Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
HATIÐAR-
MESSA
TÓNLIST
Digraneskirkja
SÖNGTÓNLEIKAR
Nemendur í söngdeild Nýja
tónlistarskólans flutti Messe
Solennelle, eftir Rossini.
Sljómandi: Ragnar Bjömsson
Sunnudagurinn 21. april, 1996.
MIKIL gróska á sviði tónlist-
armenntunar, frá stofnun Tón-
listarskólans í Reykjavík 1930
til dagsins í dag, er yfir 50 tón-
listarskólar um land allt veita
ungu fólki góða undirstöðu-
menntun í öllum greinum tón-
listar, er merkileg saga og um
margt hreint ótrúleg. I kringum
1930 mátti telja atvinnutónlist-
armenn á fingrum annarrar
handar en nú eru, eins og fyrr
segir, starfandi yfir 50 tónlistar-
skólar hér á landi, með vel
menntuðu kennaraliði. Sífellt
meiri kröfur eru gerðar til orgel-
leikara við kirkjur landsins og
fjöldi kóra er í raun sérstakt
ævintýri en við þá starfa bæði
raddþjálfarar og stjórnendur.
Hljóðfæraleikarar eru orðnir
fjölmenn starfsstétt, er fæst við
alls konar tóngefandi störf. Töl-
vísir menn hafa sagt að um
6.000 nemendur stundi tónlist-
amám og er þá átt við byijend-
úr jafnt sem lengra komna á
tónlistarbrautinni.
Vaxandi umfang tónlistar-
námsins hefur leitt til þess, að
stærri tónlistarskólarnir hafa
náð því marki, er telja má jafn-
gilda menntun framhaldsskól-
anna og hafa íslenskir tónlistar-
nemar getið sér gott orð við
erlenda skóla, þar sem margra
alda hefð er varðandi stöðu og
kunnáttu atvinnutónlistar-
manna. —-
Á síðari árum hefur söng-
nemum fjölgað og í æ ríkara
mæli hafa tónlistarskólamir
lagt áherslu á flutning óperu
og söngverka. Nú er svo komið,
að ekki verður hjá því komist
að fjalla um tónleikahald skól-
anna, því margir sem þar koma
fram, hafa náð þeim árangri að
sjálfgefið er að tónlistin verður
þeirra lífsstarf. Á síðari árum
hafa söngnemar haft sig æ
meir í frammi og staðið fyrir
flutningi stærri söngverka.
Söngnemar í Nýja tónlistar-
skólanum fluttu sl. sunnudag,
Litlu hátíðarmessuna eftir Ross-
ini, undir stjórn skólastjórans
Ragnars Bjömssonar en við
flutninginn aðstoðuðu tveir
kennarar skólans, Krystyna
Cortes og Jónas Sen, með leik
sínum á orgel og píanó. Þetta
er nokkuð viðamikið verk og
verðugt viðfangsefni atvinnu-
söngvara, svo að í stórt hefur
verið ráðist, fyrir nemendur
Nýja tónlistarskólans og er
óhætt að fullyrða, að í heild
hafí söngurinn og flutningurinn
tekist með ágætum.
Það gefur auga leið að nem-
endur era mislangt komnir en
sem heild skipuðu þeir kór, sem
söng á köfium mjög vel. Ein-
söngsþáttunum var skipt á milli
nemenda. Tenóraríunni Domine
Deus var skipt á milli þriggja
tenórsöngvara, en það voru Þrá-
inn Sigurðsson, Þorsteinn Lang-
er og Óskar Sigurðsson, sem
sungu aríuna til skiptis. Sama
var gert við Quoniam þáttinn,
sem er fyrir bassasóló. og Cras-
ifixus, sem er fyrir sópransóló.
Bassamir voru Þorvaldur Þor-
valdsson, Garðar Friðjónsson og
Valdimar Hilmarsson, en sópra-
söngkonurnar vora Katla B.
Rannversdóttir og Guðrún H.
Stefánsdóttir. Tvísönginn í Qui
tollis sungu Guðrún H. Stefáns-
dóttir og Valgerður Ólafsdóttir,
sem einnig söng einsöng í lo-
kakafla verksins, Agnus Dei.
Aðrir sem sungu einsöng
vora Ósk Ingadóttir, Helena
Fredriksen, Jónas Steinsson,
Örn Amarson, Ásthildur Bern-
harðsdóttir og Margrét Hall-
dórsdóttir ef ekki hefur yfirsést
um nafn, því nær allir kórfélag-
ar sungu einsöng en aðrir í
kómum vora Svava H. Frigeirs-
dóttir, Lyndita Óttarsson,
Helma Ýr Helgadóttir, Ingibjörg
H. Guðmundsdóttir Anna Jóns-
dóttir, Guðríður Agnarsdóttir
og Ingólfur. Jóhannesson, er
ásamt einsöngvurunum mynd-
uðu ágætan kór. I heild vora
þetta góðir nemendatónleikar
og ljóst, að þama era á ferðinni
góð efni í söngvara en eins og
þeir eru þegar vitandi um, þá
er lífið stutt en listin löng og
leiðin upp „Parnassum" ströng
og reynir í þeirri raun bæði á
þolgæði og hæfileika þeirra er
þangað vilja halda til samvista
við listagyðjurnar.
