Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLITIN Á ÍTALÍU Þegar áður en fyrstu spámar birt- ust á kosningakvöldinu, sunnudags- kvöldi, gaf andrúmsloftið í höf- uðstöðvum tveggja aðalafylking- anna, Ólífuhreyfingarinnar og Frels- isbandalagsins til kynna hvert stefndi. Á glæsihótelinu, sem Frels- isbandalagið hafði leigt fyrir kosn- ingamiðstöð, var þungt yfir, en jafn létt yfir mönnum f blaðamannamið- stöð Ólífuhreyfingarinnar í sýning- arhöll í miðborginni. Sigurbragur hefur verið á hreyfíngunni undan- famar vikur og ýmsar stjömur kast- að ljóma á hreyfinguna eins og kvik- myndaleikstjóramir Scola og Torn- atore. Silvio Berlusconi leiðtogi Frelsisbandalagsins og fyrrum for- sætisráðherra fylgdist með úrslit- unum frá höll sinni utan við Mflanó og lét ekki heyra í sér fyrr en á blaðamannafundi á heimili sínu und- ir kvöldmat í gær, langsfðastur stjómmálaleiðtoganna. Á fjármála- mörkuðum var úrslitunum vel tekið og líran tók metstökk upp á við. Kosningatölumar nú em ekki að öllu sambærilegar við tölurnar f kosningunum 1994, því þá vom að- eins hægriöflin sameinuð undir Ber- lusconi og Prodi ekki kominn fram á sjónarsviðið. Nýi Jafnaðarmanna- floickurinn fékk þá 20,4 prósent, en hlaut nú 21,1 prósent. Stóra stökkið á vinstrivængnum tók þó Endur- reisti kommúnistaflokkurinn, sem fékk 6 prósent atkvæða 1994, en 8,6 nú. Þjóðarbandalag Finis tók samskonar stökk, úr 13,5 prósentum 1994 í 15,7 nú og Norðurbandalag Umberto Bossis fór úr 8,4 prósent- um í 10,1. Velgengni Bossi kom á óvart, þar sem Bossi hafði sagt skil- ið við Frelsisbandalagið. Óvíst er hvar Norðurbandalagið skipar sér nú, en það heldur fast við að Ítalíu verði breytt í sambandsríki til að koma i veg fyrir fjárstreymi frá hin- um ríka norðurhluta til Rómar, þar sem fénu er að þeirra _____________ mati sóað. Lamberto Dini sagði í gær að það væri kald- hæðni örlaganna að þeir sem mest hefðu sóst eftir kosningum hefðu tapað þeim og vísaði þar með til að Berlusconi og stuðningsmenn hans voru áköfustu talsmenn kosn- inga. Massimo D’Alema, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðar breytingar á flokknum, meðal ann- ars að hamarinn og sigðin verði fjar- lægð úr merki flokksins og eftir standi þá korkeikin ein, sem bætt var inn þegar flokknum var breytt í kjölfar falls Berlínarmúrsins. Þetta Bandalag mið- og vinstriflokka vann sigur í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag. Sigrún Davíðsdóttir, fréttarít- ari Morgunblaðsins, sem fylgdist með kosningunum í Róm, segir -------------------------------------------------------- frá úrslitunum og viðbrögðunum á Italíu. Undirstrikar aö unnið verði eftir lang- tímastefnu Reuter Silvio Berlusconi, leiðtogi Frelsisbandalagsins, greiðir atkvæði á sunnudag. merki hafi aðeins verið til bráða- birgða og nú gangi nýir tímar fyrir alvöru í garð. Vonir en ekki vissa um styrka stjórn Þó Prodi og samstarfsmenn hans láti í ljós trú á að með kosningunum hafi fengist traustur stjómargrund- völlur eru þó ýmsar blikur á iofti. Paolo Franchi leiðarahöfundur á dagblaðinu Corriere della sera sagði ________ í gær í samtali við Morg- unblaðið að Prodi yrði Ijóslega falin stjórnar- myndun og jafnöruggt að hann hlyti til þess stuðn- ing Endurreista komm- ^_____ únistaflokksins. Hins vegar hefur flokkurinn sett ýmis skilyrði fyrir stuðningi sín- um, sem ekki er í samræmi við stefnuskrá