?
Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands.
Hindrar núverandi skipan landbúnaðarmála frekari sóknarfæri?
Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf.
Virðisauki í fullvinnslu.
Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu hf.
Hvar eru sóknarfærin?
Ingjaldur Hannibalsson, dósent við Háskóla Islands.
EYJAFJÖRÐUR SEM MATVÆLASVÆÐI
fmynd Eyjafjarðar sem matvælaframleiðslusvæði.
Sigurður G. Tómasson, fréttamaður.
Verður matvælaiðnaður stóriðja Eyfirðinga?
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður.
Skipulagsmál og stefnumörkun.
Bjarni Kristinsson, framkvstj. Iðnþróunarf. Eyjarfjarðar hf.
ERLEND FJÁRFESTING OG MARKAÐURINN
Markaðssetning erlendis — hindranir og nýjar leiðir.
Þorgeir Pálsson, yfirmaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs.
Fjárfesting í matvælaiðnaði — liður í aðgengi að nýjum mörkuðum.
Guðný Káradóttir, verkefnastjóri Fjárfestingaskrifst. íslands.
Útflutningur á fullunnum sjávarafurðum.
Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA.
FRAMLEIÐSLUUMHVERFI — ÚRRÆÐI
Hvernig tengist menntun atvinnulífinu?
Jón Þórðarson, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar HA.
Þróunarsetur.
Gunnar Már Kristjánsson, deildarstjóri vöruþróunardeildar íslenskra sjávarafurða.
Reynsla Islendinga af Evrópusamstarfi á sviði matvælaþróunar.
Emil B. Karlsson, upplýsingafulltrúi Iðntæknistofnunar.
Umræður og fyrirspurnir verða á milli erinda.
Ráðstefnustjórar verða:
Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri markaðsdeildar SH og Guðmundur
Stefánsson formaður atvinnumálanefndar Akureyrar,
Forseti bæjarstjómar Akureyri, Sigfriður Þorsteinsdóttir, setur ráðstefnuna.
Ráðstefnugjald er 3.500 kr. Hádegisverður og kaffi eru innifalin í ráðstefnugjaldi.
Skráning fer fram á Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar í síma 462 1701.
Lokadagur skráningar er 27. apríl.
Afkoma UA fyrstu þrjá mánuði ársins
Jákvæð um 80 millj. króna
AFKOMA Útgerðarfélags Akur-
eyringa á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs er jákvæð um 80 milljón-
ir króna. Hagnaður af reglulegri
starfsemi er um 41 milljón króna
og um 39 milljónir eru söluhagnað-
ur eigna og aðrir liðir. Þetta er
nokkuð betri afkoma en áætlanir
gerðu ráð fyrir að því er fram kom
í máli Gunnars Ragnars sem lét
af starfi framkvæmdastjóra ÚA
eftir aðalfund í gær.
Gunnar nefndi að aflaheimildir
félagsins hefðu verið skertar um
tæplega 52% frá árinu 1989. Þær
voru rúmlega 20 þúsund tonn árið
1988 en voru komnar niður í tæp-
lega 10 þúsund tonn á yfirstand-
andi fiskveiðiári. Félagið hefði á
tímabilinu keypt aflaheimildir sem
nema rúmum 4 þúsund tonnum
og grunnheimildir þess voru 1.
september síðastliðinn tæp 14 þús-
und tonn.
„Þess vegna er eðlilegt að því
sé kröftuglega mótmælt ef við eig-
um ekki að fá þessa skerðingu
STEFNT er að því að fyrsti við-
ræðufundur fulltrúa Akureyrarbæj-
ar, ÚA og Samherja um hugsanlega
sameiningu þriggja dótturfyrir-
tækja Samheija og ÚA og möguleg
kaup Samheija á þriðjungshlut
hlutabréfa bæjarins í Útgerðarfé-
laginu verði haldinn í vikunni.
Þorsteinn Már Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri Samheija sagði á
aðalfundi ÚA að öll fyrirtækin fjög-
Morgunblaðið/Kristján
GUNNAR Ragnars flytur
skýrslu sína á aðalfundi ÚA I
gær, en hann lætur nú af
störfum hjá félaginu.
ur væru stöndug og vel rekin og
hann gerði sér grein fyrir því að
þeim Samheijamönnum yrðu ekki
færð þau á silfurfati. Sameinuð
myndu þau hins vegar mynda enn
öflugra fyrirtæki.
Þorsteinn Már vonaðist til að við-
ræður aðila tækju stuttan tíma, ef
á þeim yrði dráttur myndi það skaða
alla aðila. Hann vænti þess að nið-
urstaða lægi fyrir eftir einn mánuð.
hreina til baka en nýlegir samning-
ar sjávarútvegsráðuneytisins við
smábátasjómenn gera það einmitt
að verkum," sagði Gunnar. Hann
sagði að breyting á útreikningum
á þorskígildum á yfirstandandi
fiskveiðiári hefði leitt til aukningar
í ígildum við síðustu úthlutun en
í raun verið um að ræða lækkun
í tonnum talið. Þetta hafi leitt til
lægri bóta frá jöfnunarsjóði.
Tap af rekstri MHF
í máli Gunnars um málefni
þýska dótturfyrirtækisins MHF
kom fram að rekstur þess hefur
batnað eftir gagngera endurskipu-
lagningu árið 1994 og á fyrstu
mánuðum síðasta árs. Tap varð
þó af reglulegri starfsemi félagsins
upp á 3,9 milljónir þýskra marka
en það er svipað og áætlanir höfðu
gert ráð fyrir. Efnahagsstaða fyr-
irtækisins er enn traust en Gunnar
sagði miklar sveiflur í aflabrögðum
valda áhyggjum. ÚA á nú 53% í
MHF eða 329 milljónir króna.
Dagur bók-
arinnar
DAGUR bókarinnar verður haldinn
hátíðlegur í Deiglunni á Akureyri í
kvöld, þriðjudagskvöldið 23. apríl
kl. 20.30.
Rithöfundarnir Helga Ágústs-
dóttir, Heiðdís Norðfjörð og Lárus
Hinriksson lesa úr verkum sínum
sem og Kristján Kristjánsson heim-
spekingur og Jón Hjaltason sagn-
fræðingur. Auk þess verður lesið
úr bók Vigfúsar Björnssonar og úr
verðlaunabókinni Sossu litlu skessu
eftir Magneu frá Kleifum.
Að dagskránni standa Amts-
bókasafnið á Akureyri, Rithöfunda-
samband íslands, Hagþenkir og
Café Karólína.
Hugsanleg sameining ÚA og
dótturfyrirtækja Samheija
Viðræður hefjast
í vikunni
Glerárgötu 28 - Akureyri
Áskriftarsími 462 4966
xMl