Jón Ásgeirsson
GUÐMUNDUR og Saga í Bar Pari.
50. sýning á Bar Pari
síðasta vetrardag
SÍÐASTA vetrardag verður 50.
sýning á leikritinu Bar Par eft-
ir Jim Cartwright. Þessi sýning
hefur gengið fyrir fullu húsi
síðan í október á Leynibarnum
í Borgarleikhúsinu, en þar situr
fólk við borð og getur notið
veitinga á meðan á sýningu
stendur.
Það eru Saga Jónsdóttir og
Guðmundur Ólafsson sem leika
öll hlutverkin, 14 að tölu. Leik-
stjóri er Helga E. Jónsdóttir,
leikmynd og búninga gerði Jón
Þórisson, en lýsingu annaðist
Lárus Björnsson.
Fáar sýningar eru eftir og
lýkur þeim í maí.
Sýningin síðasta vetrardag
hefst kl. 20.30.
Nýjar bækur
Rúnir djúpsins
RÚNIR djúpsins heitir nýútgefin
ljóðabók. Höfundur er Þórarinn
Guðmundsson. Þetta
er þriðja ljóðabók
hans. Bækurnar Ljós
og skuggar og Dagar
komu út 1995.
í kynningu segir:
„Bókin skiptist í fjóra
kafla. Sá fyrsti nefnist
Lífrúnir. Þar er horft
til margbrotinnar ís-
lenskrar náttúru svo
sem hrikabjarga við
sæ og dal, blóma á
engjum, hreiðurkörfu
eða bjartra nátta og
unnið er með hughrif-
in sem við það vakna.
Annar kafli heitir
Þjóðmál. Þar er dag-
legt líf í brennidepli og nokkurs
efa gætir þar hvort mannleg sam-
Þórarinn
Guðmundsson
skipti hafi alltaf réttsýni að leið-
arljósi. Þriðji kaflinn er nefndur
Reynsla. Þar er efni
fjölbreytt og víða
komið við heima og
erlendis. Fjórði
kaflinn ber nafnið
Árstíðir. Þar eru
myndir frá blíðri tíð
og strangri og sýnd
áhrif breytinganna á
þá sem lifa, njóta og
sakna.“
Höfundur gefur
bókina út. Ljóðabókin
er 72 bls. 43 Ijóð. Ljós-
mynd á kápu tók Þór-
arinn Guðmundsson.
Filmuvinnu, prentun
og band annaðisLOff-
setstofan, Akureyri. Bókin kostar
1.100 kr.
VINURÍ
HUNDSLÍKI
LEIKHST
Bíóleikhúsið,
S eIf os s i
SAGA ÚR
DÝRAGARÐINUM
eftir Edward Albee. Leikstjóri:
Svanur Gísli Þorkelsson Sviðs- og
tæknimaður: Sigtryggur B. Kristins-
son Leikendun Davíð Kristjánsson,
Kristinn Pálmason Leikfélagi
Selfoss, frumsýning, 19. april.
ÍSLENDINGAR virðast ekki
óttast Edward Albee þessa dag-
ana. Verk eftir hann eru á svölun-
um bæði í Reykjavík og á Sel-
fossi. í þeim er að finna erfiðar
rallur fyrir þá leikara sem eru
óragir við að færast mikið í fang
og vilja annaðhvort sýna snilli sína
eða vaxa við raunina. Mig grunar
að hið síðamefnda eigi við um
Davíð Kristjánsson í hlutverki
Jerrys hér. Davíð hefur sýnt það
undanfarin ár að mikils má af
honum vænta sem leikara og hann
hefur verið óragur við að takast
á við þung verkefni. Þó verður að
segja að hér hefur hann ekki er-
indi sem erfiði. Lítum stuttlega á
söguna:
Menntamaður situr á bekk í
Miðgarði í New Yorkborg og ætlar
að líta í bók. En Jerry, stráksláni
sem er nýkominn úr dýragarðinum
og hefur að eigin sögn framið þar
eitthvert óhæfuverk, sest að hon-
um svo friðurinn er úti. í meðför-
um Davíðs verður Jerry, sem er
kominn á ystu nöf í mannlegum
samskiptum og jafnvel fram af
henni, að ósköp venjulegum, örlít-
ið ráðvilltum pilti með hendur í
vösum og heimspekilegt viðhorf.
Sá sem setið hefur á bekk í
Miðgarði og verið ávarpaður á
ögrandi hátt á von á hinu versta.
Af Jerry í meðföram Davíðs stafar
engin ógn, hann er jafnvel kump-
ánlegur á stundum, jafnlyndur og
allt að því æðralaus fram að hinstu
stundu. Jerry gengur hinsvegar
ekki mjúklega inn í nóttina. Hann
spymir ærlega við fótum þegar
stórborgarfirringin strípar hann
af þeirri sáluhjálp sem felst í sam-
neyti við annað fólk. Strípar hann
jafnvel af vinfengi við hunda. Þá
var framsögn Davíðs áfátt á
stundum.
