Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 25 ¥ I > ; K > | w J e, I •' ; •*> : . r Tengibraut skynjana Morgunblaðið/Þorkell Haraldur Jónsson Vortónleik- ar Tónlist- arskóla Rangæinga SENN líður að lokum skólaárs- ins hjá Tónlistarskóla Rangæ- inga en skólanum verður slitið í maí nk. Um 210 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og munu flestir þeirra ljúka námi sínu með prófi. Kennt hefur verið á hin ýmsu hljóð- færi og hafa kennarar í vetur verið 10 en kennt hefur verið á sjö stöðum í sýslunni. Söngur og hljóðfæraleikur einstaklinga og hópa munu ein- kenna vortónleika skólans en þeir verða haldnir í tilefni loka vetrarstarfs á þessu skólaári. Þeir verða í Heimalandi þriðju- daginn 23. apríl kl. 21 og Grunnskólanum á Hellu mið- vikudaginn 24. apríl kl. 21. INGUNN Jensdótir við eitt verka sinna Silki- og vatns- litamyndir í Eden INGUNN Jensdóttir sýnir silki- og vatnslitamyndir í Eden í Hveragerði frá 23. apríl til 5. maí. Þetta er sjötta sýning Ing- unnar í Eden. Ingunn hefur sýnt víðsvegar um landið, undanfarin tíu ár, síðast á Höfn í Homafirði, sum- arið 1995. Mótívin eru margvísleg, svo sem lapdslag, blómauppstilling- ar og ballerínur. MYNPLIST Kjarvalsstaöir BLÖNDUÐ TÆKNI Haraldur Jónsson. Opið kl. 10-18 alla daga til 12. maí. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). Sýningar- skrá kr. 900. SKYNJUNIN er lykill manns- ins að heiminum, og samvinna skynfæranna til að skapa eina heildarmynd af því sem athýglinni er beint að hlýtur að vera eitt af undrum mannskepnunnar. Þessi samhæfing snertingar, bragðs, þefs, heyrnar og sjónar er svo fullkommin að menn gleyma henni oft þar til eitthvað vantar; þá brengslast heimsmyndin, þar sem önnur skynfæri ná aldrei að bæta fullkomlega upp missi eins af þessum verkfærum lífsins. Listamenn líkt og aðrir einstak- lingar mótast af því með hvaða hætti þeir skynja umhverfi sitt, og þar eru ýmsir þættir sem í sameiningu hafa verið nefnt „þjóðerni" sennilega veigamestir. Þjóðerni verður hins vegar illa skilgreint út frá skynjanlegum atriðum, og er ætíð sveipað nokk- urri dulúð þegar spurt er beinna spurninga um inntak þess. Það er því eðlilegt að listamenn fari fyrr eða síðar að kanna þau svið sem hér liggja saman, þ.e. skynj- un og þjóðerni. Þetta eru helstu undirstöðu- þættir þess sem Haraldur Jónsson er að fást við með innsetningu sinni í miðrými Kjarvalsstaða. Hann hefur á fyrri sýningum oft komið að skynjuninni með nýstár- legum hætti, og er þar einfaldast að vísa til sýningar hans í Gerðu- bergi fyrir þremur árum síðan. Á sama tíma hefur hann oftar en ekki valið til þessa mjúk, þurr og jafnvel forgengileg efni til að móta þessar tilvísanir, og hafa pappi, tjörutex og jafnvel iðnaðar- teppi verið þar áberandi. Slík efni eru einnig uppistaða verka hans hér, en jafnframt kemur fleira til. Hér verður skynjunin markviss þáttur skilgreiningar íslensks þjóðernis í tveimur verkanna. „Fontar“, útsöguð ímynd staf- anna Þ og Ð í háum stöflum, minnir nokkuð á ræðupúlt, en skynjun þess fer um sjónina, snerti- jafnt sem lyktarskyn. Hér er komin sterk þjóðleg tilvísun; stafirnir hafa verið kjarni varnar- baráttu Islendinga varðandi al- þjóðlega staðla í tölvutáknum, þar sem þrýst hefur verið á að fórna þeim fyrir tákn útbreiddari mála. Enn hafa íslendingar sitt fram, en ef til þess kæmi að þessum stöfum yrði fórnað á altari al- þjóðavæðingar, yrði skilgreining þjóðernis okkar vissulega fátæk- ari en ella. Annað verk með sterka tilvísun í þessa átt er „íslenskt málver“, röð tólf ljósmynda af erl_endum stúdentum við Háskóla íslands að læra málið í gegnum tvöfalda skynjun; að heyra það talað, og sjá samtímis texta þess á blaði fyrir framan sig. Tungan er mikil- vægur þáttur í skilgreiningu okk- ar þjóðernis, og þeir sem læra hana verða ósjálfrátt tengdari landinu en aðrir; haft er eftir þjóð- skáldinu Einari Benediktssyni að „þeir sem læra málið, eru okkar ...“ Sú fjölskrúðuga flóra mann- fólksins sem hér bregður fyrir er þannig virkur vottur um áhuga umheimsins fyrir þeim sérkennum sem gera landsmenn að sérstakri þjóð. Onnur verk hér benda fremur á forsendur þess að þjóðerni fái þrifist almennt fremur en einhver sér-íslensk einkenni þess. Annars vegar er það myrkvuð einangrun (framlag lækjarins verður ekki merkt í breidd elfunnar) og hins vegar það lífsloft og stöðuga að- hlynning, sem er nauðsyn öllum gróðri, jafnt í menningarlífi sem í náttúrunni. í aðfararorðum sínum í sýn- ingarskrá bendir Guðrún Jóns- dóttir á að Haraldur hafi „oftar en ekki að yrkisefni þögnina og hinn óefniskennda veruleika.“ Þessi sýning hans byggir vissu- lega á slíkum eigindum; þögn, og skynjun hins óefniskennda. En slík list þarf einangrun, og hún krefst íhugunar. Vegna að- stæðna nýtur hún sín sérkenni- lega hér; um sýninguna liggur umferðaræð hússins, og í stað þess að vera endastöð þagnar og íhugunar er hún tengibraut. En ef til vill er það einmitt síðasta tilvísun Haraldar til viðfangsefn- isins; skynjun er tenging hins ytra og hins innra, og þjóðerni er teng- ing efniskenndra hluta í óefnis- kennda heild. Eiríkur Þorláksson Verðfrá 00 ogbíU gildir 25. apríl til 12.iúní Handhafar Eurocard Atlas- og Gullkorta fá 2000 kr. afslátt (glldir cingöngu fyrir handhafa kortsins). Hámarks- og lágmarksdvöl er ein vika (7 dagar). Fyrsti brottfarardagur er 25. apríl og síóasti hehnkomudagur er 12. júní. þar sem vegir liggja til allra átta Að auki fá meirn fiill af Hafðu sainband við sölufólk okkar, ferðaskrifstofumar eða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) * Iiuiifalið: flug og bíll, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, CUW-trygging, TP-trygging, OA!l%A ASC jijónustugjald á flugvelli og söluskattur. EUROCARD SOUDAL HÚSASMIÐJAN 4"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.