Ólífuhreyfíngarinnar, en hana hyggst Prodi nota sem grund- völl að stjórnarmyndun, því kjósend- ur hafi greitt hreyfingunni atkvæði sitt á þeim grundvelli. Prodi leggur áherslu á ábyrga efnahagsstefnu á grundvelli þess sem embættis- mannastjómir hafa áorkað undanf- ROMANO Prodi, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Ítalíu, fagnar hér kosningasigri Ólífuhreyfingarinnar á útifundi í Róm í gær. arin tvö ár, meðan kommúnista- flokkurinn krefst þess að sjálfvirkar vísitölubætur verði aftur teknar upp. Franchi sagði að enn væri of snemmt að segja til um hreyfingar á hægri- vængnum í átt að Ólífunni, en merki væru um að minni flokkar til hægri legðu lóð sitt á vogarskál Ólífunnar og drægju þar með úr vægi komm- únistaflokksins. Um útlit fyrir styrkri stjóm sagði Franchi að enn væri of snemmt að fullyrða nokkuð í þá átt. Enn væm margir lausar endir að hnýta áður en hægt væri að hafa þau orð uppi. Stj órnmálaframtíð Berlusconis óviss Silvio Berlusconi lofaði fyrir tveimur ámm að losa sig við fjöl- miðlaveldi sitt til að koma í veg fyr- ir hagsmunaárekstra Qármála- mar.nsins og stjómmálamannsins Berlusconis. Það hefur hann ekki gert og er því ótrúverðugur í augum margra. í lokaeinvígi hans og Prodi á föstudagskvöldið, sem fór fram í einni sjónvarpsstöð Berlusconis varð Berlusconi tíðrætt um að Prodi og félagar beittu sér fyrir því að ríkið Frelsisbandalagið mið- og hægrillokkar vaktaði þegnana. Prodi fómaði þá höndum og sagði að sér þætti þetta undarlegur málflutningur, þegar hann sæti hér í sjónvarpsstöð, sem Berlusconi ætti með hljóðnema sem Berlusconi ætti. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum, hvemig ríki- dæmi Berlusconi er sífellt ádeiluefni andstæðinga hans. Um stjómmála- framtíð Berlusconis segir Franchi að hún sé vægast sagt óljós. Á hægrivængnum hafi Fini unnið á, ekki Berlusconi, og staða _______ hans sé nú mjög veik. Á hægrivængnum era nýfasistamir hinn klári sigurvegari. Þetta hefur styrkt stöðu Finis og fiokksmanna hans, en um leið gerir veik staða Ber- lusconis það að verkum að hægri- vængurinn er líklegur til að riðlast. Upp úr því gæti með tímanum mynd- ast trúverðugur og öflugur hægri- flokkur, sem tæki afstöðu gegn fas- istum, en hlyti um leið viðurkenn- ingu erlendra hægriflokka. Sem stendur er enginn slíkur flokkur til á Ítalíu. I allan gærmorgun rannu andlit Urslitunum vel tekið á fjármála- mörkuðum nýkjörinna þingmanna yfir sjón- varpsskjáinn, eftir því sem kjör þeirra varð ljóst. Það er erfitt að varðveita trúna á að Ólífunni takist að innleiða þá nýju tíma, sem hún hefur boðað í kosningabaráttunni, því þama var hvert andlitið á fætur öðra rist langri pólitiskri reynslu í gamla flokkskerfinu. Sannleikurinn er sá að þótt leiðtogar gamla kerf- isins hafi hrakist frá, þá sitja marg- ir af minni spámönnunum eftir og fylla nú nýja flokka og hreyfingar. Ný kynslóð ítalskra stjórnmála- manna er þó að hasla sér völl, þótt þeir séu enn fáir. Kunnastur er Walter Veltroni hægri hönd Prodis. Veltroni höfðar til ungs fólks með áhuga sínum á kvikmyndum, fót- bolta og alnetinu og höfðar óhikað til aðdáunar hluta ungu kynslóðar- innar á öllu sem ameríslrt er, því vísast er Ítalía „ameríkaníseraðasta" land Evrópu, þótt gömlu gildin ríki þar enn. Veltroni vitnar óhikað í forseta Bandaríkjanna þá John F. Kennedy og Bill Clinton og banda- ríska demókratastefnu. Algeng ág- iskun