Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 15

Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Fyrsta lambið og fé af fjalli Islandsbanki í rýmri húsakynni Húsavík - íslandsbanki opnaði útibú á Húsavík fyrir skömmu í stækkuð- um og endurbættum húsakynnum. Þegar Landsbankinn seldi íslands- banka Samvinnubankann flutti hann starfsemi sína í hús Samvinnubank- ans við Stóragarð. Að sögn Amar Bjömssonar, útibússtjóra, hefur hús- næðið verið stækkað og breytt í ný- tískulegra form með sérstöku tilliti til þróunar tölvutækninnar. Hann sagði jafnframt að þróun viðskipta undanfarin ár hefði krafist stærri, bættari og betri húsnæðis. . í tilefni þessara tímamóta afhenti Öm Bjömsson, útibússtjóri, fyrir hönd íslandsbanka, Björgunarsveit- inni Garðar á Húsavík tvær talstöðv- ar. Við gjöfinni tók Jón Kjartansson, formaður sveitarinnar, sem minnti Morgunblaðið/Silli ÖRN Björnsson, útibússtjóri íslandsbanka á Húsavík, af- henti Jóni Kjartanssyni, for- manni Björgunarsveitarinnar Garðar á Húsavík, tvær tal- stöðvar. um leið á að þegar Íslandsbanki yfirt- ók rekstur Samvinnubankans á sín- um tíma hefði bankinn gefið deild- inni tvær talstöðvar sem enn væm í fullum notum. Margir komu til að skoða hin nýju húsakynni og þáðu veitingar. Morgunblaðið/Ólafur Bemðdusson Yngstu börnunum boðið í brúðuleikhús Skagaströnd - Yngstu krakkarnir í grunnskóianum fengu góða heimsókn einn skóladaginn fyrir skömmu. Það var Hallveig Thorlacius sem kom með „sögusv- untuna" sína og sýndi krökkunum brúðuleikhúsið Húfa Guðs. Foreldrafélag leikskólans Bamabóls og foreldrafélag Höfðaskóla stóðu fyrir komu Hall- veigar og mættu allir leikskóla- krakkarnir í „stóra skólann" til að horfa á leikritið. Ef til vill væri nær að segja að krakkarnir hafi upplifað leikritið fremur en horft á það því svo mikinn þátt tóku þau í sýningunni. Eftir dálit- inn grát þjá einstaka leikhúsgesti í byrjun sekmmtu allir sér hið besta og áhuginn og innlifunin skein úr hverju andliti. Vistmenn færa Dvalarheimilinu Asi listaverk Hveragerði - Hópur vistmanna á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði afhenti nýlega Gísla Páli Pálssyni, framkvæmdastjóra dvalarheimilis- ins, vatnslitamynd sem hópurinn hafði málað í sameiningu. Myndin er máluð í tilefni af 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar og sýnir það sem helst einkennir Hveragerðisbæ að mati listamannanna. Hópurinn hefur hist vikulega und- anfarna tvo vetur og málað undir handleiðslu Helenu Guttormsdóttur, listakonu og starfsmanns Grænu Smiðjunnar. Aðspurðir sögðust vist- mennimir hafa notið þess ríkulega að fá að taka þátt í þessu starfí. Þetta hefði verið skemmtilegt og lærdómsríkt. Síðastliðinn vetur lauk starfi hóps- ins með sýningu en í ár var ákveðið að fara nýjar brautir og mála sameig- inlega mynd. Hver einstaklingur í hópnum málaði hluta myndarinnar og er afrakstur þeirrar vinnu einstak- lega skemmtileg vatnslitamynd sem prýða mun húsakynni Dvalarheimilis- ins Áss um ókomna framtíð. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GÍSLI Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss, ásamt listamönnunum. Vogum - Fyrsta ærin hjá Þorkeli Kristmundssyni að Efri-Brunnastöð- um á Vatnsleysuströnd bar einu lambi fyrir nokkru. Á myndinni er Daníel Sigvaldason ungur Vogabúi að skoða lambið. Níu kindur sem gengu úti í vetur komu nýlega fram í Kúagerði. Sjö kindanna voru af Vatnsleysuströnd og tvö lömb úr Reykjanesbæ. Kind- umar voru vel á sig komnar eftir útiverana enda vetur ekki harður. Kindanna var oft leitað í vetur en ekkert sást til þerra fyrr en þær komu fram í Kúagerði. kr. 19.172 í júlí og ágúst Heimsferðir bjóða nú beint flug til Parísar alla miðvikudaga í júlí og ágúst í sumar. Flug, flug og bfll eða flug og hótel á frábaeru verði. verð kr. 19.172 Hjón með 2 böm, 3. júlí, flug og skattar. verð kr. 22.000 Fargjald fyrir fullorðinn með sköttum, 3. júlí. verðkr. 35.800 Bókaðu meðan enn er laust. HEIMSFERÐIR Vika í París. flug, gisting, skattar, m.v. 2 í herbergi Edouard IV, 3. júlí. ^ MM® „ Austurstræti 17.2. hæð. Sími S62 4600. Fagmennska borgar sig íslendingar eiga öfluga stétt faglærðra iðnaðarmanna sem leggja áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð. Innlend framleiðsla þarf að standast harða samkeppni og það skiptir sköpum fyrir þjóðarhag að fjármunir, sem varið er til verklegra framkvæmda, nýtist sem best. Samiðn hvetur fólk til að skipta við menntaða iðnaðarmenn og kanna fagleg réttindi þeirra sem bjóða þjónustu sína. Fagmennska borgar sig. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju og netagerð. í Samiðn er 31 félag um land allt með um 5500félagsmenn. - iir Samiðn SAMBANDÍÐNFÉLAGA Suðurlandsbraut 30. 108 Reykjavtk. Sími 568 6055. Fax 5681026. Heimasíða: http://www. rl. is/samidn. html

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.