Kristinn Pálmason leikur
menntamanninn á bekknum og
ferst það vel úr hendi ef frá er
talið lokaatriðið en þar falla leikar-
arnir báðir í þá gildra að ofleika
og verða farsakenndir. Þess vegna
missir örvæntingin, óttinn og
reitarhelgunin í verkinu marks og
verður í besta lagi að gremju-
fyndni, í versta lagi skrípaleg.
Þeir félagar kalla framtak sitt
Bíóleikhúsið til styrktar þeirri til-
lögu að leikstarfsemi á Selfossi fái
inni í ókláraðum bíósal staðarins.
Það er svo sannarlega verðugt
markmið, ekki einungis fyrir þá,
heldur fyrir alla þá mörgu félaga
þeirra í Leikfélagi Selfoss sem á
undanförnum árum hafa auðgað
menningarlíf Sunnlendinga svo
um munar.
Guðbrandur Gíslason
Málog
menning
fékk Fjöl-
miðlabikar
Á FUNDI Ferðamálaráðs
sem haldinn var 19. apríl á
Kirkjubæjarklaustri, afhenti
Halldór Blöndal samgöngu-
málaráðherra svokallaðan
„Fjölmiðlabikar Ferðamála-
ráðs“.
Hann er veittur árlega fyrir
umfjöllun um ferðamál í fjöl-
miðlum og er þetta í 13. sinn
því hann var fyrst afhentur
árið 1982.
Það var að þessu sinni Mál
og menning sem bikarinn hlaut,
m.a. fyrir stóraukna útgáfu á
bókum fyrir innlenda og erlenda
ferðamenn. Á árinu 1995 voru
gefnir út 17 titlar af því tagi,
sumar bækurnar gefnar út á
þremur tungumálum.
Þá má þess geta að í bóka-
verslun Máls og menningar á
Laugavegi 18 hefur verið komið
til móts við óskir og þarfir er-
lendra ferðalanga t.d. með því
að hafa opið alla sjö daga vik-
unnar til kl. 10 á kvöldin.
Einnig hafa bókaverslanir
Máls og menningar gefíð út
bókaskrá „Books on Iceland"
sem dreift er í miklu magni til
bókaverslana, bókasafna og
háskóla erlendis.
Það kom því fram í máli ráð-
herra að Mál og menning er
verðugur bikarhafi fyrir árið
1995.
Nýjar bækur
• FÉLA GS VÍSINDASTOFNUN
hefur nú í samvinnu við Háskóla-
útgáfuna sent frá ser bókina/íug-
arfar og hagvöxt-
ur. Menning, þjóð-
félag og framfar-
irá Vesturlönd-
um, eftir Stefán
Ólafsson prófessor
við Háskóla ís-
lands.
í kynningu segir:
„I þessari bók er
fjallað um hugarfar
nútímamanna.
Höfundur rekur
þætti úr hugmyndasögu þjóðfélags-
fræðanna frá miðöldum til nútímans
og sýnir hvemig veraldleg lífsskoðun
varð smám saman ríkjandi í menn-
ingu Evrópumanna. Þá sýnir höf-
undur hvernig breytt hugarfar
tengdist þjóðfélagsbreytingum,
einkum tilkomu kapítalisma, lýðræð-
isskipulags og iðnvæðingar, sem
skapaði vestrænum þjóðum sérstöðu
og gerði þær að ríkustu og voldug-
ustu þjóðum jarðarinnar. Markmið
höfundar er að þróa kenningu er
getur skýrt helstu þjóðfélagslegu
forsendur efnahagsframfara.
í seinni hluta bókarinnar fjallar
höfundur um hugarfar og hagsæld
meðal fimmtán aðildarríkja OECD-
samtakanna. Spurt er hvort hag-
sælli þjóðirnar hafi nú markvert
öðruvísi hugarfar en þær þjóðir sem
minni hagsældar njóta. Sérstaklega
er fjallað um vinnumenningu, við-
skipta-menningu, framfarahyggju
og samfélagsmenningu. Þar er íjall-
að jöfnum höndum um ísland og
önnur nútímaþjóðfélög og veitir sú
umfjöllunþví athyglisverða innsýn í
hugarfar Islendinga og forsendur
framfara hér á landi samanborið við
önnur vestræn ríki.“
Stefán Ólafsson lauk MA-prófi í
þjóðfélagsfræðum frá Edinborgar-
háskóla og D.Phil. prófi frá Háskól-
anum í Oxford (Nuffíeld College).
Hann er prófessor við Háskóla ís-
lands og hefur verið forstöðumaður
Félagsvlsindastofnunar háskólans
frá því hún var stofnsett, árið 1986.
Bókin ersú nítjánda íritaröð
Félagsvísindastofnunar. Hún er356
bls. aðlengd ogkostar kr. 3.990.
Háskólaútgáfan annast dreifíngu
hennar.