er að hann verði aðstoðarfor- sætisráðherra Prodis, en hver sem staða hans verður er enginn í efa um að Veltroni, sem er fertugur að aldri og því bráðungur miðað við ítalska stjómmálamenn, eigi eftir að láta til sín taka í ítölskum stjóm- málum næstu árin. Aðrar ágiskanir era að Dini verði utanríkisráðherra frekar en efnahagsráðherra, en Prodi harðneitar að nefna nöfn. _________ Línurhar skýrast ekki fyrr en í maí, en búist er við að Prodi verði form- lega falin stjómarmynd- um í kringum 20. maí. Hefð er fyrir að stjómar- myndanir taki langan tíma á Ítalíu, en einnig í þessu gæti Prodi brotið blað með því að nýta tímann næstu vikumar. Hann hefur hvað eftir annað lýst yfir að verkefnin séu brýn og hann og samstarfsmenn hans séu óðfúsir að taka til höndum. Efnahagsmálin era forgangsverkefni, en Prodi er þar á heimavelli, því hann er hag- fræðiprófessor við háskólann í Bol- ogna. Aflrir STUÐNINGSMAÐUR Ólífuhreyfíngarinnar fagnar sigri í þingkosningunum á Ítalíu á torgi í Róm í gær. Skýr úrslit eftir þingkosningarnar á Italíu Sögiilegxir signr vinstriflokkanna Kosningabandalag vinstri- og miðflokka, Ólífuhreyfingin, sigraði í þingkosningunum á Ítalíu á sunnudag og fékk 157 sæti af 315 í öldungadeild þingsins og 284 sæti af 630 í neðri deildinni ÖLDUNGADEILDIN Kosið er um þijá fjórðu hluta sæta í neðri deildinni í einmenningskjördæmum, en hlutfallskosning byggð á framboðslistum ræður því hvernig sá fjórðungur, sem eftir er, skiptist. Endurreisti kommúnistafiokkurinn 10sæti Norðurbandalagið 27 sæti Aðrir 5sæti Öidunga- deildin Ólífuhreyfingin Frelsisbandalagið mið- og vinstriflokkar mið- og hægriflokkar ' NEÐRI DEILDIN' Kosið er um þrjá fjórðu hluta sæta f neðri deildinni f einmenningskjördæmum, en hlutfalls- kosning byggð á framboðslistum ræður því hvemig sá fjórðungur, sem eftir er, skiptist. Endurreisti kommúnistaflokkurinn Norðurbandalagið 59sætí Ifyrsta skipti í sögu Ítalíu eftir- stríðsáranna stefnir í að vinstrimenn komist í stjóm. Með skýram sigri Romano Prodis og Ólífuhreyfingarinnar, bandalags 'vinsbordtri- og miðflokk- anna, stefnir í að honum verði falið að mynda stjórn eftir að nýkjörið þing kemur saman 9. maí. Prodi undirstrikar að í stjóminni muni sitja þingmenn og að þar verði öragglega sæti fyrir Lamberto Dini forsætis- ráðherra núverandi utanflokka- stjómar. Einu þingsæti munaði að Ólífan næði meirihluta í öldunga- deild ítalska þingsins, en í í neðri deildinni var munurinn meiri. Bendir flest til að hún muni styðjast við Endurreista kommúnistaflokkinn, harða kjama gamla ítalska komm- únistaflokksins, en flokkurinn er annar sigurvegari kosninganna. Hinn sigurvegarinn er Þjóðarbanda- lag Gianfi-anco Finis, gamli fasista- flokkurinn. Prodi undirstrikar að nú verði unnið eftir langtímastefnu, sem hreyfingin hefur þegar lagt fyr- ir kjósendur og byggir á vinnu emb- ættismannastjóma síðustu tvö árin. Einnig segir Prodi að næsta stjóm sitji út kjörtímabilið, sem er fimm ár. Það væri í meira lagi sögulegt í landi, þar sem meðal valdatími stjóma frá stríðslokum hefur verið tíu mánuðir, en óljóst er hvernig gengur að stjóma með kommúnista- flokkinn á bakinu, en hann hefur þegar sett ákveðin skilyrði. Silvio Berlusconi fyrram forsætisráðherra lofar öflugri stjómarandstöðu, en staða hans er veik nú. Sigurvegararnir lengst til hægri og vinstri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.